Morgunblaðið - 11.12.2020, Side 1
Leikskólabörn undruðust jólasveina
Leikskólabörn á Rofaborg í Reykjavík voru misundrandi yfir
heimsókn jólasveina þar á bæ í gær. Ef til vill vegna þess að
venju samkvæmt á enginn sveinanna að vera kominn til
byggða. Þessi börn gleyma því líklega ekki að setja skó út í
glugga í kvöld þar sem Stekkjarstaur kemur til byggða í nótt.
Það voru hins vegar þeir Skyrgámur og Hurðaskellir sem villt-
ust af leið til byggða og kíktu á börnin á Rofaborg. Jóla-
dagskráin í leikskólanum er með óvenjulegu sniði í ár eins og
flest annað og fór jólasveinaskemmtunin fram utandyra.
Morgunblaðið/Eggert
F Ö S T U D A G U R 1 1. D E S E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 292. tölublað 108. árgangur
HILDUR LÝKUR ÞRÍ-
LEIKNUM SÍNUM
MEÐ SKÓGINUM
VALDIR FOSSAR
VERÐI
FRIÐAÐIR
SKARPHÉÐINN
STÝRIR HJÁ
LA RAMS
SAMANTEKT 12 NÝ TÆKNI 34HANDAN TÍMANS 36
Um 20 þúsund kylfingar eru skráðir
í 62 golfklúbba víðs vegar um land
og hefur fjölgað um tvö þúsund frá
síðasta ári. Karlar eru í nokkrum
meirihluta þeirra sem skráðir eru í
golfklúbba á Íslandi eða 69% á móti
31% kvenna. Meðalkylfingurinn er
gjarnan í kringum fimmtugt, en
meðalaldur kvenna er 53 ár og með-
alaldur karla 46 ár. Til samanburðar
var meðalaldur karla í golfhreyfing-
unni 47 ár og kvenna 52 ár þegar
slíkar tölur voru teknar saman árið
2015.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur á heimasíðu Golfsambands
Íslands þar sem fjallað er m.a. um
aldur kylfinga, kyn og forgjöf. Börn
og unglingar eru 15% af heildar-
fjölda þeirra sem stunda golf á Ís-
landi og hefur fjölgað um 26% á milli
ára. Nú eru 2.370 kylfingar yngri en
15 ára skráðir í golfklúbba landsins,
1.772 strákar og 598 stelpur.
Kylfingum hefur fjölgað í öllum
aldurshópum, en flestir iðkendur eru
60 ára og eldri eða 6.802. Mest hlut-
fallsleg fjölgun er í hópi fólks á ald-
ursbilinu 20-39 ára.
Meðalforgjöf kvenna á landsvísu
er 38,1 en hjá körlum er meðal-
forgjöfin 29,9 og hefur nýtt for-
gjafarkerfi, sem tekið var upp í árs-
byrjun 2020, leitt til þess að forgjöfin
hefur hækkað. Hjá körlum er þessi
hækkun rétt um fimm högg á milli
ára og hjá konum um þrjú högg.
Alls eru 516 kylfingar með fimm í
forgjöf eða lægri forgjöf, þar af eru
átta konur yngri en 18 ára og 37
karlar undir 18 ára aldri.
aij@mbl.is
Meðalkylfingurinn um fimmtugt
Ungmennum hefur fjölgað Stór hópur yfir sextugt Forgjöfin hækkar
Fjöldi kylfinga eftir forgjafarflokkum
6.000
4.000
2.000
5 eða minna 5,1 - 10 10,1 - 15 15,1 - 25 25,1 - 35 35,1 - 54
Heimild: golf.is
7.801
3.665
5.144
3.665
1.026
516
Forgjöf:
Stekkjastaur kemur í kvöld
13
jolamjolk.is
dagar
til jóla
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sigurður Ástgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Ísorku, segir stjórn-
endur margra fyrirtækja undirbúa
uppsetningu hleðslustöðva fyrir raf-
bíla til að laða að viðskiptavini.
„Ég tel að uppbygging hleðslu-
stöðva við dagvöruverslanir og fyrir-
tæki verði bylting í uppbyggingu
innviða fyrir rafbíla á Íslandi.
Með því geta fyrirtækin samtímis
haft tekjur af sölu rafmagnsins og af
annarri sölu,“ segir Sigurður. T.d.
kvikmynda- og veitingahús, líkams-
ræktarstöðvar og dagvöruverslanir.
Hafa selt 700 stöðvar í ár
Ísorka hefur sett upp um 700
heimahleðslustöðvar í ár. Meðal ann-
arra fyrirtækja á markaðnum eru
Faradice, sem selur íslenskar
stöðvar, N1 og Johan Rönning.
Sölutölur eru í sumum tilvikum
trúnaðarmál en umsvifin benda til að
yfir þúsund stöðvar hafi selst í ár.
Vignir Örn Sigþórsson, fram-
kvæmdastjóri Johan Rönning, segir
stígandi í sölu hleðslustöðva. Hins
vegar sé aukningin ekki í hlutfalli við
aukna sölu rafbíla. Ein skýringin sé
að nú fylgi hleðslustöðvar gjarnan
með rafbílum frá framleiðendum.
Hinrik Örn Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri N1, segir fyrirtækið
hafa sett upp hleðslustöðvar í
mörgum af stærstu bílakjöllurum
landsins að undanförnu. Eftirspurn-
in sé góð frá bílaeigendum í bæði
fjölbýlishúsum og sérbýli.
Ragnar Þór Valdimarsson, stofn-
andi Faradice, segir í undirbúningi
að efla markaðssókn á íslenskum
hleðslustöðvum fyrirtækisins. M.a.
hafi Marel keypt margar stöðvar.
Nýtt viðskiptalíkan verði bylting
Ísorka horfir til áforma fyrirtækja Rafhleðslustöðvar laði að viðskiptavini
MRafbílarnir skapa … » 14
Ávöxtunarkrafa á nýjum græn-
um skuldabréfaflokki Reykjavíkur-
borgar er 4,5%. Niðurstaða úr
skuldabréfaútboði borgarinnar var
kynnt í gær. Borgin tók tilboðum
upp á rúma 3,8 milljarða króna að
nafnvirði. Kjörin eru nokkru verri
en fengust í skuldabréfaútboði í
vor. Þá tók borgin tilboði upp á 2,6
milljarða króna að nafnvirði með
2,99% ávöxtunarkröfu. Sérfræð-
ingur í skuldabréfaviðskiptum seg-
ir bréfin bera 1,25% álag ofan á rík-
isvexti m.v. markaðinn í vikunni.
Vaxtakjör hafa því versnað. »2
Grænt skuldabréfa-
útboð óhagstætt