Morgunblaðið - 11.12.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.12.2020, Qupperneq 8
Markaðsherferðin Let It Out vakti athygli þegar hún var kynnt til leiks. „Let It Out“ tilnefnd til verðlauna  Öskurherferðin umtalaða hlýtur tvær tilnefningar til markaðsverðlauna Markaðsherferðin Let It Out, sem keyrð var undir merkjum Inspired by Iceland síðastliðið sumar, hefur verið tilnefnd til tvennra Digiday- verðlauna. Tilnefningarnar eru í flokki almannatengsla annars vegar og í flokknum besta auglýsingin hins vegar. Bandaríski miðillinn Digiday verðlaunar árlega markaðsstarf fyrirtækja fyrir bæði hugmyndaauðgi og árangur og eru verðlaunin eftir- sótt meðal fagfólks í markaðs- geiranum, að því er fram kemur í til- kynningu. Myndbandið sem hvatti fólk til þátttöku í Let it Out-herferð- inni er tilnefnt í flokknum besta aug- lýsingin. Það voru M&C Saatchi og Peel auglýsingastofa sem unnu hand- rit og hugmyndavinnu að myndband- inu, Skot sá um tökur og framleiðslu. 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020 Jón Magnússon fv. alþing-ismaður veltir fyrir sér skað- anum af pólitískum meinlokum:    Niðurstaðan úrkönnun Landspítalans á orsökum hóp- smitsins á Landa- koti, alvarlegasta hópsmitsins í Có- víd-faraldrinum, var sú að hús- næðið hefði verið ófullnægjandi.    Sóttvarnalæknir sagði af því til-efni, að það hefði öllum verið ljóst í töluverðan tíma. Fleiri tóku undir það.    Nú liggur fyrir að aðrir kostirvoru í boði, sem hefðu gert mögulegt að koma í veg fyrir þetta. En það var hjá einkaaðilum, sem heilbrigðisráðherra vill helst ekki eiga samskipti við. Ekkert gert og ófullkomna hættulega húsnæðið var notað áfram. Ber enginn ábyrgð á þessu?    Vitað var að húsnæðinu áLandakoti var ábótavant en tiltækir kostir til að bæta úr því voru ekki nýttir. Þarf enginn að axla ábyrgð vegna atviks sem leiddi til þess að meira en tugur einstaklinga lét lífið?    Nú er verið að sækja tvo ein-staklinga til saka skv. ákæru Héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi vegna slyss sem varð í fyrirtæki þeirra.    Gildir eitthvað annað um þáopinberu aðila, sem með ákvörðunum sínum eða ákvarð- analeysi verða valdir að ótímabær- um dauðsföllum?“ Jón Magnússon Pólitísk meinloka? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Heildarlaun félagsmanna í VR í september síðastliðnum voru 660 þúsund krónur á mánuði ef miðað er við miðgildi launa og grunnlaun fé- lagsmanna VR voru þá 653 þúsund. Meðaltal heildarlaunanna var nokkru hærra eða 720 þúsund kr. Þessar upplýsingar koma fram í launarannsókn VR sem birt er á vef félagsins. Fram kemur að miðgildi heildarlauna félagsmanna í VR hefur hækkað um 5,1% frá seinustu launa- rannsókn í febrúar sl. og grunnlaun- in voru 5,1% hærri í september en í febrúar. VR er fjölmennasta stéttarfélagið á almenna vinnumarkaðinum og er launarannsóknin byggð á upplýsing- um reiknivélar á vef félagsins og á skráningu ellefu þúsund félags- manna eða tæplega þriðjungi VR-fé- laga. Ef litið er á launin flokkuð eftir at- vinnugreinum kemur m.a. í ljós að meðaltal grunnlauna félagsmanna í verslun og þjónustu voru 649 þúsund og miðgildi launanna var 599 þús- und, þ.e.a.s. helmingur fær hærri laun en miðgildið segir til um og helmingur lægri laun. Meðalheildarlaun í fjármálastarf- semi, tölvuþjónustu og annarri sér- hæfðri þjónustu voru 780 þúsund á mánuði og grunnlaunin 774 þúsund. Miðgildi grunnlauna í þessari at- vinnugrein var 715 þúsund á mánuði og ef litið er á dreifingu launanna má m.a. sjá að sá fjórðungur starfs- manna sem voru með hæst laun í þessari starfsemi var með 906 þús- unnd kr. á mánuði en neðsti fjórð- ungurinn 587 þúsund kr. Ef litið er á starfsstéttir má m.a. sjá að stjórnendur voru að meðaltali með 857 þúsund í grunnlaun en mið- gildi heildarlauna þeirra var 800 þús- und kr. á mánuði. Skrifstofufólk var með 567 þúsund kr. að meðaltali í grunnlaun, miðgildi heildarlauna þess var 553 þúsund og meðaltal heildarlaunanna 571 þúsund. Af- greiðslufólk á kassa var með 448 þús. kr. í grunnlaun á mánuði (miðgildi) og 494 þúsund að meðaltali í heild- arlaun. Miðgildi grunnlauna starfsmanna sem eru í flokki upplýsingafulltrúa, almannatengsla og fjölmiðlafræði var 948 þúsund en meðalheildarlaun þeirra voru 910 þúsund. Miðgildi grunnlauna tölvunarfræðinga var 855 þúsund kr. og heildarlaun þeirra voru að meðaltali 874 þúsund svo dæmi séu tekin. Heildarlaunin í VR 660 þúsund krónur  VR birtir niðurstöður launarannsóknar Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Til jóla fyrir dömur og herra Gjafakassar | Ilmir | Treflar | Silkislæður | Töskur Hanskar | Skart | Peysur | Buxur | Velúrgallar 1988 - 2018

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.