Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.02.1991, Síða 1

Bæjarins besta - 13.02.1991, Síða 1
ÍSAFIRÐI 7. TBL - 8. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1991 • Júlíus Geirmundsson ÍS-270 var með þriðja mesta aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa á árinu 1990, Vestfirðir: Frystitogarinn Júlíus Geirmunds* son með þriðja mesta aflaverð- mæti íslenskra skipa - Guðbjörg ÍS-46 varð þriðji aflahæsti togarinn á árinu 1990 með 5.369 tonn &AMKVÆMT skýrslu Landssambands ís- lenskra útvegsmanna fyrir árið 1990 kom Akureyrin EA með mesta aflaverð- mæti á land á árinu 1990, eða 683 milljónir króna. I öðru sæti varð frystitogarinn Örvar frá Skagaströnd með 588 milljónir og Júlíus Geir- mundsson ÍS-270 í því þriðja með 465 milljónir króna. Akureyrin EA varð einnig aflahæsti togarinn í fyrra, með 6.075 tonn. Næstur kom Ottó N. Þorláksson RE með 5.608 tonn og Guðbjörg ÍS- 46 var sá þriðji aflahæsti með 5.369 tonn. Frystitogar- inn Örvar var með mesta meðalskiptaverðmætið á hvern úthaldsdag, eða 1.547 milljónir króna. I öðru sæti var Akureyrin með 1.528 milljónir og Ýmir HF í því þriðja með 1.165 milljónir. Heildaraflaverðmæti 103ja togara á síðasta ári var sam- tals 21,2 milljarðar króna, þar af var aflaverðmæti 25 frystitogara 8,3 milljarðar og 78 ísfisktogara 12,9 milljarð- isafjörður: Mikil ölvun MIKIL ölvun og ólæti voru í miðbæ ísa- fjarðar um síðastliðna helgi og gistu þrír fangageymslur lögreglunnar af þeim sök- um. Tveir ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akst- ur í síðustu viku, annar á Flateyri og hinn á ísafirði. Sá síðarnefndi var sviptur ökuréttindum til bráða- birgða. Tilraun var gerð til innbrots í verslunina Aral við Fjarðarstræti á helginni og er það mál í rannsókn. Súðavík: Ók á kiett OKUMAÐUR einn sem átti leið um Súða- víkurhlíð um kl. 04 aðfar- arnótt sunnudagsins varð fyrir því óláni að aka á klett við inngang Hamarsgats- ins. Ökumaðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkra- húsið til rannsóknar en hann kvartaði undan eymslum fyrir brjósti. Hann er grunaður um ölv- un við akstur. Eigandi annarar bifreið- ar sem staddur var í Súða- vík sömu nótt lenti í því að ölvaður maður sem var að koma af dansleik sló í gegn- um rúðu á bílnum hjá hon- um. Eigandinn kærði ekki atburðinn en tjónið er met- ið á tugi þúsunda króna. Sumar og sól 1991 CARRERA SKÍÐA- OG SÓLGLERAUGU Ferðabæklingurinn kominn || SPORTHIAÐAN h.f. -i = -ineð stóru essi Ferðaskrifstofa Vestfjarða S 3457 • 3557

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.