Morgunblaðið - 01.12.2020, Blaðsíða 32
fjölda nefnda, skrifaði margar grein-
ar um náttúrufræðileg efni og flutti
erindi. Hann segir að starfið hafi
veitt sér mikla ánægju. „Það er
skemmtilegt að geta unnið að áhuga-
máli sínu, íslenskri náttúru, og fengið
öll þessi tækifæri til þess eins lengi
og raun ber vitni,“ segir hann. „Svo
hef ég verið sérstaklega heppinn
með starfsfólk alla tíð, þetta eru sér-
vitringar og skrýtið fólk en mjög
klárt.“
Þorkell Lindberg Þórarinsson tek-
ur við starfi forstjóra NÍ í dag.
„Hann tekur við góðu búi,“ segir Jón
Gunnar og vísar til þess að stofnunin
standi vel fjárhagslega og búi yfir
miklum mannauði auk þess sem allur
aðbúnaður sé orðinn góður. „Ekki er
hægt að neita því að oft hefur verið
mikið basl að halda þessu gangandi
en nú er stofnunin komin á mjög gott
ról.“
Starfsfólk Náttúrufræðistofnunar
hélt Jóni Gunnari sérstakt „Covid-
kaffisamsæti“ í kveðjuskyni í gær.
Hann segir að ekkert sérstakt sé á
döfinni hjá sér á þessum tímamótum.
„Þetta er skrýtin tilfinning en góð að
vissu leyti,“ segir hann. Hann eigi
sér mörg áhugamál eins og til dæmis
stangveiði, skák, bóklestur og fleira.
„Ég hef engar áhyggjur af því að ég
finni mér ekki eitthvað til dundurs.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Í gær var síðasti vinnudagur Jóns
Gunnars Ottóssonar sem forstjóra
Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Hann gegndi starfinu frá 1994 og
vann í raun við fag sitt hjá ríkinu á
einn eða annan hátt frá því hann
varði doktorsritgerð um samskipti
skordýra og burkna frá Háskólanum
í Exeter á Englandi 1981 eða í tæp-
lega 40 ár. „Nú er komið nóg og gott
að skipta um mann í brúnni,“ segir
Jón Gunnar, sem varð sjötugur á
föstudag.
Náttúrufræðistofnun var í óhent-
ugu, lélegu og litlu húsnæði við
Hlemm í Reykjavík, þegar Jón
Gunnar tók við stjórninni, en er nú
með starfsstöðvar í nýlegu húsnæði í
Urriðaholti í Garðabæ sem og á
Akureyri auk þess sem borkjarna-
safn stofnunarinnar er rekið í sam-
starfi við Breiðdalssetur á Breið-
dalsvík. „Síðan ég byrjaði hefur
Náttúrufræðistofnun Íslands verið
byggð upp, henni komið á koppinn í
þjóðfélaginu og starfsmönnum fjölg-
að úr um 10 í 50 til 60,“ segir hann.
„Þetta er allt önnur stofnun.“
Nútímavæðing og gagnasöfnun
Á löngum ferli segir Jón Gunnar
að nútímavæðing stofnunarinnar
standi helst upp úr. Hún hafi verið
færð meira í átt til alþjóðlegra skuld-
bindinga og vinnubrögðin taki meira
mið af því sem gerist á alþjóðlegum
markaði en áður. „Það stendur líka
upp úr að þótt miklar breytingar hafi
verið gerðar á náttúruverndarlögum
og annarri löggjöf hefur oft gengið
mjög illa að koma þeim í fram-
kvæmd.“
Margt hefur áunnist hjá stofn-
uninni og Jón Gunnar segir að eitt
það merkilegasta sem hann hafi stað-
ið fyrir séu ný vinnubrögð við skrá-
setningu á náttúru Íslands. „Við höf-
um aldrei haft jafn góð og mikil gögn
um náttúruna og nú.“
Auk hefðbundinna starfa var Jón
Gunnar meðal annars fulltrúi Íslands
í ótal alþjóðasamningaviðræðum í
náttúruverndarmálum frá 1990, í
Sérvitringar og
skrýtið en klárt fólk
Jón Gunnar Ottósson í íslenskri náttúru í áratugi
Morgunblaðið/Eggert
Kveðjustund í gær Jón Gunnar Ottósson í góðum félagsskap.
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 336. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ung-
verjalandi í undankeppni EM á Szusza Ferenc-vellinum í
Búdapest í dag. Þetta er lokaleikur liðsins í undan-
keppninni en Ísland er með 16 stig í öðru sæti F-riðils
undankeppninnar og öruggt með annað sæti riðilsins.
Íslenska liðið er hins vegar í harðri baráttu um sæti í
lokakeppni EM 2022. Þrjú lið með bestan árangur í
öðru sæti síns riðils í undankeppninni fara beint á EM
en hin sex liðin, sem hafna í öðru sæti, þurfa að fara í
umspil um laust sæti á EM. »26
Ísland mætir Ungverjalandi í loka-
leik sínum í undankeppni EM í dag
ÍÞRÓTTIR MENNING
Dagur íslenskrar tónlistar er í dag og verður deginum
fagnað á margvíslegan hátt. Útvarpsstöðvar setja til að
mynda íslenska tónlist í forgrunn og tónmenntakenn-
arar hafa æft með nemendum lög sem þeir syngja í dag.
Klukkan 13 hefst svo dagskrá sem verður í beinni á RÚV
og verða þar flutt þrjú lög. Fyrst flytur Bríet Esjuna eftir
þau Pálma Ragnar Ásgeirsson. Þá flytur Una Stefáns-
dóttir Tunglið, tunglið taktu mig eftir Stefán S. Stef-
ánsson og ljóðið eftir Theodóru Thoroddsen. Loks flyt-
ur Björn Jörundur Lítinn fugl eftir Sigfús Halldórsson
en í ár er öld frá fæðingu sönglagaskáldsins vinsæla.
Vinsæl lög flutt í beinni útsendingu
á degi íslenskrar tónlistar