Morgunblaðið - 01.12.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.12.2020, Qupperneq 10
mennta- og menningarmálaráðu- neytisins mun ný heimsminjanefnd taka til starfa í upphafi nýs árs. Hún verður vettvangur samráðs um heimsminjar hér á landi og ráðuneytinu til ráðgjafar um fram- kvæmd heimsminjasamnings Unesco. Í því felst meðal annars að fjalla um endurskoðun yfirlitsskrár, sem greinilega er löngu tímabært því gildandi yfirlitsskrá er úr sér gengin, og ræða forgangsröðun nýrra tilnefninga áður en tillaga er gerð til ráðherra. Íslenska Unesco-nefndin telur af- ar mikilvægt að ný heimsminja- nefnd verði skipuð sem fyrst. Hlut- verk Unesco-nefndarinnar er að vera ríkisstjórn og sendinefnd Ís- lands til ráðuneytis og tengiliður við íslenskar stofnanir. Nefndin annast upplýsingastarfsemi um málefni Unesco hér á landi, meðal annars á vefsvæði. Sæunn Stefáns- dóttir, formaður nefndarinnar, seg- ir um starf heimsminjanefndar hér að mikilvægt sé að halda utan um þennan málaflokk. Ísland eigi glæsilegar heimsminjar og aðrar mikilvægar tilnefningar bíði af- greiðslu. Viðamikil vinna Eftir að ríkisstjórnin ákveður að tilnefna stað eða minjar á heims- minjaskrá Unesco fer í gang mikil vinna við skýrslugerð og rökstuðn- ing. Það kostar verulega fjármuni. Vinnan getur tekið nokkur ár og matsferli heimsminjaskrifstofu tek- ur sömuleiðis langan tíma. Tilnefn- ingin er að lokum lögð fyrir ársfund alþjóðlegu heimsminjanefndarinnar þar sem fulltrúar allra aðildarríkj- anna sitja. Svo bíða menn með önd- ina í hálsinum eftir því hvort stað- urinn er samþykktur inn á heims- minjaskrá eða hafnað. Staður sem fær þennan eftirsótta stimpil er þar með kominn í röð margra af merkustu náttúru- og menningarminjum heims. Staðina þarf að virða og umgangast í sam- ræmi við gildi þeirra og viðmið Unesco enda eru þeir þá orðnir sameign mannkyns. Margt ferða- fólk lítur til heimsminjaskrár við skipulagningu ferðalaga sinna. Torfhúsahefðin framarlega í röð  Enginn staður hér á landi í skráning- arferli fyrir heimsminjaskrá  Skipa á nýja heimsminjanefnd eftir sjö ára hlé Heimsminjaskrá Unesco 2004 Þingvellir, menningarminjar 2008 Surtsey, náttúruminjar 2019 Vatnajökulsþjóðgarður náttúruminjar Heimsminjar á Íslandi Minni heimsins – heimsskrá Unesco 2009 Handritasafn Árna Magnússonar á Íslandi og í Danmörku 2013 Manntalið 1703 – Þjóðskjalasafn Lifandi hefðir – heimsskrá Unesco 2020 Hefðbundin smíði súðbyrðinga (trillu, skektu), sameiginleg tilnefning Norðurlandanna Laufabrauðshefðin, tilnefning undirbúin 2018 Að syngja barnagælur og vögguvísur 2018 Hlaupahópar 2018 Íslenski hesturinn: hesta-mennska og hrossarækt 2018 Íslensku jólasveinarnir 2018 Kljásteinsvefstaður 2018 Kveðskaparhefðin 2018 Ljóðahátíðin Haust-glæður í Fjallabyggð 2018 Lugtarganga heilags Marteins 2018 Slátur og sláturgerð 2018 Torf: torfhleðsla, torfskurður og -stunga 2018 Þjóðbúningahefð í aldanna rás 2019 Ættarmót 2019 Að fara í berjamó 2019 Bolvíska blótið 2019 Brúnaðar kartöflur 2019 Gvendardagur 2019 Íslensk stuðla-setningarhefð 2019 Jónsmessa – sumarsólstöður 2019 Landnámshænan 2019 Mæðradagsblóm Kvenfélags Húsavíkur 2019 Saumaklúbbar 2019 Þjóðdansar í aldanna rás 2020 Brauðtertur – brauðtertugerð 2020 Gengið á Helgafell – þjóðtrú 2020 Gömlu dansarnir 2020 Harmonikan – hljóðfæri gleði og dansmenningar 2020 Sumardagurinn fyrsti Alþjóðlegt net UNESCO fyrir jarðvanga 2011 Katla, jarðvangur 2015 Reykjanes, jarðvangur Minni heimsins – landsskrá Íslands Passíusálmar Hallgríms Péturssonar – Landsbókasafn Kvikfjártalið 1703 – Þjóðskjalasafn Konungsbók eddukvæða – Árnastofnun Íslensk túnakort 1916-1929 – Þjóðskjalsafn Lifandi hefðir – landsskrá Íslands Breiðafjörður, náttúru- og menningarminjar. Mývatn og Laxá, náttúruminjar. Torfajökull, náttúruminjar. Íslenskar torfbyggingar ásamt tengdu búsetulandslagi – raðtilnefning, menningarminjar. 2014 HAFNAÐ: Víkingaminjar – alþjóðleg raðtilnefning, menningarminjar. Yfirlitsskrá Íslands vegna tilnefninga, óuppfærð Morgunblaðið/Ingó Öxarárfoss Þingvellir voru fyrsti íslenski heimsminjastaðurinn. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki er unnið að umsókn um skráningu neins staðar hér á landi á skrá Menningarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna (Unesco) um staði sem teljast vera einstakir og al- þjóðlega viðurkennd verndarsvæði. Nokkrar minjar eru á gamalli yfir- litsskrá Íslands yfir hugsanlega heimsminjastaði og samkvæmt upplýsingum mennta- og menningarmálaráðuneytisins er ís- lenska torfhúsahefðin líklegust af þeim til að fara í formlegt undir- búningsferli. Þrír staðir hér á landi eru skráð- ir á heimsminjaskrá, Þingvellir, Surtsey og Vatnajökulsþjóðgarður. Fjórðu umsókninni var hafnað. Það var tilnefning víkingaminja hér og í nágrannalöndunum. Ekki náðst sú samstaða sem Unesco krefst. Almenningur tilnefnir hefðir Frá því Vatnajökulsþjóðgarður var samþykktur hefur ekki verið unnið að umsókn á heimsminjaskrá. Hins vegar hefur verið safnað á landsskrá tilnefningum um óáþreif- anleg menningaverðmæti, svokall- aðar lifandi hefðir á samnefndum vef. Tilnefningarnar koma frá al- menningi en eru yfirfarnar af starfsfólki verkefnisins áður en þær birtast á landsskránni. Þar kennir margra grasa, eins og sjá má á list- anum. Af þessum óáþreifanlegu minjum hafa Norðurlöndin ákveðið að til- nefna saman á heimsskrá hefð- bundna smíði báta með súðbyrð- ingslagi. Þá hefur mennta- og menningarmálaráðherra falið Stofnun Árna Magnússonar að undirbúa tilnefningu laufabrauðs- hefðarinnar. Gömul og úrelt yfirlitsskrá Sérstök heimsminjanefnd var starfandi í mörg ár. Hún gerði til- lögur að yfirlitsskrá Íslands og vann að framgangi tilnefninga á heimsminjaskrá. Ný nefnd hefur ekki verið skipuð frá því skip- unartími síðustu nefndar rann út á árinu 2013. Vinnan hefur farið fram innan viðkomandi ráðuneyta. Samkvæmt upplýsingum 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020 Dagskrá: Staða og starfsemi Gildis á COVID-19 ári Fjárfestingar Gildis Önnur mál Hægt verður að horfa á fyrirlestra á netinu og senda fyrirspurnir á frummælendur. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag fundarins, þar á meðal tengil á streymi, má finna á heimasíðu sjóðsins,www.gildi.is. Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs 3. desember klukkan 16:00 Gildi–lífeyrissjóður Rafrænn sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundur ▪ ▪ ▪ Lífeyrissjóður www.gildi.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samningur Færeyja, Noregs og Evr- ópusambandsins um makrílveiðar rennur út um áramót. Á sama tíma verða Bretar sjálfstætt strandríki við útgöngu úr ESB. Færeyingar hafa gert rammasamning við Breta um fiskveiðimál og samkvæmt upplýs- ingum frá Færeyjum er reiknað með að viðræður um veiðiheimildir hefjist um miðjan desembermánuð. Mikilvægt er fyrir Færeyinga að fá áfram leyfi til makrílveiða við Bret- land, sem þeir höfðu samkvæmt samningi fyrrnefndra þriggja strand- ríkja. Meðal annars hafa þeir veitt mikið af makríl við Hjaltlandseyjar fyrstu vikur ársins. Við bætast áhyggjur af því að færeysk skip hafa ekki náð kvótum þessa árs og eiga eftir að veiða 36 þúsund tonn. Um 25 þúsund tonn af þessum heimildum falla niður um áramót verði ekki sam- ið um annað. Færeyingar veiddu um 60% makrílafla síns í færeyskri lög- sögu í fyrra og um helming tvö ár þar á undan. Ekki hefur verið gengið frá samn- ingum um stjórnun makrílveiða á næsta ári frekar en á öðrum deili- stofnum í NA-Atlantshafi. Þó svo að heildarsamningur hafi ekki verið gerður hafa strandríkin þó sammælst um að leggja ráðgjöf Alþjóðahafrann- sóknaráðsins, ICES, til grundvallar við veiðarnar. ICES leggur til að leyft verði að veiða rúmlega 850 þús- und tonn, nokkru minna en sem nem- ur ráðgjöf þessa árs. Eftir sem áður ákveður hvert strandríki eigin kvóta út frá sínum viðmiðunum. Fylgjast með loðnuleit Frá stöðu viðræðna um makríl- veiðar var greint í Færeyska útvarp- inu í síðustu viku og sömuleiðis frétt- um af loðnuleit Polar Amaroq fyrir norðan land. Færeyingar hafa heim- ild til að veiða 5% af loðnukvótanum við Ísland, en þó aldrei meira en 30 þúsund tonn. Því skiptir ákvörðun um upphafskvóta þá miklu máli. Færeyingar ræða við Breta um kvóta Þjóðminjavörður telur það verðugt verkefni að til- nefna torfhúsa- hefðina á heims- minjaskrá. Margir af þeim torfbæj- um sem varðveist hafa tilheyra húsasafni Þjóð- minjasafnsins en einnig eru nokkrir bæir utan þess. Margrét Hallgrímsdóttir segir að torfhús Þjóðminjasafnsins séu víða um landið og ef ríkisstjórnin ákveði að tilnefna torfhúsaarfinn varði það landið í heild og einnig þurfi að leita samráðs við nágrannalöndin þar sem slíkum húsum hafi verið haldið við. Hún segir að Þjóðminjasafnið hafi unnið að viðhaldi torfhúsanna síðustu tuttugu ár með það að leið- arljósi að þessi einstaka arfleifð myndi einhvern tímann hljóta til- nefningu á heimsminjaskrá. Margrét leggur áherslu á að ekki sé einungis átt við torfhúsin sjálf heldur einnig tilheyrandi búsetu- landslag og handverk við byggingu þeirra og viðhald. Verðugt verkefni að tilnefna ÞJÓÐMINJAVÖRÐUR Margrét Hallgrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.