Bæjarins besta - 13.02.1991, Síða 11
BÆJARINS BESIA
11
fyrir að samningurinn kæmi
til framkvæmda. M.a. var
sölu- og markaðsstarf ekki
sameinað og rekstri útibús
Pólstækni í Reykjavík haldið
áfram.
Áætlun um rekstur Póls-
tækni fyrir árið 1990 gerði
ráð fyrir því að rekstur fyrir-
tækisins yrði í jafnvægi og
hagnaður yrði rúmar 2 millj.
kr. Fyrri hluta ársins gekk
rekstur fyrirtækisins nokkuð
í samræmi við áætlun. Á síð-
ari árshelmingi varð mikill
samdráttur í sölu fyrirtækis-
ins, þannig urðu tekjur þess
á 3. ársfjórðungi aðeins um
50% þess sem þurfti til þess
að endar næðu saman og var
tap félagins í lok september
orðið rúmar 18 milljónir kr.
Þrátt fyrir vonir um bata á
síðasta ársfjórðungi reyndust
þær vonir ekki raunhæfar. í
desember var því ljóst að tap
ársins yrði 20-25 millj. kr. og
lausafjárstaða þess var orðin
mjög slæm og ljóst að fyrir-
tækið var að komast í
greiðsluþrot. Fyrirtækið
hafði verið rekið með tapi
allt frá upphafi og nemur
uppsafnað tap á verðlagi í
árslok 1990 um 111 millj. kr.
Á stjórnarfundum höfðu
verið ræddar tvær leiðir,
annars vegar að óska eftir
greiðslustöðvun og leita eftir
nauðarsamningum við lánar-
drottna, eða hins vegar að
lýsa fyrirtækið gjaldþrota.
Áð lokinni umræðu í stjórn
félagsins var fallist á það
sjónarmið heimamanna að
ekki væri um annað að ræða
en að lýsa fyrirtækið gjald-
þrota og var það gert með
bréfi til bæjarfógeta á ísa-
firði, dags. 20. desember sl.
Eins og gerð hefur verið
grein fyrir hér að framan þá
tókst því miður ekki að ná
fram þeim markmiðum, sem
sett voru með samkomulag-
inu frá í ágúst 1989. Þar eð
mál þetta hefur átt langan
aðdraganda og í ljósi þeirra
umræðna, sem orðið hafa
um málið, var talið rétt að
gera nokkra grein fyrir
helstu atriðum málsins ef
það gæti orðið til þess að
varpa frekara ljósi á málið í
heild sinni.
Þorkell Sigurlaugsson,
forstöðumaður þróunarsviðs
Hf. Eimskipafélags íslands.
Kirkjulegt starf
í Bolungarvík
Sunnudagur 17. febrúar
kl. 11.00 Kirkjuskóli
(yngri börn)
kl. 14.00 Almenn messa
Lesendur:
Opið bréf til
bæjarstjórnar
ísafjarðar
- frá stjórn foreldrafélags
Grunnskólans á ísafirdi
T\yfIÐVIKUDAGINN
1t-16.02.1991 fór
stjórn foreldrafélags
Grunnskólans á ísafirði í
skoðunarferð um „gamla
gagnfræðaskólahús-
ið.“ í þessum hluta skól-
ans eru 8., 9. og 10. bekk-
ur til húsa. Það er
skemmst frá því að segja
að stjórnin sá sig til-
neydda til að upplýsa
hvernig málum þar er
háttað.
Aðastaðan þar er til
mikilla vansæmda fyrir
bæjaryfirvöld og alls ekki
bjóðandi nemendum eða
kennurum. Þetta er
vinnustaður barna á aldr-
inum 14, 15 og 16 ára og
er hætt við að ef fullorðn-
um yrði boðin slík aðstaða
til vinnu myndi fljótlega
vera mótmælt kröftug-
lega, en börnin hafa ekk-
ert val. Það er alltaf verið
að tala um gildi menntun-
ar en síðan má menntunin
helzt ekki kosta neitt.
Hvernig er hægt að ætlast
til að börn beri virðingu
fyrir umhverfi sínu ef sú
aðstaða sem þeim er látin
í té er í slíkri niðurníðslu
að óorði kemur á bæjar-
samfélagið.
Það sem fyrir augu bar
voru ónýtir gluggar m.a.
vegna fúa og einfalt gler
sem svo hélt hvorki vatni
né vindum. Þegar skipt
yrði um glugga þyrfti að
setja í þá viftur því loftið í
stofunum er ekki í neinu
samræmi við hið heil-
næma loft sem við íslend-
ingar eigum. Gólfdúkarn-
ir hafa síðan losnað vegna
ágangs vatns og áratuga
notkunar. Lýsing í stofun-
um er alltof léleg og alls
ekki bjóðandi á vinnustað
þar sem góð lýsing er höf-
uðatriði. Nauðsynlegt er
að mála allar stofur þvf
greinilegt er að það hefur
ekki verið gert lengi,
lengi. Áður en málað er
þarf að ganga frá og
byggja utan um allar lagn-
ir (þ.e. vatns- og
klóaklagnir) en þær
skreyta nú loft í einhverj-
um stofum. Þetta eru þau
atriði sem eru mest að-
kailandi og stjórn for-
eldrafélagsins krefst þess
að nú þegar verði veitt fé
til þessa verkefnis og
framkvæmdir hafnar á
vori komandi. Auk þess
má nefna að tímabært er
að endurnýja bæði hús-
gögn og gluggatjöld.
Bæði bæjarstjórn og
skólanefnd ætti að vera
fullkunnugt um ástand
þessa hluta skólans og
ættu sóma síns vegna að
sjá um að framkvæmdir
dragist ekki úr hömlu.
Við getum ekki vænzt
góðs árangurs hjá börnun-
um okkar við slík starfs-
skilyrði.
Stjórn foreldrafélagsins.
Guðný ísleifsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir
Ragnheiður Hákonardóttir
Aðalfundur
Aðalfundur Sæfara, félags sportbáta-
eigenda, ísafirði verður haldinn miðviku-
daginn 20. febrúar 1991 kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnurmál.
Tryggingamál sportbáta verða sér-
staklega rædd. ATH! Sérstaklega áríð-
andi er að bátaeigendur mæti á fundinn.
Stjórnin.
BÆJARINSBESTLA - FAX 94-4564
Ísaíjarðarsókn
ISAFJARÐARKAPELLA
KIRKJUSKÓLI
LAUGARDAG KL. II.
GUÐSÞJÓNUSTA
SUNNUDAG KL. II.
HNÍFSDALSKAPELLA
GUÐSÞJÓNUSTA
SUNNUDAG KL. 15.
Vestfirðingar
athugið!
NÝIR SNJÓSLEÐAR TIL
AFGREIÐSLU STRAX
NKKXn l'/JuMif.l
skidoo
ÚRVAL NÝRRA OG NOTAÐRA SLEÐA Á
STAÐNUM. ÓTRÚLEG GREIÐSLUKJÖR.
MIKIÐ ÚRVAL NÝRRA BÍLA FRÁ NISSAN
OG SUBARU Á STAÐNUM.
BÍLALEIGAN ERNIR
0• 4200 s- 4448 ST 3894