Morgunblaðið - 01.12.2020, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020
Þú finnur fallegar og
vandaðar jólagjafir
hjá Eirvík
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
30 ára Bryndís Ýrr
fæddist í Vesturbæ
Reykjavíkur, en ólst
upp á Sauðárkróki, en
flutti aftur í bæinn 16
ára. Bryndís Ýrr er
lögfræðingur og vinn-
ur hjá Verði trygg-
ingum. Helstu áhugamál Bryndísar eru
golf, matargerð, ferðalög og almenn
útivist.
Maki: Haukur Harðarson, f. 1986,
íþróttafréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu.
Börn: Arnar Páll, f. 2014 og Andrea
Guðrún, f. 2020.
Foreldrar: Þórunn Pétursdóttir, f.1964,
innanhússráðgjafi og Páll Kolbeinsson,
f. 1964, verkefnastjóri. Þau búa á Sel-
tjarnarnesi.
Bryndís Ýrr
Pálsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Reyndu að hrista svolítið upp í
hversdagsleikanum og gera eitthvað
óvenjulegt í dag. Hvaða ánægju leitar þú?
Hafðu ávallt í huga að leggja þig allan fram
til að ná því.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert númer eitt núna. Hafðu ekki
sektarkennd heldur safnaðu kröftum og
vertu heill í því sem þú gerir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Dagurinn í dag er tilvalinn til
sköpunar og afþreyingar. Gefðu þér því
góðan tíma til þess að kanna alla mála-
vexti og líka til að velta þeim fyrir þér og
taka ákvörðunina.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur verið undir miklu álagi að
undanförnu og átt því erfitt með að ein-
beita þér. Eftir einn til tvo daga verður út-
litið mun betra.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er orðið tímabært að þú hafir
samband við vini þína þótt þeir hafi látið
vera að hafa samband við þig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Samskipti við nána vini og maka
krefjast mikillar þolinmæði af þinni hálfu
núna. Gerðu upp við þig hvað má missa
sín í sambandinu og hvað er þess virði að
halda í.
23. sept. - 22. okt.
Vog Að tjá tilfinningar sínar er ekki eins
erfitt og þú heldur. Notaðu daginn til að
koma reglu á hlutina hjá þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú þarft að finna farveg fyrir
sköpunarþrá þína og verður að yfirstíga
allar hindranir í þeim efnum. Bættu skipu-
lagið hins vegar svo þú náir betri árangri.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú skalt umfram allt hefjast
handa, þótt þér finnist erfitt að sjá fram á
verkslok. Taktu samt lífinu með ró.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er frábært að sýna sig og
sjá aðra, en nú er ekki tíminn til að
skemmta sér, heldur bretta upp ermarnar
og vinna fyrir skuldunum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft þitt eigið rými.
Reyndu að sigla milli skers og báru svo þú
náir klakklaust landi. Láttu það eftir þér að
vera þú sjálfur í góðra vina hópi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Nú er rétti tíminn til þess að bera
upp spurningu, sem hefur lengi verið að
brjótast um í þér.
metið lifnaðarhættina í þessum
heimsálfum og munurinn var í einu
orði sagt mikill.“
Mikil kaflaskipti urðu í lífi Hilm-
ars árið 1972 þegar hann hætti í
múrverki og hóf störf fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. „Ég tók að mér
stöðu framkvæmdastjóra verka-
lýðsráðs Sjálfstæðisflokksins og
starfaði við það þar til ég hætti eft-
ir 28 ára starf og fór á eftirlaun.
Á sama tíma fór ég að skipta mér
af borgarmálum. Ég tók fyrst þátt í
prófkjörum árið 1970. Í fyrstu var
mér lítið ágengt. En 1982 var ég
kjörinn borgarfulltrúi í borgar-
stjórn Reykjavíkur.
Ég sat á vegum borgarstjórnar í
mörgum nefndum m.a. í bygginga-
var við þesssi kaup í félaginu og
kom það í Hilmars hlut að koma
þessari tillögu í gegnum fundinn.
„Það gekk á ýmsu á fundinum og
ég var kallaður ýmsum nöfnum,
t.d. að ég væri útsendari auðvalds-
ins, og við værum að kasta pen-
ingum út um gluggann. Ég held að
enginn hugsi svona í dag.“ Land-
svæðið á Öndverðarnesi var gæfu-
spor fyrir félagið, enda mikil nátt-
úruparadís fyrir félagsmenn, og í
dag er þar 18 holu golfvöllur.
Árið 1968 var Hilmar kosinn í
miðstjórn ASÍ. „Ég ferðaðist þó
nokkuð á vegum ASÍ meðal annars
til Rússlands og Austur-Þýska-
lands. Þar sem ég var búinn að fara
til Bandaríkjanna gat ég vegið og
H
ilmar Guðlaugsson
fæddist 2. desember
1930 í Reykjavík.
„Eftir barnaskólann
fór ég í Ingimars-
skólann við Lindargötu og útskrif-
aðist þaðan sem gagnfræðingur ár-
ið 1948. Lærði svo múrverk og
útskrifaðist úr Iðnskólanum í
Reykjavík 1954, og var á samningi
hjá afa mínum, Jóni Eiríkssyni.
Árið 1958 var mér boðið til Banda-
ríkjanna til að fullnema mig í flísa-
og mósaíklögnum og ég fór í skóla í
Fíladelfíu í þrjá mánuði.“ Hilmar
segir að vinnan með Jóni afa sínum
hafi verið honum mjög lærdóms-
rík, en afi hans hafi lagt mikla
áherslu á stundvísi og sá lærdómur
hafi fylgt honum alla tíð. Hilmar
giftist Jónu Steinsdóttur frá
Vestmannaeyjum árið 1950 og áttu
þau 68 góð ár saman og eignuðust
þrjú börn. Hún féll frá fyrir tveim-
ur árum.
Hilmar hafði mikinn áhuga á
samfélagsmálum og var virkur í fé-
lagsmálum samhliða vinnunni. „Ég
fór fljótt að skipta mér af félags-
málum og var formaður Múrara-
félags Reykjavíkur 1965-1973 og
síðar fyrsti formaður nýstofnaðs
Múrarasambands Íslands 1973-
1977. Á þessum árum var mikil
pólitík í verkalýðsfélögunum, bar-
átta milli vinstri- og hægrimanna.
Stjórnarkosning fór fram á hverju
ári í félaginu og var listi vinstri
manna borinn fram á móti mér öll
árin sem ég var formaður.“
Árið 1965 var Hilmari aftur boð-
ið til Bandaríkjanna, nú á vegum
AFL-CIO sem hafa svipað hlut-
verk og ASÍ hér á landi, og hann
var þrjá mánuði í Bandaríkjunum
og ferðaðist mjög víða.
„Þetta er sú áhugaverðasta og
skemmtilegasta ferð sem ég hef
farið í og hef ég farið í margar
ferðir. Árið 1967 gekk ég í Odd-
fellow-regluna og var það mikið
heillaspor fyrir mig.“
Þann 1.maí 1968 keyptu Múrara-
félag Reykjavíkur og Múrara-
meistarafélag Reykjavíkur jörðina
Öndverðanes í Grímsnesi sem voru
450 hektarar lands. Mikil andstaða
nefnd Reykjavíkurborgar í 30 ár,
þar af 12 ár sem formaður, í stjórn
verkamannabústaða frá árinu 1971
og síðan í húsnæðisnefnd Reykja-
víkur og sem formaður þeirrar
nefndar í fjögur ár. Ég ferðaðist
víða árin sem ég sat í borgarstjórn
og minnisstæðust er ferð til Peking
í Kína með Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur borgarstjóra. Það var
alveg magnað að sjá Kínamúrinn
og þessi ferð skildi mikið eftir sig.“
Auk þess að vinna ötullega í
borgarmálunum var Hilmar mjög
virkur í íþróttastarfi. Hann tók við
starfi formanns Knattspyrnufé-
lagsins Fram 1978 og var þar í átta
ár. Þar var hann sæmdur gullmerki
og silfurkrossi fyrir vel unnin störf.
Hilmar Guðlaugsson múrari og fv. borgarfulltrúi í Reykjavík – 90 ára
Öndverðarnes Fjórir ættliðir í golfi. Frá vinstri:
Hanna Guðrún er yngst, síðan móðir hennar
Kristín Leopoldína, og svo móðir hennar Stein-
gerður og faðir hennar og ættfaðirinn Hilmar.
Hægrisinnaður verkalýðsforingi
Hjónin Hilmar og
Jóna áttu 68 góð ár
saman og eiga
fjölda afkomenda.
Til hamingju með daginn
Dalabyggð Snær Kárason fæddist 9. janúar
2020 kl. 19.24. Hann vó 4.700 g og var 53 cm
langur. Foreldrar hans eru Kári Gunnarsson og
Berghildur Pálmadóttir.
Nýr borgari
40 ára Runólfur
Helgi ólst upp á Sel-
tjarnarnesi og býr þar
enn. Runólfur Helgi
er rafvirki og vinnur
hjá Héðni-Schindler-
lyftum. Helstu áhuga-
mál Runólfs Helga
eru crossfit, frisbígolf og handbolti.
Maki: Auður Björg Guðmundsdóttir, f.
1985, fatahönnuður og nemi í Háskóla
Íslands á menntavísindasviði.
Börn: Guðmundur Elí, f. 2011, Sig-
urveig, f. 2014, og Ronja Karen, f. 2017.
Foreldrar: Sigurveig Runólfsdóttir, f.
1961, hárgreiðslukona, rekur Perma
hárgreiðslustofu, og Jónas Friðgeirsson,
f. 1952, rafvirki. Þau búa á Seltjarn-
arnesi.
Runólfur Helgi
Jónasson