Morgunblaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
71%
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
STÓRKOSTLEGA VEL GERÐNÝ
MYND FYRIR FJÖLSKYLDUNA
FRÁROBERT ZEMECKIS.
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND
NÝGRÍN-SPENNUMYNDMEÐMEL GIBSON,
SEM “HINN EINI SANNI” JÓLASVEINN.
HARÐASTA JÓLAMYND SEMKOMIÐHEFUR!
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tónlistarkonan Jóhanna Elísa sótti
innblástur í málverk við gerð breið-
skífunnar Mystic Moon sem kom út
20. nóvember og þá meðal annars í
verk meistara Kjarvals. Hún lýsir
tónlistinni sem einhvers konar
blöndu af poppi og klassík með ævin-
týrablæ. Jóhanna leikur bæði á pí-
anó og syngur og útsetti einnig lögin
fyrir strengja-
og blásturs-
hljóðfæri. Fyrir
fyrsta lag plöt-
unnar, „Queen
of Winter“ sem
kom út fyrr á
árinu, hlaut hún
tilnefningu í opnum flokki laga-
smíðaverðlaunanna The European
Songwriting Awards en innsendar
lagasmíðar nema þar hundruðum.
Jóhanna gefur plötuna út í
streymi og einnig á vínil en þeir sem
vilja eintak af vínilplötunni geta
keypt það á bandcamp-síðu hennar,
johannaelisa.bandcamp.com. Hún
segir gaman frá því að segja að með
vínilplötunni fylgi málningarstrigi,
tvær litatúbur og pensill svo fólk
geti málað á meðan það hlustar.
Á lokaári í LHÍ
Jóhanna er 25 ára og með langt
tónlistarnám að baki, hóf að nema
klassískan píanóleik sjö ára og er út-
skrifuð úr rytmískum söng í FÍH
þar sem hún hefur einnig stundað
rytmískt píanónám. Hún er núna á
lokaári í námi við Listaháskóla Ís-
lands þar sem hún er bæði að læra
til tónlistarkennara og að læra laga-
og textasmíðar.
Jóhanna hefur áður gefið út
hljómplötu, EP-plötu fyrir tveimur
árum en nýja platan hefur að geyma
sjö lög. Hún segir gerð nýju plöt-
unnar hafa tekið um eitt og hálft ár
þar sem hún varð að vinna hana
meðfram skóla og vinnu. „Ég er
mjög ánægð með að vera búin með
hana og hún sé komin út,“ segir Jó-
hanna um plötuna.
Málverk fyrir ofan
píanóið var kveikjan
„Mér finnst alltaf auðveldara að
semja tónlistina og laglínurnar en á
erfiðara með að finna texta. Ég var
heima hjá mér eitt sinn og búin að
semja píanólag og langaði að setja
texta við það en vantaði innblástur.
Fyrir ofan píanóið var málverk sem
ég keypti af götulistamanni í Osló og
mér fannst lagið og þetta verk passa
svo vel saman að ég ákvað að sökkva
mér inn í málverkið. Kanna hvað
væri að gerast í því og textinn kom á
augabragði,“ segir Jóhanna um mál-
verkatenginguna fyrrnefndu. Hún
hafi í kjölfarið farið á Kjarvalsstaði í
leit að innblæstri fyrir lög og texta. Í
stuttu máli sagt varð úr þessi breið-
skífa, Mystic Moon.
Jóhanna nefnir sem dæmi lagið
„Queen of Winter“ sem var innblásið
af málverki eftir Kjarval af vetrar-
drottningunni. Hún tók myndir af
verkinu og fór svo heim og samdi út
frá þeim myndum. Á YouTube má
finna tónlistarmyndband Jóhönnu
við lagið. „Þetta er mjög skemmtileg
leið til að semja og fá innblástur,“
segir Jóhanna.
Aðdáandi Eivarar
Jóhanna er að lokum beðin að
nefna helstu áhrifavalda sína í tón-
list og segist hún sérstakur aðdáandi
Eivarar Pálsdóttur. Eivör sé bæði
frábær söngkona og lagasmiður.
„Hún er mín helsta fyrirmynd ef ég
ætti að nefna einhverja,“ segir Jó-
hanna og bendir á að þjóðlegan blæ
megi greina í tveimur lögum plöt-
unnar líkt og svo oft megi greina í
lögum hinnar færeysku Eivarar.
Morgunblaðið/Eggert
Jólalegt Jóhanna Elísa við píanóið heima hjá sér sem prýtt er fallegu jólaskrauti og bangsa í jólaskapi.
„Skemmtileg leið til að
semja og fá innblástur“
Jóhanna Elísa samdi lög og texta út frá málverkum fyrir plötuna Mystic Moon
Á fundi allsherjar- og menntamála-
nefndar Alþingis í gærmorgun var
ákveðið að Jón Ásgeirsson tónskáld
og Friðrik Þór Friðriksson kvik-
myndagerðarmaður bætist í hóp
þeirra listamanna er hljóta heiðurs-
laun. Koma þeir í stað Jóhanns
Hjálmarssonar, ljóðskálds og þýð-
anda, og Ragnars Bjarnasonar tón-
listarmanns sem létust á árinu.
Tuttugu og fimm listamenn fá
heiðurslaun. Auk Jóns og Friðriks
Þórs eru það nú Bubbi Morthens,
Erró, Guðbergur Bergsson, Guðrún
Ásmundsdóttir, Guðrún Helgadótt-
ir, Gunnar Þórðarson, Hannes Pét-
ursson, Hreinn Friðfinnsson, Jón
Nordal, Jón Sigurbjörnsson, Jónas
Ingimundarson, Kristbjörg Kjeld,
Kristín Jóhannesdóttir, Magnús
Pálsson, Matthías Johannessen,
Megas, Steina Vasulka, Vigdís
Grímsdóttir, Vilborg Dagbjarts-
dóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir,
Þorgerður Ingólfsdóttir, Þráinn
Bertelsson og Þuríður Pálsdóttir.
Jón og Friðrik Þór
fá heiðurslaun
Friðrik Þór
Friðriksson
Jón
Ásgeirsson
Gagnrýnendur
glæpasagna í
breskum miðlum
hafa undanfarið
ritað lofsamlega
um bækur Ragn-
ars Jónassonar.
Nú síðast í The
Independent en
rýnir segir þar
að aðdáendur
glæpasagna
muni njóta þess að lesa Vetrarmein
eftir Ragnar, þá síðustu sem kom út
á ensku, en hún er sögð „nístandi
spennandi lokahnykkur á Siglu-
fjarðarseríu hans“. Er hún á lista
yfir bestu bækur mánaðarins.
Saga Ragnars lof-
uð í Independent
Ragnar
Jónasson