Morgunblaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 2
Loðnu mælingar
H
ei
m
ild
: H
af
ra
nn
só
kn
ar
st
of
nu
n
Yfi rferð loðnuleitarskipana
Kap Ilvid
Jóna Eðvalds
Ásgrímur Halldórsson
Staðsetning skipanna
kl. 16.30 í gær
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Reiknað var með að loðnuleit og
-mælingum fjögurra veiðiskipa í
samvinnu við Hafrannsóknastofnun
lyki í gærkvöldi. Niðurstöður mæl-
inganna eru væntanlegar í næstu
viku. Spurður hvort líkur hafi aukist
á því að gefinn verði út upphafskvóti
til loðnuveiða í byrjun nýs árs sagði
Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og
leiðangursstjóri, í gær að hann hefði
ekkert um það að segja á þessari
stundu.
Bæði kynþroska og eins árs loðna
sást úti fyrir Norðurlandi og mest úti
af Vestfjörðum og við Kolbeinseyj-
arhrygg. Birkir segir að meira hafi
verið af kynþroska loðnu, sem væri
hluti af veiðistofni, á austursvæðinu.
Til hafnar í dag
Hann segir að tekist hafi að fara
yfir allt svæðið sem fyrirhugað var
að kanna, að undanskildu Græn-
landssundi, en um 50 sjómílur úti af
Vestfjörðum hafi hafís hamlað för.
Tekist hafi að kíkja rétt út fyrir
landgrunnsbrúnina, en vegna íssins
þurfti að breyta leiðarlínum græn-
lenska skipsins Ilvid nokkuð. Þegar
talað var við Birki um borð í Ilvid
um miðjan dag í gær var skipið
vestur af Látrabjargi og var þá
komið vonskuveður úti af Vestfjörð-
um.
Ilvid leitaði á vestursvæðinu, en hin
skipin þrjú byrjuðu við Kolbeinseyj-
arhrygginn. Ásgrímur Halldórsson
SF leitaði austur með landgrunns-
brúninni, Jóna Eðvalds SF með
hryggnum til norðurs og Kap VE kom
á móti Ilvid til vesturs, en leiðarlínur
má sjá á meðfylgjandi korti.
Í gær voru Ásgrímur og Jóna að
leita austan við Langanes, en Kap
leitaði grynnra, sunnan við leitar-
svæðið úti fyrir Norðurlandi. Birkir
sagðist reikna með að þrjú síðast-
nefndu skipin kæmu til hafnar í dag,
föstudag.
Hefðbundinn loðnuleiðangur Haf-
rannsóknastofnunar er ráðgerður
upp úr áramótum.
Hafís hamlaði loðnuleit á svæði úti af Vestfjörðum
Niðurstöður í næstu viku
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Í baráttu við COVID-19
býður Donnamaska, grímur
og andlitshlífar sem eru
gæða vara frá DACH og
notuð um allan heim.
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Öryggið í fyrirrúmi fyrir lærða sem leika
Sími 555 3100 www.donna.is
Heildsöludreifing
Type II 3ja laga
medical andlitsgríma
FFP3 Respirator Comfort
andlitsgríma með ventli
FFP3 High-Risk
andlitsgríma
Andlitshlíf
móðufrí
C-gríma Pandemic
Respirator andlitsgríma
Fæst í verslunum okkar
á Selfossi og í Ármúla 42
KINDAsögur
2. BINDI
Ávöxtunarkrafa á nýjum grænum
skuldabréfaflokki Reykjavíkurborg-
ar er 4,5%, en niðurstaða úr
skuldabréfaútboði borgarinnar var
kynnt í gær. Í útboðinu tók borgin
tilboðum upp á rúma 3,8 milljarða
króna að nafnvirði. Þetta eru umtals-
vert verri kjör en borgin fékk í
skuldabréfaútboði í maí síðastliðn-
um, en þá var ákveðið að taka til-
boðum að nafnvirði 2,6 milljarðar
króna á ávöxtunarkröfunni 2,99%.
Agnar Tómas Möller sérfræðing-
ur í skuldabréfaviðskiptum segir í
samtali við Morgunblaðið að fyrst
beri að geta þess að skuldabréfa-
flokkurinn sé ekki alveg samanburð-
arhæfur við önnur skuldabréf sem
borgin hefur verið að gefa út. Nokk-
ur munur sé á tímalengd bréfanna.
„Miðað við markaðinn eins og hann
var fyrr í vikunni sýnist mér að
þarna sé verið að bjóða 1,25% álag
ofan á ríkisvexti,“ segir Agnar.
Býsna hátt álag
Undanfarin ár hefur borgin að
jafnaði verið að fá kjör sem eru 60-70
punktum yfir því sem ríkið fær á sín-
ar skuldbindingar að sögn Agnars,
en þeir vextir hafa farið hækkandi á
árinu. „Borgin er til dæmis með ann-
an skuldabréfaflokk sem er með
rúmlega 100 punkta álagi.“
Agnar segir að álagið sem skulda-
bréf borgarinnar beri sé býsna hátt.
Sértryggð skuldabréfaútgáfa bank-
anna, sem notuð er til að fjármagna
húsnæðislán, sé til dæmis með um 60
punkta í álag ofan á ríkisvexti, og
fasteignafélögin séu með um 140
punkta álag. „Þetta er komið ansi
nálægt því hjá borginni.“
Álag á skuldir borgarinnar hefur
þannig hátt í tvöfaldast á þessu ári
og vaxtakjör versnað.
„Öll langtímafjármögnun er orðin
ákaflega dýr, einkum í alþjóðlegum
samanburði. Fjármögnun hins svo-
kallaða Græna plans borgarinnar á
næsta ári gæti orðið áskorun.“
Agnar segir að himinn og haf séu á
milli langtímafjármögnunarkjara
opinberra aðila hér og í flestum öðr-
um vestrænum ríkjum. „Greiðslu-
byrði af langtímalántöku er því
margfalt hærri hjá okkur. Við mun-
um borga miklu hærri vexti af
Covid-hallanum en flest önnur ríki.“
Græna planið gæti orðið áskorun
Reykjavíkurborg fær umtalsvert verri kjör í útboði nú en í vor Öll langtímafjármögnun orðin ákaf-
lega dýr, einkum í alþjóðlegum samanburði Borgum miklu hærri vexti af Covid-halla en önnur ríki
Morgunblaðið/Eggert
Útboð Agnar segir Græna planið hafa ýtt álagi borgarinnar upp. Líklega
hefðu fleiri tekið þátt í útboðinu á lægri vöxtum ef ekki væri fyrir planið.
„Guðrún var stórkostleg! Eins og
alltaf þar sem hún kemur fram,“
sagði Sigurður Þorri Gunnarsson
þáttastjórnandi og bingóstjóri
K100 eftir bingó-
þátt gærkvölds-
ins. Listakonan
Guðrún Ýr Ey-
fjörð, einnig
þekkt sem
GDRN, kom í
settið og tók lög-
in Vorið og Hug-
arró af plötunni
sinni GDRN,
einni bestu plötu
ársins að mati Sigga. Bingóspilarar
voru í essinu sínu að sögn Sigga, en
myndir af bingóspili streymdu inn
sem og tillögur að orðum fyrir
bingóstafina undir myllumerkinu
#mblbingó. „Ég er strax farinn að
hlakka til næsta fimmtudagskvölds
og næsta þáttar, sem verður með
jólaívafi,“ segir Siggi.
Heppnin var með Árna Sigurðs-
syni sem vann aðalvinning bingó-
þáttar gærkvöldsins; glæsilegan
Samsung-síma. Hann var hinn
hressasti að spila með kærustunni
sinni og hringdi í lok þáttarins og
ræddi við Sigga.
Bingó mbl.is og K100 verður á
sínum stað að viku liðinni og eins
og áður sagði verður það jólaþátt-
ur. „Það er bara að taka upp kúl-
urnar og kögrið fyrir næsta þátt og
keyra jólastemninguna í gang,“
segir Siggi í jólastuði. Fylgjast má
með næsta fimmtudagskvöld á
mbl.is og á K100-stöðinni í Sjón-
varpi Símans.
Heppinn bingóspil-
ari fékk nýjan síma
Morgunblaðið/Eggert
Bingókvöld Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir eða GDRN tók lagið í gær.
GDRN „stórkostleg“ að venju
Siggi Gunnars
Upp hefur komið hópsmit eða klasa-
smit kórónuveiru á höfuðborgar-
svæðinu. Þetta varð ljóst í gær.
Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborg-
arsvæðisins sagði í samtali við mbl.is
seint í gærkvöldi að töluverðar annir
hefðu verið í gær við að flytja fólk
með staðfest smit í farsóttarhús.
Flytja þurfti að minnsta kosti átta
einstaklinga með staðfest kórónu-
veirusmit með sjúkrabifreiðum á
farsóttarhús í gærkvöldi.
Tölur um fjölda greindra smita
verða ekki birtar fyrr en í dag.
Alls greindust fjögur kórónuveiru-
smit innanlands í fyrradag en báða
dagana þar á undan voru þau átta
talsins. »10
Hópsmit á
höfuðborg-
arsvæðinu
Töluverðar annir
í sjúkraflutningum