Morgunblaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Nú er rétti tíminn til þess að söðla
um, leggja af gamla siði og taka aðra og
heilsusamlegri upp í staðinn. Reyndu samt
að finna hinn gullna meðalveg og ganga
hann.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ættir að gefa þér tíma til þess að
staldra við og virða fyrir þér umhverfið,
sem þú telur alla jafna sjálfsagt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vinir sem hafa náð langt geta ver-
ið býsna hvetjandi. Hikaðu ekki við að sýna
öðrum hversu miklu máli þeir skipta þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Bara af því að þú getur gert eitt-
hvað þýðir ekki að þú ættir að gera það.
Líttu í eigin barm og skoðaðu málin í róleg-
heitunum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ekkert er í raun jafn ánægjulegt í lífinu
eins og að tileinka sér ákveðna kunnáttu
frá byrjun til enda. Hlustaðu líka á drauma
þína.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Einhver mun hugsanlega gefa þér
gjöf eða gera þér greiða í dag. Dagurinn
ætti því að verða ánægjulegur.
23. sept. - 22. okt.
Vog Samband við vin skiptir þig miklu í
dag. Ef einhver annar hefur lagt á ráðin um
verk og réttir þér það á silfurfati, þá skaltu
þiggja það og njóta verksins til hins ýtr-
asta.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er nauðsynlegt að þú get-
ir greint á milli staðreyndar og staðleysu
og sért snöggur að því. Burt með glundroð-
ann, í hvaða mynd sem hann kann að birt-
ast.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur lagt hart að þér að
undanförnu og ert nú tilbúinn til að sýna
öðrum árangurinn. Mundu bara að virða
skoðanir annarra, líka þótt þú sért ekki
sammála þeim.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefur þörf fyrir að brjóta upp
hversdagsleikann. Nákvæmni þín og þol-
inmæði er meiri en ella núna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Láttu afbrýðina ekki ná tökum á
þér og segðu ekkert sem þú gætir iðrast
síðar. Leitaðu því til þeirra sem þú treystir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er ástæðulaust fyrir þig að
hengja haus því þú hefur unnið vel. Misstu
ekki móðinn, brátt styttir upp.
störf sem viðburða- og kynning-
arstjóri Menningarhúsanna í
Kópavogi. Núna síðastliðið vor
Haustið 1994 fluttum við til Lyon í
Frakklandi og sumarið 1999 til
Berlínar. Í hverri borg fæddist
okkur einn sonur og ég sá um
ýmiskonar skipulag er kom að
ferðalögum og verkefnum Gunn-
ars víða um Evrópu.“
Eftir fimmtán ára dvöl víða í
Evrópu flutti fjölskyldan til Ís-
lands sumarið 2003. Ólöf lauk
stúdentsprófi frá öldungadeild
MH 2007 og BA-gráðu í þjóðfræði
við Háskóla Íslands árið 2010 og
síðar MA-gráðu í safnafræði frá
HÍ 2012. „Ég studdi drengina
mína í tónlistarnámi, var í stjórn
Drengjakórs Reykjavíkur og var
sannkölluð Suzuki-mamma, en
þeir lærðu í Suzuki-tónlistarskól-
anum í Lyon, í sellóskóla í Berlín
og í Suzuki-tónlistarskólanum í
Reykjavík, Tónskóla Sigursveins
og Söngskóla Sigurðar Demetz.“
Haustið 2012 hóf Ólöf störf sem
kynningarstjóri Þjóðminjasafns
Íslands og vorið 2016 hóf hún
Ó
löf Breiðfjörð fæddist í
Reykjavík 11. desem-
ber 1970 á 38. afmæl-
isdegi móðurömmu
sinnar. Hún ólst upp
við sterk fjölskyldutengsl og var
mikið á skíðum með afa sínum og
ömmu og á sumrin á landareign
móðurfjölskyldunnar við Skarð á
Tanganum í Landsveitinni. Jóna,
móðir Ólafar, vildi að dóttirin
gengi tónlistarveginn og Ólöf hóf
nám í Nýja tónlistarskólanum sex
ára gömul og lærði á selló hjá
Pétri Þorvaldssyni. „Nám í tónlist-
arskóla hafði mikil mótunaráhrif á
mig og hefur haft áhrif á allt mitt
líf. Ég er alltaf sellóstelpa og ég
kynntist manninum mínum í Nýja
tónlistarskólanum.“ Ólöf fór í
Hólabrekkuskóla en lauk grunn-
skólanum í nýstofnuðum Tjarn-
arskóla. Hún byrjaði í MR en
flutti sig svo yfir í MH og var
meðlimur í skólakór MH hjá Þor-
gerði Ingólfsdóttur.
Haustið 1988 flutti Ólöf til Berl-
ínar með eiginmanni sínum, Gunn-
ari Guðbjörnssyni óperusöngvara,
þá tæpra 18 ára. „Ég hef alltaf
verið þakklát mömmu fyrir að
leyfa mér að fara, en hún treysti
Gunnari, sem er fimm árum eldri
en ég. Seinna hafa synir mínir oft
spurt mig hvernig afi og amma
hafi leyft mér að hætta í skóla og
fara út svona ungri.“
Lífið í Berlín var sérstakt og
múrinn ekki fallinn. Tvisvar í viku
sótti Gunnar söngtíma hjá frægri
Wagner-söngkonu í Austur-Berlín
og Ólöf segist aldrei gleyma þeirri
tilfinningu að fara yfir múrinn. Ári
síðar fluttu þau til London þar
sem hún stundaði nám í Trinity
College of Music í sellóleik.
„Gunnar var tilbúinn að færa sig
til London svo ég gæti haldið
áfram í sellónáminu og ég fékk
frábæra kennara og blómstraði
þar.“ En Ólöf sá strax að ekki
væri gott að hafa tvær prímadonn-
ur á sama heimili. „Sumarið 1990
giftist ég Gunnari og við fluttum
það sumar til Wiesbaden í Þýska-
landi og ég var húsmóðir upp frá
því og aðstoðarmaður Gunnars.
varð hún fyrsti menningarfulltrúi
Garðabæjar.
Það þarf engan að undra að
klassísk tónlist og óperusöngur
séu stærstu áhugamál Ólafar, en
hún er einnig mikil hannyrðakona
og var ötull bútasaumari hér áður
fyrr. „Málefni safna eru mikið
áhugamál og ég hef ferðast víða í
því skyni að skoða söfn, bæði farið
á ráðstefnur og skoðunarferðir á
eigin vegum og við Gunnar ferð-
umst undir venjulegum kringum-
stæðum mikið og erum þá á miklu
spani að skoða söfn og fara á tón-
leika og í óperuna. Samvera fjöl-
skyldunnar er mikilvægust, líka
þó synirnir séu orðnir fullorðnir
en sameiginlega eldum við góðan
mat og ferðumst. Foreldrar mínir
búa í sama húsi og við, svo strák-
arnir mínir fengu að njóta sam-
vista við þau þegar þeir voru litlir
í meira mæli en flestir. Nú fær
litla ömmustelpan mín, Míó, að
njóta langömmu sinnar og langafa
Ólöf Hulda Breiðfjörð menningarfulltrúi Garðabæjar - 50 ára
Hjónin Ólöf og Gunnar ferðast mikið og fara á tónleika og á söfn. Hér eru
þau í Feneyjum í júlí 2019 þar sem þau skoðuðu Feneyjatvíæringinn.
„Ég er alltaf sellóstelpa“
Börnin Ólöf með synina Glóa, Jökul
og Ragnar Núma, sumarið 2000,
fyrir utan heimili þeirra í Berlín.
Amman Ólöf hér með sólargeislann,
Míó, tíu mánaða sonardóttur sína.
Til hamingju með daginn
Njarðvík Ásta Bertha Bergmann
Sverrisdóttir fæddist 4. febrúar 2020
kl. 17.48. Hún vó 3.222 g og var 51 cm
löng. Foreldrar hennar eru Sverrir
Bergmann Magnússon og Kristín Eva
Geirsdóttir.
Nýr borgari
30 ára Gabriela Líf er
Reykvíkingur í húð og
hár. Hún vinnur á skrif-
stofu Alþingis og er
niðri í þingi þegar þing-
fundir eru en aðra
daga í fjarvinnu. Helstu
áhugamál Gabrielu Líf
eru crossfit, lestur og útivera.
Maki: Daníel Rafn Eyþórsson, f. 1993,
vinnur hjá Vodafone.
Barn: Hlynur Logi Jónsson, f. 2016.
Foreldrar: Júlíana Guðmundsdóttir, f.
1970, lögfræðingur þjónustuskrifstofu
FHS, og Sigurður Árni Reynisson, f.
1971, er að ljúka við meistaranám í Há-
skóla Íslands. Þau búa í Reykjavík, í
sama hverfi og Gabriela Líf, sem er Háa-
leitishverfið.
Gabriela Líf
Sigurðardóttir
30 ára Gróa Lísa ólst
upp í Galtarholti I í
Borgarfirði en býr
núna í Borgarnesi.
Hún vinnur á pósthús-
inu og það hefur aldr-
ei verið jafn mikið að
gera og núna í ár, þeg-
ar allir eru að kaupa allt á netinu. Helstu
áhugamál hennar eru lestur og höfund-
urinn Jane Austen er í uppáhaldi. Síðan
spilar hún á gítar og syngur, mestmegnis
popplög og gömul íslensk dægurlög.
Barn: Lísa Camila Carneiro Valencio, f.
2011.
Foreldrar: Hrafnhildur Karlsdóttir, f.
1946, hárgreiðslumeistari og Ómar Guð-
mundsson, f. 1947, gröfumaður. Þau búa
á Bifröst í Borgarfirði.
Gróa Lísa
Ómarsdóttir