Morgunblaðið - 01.12.2020, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 01.12.2020, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 2020 Það verður afar áhugavert að sjá hvaða þjálfari tekur við ís- lenska karlalandsliðinu í fótbolta og verður arftaki Eriks Hamréns sem stýrði liðinu í síðasta skipti gegn Englandi í Þjóðadeildinni á dögunum. Síðustu tveir landsliðsþjálf- arar hafa verið sænskir og það heilt yfir gengið vel, þrátt fyrir að Hamrén mistækist afar naum- lega að koma Íslandi á þriðja stórmótið í röð. Ég var aðdáandi Hamréns sem fékk það gríðar- lega erfiða verkefni að taka við landa sínum og uppáhaldi Íslend- inga Lars Lagerbäck. Hamrén tókst aldrei að vinna þjóðina á sitt band líkt og Lagerbäck. Liðið tapaði 0:6 fyrir Sviss í fyrsta leik Hamréns og eftir það var það brekka að fá stuðningsmenn með sér í lið. Hann gerðist svo sekur um það „mikla gáleysi“ að ætla að fagna góðum sigri með vindli sem gerði hann enn óvinsælli, þótt mér hafi fundist það mjög skemmtilegt. Ísland hefur ekki úr eins mörgum gæðaleikmönnum að velja og fremstu knatt- spyrnuþjóðir Evrópu og því ósköp eðlilegt að illa gengi í A- deild Þjóðadeildarinnar, með vængbrotið lið hvað eftir annað. Þegar Hamrén gat notað bestu leikmenn íslenska liðsins gekk yfirleitt vel. Ísland lék tíu leiki í undankeppni EM og vann sex, gerði eitt jafntefli og tapaði þremur leikjum. Tvö af þremur töpunum voru gegn heimsmeist- urum Frakka. Heilt yfir var árangurinn nokkuð góður hjá Hamrén í leikj- unum sem skiptu mestu máli og þegar bestu leikmenn liðsins voru til taks. Því miður skemmdu fimm mínútur í Ungverjalandi fyrir mínum manni. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.isAlexander Petersson, landsliðs- maður í handknattleik, var næst- markahæstur hjá Rhein-Neckar Löwen þegar liðið vann Tatabánya 32:26 í Ungverjalandi í gær þegar liðin mættust í EHF-bikarnum. Alexander skoraði sex mörk og gaf eina stoðsendingu fyrir Löwen en Alexander er nýfarinn að leika á ný eftir meiðsli sem héldu honum frá keppni um stund. Ýmir Örn Gíslason lék í vörninni hjá Löwen en skoraði ekki. Löwen hefur unnið fyrstu þrjá leikina í D-riðli keppninnar. Alexander lét að sér kveða Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Góður Alexander Petersson var næstmarkahæstur hjá Löwen. Franski knattspyrnudómarinn Stephanie Frappart öðlast sér- stakan sess í knattspyrnusögunni á morgun þegar hún verður fyrsta konan sem dæmir karlaleik í Meist- aradeild Evrópu. Frappart mun annast dómgæsluna þegar ítölsku meistararnir í Juventus taka á móti úkraínska liðinu Dynamo Kiev í Tórínó í G-riðli keppninnar. Frappart dæmdi á dögunum leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM kvenna í Gautaborg. Hún hefur þegar dæmt í Evrópudeildinni hjá körlunum. AFP Dómari Stephanie Frappart fær stórt verkefni á morgun. Fyrsta konan sem dæmir FÓTBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Kannski af því að ég er 45 ára,“ svaraði Gunnleifur Gunnleifsson hlæjandi aðspurður hvers vegna hann væri að leggja markvarðar- hanskana og takkaskóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. Gunn- leifur er leikjahæsti leikmaður í sögu íslenskrar deildarkeppni í knatt- spyrnu, en hann tilkynnti á dögunum að hann væri hættur. Gunnleifur spilaði 439 deildarleiki á Íslandi en hann lék fyrst með HK árið 1994. Hann spilaði 304 leiki í efstu deild með KR, Keflavík, HK, FH og Breiðabliki. Þá á hann 26 A- landsleiki á árunum 2000 til 2014. Gunnleifur lék ekkert í sumar þar sem hann var aðstoðarþjálfari og varamarkvörður Breiðabliks eftir að félagið sótti Anton Ara Einarsson frá Val. Elskar allt við fótbolta „Ég var eiginlega hættur að spila í sumar og var bara að þjálfa. Mér fannst ágætt að gera þetta formlegt núna og þakka fyrir mig,“ sagði Gunnleifur. Hann lék alla 22 leiki Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni á síðasta ári, þá á 44. aldursári. „Mun- urinn núna og þá er að hausinn á mér er kominn annað. Ég er kominn út í þjálfun og mig langar að styðja við bakið á Antoni. Ég er sáttur og stolt- ur af ferlinum,“ sagði markvörðurinn við Morgunblaðið. Gunnleifur segir það ekki hafa komið til greina að semja við annað félag en Breiðablik og halda áfram að spila, þrátt fyrir mikla ástríðu fyrir leiknum. „Nei. Ég hef oft verið spurð- ur hvað ég ætla að gera eftir ferilinn og fólk virðist hafa svakalegar áhyggjur af mér. Ég elska íþróttina og allt við hana, ég elska að vera í kringum hana og vera í kringum aðra fótboltamenn, ég elska lyktina af búningunum og allt sem viðkemur fótbolta. Þótt ég sé hættur að spila verð ég áfram í kringum fótboltann og því er ekki eins erfitt að hætta.“ Gunnleifur er ekki alveg viss hvert hann stefnir í þjálfun, en hann þjálfar nú bæði yngri flokka og er í þjálf- arateymi meistaraflokks Breiðabliks. „Ég kann lítið annað en fótbolta, en mér finnst rosalega ánægjulegt að vinna með krökkum. Það gefur mér mikið að vinna með þeim. Mér finnst líka gaman að vinna með fullorðnum og markvörðum. Starfið mitt í dag fullnægir þeim þörfum. Ég er í yngri flokkum, eldri flokkum og svo með markmenn og það er á meðan er, en svo veit maður aldrei hvað verður. Við sjáum svo til hvað tekur við.“ Eins og gefur að skilja er Gunn- leifur stoltur af glæsilegum ferli og sérstaklega að vera leikjahæstur í ís- lenskri deildakeppni. „Ég er það og sérstaklega að hafa náð að spila svona marga leiki. Þegar ég hætti var ég á hæsta stigi á Íslandi, með liði í toppbaráttunni og með liði sem er al- vörutopplið á Íslandi. Ég stóð alltaf mína vakt. Þetta var langur ferill, einn fjórði úr öld, sem ég spila meist- araflokksfótbolta og ég er búinn að vera markvörður í 39 ár. Ég hef verið stálheppinn með að fara hálf meiðsla- laus í gegnum þetta og getað þetta. Ég er mjög fínn í skrokknum núna eins og eiginlega alltaf. Auðvitað hef- ur maður alltaf fundið fyrir við og við, annað væri skrítið.“ Ferðalagið sjálft stóð upp úr Gunnleifur gat ekki nefnt einhvern einn hápunkt á ferli sínum með fé- lagsliðum. Þess í stað varaði hann við klisjukenndu svari og sagði ferilinn í heild sinni og ferðalagið í kringum hann standa upp úr. „Kannski er þetta voðalega bíómyndalegt og klisjukennt en það er ferðalagið sem stendur upp úr. Ég er búinn að kynn- ast ótrúlega mörgu fólki og á marga góða vini sem ég kynntist í gegnum fótboltann. Allt lífið mitt hefur snúist um þetta og ég hef farið í fullt af ferðalögum og unnið alla titla sem hægt er að vinna. Þeir standa ekki sérstaklega upp úr þótt það hafi verið frábært að vinna þá. Ég er á því að það sé ferðalagið sem mér þykir vænst um þegar ég horfi til baka. All- ar barátturnar, öll gleðin og von- brigðin og allur pakkinn. Þetta er bú- ið að vera lífið mitt og verður það áfram, en bara í öðru formi,“ sagði hann. Gunnleifur var í íslenska landsliðs- hópnum alla undankeppnina fyrir EM í Frakklandi 2016, en fór svo ekki með á lokamótið og upplifði því aldrei að fara á stórmót. „Ég er þeim hæfileikum gæddur að trúa því að allt gerist af ástæðu,“ sagði Gunnleifur, en gat svo ekki leynt vonbrigðum sín- um. „Vonbrigðin við að fara ekki á EM voru gríðarleg á sínum tíma. Það var eins og að missa náinn ættingja. Ég lá andvaka yfir þessu á nóttunni og auðvitað var það erfitt. Ég trúi því hins vegar núna að það hafi átt að gerast og það er bara fínt. Það var margt erfitt í þessu, það var erfitt að tapa úrslitaleikjum, erfitt að fara frá liðum þar sem manni leið vel og erfitt að gera mistök í leikjum. Það var fullt af erfiðum augnablikum, en ef ég þyrfti að nefna eitt atriði var það að missa af EM mestu vonbrigðin.“ Hann viðurkennir að hafa öfundað leikmenn íslenska liðsins þegar þeir slógu í gegn í Frakklandi og fóru alla leið í átta liða úrslit. „Ég var auðvitað ekki svekktur að sjá að þeim gekk svona vel, þetta var frekar öfund að fá ekki að vera með. Þetta eru allt vinir mínir,“ sagði Gunnleifur. Toppurinn að spila fyrir Ísland Að lokum barst talið að landsliðs- ferlinum. Gunnleifur var margoft í landsliðshópnum á ferlinum og lék alls 26 A-landsleiki. Það mátti heyra mikla í gleði í rödd Gunnleifs þegar hann rifjaði stuttlega upp landsliðs- ferilinn „Það er svo margt sem stend- ur upp úr með landsliðinu. Ég fór til fullt af landa sem ég gat ekki ímynd- að mér að ég myndi nokkurn tímann fara til. Að spila í landsliðstreyjunni og vera valinn í hópinn var stórkost- legt. Það var frábært að spila á móti ótrúlegum leikmönnum eins og Ro- naldo, öllum hollensku gæjunum og spila á Hampden Park. Ég fór til Ír- ans, Japans, Ísraels og Albaníu og alls konar. Það var stórkostlegt að spila fyrir íslenska landsliðið og eitt- hvað sem ekki margir fá að gera. Ég var örugglega valinn 80-90 sinnum í hópinn og þótt ég hafi ekki spilað nema 26 leiki, þá var æðislegt að kynnast þessum strákum sem margir eru mjög góðir vinir mínir í dag og verða ævilangt. Fyrir mér var topp- urinn á mínum fótboltaferli að spila fyrir land og þjóð,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson. Eins og að missa náinn ættingja að fara ekki á EM Morgunblaðið/Hari Markvörður Gunnleifur Gunnleifsson er hættur eftir langan og glæsilegan feril hér á landi og með landsliði.  Gunnleifur Gunnleifsson er hættur eftir langan og magnaðan feril Ferill Gunnleifs » 1995 ................................ HK » 1996 .............................. KVA » 1997................................. HK » 1998 – 1999 .................... KR » 2000 – 2001........... Keflavík » 2002 – 2009................... HK » 2009.................. Vaduz (lán) » 2010–2012 ...................... FH » 2013– 2020......... Breiðablik » 2000–2014................ Ísland Leicester City tapaði í gær óvænt á heima- velli fyrir Ful- ham 1:2 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fulham, sem er í 17. sæti deildarinnar, hafði aðeins unn- ið einn leik í deildinni þegar kom að leik liðanna. Liðið er nú með sjö stig eftir 10 leiki en Leicester er með 18 stig í 4. sæti. Ademola Lookman og Ivan Cavaleiro skoruðu fyrir Fulham en Harvey Barnes fyrir Leicester. West Ham United vann þriðja leikinn í röð þegar liðið vann Aston Villa 2:1 eftir spennuleik í London. Angelo Ogbonna og Jarrod Bowen skoruðu fyrir West Ham en Jack Grealish fyrir Villa. Ollie Watkins brenndi af víta- spyrnu fyrir Aston Villa á 76. mín- útu þegar hann skaut í slá. Hann kom boltanum í markið í uppbótar- tíma og taldi sig hafa jafnað. Eftir að myndband hafði verið skoðað var ákveðið að markið myndi ekki standa vegna rangstöðu. Eftir rólega byrjun er West Ham í 5. sæti með 17 stig en Aston Villa í 10. sæti með 15 stig. Villa hefur tap- að fjórum af síðustu fimm leikjum. Óvænt tap hjá Leicester á heimavelli Ademola Lookman

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.