Morgunblaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 16
Ljósmyndari/Ókunnur
Bjarni R Jonsson forstjóri (til vinstri) og Ingólfur Pét-
ursson verslunarstjóri (til hægri). Myndin er tekin við
opnun verslunarinnar að Skúlagötu árið 1965
Þriðji september
1965 var stór dagur
hjá Bjarna R. Jóns-
syni, forstjóra G J
Fossberg vélaversl-
unar, og starfs-
mönnum hans. Þann
dag var verslunin flutt
úr kjallaranum á
Vesturgötu 3 í stór-
hýsi að Skúlagötu 63
sem Fossberg hafði
reist yfir starfsemina. Stórhýsið
stendur enn en telst víst standa nú
við Bríetartún 13 vegna nafna-
breytinga á götum í hverfinu.
Gunnlaugur Jónsson Fossberg
vélstjóri (1891-1949) hafði stofnað
fyrirtækið árið 1927 en hafði árið
1930 ráðið 25 ára mann, nýútskrif-
aðan úr Verslunarskólanum, sem
skrifstofustjóra fyrirtækisins. Þetta
var Bjarni R. Jónsson (1905-1996).
Eftir ótímabært andlát Gunnlaugs
árið 1949 tók Bjarni formlega við
forstjórastarfinu og stjórnaði fyrir-
tækinu til ársins 1989 og hélt
áfram að koma til starfa eftir það í
nokkur ár. Starfsaldurinn var því
rúm 60 ár.
Bjarni hafði lagt metnað sinn í
nýbygginguna. Jósef Reynis arki-
tekt teiknaði húsið og Bjarni pant-
aði meira og minna allt í húsið frá
útlöndum. Allt gler í gluggana var
t.d. flutt inn frá Belgíu, lögð var
vinna í glæsilega flísa-
lögn undir verslunar-
gluggunum og í stétt-
ina fyrir framan
inngangana var greypt
merki fyrirtækisins
eins og enn má sjá.
Loksins var G J Foss-
berg komið í eigið
húsnæði og þvílíkur
munur.
Ef einhver hefði nú
hvíslað því að Bjarna
þennan septemberdag
að timburhúsið á
Vesturgötunni þar sem fyrirtækið
hafði verið rekið við þrengsli í 30
ár myndi standa langt fram á 21.
öld og jafnvel lengur, en stórhýsið
sem hann var búinn að reisa yrði
hins vegar rifið eftir 55 ár, hefði
hann auðvitað hlegið að slíkri vit-
leysu. Og það hefðu reyndar allir
gert. Mér er minnisstætt að Stefán
Hermannsson þáverandi borgar-
verkfræðingur sagði við mig á sín-
um tíma að Fossberg-húsið bæri af
öðrum húsum á þessum reit. Og
það gerði það svo sannarlega.
Efsta hæðin og hluti 2. hæðar
voru leigð út og geta má þess að
Kjartan Sveinsson byggingatækni-
fræðingur rak teiknistofu sína þar
árum saman og í þessari byggingu
teiknaði hann öll sín hús.
Utanríkisráðuneytið leigði einnig
stóran hluta hússins undir varn-
armálaskrifstofu sína í mörg ár og
þar fóru öll opinber samskipti við
varnarliðið fram. Einkaleyfastofan
var þar einnig um tíma.
En þótt þetta fallega hús væri
teiknað fyrir rekstur vélaverslunar
hafði það ákveðna galla. Erfitt var
að koma stórum málmiðnaðarvélum
eins og rennibekkjum og fræsi-
vélum inn í verslunarrýmið. Verra
var þó að vörugeymslan var í loft-
lágum kjallara undir versluninni.
Það fór því svo að verslunin var
flutt í annað hentugra húsnæði árið
2000 og húsið selt.
Undanfarin ár hefur hafist mjög
stórkarlaleg uppbygging á þessum
reit sem nú er kenndur við Höfða-
torg. Þetta er kynnt á þann veg að
Höfðatorg sé umgjörð um fjöl-
breytt mannlíf og margvíslega
þjónustu. Öll starfsemi þar miðist
við að skapa „hlýlegan miðbæj-
arkjarna sem þjónar íbúum, starfs-
fólki, nágrönnum, gestum og gang-
andi“. Þarna hafa hins vegar verið
reistar kuldalegar risavaxnar bygg-
ingar í andstöðu við umhverfið og
nú er svo komið að einungis standa
eftir tvö upphafleg hús á reitnum
og er annað þeirra Fossberghúsið.
Þessi hús standa nú eins og illa
gerðir hlutir vegna nýbygginganna
og búið er að sækja um niðurrif á
þeim.
Hvað Fossberghúsið snertir er
ekki hægt að segja annað en að um
eyðileggingu verðmæta verði að
ræða og grátlegt að þessar stór-
karlalegu og risavöxnu nýbygg-
ingar beri eldri og fallegri bygg-
ingar ofurliði í bókstaflegri
merkingu. Mér skilst að þetta
skipulag hafi verið samþykkt í
valdatíð Vilhjálms Þ. Vilhjálms-
sonar borgarstjóra. Ég verð að
segja sem gamall Reykvíkingur að
ég kann honum og öðrum sem hlut
áttu að máli litlar þakkir fyrir.
Þess má að lokum geta að Foss-
berg-fyrirtækið er enn rekið með
myndarbrag í Dugguvogi í Reykja-
vík og er sennilega elsta starfandi
verkfæraverslun landsins.
Niðurrif á Höfðatorgi
Eftir Einar Örn
Thorlacius
» Bjarni hafði lagt
metnað sinn í ný-
bygginguna. Jósef
Reynis arkitekt teiknaði
húsið og Bjarni pantaði
meira og minna allt í
húsið frá útlöndum.
Einar Örn Thorlacius
Höfundur er dóttursonur Gunnlaugs
Jónssonar Fossberg og starfaði hjá
Fossberg samfleytt 1983-2002.
einarornth58@gmail.com
Ljósmyndari/Ragnar Th. Sigurðsson
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020
Ekki þarf að leita
langt aftur til að finna
þá tíma þar sem flestir
ef ekki allir forystu-
menn stjórnmálanna
lögðu sameiginlega
áherslu á að vernda hið
stjórnskipulega frelsi.
Þótt sú þjóðlega holl-
usta hafi vissulega átt
við flesta stjórnmála-
menn mætti segja að
forystumenn Sjálfstæð-
isflokksins hafi öðrum
fremur og sérstaklega á
gullaldarskeiði flokksins
lagt mikinn þunga á það
frumhlutverk. Í ræðum,
ritum og ekki síður
efndum kemur þetta
víðsvegar fram enda er
hið stjórnskipulega
frelsi aflvaki sjálfstæð-
isstefnunnar. Þangað
sækir Sjálfstæðisflokk-
urinn nafn sitt, flokks-
hollustu og traust.
Mætti segja að strax við stofnun
hafi gullaldarskeið flokksins hafist og
staðið í þrjá aldafjórðunga. Sigur eft-
ir sigur með Ólafi Thors og Bjarna
Benediktssyni í forystu, stórsigur
Geirs Hallgrímssonar á landsvísu ár-
ið 1974 (42,7%) og goðsagnakenndur
sigur Davíðs Oddssonar árið 1990 hér
í Reykjavík sem enn þann daginn í
dag er óslegið met (60,4%). Þetta eru
nokkur dæmi af mörgum en fleira var
sameiginlegt en sigrarnir. Ávallt var
borin fyllsta virðing fyrir upprun-
anum og haldin var hollusta við
grunngildin.
Þótt Ísland væri við stofnun
flokksins fullvalda samkvæmt sam-
bandslögunum var það ekki stjórn-
skipulega frjálst eins og Bjarni Bene-
diktsson veik að frægri ræðu. Lög
okkar öðluðust ekki stjórnskipulegt
gildi fyrr en konungurinn í Kaup-
mannahöfn staðfesti þau, við fórum
ekki með okkar utanríkismál og hin
danska þjóð hafði jafnan aðgang að
auðæfum landsins á við okkur Íslend-
inga. Var það almenn afstaða að slíku
fyrirkomulagi myndi enginn una til
lengdar. Varð því aðalstefnumál
Sjálfstæðisflokksins við stofnun ná-
kvæmlega það sem heiti hans gefur
til kynna. Ekki einungis það heldur
var það einnig meitlað í stein að þeg-
ar þeim áfanga yrði náð yrði haldin
eilífðar varðstaða þar um. Það reynd-
ist vel. Veitti Bjarni Benediktsson
þessu athygli þegar fjörutíu ára af-
mæli flokksins var fagnað á lands-
fundi árið 1969. Sagði Bjarni meðal
annars:
Reynslan segir, að á þessu fjörutíu
ára bili hafi bezt tekizt, þegar ein-
dregnast var fylgt hinni gagnorðu
stofnstefnuskrá flokks okkar um
frelsi og sjálfstæði þjóðar jafnt og
einstaklinga með hagsmuni allra
stétta fyrir augum. Hvorki hin ís-
lenzka þjóð né einstakir Íslendingar
fá haldið frelsi sínu og sjálfstæði
nema allsherjarhagsmuna sé gætt.
En frelsi og sjálfstæði er sá aflvaki,
sem Íslendingum hefur bezt dugað.
Ef við sjálf dugum þeirri háleitu hug-
sjón mun Íslandi vel vegna, bæði í
bráð og lengd.“
Í þessum orðum liggur viskan sem
skapar sál Sjálfstæðisflokksins og
hinn breiða stuðning sem flokkurinn
hefur fengið. Á þessum gildum er
hægt að sigra á ný.
Þessum staðreyndum þarf að
halda til haga og varðstöðuna um hið
stjórnskipulega frelsi þarf að endur-
vekja. Sérstaklega hjá hinni ungu
kynslóð. Ekki einungis af því það er
rétt heldur einnig af því að það er nú
einu sinni svo að ef við, sem teljumst
til yngri kynslóðar sjálfstæðismanna,
viljum eiga einhverja von um að end-
urheimta það sem ella kann að glat-
ast er sérstaklega mikilvægt að við
höldum á lofti á hvaða gildum flokk-
urinn okkar var raunverulega stofn-
aður enda eru það þau sem eiga hvað
mest undir högg að sækja.
Í því samhengi þarf að þora að
ræða þróun samningsins um Evr-
ópska efnahagssvæðið. Það kann að
vera að það hafi talist hagstætt fyrir
yfir aldarfjórðungi að semja við und-
arfara þess Evrópusambands sem
við þekkjum í dag. Þá voru mikilvæg-
ustu málaflokkarnir ekki undir,
samningsbundið var að Alþingi gæti
hafnað innleiðingu á evrópsku reglu-
verki. Einnig hafði ofríki sambands-
ins ekki kunngerst. Ekki var hægt að
gera sér í hugarlund þann alvarlega
lýðræðishalla sem raun ber vitni í
þessum páfagarði hinum nýja
(Brussel) en frumforsenda lýðræð-
isins er auðvitað að þegnarnir geti
haft raunveruleg áhrif á gang mála
með reglulegum kosningum. Það eru
okkar mestu og mikilvægustu rétt-
indi að við Íslendingar sjálfir og eng-
ir aðrir ráðum skipan æðstu valdhafa
löggjafar-, dóms- og framkvæmdar-
valds.
Lokaorð
Sá hefur lítinn skilning á frelsinu;
sem heldur því fram að sá húsbóndi
sé frjáls sem nauðbeygður lýtur boð-
valdi nágranna sinna eða þarf að
sækjast eftir einhvers lags samþykki
þeirra um ákvarðanir í eigin málum.
Breytir engu hvort slíkur húsbóndi
fái í mýflugumynd aðgang að flóknu
samráðsferli um sína hagi. Slíkur
húsbóndi er ekki sjálfstæður enda
felst sjálfstæði hans í frelsi til sjálfs-
ákvarðana. Þetta er ástæðan fyrir
því að almennir sjálfstæðismenn
vildu ekki innleiða regluverk Evr-
ópusambandsins í orkumálum fyrir
skömmu. Okkar hagir eru allt aðrir í
þeim mikilvæga málaflokki og hin ís-
lenska orkustefna reyndist af-
skaplega farsæl fyrir land og þjóð.
Sama má segja um sjávarútveg,
landbúnað, jarðeignir og íslenskt
eignarhald þar á.
Hið stjórnskipulega frelsi
Eftir Viðar
Guðjohnsen
Viðar
Guðjohnsen
»Mætti segja að strax
við stofnun hafi gull-
aldarskeið flokksins haf-
ist og staðið í þrjá alda-
fjórðunga.
Höfundur er lyfjafræðingur og situr í
stjórn Félags sjálfstæðismanna um
fullveldismál.