Morgunblaðið - 11.12.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 11.12.2020, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stundum ersagt aðþeir séu til sem flestu vilji fórna fyrir frægð- ina. Dæmi þessa eru vissulega til og hafa í fæstum tilvikum breytt tilveru við- komandi til batnaðar, öðru nær, einkum ef innistæðan fyrir upphefðinni er engin. Og vissulega eru þeir líka til sem hlakka yfir heimsku- legustu tiltækjunum í ímynduðu frægðarpoti. En gamanið kárnar þegar aðrir en potararnir sitja uppi með afleiðingarnar af dell- unum. Því er ekki að neita að sjálf höfuðborgin okkar hef- ur á síðustu árum iðulega komist hátt á lista og hvað eftir annað orðið fræg í hér- aði og jafnvel að hluta nokk- uð út fyrir það. Dagur B. Eggertsson hef- ur lengi sýnt að hann þráir að komast á mynd þótt til- efnið sé ekkert. Það var eftir því tekið þegar borgarstjór- inn var tekinn að iða óþægi- lega í skinni sínu þar sem honum þótti veirufræðingar og aðilar tilheyrandi þeim fyrirferðarmiklir í kastljós- inu, með beinar útsendingar dag eftir dag en enginn spurði um Dag eða spurði Dag. Dagur Eggertson lét það þá berast að það stapp- aði nærri því að vera næst- um frétt að fyrir alllöngu hefði hann hreinlega velt því fyrir sér að fara í framhalds- nám í veirufræðum. Minnti borgarstjórinn á manninn sem í ferilskrá um ævi sína gerði grein fyrir því að hafa fengið boð á ráðstefnu en ekki farið. „Frægur í fimm mínútur“ er þekkt markmið í vökudraumum fólks í millj- ónalöndum. Þessi tilkynning um hugs- anlega heimsfrægð Dags B. í veiruheimi dugði varla í nema fáeinar sekúndur og lauk með spurningunni: „Út á hvað gekk þetta?“ Dagur hefði getað framlengt frægð- artíma sinn hefði hann getið þess að fyrir fáeinum árum munaði minnstu að flugvél sem hann var farþegi í hefði millilent í Los Angeles. Þar hefði hann sem sagt verið hársbreidd frá því að verða með ríkustu leikurum í Hollywood, t.d. í þúsund- þátta læknadrama þar sem viðbjóðsleg veira kom iðu- lega við sögu. Næsta tilraun fór ekki mikið betur þegar Dagur birtist hjá einum bústnasta ríkisbubba Bandaríkjanna, Bloomberg, fyrr- verandi borgar- stjóra í New York, og fyllti hann af fjarstæðum um að læknissnilld hans sjálfs hefði ráðið úrslitum í árangri Ís- lendinga í veiruslagnum. Enginn hér kannaðist við að kauði hefði nokkurs staðar komið þar nærri. Engu var líkara en Dagur í frægðar- spreng sínum héldi að hægt væri að sleppa með að segja af sér frægðarsögur í útlönd- um og það myndi aldrei fréttast í ranni þeirra sem borga honum launin og sjá um að lagfæra torgið hið næsta húsgarði hans fyrir fjárhæðir sem venjulegir borgarbúar sjá ekki í sinni grennd. En af hverju lætur mað- urinn svona? Dagur gæti auðveldlega einbeitt sér að þeirri frægð sem hann og hópurinn sem ber ábyrgð á honum hefur öðlast hjá þeim sem þurfa að horfa upp á öll ósköpin. Og þá þarf ekki að nefna dæmin sem flokkast undir dellu og óreiðu í bók- haldi borgarbúa. Reykjavík- urborg var lengi til fyrir- myndar í rekstri sínum og stóð um leið fyrir þróttmik- illi uppbyggingu. Nú er þar annar bragur á. Eyþór Arnalds borgar- fulltrúi benti á nú síðast í grípandi örgrein hér í blaðinu hversu óglæsilegt það sé fyrir Reykvíkinga að horfa á óheyrilega skulda- söfnum í borgarstjórn núna og lausbeislaðar skýringar sem gefa til kynna að það sé fullkomið stjórnleysi í fjár- málum höfuðborgarinnar. Það var sláandi að sjá mynd- ir sem fylgdu og sýna þær ógöngur sem stefnt er í hraðbyri. Ekki tekur betra við beri borgarbúar skuldir Reykjavíkur á mann saman við sambærilega mynd af ná- grannasveitarfélögunum. Horfi íbúar í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Sel- tjarnarnesi og Mosfellsbæ á skuldir deilt á þá og hins vegar á sambærilega skulda- mynd Reykvíkinga þá sjá þeir tvöfalt(!) Og þakka sín- um sæla fyrir að sitja ekki uppi með ábyrgðarlausa ónytjunga á borð við þá sem fylla Bloomberg af lygisög- um. Þróttur borgarinnar til þjónustu og upp- byggingar hefur stórlega veikst á fáum árum} Stjórnleysið í borginni U mhverfisráðherra mælti í vik- unni fyrir frumvarpi um stofn- un hálendisþjóðgarðs. Strax vakti athygli hversu mikil andstaða er við málið hjá samstarfsflokkum VG í ríkisstjórn. Almenn og vel ígrunduð andstaða er við málið hjá hagsmunaaðilum landið um kring, svo sem bændum, sveitarfélögum og fyrirtækjum sem starfa í og við fyrirhugaðan þjóðgarð svo ekki sé talað um einstaklinga og fé- lagasamtök sem hafa áhyggjur af frjálsri för fólks um svæðið, en andstaða samstarfs- flokka VG í ríkisstjórn er meiri en reiknað var með. Formaður Framsóknarflokksins birti runu fyrirvara sem minnti helst á það þegar flokkurinn var forðum til í aðild að Evrópu- sambandinu, að því gefnu að Evrópusambandið aðlag- aði sig Íslandi en ekki öfugt, úr því varð auðvitað ekki neitt. Þessir fyrirvarar voru settir fram nokkrum dög- um eftir að þingmenn og ráðherrar sama Framsókn- arflokks afgreiddu málið í gegnum ríkisstjórn og eigin þingflokk. Á sama tíma hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins allt á hornum sér hvað hugmyndina varðar, nýbúnir að samþykkja í eigin þingflokki að málið gangi til þing- legrar meðferðar. Vafalaust í trausti þess að Miðflokk- urinn spyrni kröftuglega við fótum. Stuttur pistill sem þessi býður ekki upp á djúpa greiningu efnisatriða í máli sem þessu, en það verður að draga fram kjarna- rökstuðninginn í málinu öllu, það er að þarna verði til STÆRSTI þjóðgarður í Evr- ópu og að með stofnun hans náist fram sjálfstæð ímyndar- og markaðsleg markmið. Þessi nálgun er ættuð frá Texas, þar sem allt er „stærst og best“. Hamborgararnir eru svo stórir að þú getur ekki borðað þá, kókglösin eru svo stór að þú getur ekki haldið á þeim, allt er „stærra en lífið“. Ég er ekki viss um að það séu skilaboðin sem haganlegt sé að setja fram gagnvart þeirri stórkostlegu náttúru og á köflum viðkvæmu sem við eigum á hálendinu. Málið er ótímabært og þeirrar gerðar að alls ekki er skynsamlegt að ana að ákvörð- un. Í öllu falli er ótækt, líkt og umhverfisráðherra hef- ur sjálfur sagt, að afgreiða málið án þess að ramma- áætlun um orkunýtingu hafi komið til meðferðar Alþingis og verið afgreidd. Sjálfur mun ég áfram til- heyra hinum „örlitla grenjandi minnihluta“ eins og Steingrímur J. Sigfússon kýs að kalla þá sem hafa efa- semdir um að leggja 30% landsins undir svokallaðan hálendisþjóðgarð. bergthorola@althingi.is Bergþór Ólason Pistill Þjóðgarður vinstri grænna? Höfundur er þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Andrés Magnússon andres@mbl.is Það er ekki hægt að segja aðmálshöfðun bandarískrastjórnvalda á hendurFacebook hafi komið full- komlega á óvart. Fyrirtækið og við- skiptahættir þess hafa verið til rann- sóknar um talsverðan tíma. Fyrir sitt leyti sagði Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, það í október að hann myndi berjast af alefli ef bandarísk stjórnvöld reyndu að hluta fyrir- tækið í sundur. Enginn efast um að hann standi við þau orð. Bandaríkin búa yfir viðamikilli samkeppnislöggjöf, en þó ekki síður auðhringalöggjöf, sem stjórnvöld vilja nota til að sundra stórveldinu. Í málsskjölum stefnenda má finna ótalmörg dæmi um viðskipta- hætti Facebook og orð stjórnenda þeirra, sem munu reynast fyrir- tækinu erfið í réttarsal. Margt af því kemur úr innanhússpóstum, þar sem gera má ráð fyrir að talað sé af meiri hreinskilni en út á við. Kaupa, ekki keppa Þar á meðal er tölvupóstur frá Zuckerberg árið 2008, þar sem hann mælir vísdómsorðin „betra er að kaupa en keppa“. Önnur gögn styðja að sú kenn- ing hafi legið að baki kaupunum á fé- lagsmiðlinum Instagram árið 2012 og á skilaboðaskjóðunni WhatsApp árið 2014. Þá eru í málshöfðuninni líka nefnd dæmi um að Facebook hafi hleypt keppinautum inn á gafl hjá sér gegn gjaldi og gert háða gögnum frá sér. Síðar hafi verið lokað á þá og gert út um rekstrarforsendur þeirra, án nokkurra réttmætra við- skiptaástæðna hjá Facebook, ann- arra en að slátra samkeppninni. Þótt Facebook hafi oft gengið fram af fautaskap er ekki gefið að stjórnvöld hafi sigur. Sönnunar- byrðin er mjög þung og dómstólar hafa mikið svigrúm, m.a. vegna þess hve slík málaferli eru fátíð og lögin gömul. Einokun er ekki heldur ólög- leg hafi hún orðið fyrir eigin ramm- leik fyrirtækja. Fyrir sitt leyti bendir Facebook á að kaup fyrirtækisins á bæði Insta- gram og WhatsApp hafi verið sam- þykkt af eftirlitsaðilum á sínum tíma, en þar fyrir utan sé velgengni Instagram og WhatsApp Facebook að þakka. Þau hafi verið óburðug við kaupin, en náð að springa út eftir að Facebook keypti þau. Erfitt mál fyrir Facebook Það er nokkuð til í því, en samt er á brattann að sækja fyrir Face- book. Fyrirtækið þarf að færa sönn- ur á að það hefði náð árangri á þess- um sviðum jafnvel þó svo kaupin á Instagram og WhatsApp hefðu ekki átt sér stað. Sömuleiðis þarf það að útskýra hvers vegna það hafi keypt svo óburðug fyrirtæki jafndýru verði og raun ber vitni. Við blasir af málshöfðunum (og fjölda stefnenda) að stjórnvöldum er rammasta alvara og þar er allt lagt í sölurnar. Lögvitringar, sem banda- rískir fjölmiðlar hafa leitað til, telja flestir að stjórnvöld hafi „sterkt mál“ í höndunum. Það er samt viðbúið að málaferlin verði bæði löng og flókin, án þess að það þurfi að hafa minnstu áhrif á starfsemi og tekjur Facebook fyrr en dómur verður upp kveðinn. Markaðurinn virtist a.m.k. ekki hafa veru- legar áhyggjur, hluta- bréfaverðið fór niður um 2% við fréttirnar, sem er varla hiksti hjá net- risanum. Allt undir í atlögunni gegn Facebook Bandaríska netrisanum Face- book var á miðvikudag, eftir lok- un markaða, stefnt fyrir mark- aðsmisbeitingu og einokunar- tilburði. Það voru bandaríska við- skiptaeftirlitið (FTC) og 46 ríki Bandaríkjanna, sem stefndu fé- lagsmiðlinum, sem Mark Zuck- erberg stofnaði á heimavist í Harvard fyrir 16 árum. Facebook er sakað um að hafa með skipulegum hætti keypt eða bolað mögulegum keppinautum af markaði, og unnið gegn aukinni persónuvernd notenda. Krafist er refsinga og ráðstaf- ana, sem gætu falið í sér að Facebook yrði hlutað í sundur og sumar rekstrar- einingar á borð við Instagram og Whats- App seldar. Fjölþætt málaferli FACEBOOK LÖGSÓTT Mark Zuckerberg AFP Málshöfðun Facebook er komið í sjónmál bandarískra stjórnvalda. Vel getur farið svo að fyrirtækinu verði skipt upp og dregið úr áhrifum þess.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.