Morgunblaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020
Evrópudeild UEFA
A-RIÐILL:
CSKA Sofia – Roma................................. 3:1
Young Boys – CFR Cluj .......................... 2:1
Roma 13, Young Boys 10, CFR Cluj 5,
CSKA Sofia 5.
B-RIÐILL:
Dundalk – Arsenal................................... 2:4
Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Ars-
enal í leiknum.
Rapid Vín – Molde.................................... 2:2
Arsenal 18, Molde 10, Rapid Vín 7, Dun-
dalk 0.
C-RIÐILL:
Leverkusen – Slavia Prag ....................... 4:0
Hapoel Beer Sheva – Nice....................... 1:0
Leverkusen 15, Slavia Prag 12, Hapoel
Beer Sheva 6, Nice 3.
D-RIÐILL:
Lech Poznan – Rangers........................... 0:2
Standard Liege – Benfica........................ 2:2
Rangers 14, Benfica 12, Standard Liege
4, Lech Poznan 3.
E-RIÐILL:
PAOK – Granada..................................... 0:0
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
PSV Eindhoven – Omonia Nikósía ......... 4:0
PSV Eindhoven 12, Granada 11, PAOK
6, Omonia Nikósía 4.
F-RIÐILL:
Rijeka – AZ Alkmaar .............................. 2:1
Albert Guðmundsson lék fyrstu 70 mín-
úturnar með AZ.
Napoli – Real Sociedad ............................ 1:1
Napoli 11, Real Sociedad 9, AZ Alkmaar
8, Rijeka 4.
G-RIÐILL:
Leicester – AEK Aþena........................... 2:0
Braga – Zorya Luhansk........................... 2:0
Leicester 13, Braga 13, Zorya 6, AEK
Aþena 6.
H-RIÐILL:
Celtic – Lille.............................................. 3:2
Sparta Prag – AC Milan .......................... 6:4
AC Milan 13, Lille 11, Sparta Prag 6. Cel-
tic 4.
I-RIÐILL:
Maccabi Tel Aviv – Sivasspor.................. 1:0
Villarreal – Qarabag ......................... frestað
Villarreal 13, Maccabi Tel Aviv 11, Sivas-
spor 6, Qarabag 1.
J-RIÐILL:
Ludogorets – LASK Linz........................ 1:3
Tottenham – Antwerpen ......................... 2:0
Tottenham 13, Antwerpen 12, LASK
Linz 10, Ludogorets 0.
K-RIÐILL:
Dinamo Zagreb – CSKA Moskva........... 3:1
Arnór Sigurðsson lék allan leikinn með
CSKA Moskvu. Hörður Björgvin Magnús-
son var ekki í leikmannahópnum.
Wolfsberger – Feyenoord ....................... 1:0
Dinamo Zagreb 14, Wolfsberger 10,
Feyenoord 5, CSKA Moskva 3.
L-RIÐILL:
Hoffenheim – Gent ................................... 4:1
Slovan Liberec – Rauða stjarnan ........... 0:0
Hoffenheim 16, Rauða stjarnan 11, Slov-
an Liberec 7, Gent 0.
Tvö efstu liðin í hverjum riðli eru komin í
32ja liða úrslit keppninnar.
Noregur
Rosenborg – Mjöndalen .......................... 1:0
Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn á sem
varamaður hjá Rosenborg á 69. mínútu.
Dagur Dan Þórhallsson var ekki í leik-
mannahóp Mjöndalen.
Viking – Vålerenga ................................. 2:2
Axel ÓskarAndrésson fór meiddur af
velli hjá Viking á 17. mínútu, Samúel Kári
Friðjónsson kom inn á á 72. mínútu.
Matthías Vilhjálmsson lagði upp fyrsta
mark Vålerenga áður en honum var skipt af
velli á 78. mín. fyrir Viðar Örn Kjartansson.
Staðan:
Bodø/Glimt 29 25 3 1 100:32 78
Molde 27 18 2 7 67:32 56
Vålerenga 29 14 10 5 47:33 52
Rosenborg 28 14 6 8 47:34 48
Kristiansund 28 12 11 5 54:40 47
Viking 29 12 8 9 54:49 44
Odd 26 13 3 10 48:41 42
Haugesund 29 10 6 13 36:50 36
Stabæk 28 8 11 9 35:43 35
Brann 29 8 9 12 38:48 33
Sandefjord 28 9 6 13 31:43 33
Sarpsborg 29 8 8 13 33:38 32
Strømsgodset 28 6 10 12 38:52 28
Start 29 6 9 14 33:52 27
Mjøndalen 29 7 3 19 23:45 24
Aalesund 29 2 5 22 31:83 11
Meistaradeild kvenna
32ja liða úrslit, fyrri leikur:
Vålerenga – Bröndby ..................... Frestað
Ingibjörg Sigurðardóttir leikur með
Vålerenga.
Fiorentina – Slavia Prag.......................... 2:2
Leczna – París SG .................................... 0:2
Ajax – Bayern München .......................... 1:3
Evrópudeildin
Valencia – Anadolu Efes .................... 76:74
Martin Hermannsson skoraði fjögur stig
fyrir Valencia, tók eitt frákast og gaf sjö
stoðsendingar á 18 mínútum.
Valencia hefur unnið átta af fyrstu 13
leikjum sínum og er í 5. sæti af 18 liðum.
LOS ANGELES
Gunnar Valgeirsson
gval@mbl.is
Í gegnum áratugina hér í Kaliforníu
hef ég haft ótrúlegt tækifæri til að
sækja fjöldann allan af íþrótta- og
skemmtiviðburðum á sumum af
frægustu skemmtistöðum Los Angel-
es, s.s. Hollywood Bowl, Rose Bowl,
gamla Ólympíuleikvanginn, og Stap-
les Center. Fyrir mér er hluti af því
að sækja slíka skemmtan heim að
mæta snemma og nota tímann til að
njóta og athuga byggingargerð.
Á dögunum fékk ég gott tækifæri
til að sækja nýjasta íþróttaleikvang
Los Angeles, SoFi-leikvanginn í
Inglewood sunnan við miðbæinn, á
leik LA Rams og San Francisco 49ers
í NFL-ruðningsdeildinni. Þar hitti ég
Skarphéðin Héðinsson, gamlan kunn-
ingja úr Keflavíkinni, en hann hefur
leitt hóp sérfræðinga sem tæknistjóri
LA Rams, og þessi hópur hannaði og
rekur nú tæknihliðina á viðburðum á
vellinum.
Það er eigandi Rams, Stan
Kroenke, sem fjármagnaði ekki að-
eins leikvanginn, heldur og allt 120
hektara svæðið sem hann er á. Þetta
svæði var áður völlur fyrir hesta-
kappreiðar, en sú íþrótt á við mikla
erfiðleika að etja þessa dagana.
Kroenke bauð eigendum svæðisins
verð sem þeir voru fljótir að sam-
þykkja.
Fyrir utan leikvanginn er verið að
klára sex þúsund sæta hljómleikahöll,
nýjar höfuðstöðvar fyrir fjölmiðla-
deild NFL-deildarinnar, nýtt hótel,
íbúðablokkir og annað slíkt. Leik-
vangurinn sjálfur mun kosta Kro-
enke um 700 milljarða króna, en ólíkt
flestum nýjum leikvöngum hér
vestra, þá er hann að fjármagna þetta
sjálfur, án meiriháttar framlags frá
skattgreiðendum.
Verkefni sem ekki var
hægt að láta framhjá sér fara
„Þetta er næststærsta bygging-
arverkefni í Bandaríkjunum undan-
farin ár og það er enn í gangi,“ sagði
Skarphéðinn um leið og hann fór með
mig um völlinn og benti á bygging-
arframkvæmdir sem enn eru í gangi
á svæðinu. Hann benti mér á ýmsa
athyglisverða hluti vallarins tengda
jarðskjálftum og fluglendingaleið inn
á alþjóðaflugvöll Los Angeles
skammt frá. „Ég efast um að völlur
með slíkan arkitektúr verði byggður
á næstu áratugum hér vestra vegna
kostnaðarins. Tvö lið eru með völlinn
og borgin laðar að allskonar
skemmtiviðburði, þannig að þetta er
efnahagslega mögulegt hér, en í fæst-
um öðrum borgum.“
Skarphéðinn fékk boð um starf
tæknistjóra Rams árið 2016 og það
var verkefni sem hann var tilbúinn að
takast á við en hann hefur nú búið hér
vestra í þrjá áratugi. „Ég tók við
þessu starfi fyrir fjórum árum og var
heillaður af þessu verkefni liðsins hér
í Inglewood. Við lentum strax í erf-
iðleikum eftir að vallarsvæðið var
grafið niður um þrjátíu metra til að
vera innan hæðartakmarkana flug-
yfirvalda nálægt flugvellinum. Þú
manst kannski eftir rigningavetr-
inum þá, en þær rigningar fylltu
grafninginn í hvívetna. Eftir þann
barning fóru hlutirnir að ganga bet-
ur.“
Skelin og skjárinn
Að öllu þessu svæði ólöstuðu er það
leikvangurinn sjálfur sem heillar
mest. Það athyglisverðasta er að leik-
völlurinn sjálfur er grafinn 30 metra
niður, þannig að maður gengur beint
af bílastæðinu inn á efri áhorfenda-
svæðin.
Völlurinn sjálfur og umhverfi hans
eru þakin skelinni eins og ég kalla
hana. Þetta er bogadregið þak með
sérstakri sólarhlíf sem virkar eins og
ljósasía. Jafnvel þótt sterkt sólarljós
sé úti, síar hlífin út heitustu geislana
og það gerir það að verkum að áhorf-
endum er ekki eins heitt og annars.
Skelin er einnig opin neðan til og
hleypir þannig inn hafgolunni sem
kemur af Kyrrahafinu rétt sunnan
við leikvanginn. Á sunnudag var enn
einn sólríki dagurinn hér í Los Angel-
es og ég tók mig til á meðan á leikn-
um stóð að ganga sem mest um leik-
vanginn þar sem langmesti tíminn í
leiknum fer í pásur og sjónvarps-
auglýsingar. Þrátt fyrir sólarljósið
var hitinn inni á vellinum eins og best
varð á kosið.
„Eigandinn vildi endilega nota
góða veðrið á þessu svæði og hafa
leikvanginn opinn fyrir hafgolunni,
frekar en að loka hann af eins og
flestir aðrir leikvangar sem byggðir
hafa verið undanfarna áratugi,“ sagði
Skarphéðinn. „Þar að auki eru pixlar
í þakinu sem gera það kleift að sýna
myndrænt efni á þakinu. Þú getur
séð það úr flugvél í aðfluginu á flug-
völlinn.“
Það er hinsvegar sporöskjulaga
myndskjárinn sem hangir úr þakinu
yfir vellinum eins og loftskip sem
vekur alla athyglina þegar maður
kemur inn á leikvanginn. Þar er
Skarphéðinn í essinu sínu þegar hann
lýsir honum fyrir mér. „Ég fékk þetta
verkefni að stýra hönnun og hugbún-
aði fyrir efni á skjáinn fyrir Rams.
Þetta er allt í 4K-tækni og skjárinn er
með um 80 milljónir af LED-lömpum
sem gefa okkur frábæra úrlausn.“
Hann hefur vissulega rétt fyrir sér
þar. Þegar maður situr í efri hluta
sætanna eins og ég gerði mestan
hlutann af leiknum er eins og maður
sé að horfa á nýtt hágæða sjónvarp í
stofunni heima.
Nóg af rými
Það var vissulega óvenjuleg tilfinn-
ing að ganga um leikvanginn og nær-
liggjandi svæði án áhorfenda. Þeir
munu ganga í gegnum stóran al-
menningsgarð með tveggja hektara
tjörn rétt við aðalinnganginn. Að
þessum garði munu íbúar Inglewood
hafa aðgang alla daga ársins, sem
mun verða mikil búbót fyrir bæ með
skort á útivistarsvæðum. Ég hef
lúmskan grun um að margir bæjar-
búar muni nota garðinn fyrir skokk
og aðra útiveru.
Það sem einkennir þennan nýja
leikvang er hversu stórt svæði er fyr-
ir áhorfendur að ganga um handan
áhorfendasætanna sjálfra. Ég hef
heimsótt nokkra nýja leikvanga und-
anfarin ár, en enginn af þeim hefur
eins mikið pláss fyrir áhorfendur að
rölta um og fá sér drykk og mat. Það
eru tvö stór torg við endana á efri
hluta vallarins og það verður gaman
að sjá hvernig allt þetta svæði virkar
þegar 70 þúsund manns mæta á stað-
inn.
Þar sem þakið er opið að neðan eru
ýmis svæði þar sem maður getur séð
nærliggjandi umhverfi og jafnvel
hluta af Santa Monica-fjallgarðinum í
vesturátt. Þannig er hægt að fara úr
áhorfendasætunum og fá sér smá
göngutúr í þessum löngu pásum sem
oft verða á NFL-leikjum. 5G-
símatæknin sem lið Skarphéðins hef-
ur sett upp mun gefa snjallsíma-
fíklum næga möguleika á að fá útrás
frá leiknum í friði.
Arkitektar grófu einnig tvö gil sitt
hvorum megin vallarins og settu þar
gangstíga og gróður fyrir þá sem
hafa miða í sætin nærri vellinum.
„Þetta skilar sér í því að þá er mun
betri birta inni á svæðunum þar sem
þessir áhorfendur geta gengið um,“
bendir Skarphéðinn á. „Þeir reyndu
að hugsa um sem flesta hluti til að
gera reynsluna af heimsókn á völlinn
sem besta.“
Yfirhöfuð er reynslan af leikvang-
inum blanda af innan- og utandyra-
tilfinningu, sérstaklega í efri hluta
áhorfendasvæðanna.
Óvenjuleg reynsla
Ég sá á viðbrögðum Skarphéðins
að hann getur vart beðið eftir að fá
áhorfendur á völlinn. „Við hönnuðum
þetta jú fyrst og fremst fyrir áhorf-
endur, þannig að maður hefur enn
ekki getað fengið fulla reynslu á
hvernig að þetta virkar allt án þeirra.
Það kann að vera að það þurfi að bíða
til næsta keppnistímabils í ágúst á
næsta ári þar sem kórónuveiran hér
vestra er farin úr böndunum þessa
dagana og verður væntanlega svo
næstu mánuði.“
Það einkennilega við að vera á
þessum leik Rams var að þrátt fyrir
fjarveru áhorfenda var starfshópur
Skarphéðins á fullu í að nota tæknina
sem best. Ég fékk tækifæri til að
kíkja inn í stjórnunarherbergi tækni-
deildarinnar og það var eins og að
vera í splunkunýrri Hollywood-
mynd. Um tíu manns voru á þremur
mismunandi stöðum með hágæða
skjái um allt, að sjá til þess að bæði
hljóð og myndrænt efni væri allt sam-
kvæmt bókinni. „Við erum í raun með
okkar eigin sjónvarpsstöð á vell-
inum,“ benti Skarphéðinn á.
Fyrir utan allt þetta myndræna
efni sem áhorfendur munu reyna
þegar þeir mæta, var plötusnúður
Rams, DJ Mal-ski, á fullu tvo tíma
fyrir leik og meðan á honum stóð að
ýta fólkinu á staðnum í stuð, enda
hljóðkerfið á vellinum jafngott og
myndskjárinn. Að vera á staðnum
þessa fimm tíma var eins og að vera á
fimm klukkutíma tónleikum.
Rams tapaði leiknum 23:20 á vall-
armarki um leið og leiktíminn rann
út. Einu lætin sem brutust út á leik-
vangnum í sigursparkinu voru á vara-
mannabekk San Francisco hundrað
metra frá mínu sæti.
Geta vart
beðið eftir
áhorfendum
Magnaður nýr leikvangur í LA
Ljósmynd/Gunnar Valgeirsson
Tæknistjórinn Skarphéðinn Héðinsson á nýja og glæsilega leikvanginum
þar sem LA Rams og San Diego Chargers leika nú heimaleiki sína.
Ítalski knattspyrnumaðurinn Paolo
Rossi er látinn 64 ára að aldri. Rossi
var ein af driffjöðrum ítalska lands-
liðsins sem varð heimsmeistari á
Spáni 1982. Var hann valinn besti
maður keppninnar og varð marka-
kóngur. Sú saga var öll hin ævin-
týralegasta því Rossi hafði verið í
leikbanni í tvö ár vegna tengsla við
hagræðingu úrslita. Ekki þótti því
sjálfsagt mál að velja hann í HM-
hópinn en þegar á hólminn var
komið stal hann senunni og skoraði
m.a. þrennu þegar Ítalía sló út
Brasilíu, vinsælasta lið keppninnar.
Markakóngur HM
1982 er látinn
AFP
HM Paolo Rossi var hetja ítalska
liðsins sem varð heimsmeistari.
Körfuknattleiksmaðurinn Ingvi
Þór Guðmundsson er genginn í rað-
ir Hauka frá Grindavík en Haukar
tilkynntu um félagaskiptin í gær.
Ingvi skoraði 14 stig að meðaltali í
Dominos-deildinni síðasta vetur,
gaf að jafnaði 5 stoðsendingar og
tók 5 fráköst í leik. Hann ætti því að
styrkja lið Hauka verulega en Ingvi
á marga leiki að baki fyrir yngri
landslið Íslands. Ingvi er uppalinn í
Grindavík en foreldrarnir Guð-
mundur Bragason og Stefanía
Jónsdóttir léku bæði körfuknattleik
með Haukum um tíma.
Ingvi í fótspor
foreldranna
Morgunblaðið/Eggert
Skiptir Ingvi Þór Guðmundsson er
kominn til liðs við Hauka.