Bæjarins besta - 17.12.1990, Síða 32
32
BÆJARINS BESTA
frægi Elvis Presley er við-
fangsefnið í stórri bók, sem
Fjölvaútgáfan hefur nýlega
gefið út. Þar lýsir eiginkona
hans Priscilla samlífinu við
hann og rekur á ótrúlega
hreinskilinn hátt margt í
einkalífi hans. Þar kemur vel
fram, hvað líf frægra stjarna
getur oft orðið erfitt, en
gleðistundirnar voru þó líka
margar og Presley, sem þá
vissi ekki aura sinna tal,
gjafmildur úr hófi fram, þar
sem hann gaf vinum sínum
oft heilu bílana.
Priscilla var kornung
telpa, aðeins 14 ára, þegar
hún fyrst kynntist Elvis, er
hann gengdi herþjónustu í
Þýskalandi. Þar urðu þau
ástfangin og kom upp
óvenjulegt samband milli
þeirra þar sem Presley vildi
varðveita hreinleika hennar
og ferska ást og gekk svo í
mörg ár, þar til þau loksins
giftu sig.
Bókin kallast „Elsku El-
vis“ og í henni er lýsing á líf-
inu í Graceland og Los Ang-
eles. Frásagnir af
skemmtunum og ferðalögum
og dvölum í Las Vegas. Þai
er því lýst, hvernig hinar lé-
legu kvikmyndir Elvis voru
að gera út af við hann, þang-
að til hann losnaði undan
samningum við kvikmynda-
félagið og blómstraði þá á ný
sem vinsælasti dægurlaga-
söngvarinn, viðurkenndur
Rokk-kóngur Bandaríkj-
anna.
íslandsbók Fjölva
„ÍSLAND ER NAFN
ÞITT“, kallast stór ljós-
myndabók um ísland, sem
Fjölvaútgáfan hefur gefið út.
Höfundur eru hinn frægi
ljósmyndari Erich Spiegel-
halter og Sigurður A. Magn-
ússon rithöfundur. Á sama
tíma eru gefnar úr sérstakar
útgáfur af bókinni á ensku,
frönsku og þýsku.
Spiegelhalter er einn
kunnasti listræni ljósmyndari
Þýskalands. Fjölvaútgáfan
fékk hann í samstarfi við
Herder- útgáfuna í Freiburg
til að koma og ferðast um
landið og er bókin og 80 lit-
myndir hans, flest heilsíðu-
myndir, árangur þess starfs.
Sigurður A. Magnússon
skrifar svo við hlið ljósmynd-
anna um sambúð þjóðarinn-
ar við landið, út frá ýmsum
sjónarhornum. Þannig yrkja
þeir tveir rithöfundurinn og
ljósmyndarinn sannkallaðan
ástaróð um landið, enda
heillaðist Spiefelhalter af
landinu og hinum furðulegu
leikjum litanna í ljósi og
skugga, sem hér er öðruvísi,
en hann hafði áður kynnst.
FYRSTA íslenska óperu-
handbókin er komin út. Hún
kallast „Söngvagleði“'og út-
gefandinn er Fjölvi. Hún er í
sama formi og Tónagjöfin
um sígild tónskáld, sem kom
út fyrir ári hjá sama forlagi.
Nýja óperuhandbókin er
samin af Þorsteini Thoraren-
sen, en með ráðgjöf frá Pet-
er Gammond og með sam-
starfi við Salamander
útgáfuna í London sem hefur
aðstoðað við hönnun og út-
vegun á fjölda ljósmynda.
I Söngvagleði er sagt frá
111 óperutónskáldum og
rakin söguþráður í 280 ólík-
um óperum. Sem dæmi mán
nefna, að þar eru raktar allar
óperur Wagners og flestar
þær óperur sem skipta máli
eftir Verdí, Puccini, Don-
izetti, Bellini. Hún spannar
yfir öll tímabil, jafnt Handel,
Mozart, Weber, Offenbach,
yfir rússnesku og tékknesku
tónskáldin og einnig fjölda
nútímaópera, jafnt Britten
og Shostakovich.
Sjafnaryndi
ÖRN OG ÖRLYGUR
hefur sent frá sér bókina
„Sjafnaryndi - unaður ástar-
lífsins skýrður í máli.“ Sjafn-
Sjafrnr-
yndi
t naútíi'
aryndi er einstæð bók um
samskipti kynjanna. Höf-
undar fjalla um hina ýmsu
þætti kynlífsins af reynslu og
þekkingu. Hún er fyrsta
handbókin um kynlífið sem
veitir fullorðnu ólki hagnýtar
upplýsingar um ástarbrögð.
Víst eru ýmsar stellingabæk-'
ur á boðstólum en þær veita
næsta litlar upplýsingar um
gjöfult kynlíf. Ennfremur
fást bækur um hina líffræði-
legu hlið getnaðar sem koma
að notum í skólastofum en
ekki í svefnherberginu.
Sjafnaryndi er þörf fyrir
þroskað fólk. Hún fjallar í
máli og myndum um hin
ýmsu tilbrigði ástarleikja.
Bókin er kjörin fyrir þá sem
vilja gera gott kynlíf enn
fjölbreyttara og unaðsríkara.
Rokksaga íslands
BÓKAÚTGÁFAN For-
lagið hefur sent frá sér bók-
ina „Rokksaga íslands - frá
Sigga Johnnie til Sykurmol-
anna“ eftir Gest Guðmunds-
son. Þar fjallar hann um
rokktónlist og æskumenn-
ingu á íslandi 1955 til 1990.
I bók sinni fjallar Gestur
Guðmundsson um stefnur og
strauma í íslenskri rokktón-
list, hljómsveitir og einstaka
tónlistarmenn, söngtexta,
skemmtanalíf og hljóm-
plötugerð. Bókin styðst við
margra ára heimildasöfnun:
Ritaðar heimildir, hljóm-
plötur og ekki síst samræður
við fjölda fólks sem hefur lif-
að og hrærst í rokktónlist
undanfarna áratugi. í bók-
inni eru um 300 ljósmyndir
og ítarlegar skrár yfir hljóm-
sveitir og plötuútgáfu.