Morgunblaðið - 01.12.2020, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1. D E S E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 283. tölublað 108. árgangur
23 dagartil jóla
Jóladagatalið er á
jolamjolk.is
STÓRMYNDUM
FRESTAÐ VEGNA
VEIRUNNAR
ÓLÍKAR
EYJUR Í
SAMA HAFINU
TVÍBENT ÁHRIF
SAMFÉLAGS-
MIÐLANNA
DANÍEL HJÁLMTÝSSON 29 MEISTARAVERKEFNI 11EKKI ÖLL NÓTT ÚTI 14
Samkvæmt niðurstöðum þjóð-
hagsreikninga dróst landsfram-
leiðsla umtalsvert meira saman hér
á landi en á evrusvæðinu á þriðja
ársfjórðungi ársins 2020. Þannig
nam samdrátturinn 10,4% að raun-
gildi hér á landi, en var til saman-
burðar um 4,4% á evrusvæðinu.
Rekja má samdráttinn hér á landi
að mestu til minni útflutnings en
framlag hans til hagvaxtar var nei-
kvætt um 20,3%. »12
Talsvert meiri sam-
dráttur hér á landi
Brauðtertur og brauðtertugerð,
sumardagurinn fyrsti, ganga á
Helgafell, harmonikkan, gömlu
dansarnir og mæðradagsblóm
Kvenfélags Húsavíkur eru meðal ís-
lenskra hefða sem tilnefndar hafa
verið sem lifandi hefðir á landsskrá
Íslands. Hugsanlegt er að ein-
hverjar af þessum hefðum rati inn á
heimsskrá Menningarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna (Unesco).
Unnið er að tilnefningu laufa-
brauðshefðarinnar og hefðbund-
innar smíði súðbyrðinga þangað.
Meðal annarra hefða sem al-
menningur hefur tilnefnt og ratað
hafa inn á landsskrána eru ættar-
mót, saumaklúbbar, brúnaðar kart-
öflur og að fara í berjamó. Íslensku
jólasveinarnir eru einnig meðal
hefðanna þar, sem og slátur og slát-
urgerð. »10
Brauðterta og gamlir dansar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Brauðterta Ein góð fyrir erfi-
drykkju eða fermingarveislu.
Lifandi hefðum safnað saman á landsskrá Íslands Erlend staða þjóðarbúsins var já-kvæð sem nam 969,4 milljörðum
króna í lok október og hafði þá batn-
að um ríflega 313 milljarða frá lokum
annars ársfjórðungs. Tölurnar sýna
eignir Íslendinga erlendis umfram
skuldir. Hefur staðan aldrei verið
betri en nú en aðeins er rúmur ára-
tugur síðan staðan var neikvæð sem
nam tæpum 11.400 milljörðum króna.
Það var á þriðja ársfjórðungi 2009,
þegar áhrif bankaáfallsins haustið
2008 lögðust hvað þyngst á efnahag
landsins og gengi krónunnar. »12
Erlend staða þjóð-
arinnar aldrei betri
Aðventan er gengin í garð og í dag er 1. des-
ember og jólamánuðurinn þar með hafinn.
Rúmar þrjár vikur eru enn til jóla en víða um
land er jólaskrautið þó löngu komið upp. Í
þessu árferði hafa margir ákveðið að leggja
meira á sig í skreytingum en áður og í Reyk-
holti í Borgarfirði mátti í gær sjá þennan
skrautlega og skemmtilega bíl sem lífgaði svo
sannarlega upp á umhverfið.
Stekkjastaur er væntanlegur til byggða
hinn 12. desember og þá fer spenningurinn
að magnast hjá yngri kynslóðinni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólastemning
í Reykholti
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Gert er ráð fyrir verulegum halla á
rekstri sveitarfélaganna í nágrenni
Reykjavíkur í fjárhagsáætlunum fyr-
ir næsta ár. Sveitarstjórnir allra
sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæð-
inu utan Reykjavíkur eru með fjár-
hagsáætlanir ársins 2021 til umræðu
þessa dagana og búa sig undir áfram-
haldandi fjárhagslegar þrengingar
vegna veirufaraldursins.
Ekkert þeirra gerir þó tillögu um
að útsvarsálagning hækki á næsta ári
og leggja meirihlutar í bæjarfélögun-
um til að útsvarsprósenta verði
óbreytt á milli ára.
Í fjárhagsáætlun Kópavogs er gert
ráð fyrir 575 milljóna kr. rekstrar-
halla á samstæðu sveitarfélagsins. Í
Hafnarfirði er áætlaður halli á A- og
B-hluta áætlaður 1.221 milljón kr. Í
Garðabæ er gert ráð fyrir 499 millj-
óna kr. halla á A-hluta bæjarsjóðs en
að samstæðureikningurinn verði nei-
kvæður um 71 milljón kr. Í Mosfells-
bæ er gert ráð fyrir 567 milljóna
króna halla á rekstri sveitarfélagsins
og á Seltjarnarnesi er gert ráð fyrir
að rekstrarniðurstaða samstæðu-
reiknings verði neikvæð um 136 millj-
ónir kr. Gangi þetta eftir gæti sam-
anlagður halli sveitarfélaganna fimm
orðið allt að þrír milljarðar kr.
Fordæmalaus halli á Akureyri
Leggja á fjárhagsáætlun Reykja-
víkurborgar fyrir árið 2021 fram til
fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar
í dag. Fjárhagsáætlanir eru komnar
mislangt á veg í sveitarfélögum víða
um land. Fjárhagsáætlun Akureyrar-
bæjar var lögð fram í bæjarráði í
seinustu viku. Aldrei áður hefur verið
gert ráð fyrir viðlíka rekstrarhalla og
á næsta ári en hann er áætlaður ríf-
lega einn milljarður króna að því er
fram kemur í kynningu en rekja megi
500 millj. kr. til halla á málaflokki fatl-
aðra. Lagt sé upp með hóflega hækk-
un á gjaldskrám, alla jafna um 2,5%,
og að fasteignaskatts- og útsvars-
prósentur verði óbreyttar.
Hallarekstur og þrengingar
Umræður um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga komnar í fullan gang Sveitar-
stjórnir á höfuðborgarsvæði og Akureyri leggja til óbreytt útsvar á næsta ári
MÞungur róður í kórónukreppu »6