Bæjarins besta - 17.12.1990, Side 27
BÆJARINS BESTA
27
Rætt við Þröst Leó Gunnarsson leikara frá Bíldudal
s
EG hef alltaf verið voðalega feiminn og flughræddur.“ segir Þröstur. Hann minnir á
indíána, kolsvart sítt hárið liggur meðfram andliti hans og húðin er dökk. Hann er
grannvaxinn, meðalmaður á hæð, með brún augu og brosir með öllu andlitinu. Þröstur Leó
Gunnarsson er 29 ára gamall, fæddur 29. apríl 1961 á Bíldudal. Þar sleit hann barnskónum
sem púki, stal harðfisk með strákunum og gramsaði á ruslahaugunum daginn út og daginn
inn í leit að fjársjóði. Hann er þriðji í röðinni af sex systkinum. Foreldrar hans eru Vilborg
Kristín Jónsdóttir og Gunnar Valdimarsson, kaupmaður og bóndi í frístundum. Þröstur Leó
fór til Reykjavíkur að loknu skyldunámi og datt það snjallræði í hug að sækja um inngöngu í
Leiklistarskóla íslands. sem hann revndar vissi ekki að væri til fvrr en þá. Hann útskrifaðist
með glans fjórum árum síðar. Hann hefur verið í sambúð með írisi Guðmundsdóttur frá því
þstu voru unglingsr, Þau eiga 8 ára gamla dóttur, sem heitir Silja Lind. Hans fvrsta verkefni
var kvikmyndin „Eins og skepnan deyr“ eftir Hilmar Oddsson. Síðan fékk Þröstur hvert
hlutverkið af öðru og á hann nú að baki fjöldan allan af leikritum sem náð hafa miklum
vinsældum. En það er erfitt að lifa á leiklistinni, sérstaklega fyrir mann eins og Þröst, því
heimþráin klípur í hann í tíma og ótíma. Hann er ekta sveitamaður.
Hann ákvað að hvíla sig á
leiklistinni og flytja vestur á
Bíldudal með fjölskyldu
sína. Þar er hann í beitingu
og líkar vel, og íris vinnur á
verslun foreldra hans og á
skrifstofu Fiskvinnslunnar.
Við skulum byrja á því að
skyggnast aftur í tímann og
draga fram púkann í Þresti
Leó Gunnarssyni.
Hvernig var að alast upp á
Bíldudal?
„Það var æðislega gaman.
Það var svo mikið fjör og
alltaf eitthvað að gerast, eins
og er í svona sjávarplássum.
Við strákarnir vorum inn í
öllum skúrum og hjöllum,
þekktum hvern krók og
kima. Allt var svo ævintýra-
legt í þá daga, en núna hefur
þetta breyst mikið. Það er
búið að rífa gömlu skúrana
og hjallana, sem var okkar
aðalathvarf í æsku. Allt er
orðið svo breytt, steyptar
götur og kominn miklu meiri
menningarbragur á þorpið
núna.“
Hetjumar á
Arnarhóli
„Þegar ég rifja upp þessar
gömlu minningar get ég ekki
annað er hlegið að þessu öllu
saman. Það er gott að eiga
góðar minningar sem seint
gleymast. Ég man eftir því
sem púki, að eftir skólann á
daginn fórum við allir með
skólatöskurnar heim og síð-
an beint út að leika og við
gengum allir lausir langt
fram á kvöld, stundum til
eitt og tvö eftir miðnætti, 10
ára guttar. Við áttum kastala
upp í hlíð sem hét Arnarhóll.
Kastalinn var hlaðinn úr
grjóti með spýtuþaki, meiri-
háttar kastali. Þar lékum við
okkur í skylmingaleik alla
daga. Það voru fleiri kastalar
þarna á svæðinu og oft mikið
stríð í gangi.
Við gerðum árás, hlupum
með spýtusverð og skildi,
öskrandi eins og hetjur. Svo
þegar hópurinn mættist var
lamið í allar áttir og hetjurn-
ar sem voru fremstar í flokki
hlupu grenjandi heim“ segir
Þröstur og hlær feimnislega.
„Þetta var nú allur hetju-
skapurinn. Ég fór uppeftir í
sumar til að líta á rústirnar
svona til gamans. Jú, þarna
var gamli góði kastalinn
minn, en mikið var hann lítill
og skrítinn. Þetta var allt svo
miklu stærra og voldugra
þegar maður var lítill strák-
ur.“
Stálum harðfiski
„Við gerðum at í gömlu
kerlingunum og stálum harð-
fiski úr hjöllunum. Að stela
• Á þessarl mynd má sjá Þröst Leó í aðalhlutverki Hamlets Danaprins. Þröstur seglr að einmitt í þessu atriðl, þegar hann
strýkur af sverðlnu og er að fara að segja - Að vera eða vera ekki - þá sló klukkan níu og öl tölvuúrin fóru að pípa út í sal.
„Þetta var eins og tónleikar, mjög neyðarlegt.“
Það er engin beitingar
lykt af HamleÉ