Morgunblaðið - 01.12.2020, Page 26

Morgunblaðið - 01.12.2020, Page 26
UNDANKEPPNI EM Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu gæti þurft að bíða fram í febrúar á næsta ári til þess að fá úr því skorið hvort liðið fari beint í lokakeppni EM 2022 eða hvort það þarf að fara í umspil. Ísland mætir Ungverjalandi í lokaleik sínum í F-riðli undan- keppninnar á Szusza Ferenc- vellinum í Búdapest í dag en ís- lenska liðið tryggði sér annað sæti riðilsins með 3:1-sigri gegn Slóvakíu í Senec á fimmtudaginn síðasta. Ísland á ennþá góða möguleika á því að komast beint í lokakeppnina sem fram fer á Englandi en þrjú lið, með bestan árangur í öðru sæti síns riðils, komast beint í lokakeppnina líkt og þau lið sem enda í efsta sæti síns riðils. Undankeppnin samanstendur af níu riðlum. Í tveimur riðlanna eru sex lið en í hinum sjö eru liðin fimm. Í riðlunum tveimur þar sem sex lið leika gilda leikirnir gegn botnliði riðilsins ekki, og hefur það umtals- verð áhrif á heildarstigafjölda efstu tveggja liðanna þegar upp er staðið. Eins og staðan er í dag er Ísland með annan besta árangur allra liða í öðru sæti riðlakeppninnar. Íslenska liðið er með 16 stig en liðið þarf án alls vafa að vera með 19 stig til þess að eiga möguleika á að komast beint í lokakeppni EM. Í fjórum öðrum riðlum eru liðin í öðru sæti í svipaðri stöðu og Ísland og það gæti vel farið svo að marka- talan skæri úr um það að lokum hvaða lið það verða sem fara beint í lokakeppnina. Íslenska liðið er með nítján mörk í plús eins og staðan er í dag og verður með tuttugu mörk í plús að lágmarki, ef liðið vinnur Ungverjaland. Flókin staða í riðlakeppninni Í H-riðli er Sviss með 19 stig og Belgía 18 en liðin mætast í Heverlee í Belgíu í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í kvöld. Allt nema jafntefli yrði óskaúrslit fyrir Ísland. Í B-riðli mætast Danmörk og Ítalía í Viborg í dag en Danir eru nú þegar búnir að tryggja sér sæti í lokakeppninni. Ítalir eru með 21 stig í öðru sæti riðilsins, 15 ef dreg- in eru frá stigin sem liðið fékk gegn botnliði Georgíu. Ítalir eiga tvo leiki eftir og því ljóst að danskur sigur myndi setja Ísland ofar Ítalíu. Í E-riðli er staðan flóknust því þar eru tvær umferðir óleiknar og verða þær umferðir spilaðar í febr- úar á næsta ári. Finnland, Portúgal og Skotland berjast um sæti í loka- keppninni en Finnland og Portúgal standa best að vígi með 13 stig þeg- ar þremur umferðum er ólokið. Finnland og Portúgal eiga þó eftir að mætast innbyrðis. Staðan er því ansi flókin og fari svo að Ísland vinni stóran sigur í Búdapest getur liðið ekki leyft sér að fagna sæti í lokakeppninni fyrr en í fyrsta lagi í kvöld. Fari svo að Ísland komist ekki beint í lokakeppnina á liðið ennþá góða möguleika á að komast á fjórða Evrópumótið í röð en liðin sex, sem hafna í öðru sæti en kom- ast ekki beint á EM, fara í umspil sín á milli um þrjú síðustu sætin. Allt undir gegn Ungverjum „Þessi leikur leggst mjög vel í mig og allan hópinn,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði ís- lenska liðsins, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Við vitum allar upp á hár hvað er undir í þessum leik en á sama tíma er alls ekkert öruggt að við séum komnar í lokakeppnina, jafnvel þótt við vinnum á morgun. Þetta snýst um að við klárum okkar og vonandi fara svo hinir leikirnir eins og við viljum að þeir fari. Ég á von á mjög svipuðum leik og gegn Slóvökunum. Það var sjokk að lenda 1:0-undir í Slóvakíu en að sama skapi var það kannski bara fínt því núna gerum við okkur grein fyrir því að við þurfum að vera á fullu frá fyrstu mínútu gegn Ung- verjalandi,“ sagði landsliðsfyrirlið- inn sem á að baki 135 A-landsleiki. Sara Björk segir að íslenska liðið geti ekki leyft sér að vanmeta Ung- verjana þrátt fyrir að Ísland hafi unnið nokkuð sannfærandi 4:1-sigur á Laugardalsvelli í fyrri leik liðanna í lok ágúst 2019. „Ég á von á hörkuleik enda eru þær með fínt lið og fína leikmenn. Við þurfum þess vegna að eiga toppleik til þess að klára þær og við getum ekki leyft okkur að slaka á eða vanmeta þær á einhvern hátt enda gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur. Það er búið að fara vel yfir allt sem skiptir máli, eins og til dæmis markatöluna, en svo þurfum við líka bara að sjá hvernig leikurinn þróast. Númer eitt, tvö og þrjú er að taka þrjú stig og vinna leikinn og svo, ef við sköpum okkur mörg tækifæri, þurfum við að vera á tán- um og nýta þau vel. Við erum með þetta á bak við eyrað og vitum að þetta gæti ráðið úrslitum,“ bætti miðjukonan við í samtali við Morg- unblaðið. Þær geta ekki leyft sér að fagna of snemma  Ísland mætir Ungverjum í lokaleik sínum í undankeppni EM í Búdapest í dag Morgunblaðið/Eggert Leiðtogi Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir, lengst til vinstri, ætlar sér á fjórða Evrópumótið í röð. Riðill Íslands Svíþjóð 7 6 1 0 34:2 19 Ísland 7 5 1 1 24:5 16 Slóvakía 7 3 1 3 7:13 10 Ungverjal. 7 2 1 4 11:19 7 Lettland 8 0 0 8 2:39 0 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020 Knattspyrnumaðurinn Hallur Flosason hefur framlengt samning sinn við uppeldisfélag sitt ÍA um eitt ár en þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í gær. Hallur, sem er 27 ára gamall, hef- ur leikið með ÍA allan sinn feril en hann lék sinn fyrsta meistara- flokksleik fyrir félagið árið 2011. Hann á að baki 82 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað fjögur mörk en alls hefur hann leikið 120 meistaraflokksleiki fyrir Skaga- menn. Hann lék ellefu leiki með ÍA í úrvalsdeildinni í sumar. Framlengdi á Akranesi Morgunblaðið/Árni Sæberg Bakvörður Hallur hefur verið mik- ilvægur hlekkur í liði ÍA síðustu ár. Njarðvíkingurinn Elvar Már Frið- riksson var valinn leikmaður nóv- embermánaðar í efstu deildinni í körfuknattleik í Litháen. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu náði lið Elvars, Siauliai, að vinna fyrstu tvo leiki sína í deildinni á tímabilinu í nóvember. Elvar þótti fara fyrir liðinu í þessum leikjum og tölurnar hjá honum í nóvember eru ekkert slor: 18,5 stig að meðaltali og 9,5 stoð- sendingar að meðaltali. Elvar er fyrsti Íslendingurinn sem leikur í efstu deild í Litháen. Skaraði fram úr í nóvember Ljósmynd/Sveinn Helgason Litháen Elvar Már hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína. Evrópudeild karla D-RIÐILL: Tatabánya – RN Löwen...................... 26:32  Alexander Petersson skoraði sex mörk fyrir Löwen, Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað. Staðan: RN Löwen 6 stig, Kadetten 3, Trimo Trebnje 2, GOG 2, Eurofarm Pel- ister 1, Tatabánya 0.  England West Ham – Aston Villa ..........................2:1 Leicester – Fulham.................................. 1:2 Staðan: Tottenham 10 6 3 1 21:9 21 Liverpool 10 6 3 1 22:17 21 Chelsea 10 5 4 1 22:10 19 Leicester 10 6 0 4 19:14 18 West Ham 10 5 2 3 17:11 17 Southampton 10 5 2 3 19:16 17 Wolves 10 5 2 3 11:11 17 Everton 10 5 1 4 19:17 16 Manch.Utd 9 5 1 3 16:16 16 Aston Villa 9 5 0 4 20:13 15 Manch.City 9 4 3 2 15:11 15 Leeds 10 4 2 4 15:17 14 Newcastle 10 4 2 4 12:15 14 Arsenal 10 4 1 5 10:12 13 Crystal Palace 10 4 1 5 12:15 13 Brighton 10 2 4 4 14:16 10 Fulham 10 2 1 7 11:19 7 WBA 10 1 3 6 7:18 6 Burnley 9 1 2 6 4:17 5 Sheffield Utd 10 0 1 9 4:16 1 Spánn Real Betis – Eibar .................................... 0:2 Staða efstu liða: Real Sociedad 11 7 3 1 22:5 24 Atlético Madrid 9 7 2 0 19:2 23 Villarreal 11 5 5 1 15:11 20 Real Madrid 10 5 2 3 16:12 17 Sevilla 9 5 1 3 12:8 16 Cádiz 11 4 3 4 9:12 15 Barcelona 9 4 2 3 19:9 14 Granada 10 4 2 4 11:17 14 B-deild: Real Oviedo – Almería ............................ 1:2  Diego Jóhannesson var á varamanna- bekknum hjá Oviedo. Ítalía Genoa – Parma ......................................... 1:2 Torino – Sampdoria.................................. 2:2 Staða efstu liða: AC Milan 9 7 2 0 21:8 23 Napoli 8 6 0 2 20:7 18 Inter Mílanó 9 5 3 1 23:13 18 Sassuolo 9 5 3 1 20:12 18 Roma 8 5 2 1 19:12 17 Juventus 8 3 5 0 15:7 14 Atalanta 9 4 2 3 18:16 14 Lazio 9 4 2 3 14:16 14 Holland B-deild: Jong PSV – Telstar ................................. 0:1  Kristófer Ingi Kristinsson lék allan leik- inn með Jong PSV. Kasakstan Kyzylzhar – Astana ................................. 0:1  Rúnar Már Sigurjónsson sat allan tím- ann á varamannabekk Astana. Danmörk Bröndby – Lyngby................................... 4:1  Hjörtur Hermannsson kom inn á sem varamaður hjá Bröndby á 81. mínútu.  Frederik Schram sat allan tímann á varamannabekk Lyngby. Staðan: Brøndby 10 7 0 3 21:14 21 Midtjylland 10 6 2 2 17:12 20 SønderjyskE 10 5 3 2 18:13 18 Nordsjælland 10 4 4 2 20:13 16 AaB 10 4 4 2 11:11 16 AGF 10 4 3 3 18:14 15 Vejle 10 4 2 4 17:19 14 Randers 10 4 1 5 14:11 13 København 10 4 1 5 18:20 13 OB 10 3 2 5 14:17 11 Horsens 10 1 3 6 8:18 6 Lyngby 10 0 3 7 10:24 3 Svíþjóð AIK – Kalmar........................................... 0:1  Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður hjá AIK á 66. mínútu. Hammarby – Norrköping....................... 0:1  Aron Jóhannsson lék ekki með Hamm- arby þar sem hann tók út leikbann.  Ísak B. Jóhannesson lék fyrstu 87. mín- úturnar með Norrköping. Staðan: Malmö 29 16 9 4 60:30 57 Elfsborg 29 12 14 3 47:36 50 Häcken 29 12 12 5 45:29 48 Norrköping 29 13 7 9 57:42 46 Djurgården 29 13 6 10 47:33 45 Mjällby 29 12 8 9 45:42 44 Hammarby 29 10 11 8 46:45 41 Örebro 29 11 6 12 35:40 39 AIK 29 10 8 11 28:31 38 Sirius 29 9 11 9 43:49 38 Varberg 29 10 7 12 45:43 37 Östersund 29 8 9 12 27:42 33 Gautaborg 29 6 13 10 33:41 31 Kalmar 29 6 9 14 30:49 27 Falkenberg 29 5 9 15 31:51 24 Helsingborg 29 4 11 14 29:45 23  

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.