Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.12.1990, Síða 34

Bæjarins besta - 17.12.1990, Síða 34
34 BÆJARINS BESTA Stangaveiðin 1990 FRÓÐI HF. hefur gefið út ókina „Stangaveiðin 1990“ eftir Guðmund Guðjónsson og Gunnar Bender. Höfund- arnir eru báðir vel þekktir meðal stangaveiðimanna fyrir skrif sín um stanga- veiði, en þeir skrifa veiði- fréttir fyrir Morgunblaðið og DV og hafa að auki báðir skrifað bækur um stanga- veiði. f þessari árbók stanga- veiðimanna gefst áhuga- mönnum gott tækifæri' til þess að fá á einum stað glöggt yfirlit yfir það sem gerðist á árinu og er ekki að efa að aftur og aftur verður gripið til þessarar bókar þeg- ar veiðisumarið og afla- brögðin 1990 ber á góma. Fjölmargar ljósmyndir eru í bókinni frá veiðisumrinu 1990 og gefa þær henni aukið gildi. Ítalía ’90 SIGMUNDUR Ó. Stein- arsson íþróttafréttamaður hefur skrifað sögu heims- meistarakeppninnar í knatt- spyrnu er nefnist „Ítalía ’90 - 60 ára saga HM í knatt- spyrnu.“ Bókin er fimmta bók höfundar en Fróði hf. gefur bókina út. í bókinni rekur Sigmund- ur sögu þessarar einstöku keppni frá upphafi en fyrsta Heimsmeistarakeppnin var haldin í Uruguay árið 1930. ítarlegust er umfjöllunin um keppnina í Mexícó 1986 og á Ítalíu, sen haldin var í sumar og öllum er í fersku minni. Sérstakir kaflar fjalla um þátttöku og frammistöðu ís- lenska landsliðsins í heims- meistarakeppninni. Mannraunir FRÓÐI HF. hefur gefið út bókina „Mannraunir" eftir Sighvat Blöndahl, er hefur að geyma sannar frásagnir af mannraunum sem nokkrir íslendingar hafa ratað í. Höfundur bókarinnar hef- ur lengi verið félagi í Flug- björgunarsveitinni í Reykja- vík og tekið þátt í björguanrstörfum, auk þess sem hann hefur um árabil lagt fyrir sig fjallgöngur bæði hér heima og erlendis. Sighvatur segir í bókinni frá eigin reynslu eins og t.d. þegar hann kom fyrstur að flaki lítillar flugvélar á Ei- ríksjökli og tók þátt í björg- un tveggja manna sem í vél- inni voru. Hann segir einnig frá flugslysi á Mosfellsheiði sem sannarlega fór betur en á horfðist og þegar manni var bjargað úr jökulsprungu á Vatanjökli. Pá segir Sig- hvatur frá eftirminnilegum fjallgöngum, m.a. á Mount McKinley, hæsta fjall Norð- ur-Ameríku, og hinn ill- ræmda Eigertind í Ölpunum. Böndin bresta FRÓÐI HF. hefur gefið út skáldsöguna „Böndin bresta - sagan af Helga frænda“ eft- ir Arnmund Backman. Þetta er önnur skáldsaga Arn- mundar en fyrsta bók hans, „Hermann“ sem kom út á síðasta ári, vakti verðskuld- aða athygli og fékk góða dóma bæði gagnrýnenda og lesenda. Frásagnargleði, húmor og leiftrandi næmi á mannleg- um tilfinningum einkennir sögur Arnmundar og þótt undirtónninn sé alvarlegur er alltaf stutt í gleðina, Gassastaðahláturinn, sem gengur eins og rauður þráð- ur í gegnum söguna. Stjörnumerkin IÐUNN hefur gefið út bókina „Stjörnumerkin“ eft- ir Gunnlaug Guðmundsson. Hver maður á sér mörg stjörnumerki. í þessari bók er fjallað um öll merkin, um tilfinningar, hugsun, ást, vinnu og framkomu í öllum merkjunum. f bókinni er því til dæmis svarað hvernig sé að vera Rísandi Sporðdreki, hvað það þýðir að hafa Ven- us í Bogamanni o.s.frv. Fjallað er um afstöður milli pláneta, húsin, að lesa úr stjörnukortum og um eðli mannlýsinga. Fjallað er um lifandi stjörnuspeki, um stjörnumerkin þín og einnig um þekkta íslendinga s.s. Björk Guðmundsdóttur, Bryndísi Schram, Bubba Morthens, Davíð Oddsson, Eddu Björgvinsdóttur, Ei- anr Kárason og marga fleiri. Lifandi bók sem fjallar um þig, manninn og mannlífið. •• Oldin okkar erlendis 1951-1960 IÐUNN hefur gefið út bókina „Öldin okkar erlend- is, minnisverð tíðindi 1951- 1960“. Bókin er fyrsta bindið í nýjum flokki þessara vin- sælu bóka, sem geyma lif- andi og aðgengilega sögu fortíðar og samtíðar í máli og myndum. Sagt er frá stór- atburðum og spaugilegum atvikum, mönnum og mál- efnum um heim allan. f þessu bindi greinir m.a. frá Kóreustríðinu og kalda stríðinu, rokkplágunni og húla-hopp æðinu, kosning- um og kynþátttaóeirðum, hnefaleikum og tískusýning- um, Elvis og Pelé. Spútnik- um og kjarnorkusprenging- um, frægum mönnum og furðufuglum svo lítið dæmi sé tekið. Væringinn mikli IÐUNN hefur gefið út bókina „Væringinn mikli - ævi og örlög Einars Bene- diktssonar" eftir Gils Guð- mundsson. Bókin segir frá ævi og örlögum Einars Bene- diktssonar. Hún fjallar um einn merkilegasta og stór- brotnasta mann sem fæðst hefur á þessu landi. Fáir ís- lendingar hafa barist af meiri eldmóði fyrir hugsjónum sín- um og fáir flogið hærra á vængjum skáldskapar og andagiftar en Einar Bene- diktsson. Ljóð hans lifa með þjóðinni, djúpvitur sannleik- ur, áköf barátta, snilld sem á fáa sína líka. Athöfnin fylgdi orði, og lífshlaup hans var ferð um breiðgötur og ein- stigi heimsins gæða. Gils Guðmundsson rekur hér ævintýralegan æviferil skáldsins og framkvæmda- mannsins og veitir innsýn í verk hans og óvenjulega at- hafnasemi. Grín og gamanmál ÖRN OG ÖRLYGUR hafa sent frá sér bókina „Grín og gamanmál“ sem Guðjón Ingi Eiríksson safn- aði saman. Hér er á ferðinni léttmeti fyrir alla, fræsku- laust gaman jafnt fyrir létt- lynda sem þunglynda. Þessi gamanmál henta öllum ald- urshópum enda spyr fyndni ekki að aldri, og ekki hvað síst upprennandi kynslóð sem safnandi hefur átt mikl- ar samvistir við, sem kennari og íþróttaþjálfari, en þá verður margt að gleðiefni. Safnandi segir í formála m.a.: „Þeir brandarar, sem á eftir koma, eru án kláms, kynþáttafordóma og hlut- deildar sveltandi fólks í Eþíópíu, en því miður hafa alltof margar skopsögur gengið út á að niðurlægja fólk, sem á um sárt að binda. Ennfremur eru engir Hafn- arfjarðarbrandarar í bók- inni, enda flestir þeirra löngu úreltir og tími til kom- inn að leggja þeim.“ Baráttusaga ÚT ER komin hjá Vöku- Helgafelli bókin „Baráttu- saga Guðmundar J. Guð- mundssonar" eftir Ómar Valdimarsson. Bókin er hressilegt og hreinskiptið uppgjör við menn og málefni þar sem sönn frásagnargleði tvinnast saman. Bókin er sjálfstætt framhald bókar- innar „Jakinn í blíðu og stríðu“, sem kom út á síðasta ári og varð meðal helstu sölubóka ársins. Guðmundur varpar hér ljósi á fjölda samferðar- manna og margvíslega at- burði frá stormasömum ferli sínum á vettvangi verkalýðs- baráttu og stjórnmála. Hann talar tæpitungulaust um viðkilnað sinn við Alþýðu- bandalagið, hremmingar sín- ar í Hafskipsmálinu, uppá- komur á Alþingi og málefni verkalýðshreyfingarinnar. Baráttuhiti Jakans leynir sér ekki, málstaðurinn er alltaf efstur á baugi, bætt kjör þeirra sem minna mega sín í samfélaginu.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.