Morgunblaðið - 11.12.2020, Síða 14

Morgunblaðið - 11.12.2020, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Upplýsingar frá nokkrum fyrirtækjum á rafhleðslumarkaði benda til að þau hafi selt á annað þúsund stöðvar fyrir bifreiðar á þessu ári. Ísorka er eitt umsvifamesta fyrir- tækið á markaðnum. Það er með fjóra starfsmenn og veltir orðið hundruðum milljóna á ári. Sigurður Ástgeirsson, fram- kvæmdastjóri Ísorku, segir hafa hægt á eftirspurninni í fyrstu bylgju kórónu- veirufaraldursins. Hún hafi síðan auk- ist um sumarið og haldist stöðug í þriðju bylgjunni í haust. „Sala til fjölbýlishúsa og heima- hleðslustöðva í ár hefur verið nokkurn veginn í takt við væntingar. Öðru máli gegnir um áform okkar um að setja upp 150 kílówattstunda hraðhleðslu- stöðvar en samstarfsaðilar okkar frest- uðu þeim um eitt ár. Nú stefna þeir á að fara í þau verkefni á næsta ári.“ Spurður hvar tækifærin liggja segir Sigurður marga aðila vera að skoða þennan markað. Laði að viðskiptavini „Rafhleðslustöðvar bjóða upp á meiri sveigjanleika en bensínstöðvar. Það skapar möguleika fyrir nýja aðila til að koma á markaðinn og laða að við- skiptavini með því að bjóða þeim að hlaða bílinn meðan verslað er. Með því geta fyrirtækin samtímis haft tekjur af sölu rafmagnsins og af annarri sölu,“ segir Sigurður. Þetta geti til dæmis átt við kvikmyndahús, líkamsræktar- stöðvar, veitingastaði og dagvöruversl- anir. Víða erlendis sé þróunin lengra komin. Ágætt dæmi sé að í Evrópu hafi McDonald’s-keðjunni tekist að hasla sér völl á þessum markaði og með því sett strik í reikninginn hjá raforku- sölum. Sigurður segir aðspurður að Ísorka hafi sett upp 700 heimahleðslustöðvar í fjölbýlishúsum og sérbýli í ár en alls rekur fyrirtækið nú hleðslustöðvar í 120 fjölbýlishúsum. Samanlagt hefur fyrirtækið sett upp 1.400 hleðslustöðv- ar, þar af um 500 í fjölbýlishúsum. Reksturinn hófst árið 2015 en fyrir- tækið var upphaflega vörumerki í þró- un hjá Íslenska gámafélaginu (ÍG). Ís- orka varð svo til í núverandi mynd árið 2017 þegar nokkrir starfsmenn ÍG keyptu vörumerkið og stofnuðu fyrir- tækið. Smíða stöðvarnar á Íslandi Árið 2014 stofnaði tölvuverkfræð- ingurinn og hugbúnaðarfræðingurinn Ragnar Þór Valdimarson fyrirtækið Faradice. Það er fyrsta íslenska fyrir- tækið sem þróar og smíðar hleðslu- stöðvar. Faradice hefur sett upp um 120 fyrirtækjastöðvar og 200 heimastöðvar ýmist til einstaklinga eða til notkunar í fjölbýlishúsum frá 2016. „Á þessu ári höfum við selt 15 tvö- faldar fyrirtækjastöðvar og um 40 stöðvar í heimahús og fjölbýli,“ segir Ragnar. Áformað sé að efla markaðs- sókn og vaxa með markaðnum. „Við erum enn frekar smáir á mark- aðnum. Veltan er um 20 milljónir í ár en mörg flott fyrirtæki hafa valið bún- að frá okkur. Meðal þeirra eru HS Orka, ON, Bláa lónið, Vodafone og Marel, sem er með fjölda stöðva. Sam- keppnin er mikil, ekki síst í sölu hleðslustöðva til fjölbýlishúsa,“ segir Ragnar Þór. Fylgja gjarnan með rafbílum Johan Rönning er heildverslun með hleðslustöðvar en vísar á fagaðila varð- andi uppsetningu þeirra. Vignir Örn Sigþórsson, fram- kvæmdastjóri Johan Rönning, segir stígandi í sölu hleðslustöðva. Hins vegar sé aukningin ekki í hlut- falli við aukna sölu rafbíla. Ein skýringin sé að nú fylgi hleðslu- stöðvar gjarnan með rafbílum frá framleiðendum. Þá skýrist hærra hlutfall seldra raf- bíla í ár meðal annars af minni sölu nýrra bíla til bílaleiga. Hann leggur áherslu á að mikill munur sé á verði heimahleðslustöðva og hraðhleðslustöðva. Þær fyrrnefndu kosti gjarnan 100-200 þúsund auk kostnaðar við uppsetningu sem sé mis- mikill. Hins vegar geti hraðhleðslu- stöðvar kostað fimm milljónir og allt að 10 milljónir með uppsetningu. „Fáir kaupa hraðhleðslustöðvar, helst opinberir aðilar samkvæmt út- boðum,“ segir Vignir Örn. Því sé markaðurinn tvískiptur. Vignir Örn segir eftirspurnina að aukast mest eftir heimahleðslustöðv- um í fjölbýlishúsum og bílakjöllurum. Þess sé að vænta að sá markaður muni vaxa með fjölgun stöðva. Selja í stóra bílakjallara Hinrik Örn Bjarnarson, fram- kvæmdastjóri N1, segir fjölda seldra hleðslustöðva hjá fyrirtækinu trúnað- armál en upplýsir að salan gangi vel. „N1 hefur sett upp hleðslustöðvar í mörgum af stærstu bílakjöllurum landsins að undanförnu. Sem dæmi við Kirkjusand, Höfðatorg, Mýrargötu og svo lengi mætti telja. Jafnframt höfum við sett upp hleðslustöðvar við fjöl- mörg heimili og fyrirtæki á árinu. Við höfum selt flestar hleðslustöðvar til fjölbýlishúsa en eftirspurnin frá sér- býlum er einnig mjög góð. N1 er einnig mjög sterkt á fyrirtækjamarkaði og eru hleðslustöðvar orðnar góð viðbót við vöruframboð okkar til fyrirtækja,“ sagði Hinrik Örn. N1 keypti í árslok 2019 fyrirtækið Hlöðu sem hafði þá selt 600 stöðvar. Hinrik Örn segir talsvert síðan N1 hafði selt fleiri en 600 hleðslustæði en í einum kjallara geti verið um 100 stæði. Rafbílarnir skapa eftirspurn Morgunblaðið/Baldur Nýr markaður Zaptec-hleðslustöð frá N1 í nýjum bílakjallara í Reykjavík.  Fyrirtækið Ísorka hefur selt 700 heimahleðslustöðvar fyrir bifreiðar í ár  Vöxtur í fjölbýlishúsum  Íslenska fyrirtækið Faradice hyggur á markaðssókn  Það hannar og smíðar eigin hleðslustöðvar Sex nýjar stöðvar hjá ON » Orka náttúrunnar hefur sett upp fjórar hraðhleðslustöðvar í ár og hyggst setja upp tvær að auki fyrir áramót. » Þær stöðvar eru á Akureyri og í Víðigerði en á næsta ári bætast við 11 slíkar stöðvar. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Tap Póstsins af erlendum sending- um sem heyra undir svokallaða al- þjónustu nam 496 milljónum króna á síðasta ári og dróst tapið saman um 415 milljónir frá árinu 2018 þeg- ar það nam 818 milljónum. Þetta kemur fram í nýbirtu yfir- liti bókhaldslegs aðskilnaðar Ís- landspósts fyrir árið 2019 sem Póst- og fjarskiptastofnun gefur út á hverju ári. í þessu yfirliti eru sund- urliðaðar tekjur og gjöld af ólíkum starfssviðum Póstsins, þ.e. þeim sem falla undir einkarétt fyrirtækis- ins á tilteknum þáttum póstþjónustu og hins vegar samkeppnisrekstri sem greinist niður í fyrrnefnda al- þjónustu og utan hennar. Hún er skilgreind af PFS sem sú þjónusta sem allir landsmenn eiga rétt á að hafa aðgang að á viðráð- anlegu verði og hún nær til póst- sendinga innanlands og utan. Gjaldtaka vegur á móti tapi Má minnkandi tap af samkeppni innan alþjónustu einkum rekja til þeirrar heimildar sem Pósturinn fékk til þess að leggja á viðtak- endur erlendra póstsendinga um mitt ár 2019. Hafði að sögn Pósts- ins reynst einkar þungbært að taka við gríðarlegum fjölda sendinga frá Kína en ríkið er skilgreint sem þró- unarríki í alþjóðlegum póstsamn- ingum og eru sendingar þaðan af þeim sökum niðurgreiddar. Líkt og meðfylgjandi tafla sýnir hefur Pósturinn skilað verulegu tapi af samkeppnisrekstri innan al- þjónustu á síðustu árum. Var það 1.164 milljónir árið 2018 og 1.023 milljónir í fyrra. Sé mið tekið af upplýsingum PFS um tap Póstsins af erlendum sendingum má rekja ríflega helming tapsins af sam- keppni innan alþjónustu til annarr- ar þjónustu fyrirtækisins. Annars vegar 346 milljónir árið 2018 og hins vegar 527 milljónir í fyrra. Innlent og erlent tap Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá PFS um málið og hvort hægt væri að fá sundurliðun á því í hverju þessi hluti tapsins væri fólginn. Svar stofnunarinnar var það að sundurliðun væri til en hún væri álitin trúnaðarmál og það væri Póstsins að gefa sundurliðunina út ef vilji stæði til þess. Var þá sérstaklega spurt hvort þessi hluti tapsins væri, líkt og orðalag PFS gefur til kynna, kom- inn til vegna innlendra pakkasend- inga. Svar sérfræðings hjá PFS var að meginþorri upphæðarinnar tengdist innlendum pakkasending- um. Það er þjónusta sem Pósturinn hefur fullt forræði yfir hvað gjald- skrá varðar. Fyrirtækinu er sömu- leiðis skylt, lögum samkvæmt, að verðleggja þá þjónustu á grund- velli raunkostnaðar að viðbættu því sem nefnt er „hæfilegur hagnað- ur“. Tap af erlendum sending- um minnkaði milli ára  Ekki fæst nákvæm sundurliðun á tapi Póstsins af alþjónustu Morgunblaðið/Hari Pósturinn Hefur verið í kröggum síðustu ár og enn er róður þungur. Samkeppni innan alþjónustu 2018-19 2018 2019 Tekjur 3.886 4.013 Gjöld -5.050 -5.037 Afkoma -1.164 -1.023 Þar af tap vegna erlendra sendinga -818 -496 Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun Milljónir kr. 11. desember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.76 Sterlingspund 170.54 Kanadadalur 99.19 Dönsk króna 20.624 Norsk króna 14.513 Sænsk króna 14.94 Svissn. franki 142.6 Japanskt jen 1.2176 SDR 182.07 Evra 153.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 193.2822 Hrávöruverð Gull 1859.8 ($/únsa) Ál 1986.0 ($/tonn) LME Hráolía 48.84 ($/fatið) Brent ● Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,2% í desember frá fyrri mánuði. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 3,6% en hún var 3,5% í nóvember. Þetta kemur fram í pistli á vef bankans. Þar segir einnig að hækkunin sé um- talsvert minni en sést hafi í desember- mánuði síðastliðin ár. Flugfargjöld hafi vegið hvað þyngst til hækkunar vísitöl- unnar á þessum árstíma en sú sé ekki raunin að þessu sinni. Þá segir í pistl- inum að verðbólga hafi aukist talsvert það sem af er ári sem megi að miklu leyti rekja til veikingar krónunnar, sem nú sé gengin til baka að hluta. Spá 0,2% hækkun vísi- tölu neysluverðs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.