Morgunblaðið - 11.12.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.12.2020, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020 ✝ Alda Vilhjálms-dóttir fæddist í Víkum á Skaga 20. nóvember 1928. Hún lést 30. nóv- ember 2020 á dval- arheimili aldraðra á Sauðárkróki. Alda var dóttir Ástu Kristmundsdóttur, f. 12.6. 1902, d. 15.4. 1980, húsfreyju, og Vilhjálms Árnason- ar, f. 30.10. 1898, d. 9.9. 1974, bónda á Hvalnesi á Skaga. Systk- in Öldu voru Petrea, f. 4.3. 1932, d. 16.9. 2912, og Búi, f. 9.1. 1934. Fóstursystkini Öldu voru Karl Holm, f. 16.9. 1935, og Anna Lilja Bjarni á tvær dætur með Hrafn- hildi Bjarnadóttur. 4) Árni, f. 1959, kvæntur Þórdísi Sif Þóris- dóttur og þau eiga svo syni. Langömmubörnin eru 31. Alda ólst upp á Hvalnesi á Skaga. Þegar börnin komust á legg fór hún á vinnumarkaðinn og starfaði m.a. í Verslun Har- aldar Árnasonar og í sút- unarverksmiðju Loðskinns við saumaskap en lengst af var hún verkstjóri hjá saumastofunni Vöku á Sauðárkróki. Auk þess tók Alda að sér saumaskap heima fyrir. Útför Öldu verður frá Sauð- árkrókskirkju í dag, 11. desem- ber 2020, klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni og hlekk- urinn er: https://www.facebook.com/ saudarkrokskirkja Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat Leósdóttir, f. 16.1. 1941. Alda giftist Agli Bjarnasyni, f. 9.11. 1927, d. 15.4. 2015, ráðunaut hjá Bún- aðarsambandi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Börn þeirra eru: 1) Vil- hjálmur, f. 1952, kvæntur Ragnhildi Pálu Ófeigsdóttur og þau eiga fjögur börn. 2) Ásta, f. 1953, gift Lárusi Sighvatssyni og hún á einn son með Herði Haraldssyni. 3) Bjarni, f. 1955, kvæntur Elínu Guðbrandsdóttur og þau eiga fjögur börn en Ljúfar minningar, þakklæti og sterkar tilfinningar um lán í lífinu sitja eftir þegar við systkinin minnumst móður okkar, Öldu Vilhjálmsdóttur. Mamma fædd- ist í Víkum en flutti ung í Hvalnes eftir að Vilhjálmur afi og Ásta amma hófu þar búskap á fjórða áratug síðustu aldar og þar ólst hún upp, elst þriggja systkina. Formleg skólaganga mömmu var stutt, nokkrar vikur árlega í far- skóla, enda voru fræðslulögin ekki komin út á Skaga á þessum árum. Mamma lauk formlegri skólagöngu sinni í Kvennaskól- anum á Blönduósi en þangað fór hún fótgangandi yfir Skagaheiði, sem var þá algengur samgöngu- máti. Í skólanum eignaðist hún góðar vinkonur sem héldu sam- bandi sín á milli út ævina. Að námi loknu var mamma um tíma í vinnu á St. Jósepsspítala í Hafn- arfirði en kom svo á Sauðárkrók til að vinna á Hótel Tindastóli þar sem hún kynntist Agli föður okk- ar, lífsförunaut sínum. Þau hófu búskap og eignuðust þrjú börn á rúmlega tveggja ára tímabili og svo það fjórða fjórum árum síðar. Mamma og pabbi keyptu Bárustíg 1 og byggðu þar sitt heimili og ólu okkur systkinin upp. Fyrstu búskaparárin var skrifstofa Búnaðarsambandsins og pabba þar í einu herbergi og mikill gestagangur var á heim- ilinu, ýmist fjölskyldu- og fræn- dalið, vinir eða bændur sem áttu erindi á skrifstofuna. Oftast voru tvær heitar máltíðir eldaðar dag- lega, standandi kaffi og kaffi- brauð allan daginn og jafnan voru gestir við eldhúsborðið og ósjald- an tvísetið við máltíð. Öllum var vel tekið og við systkinin alin upp við að sýna gestum kurteisi og gestrisni. Mamma náði góðum tökum á því að sníða og sauma og var mjög eftirsótt saumakona. Hún virtist geta leyst allar þrautir í saumaskap og aðlagað snið að sérhverjum líkamsvexti. Mörg síðkvöld og nætur fóru í sauma- skap á eldhúsborðinu eftir að ró var komin yfir heimilið. Mamma var sérlega bóngóð og greiðvikin og reyndi hvað hún gat að hjálpa samferðafólki sínu. Margir dvöldu á heimilinu, jafnvel í lengri tíma. Þegar við börnin vor- um komin vel á legg fór mamma á vinnumarkaðinn og vann fyrst í verslun, síðan í sútunarverk- smiðjunni svo lengst af sem verk- stjóri hjá saumastofunni Vöku. Mömmu var umhugað um að við systkinin sæktum okkur menntun og studdi okkur vel í skólagöngunni. Mikla áherslu lagði hún á heiðarleika og hjálp- semi. Uppeldið byggðist á sann- kristilegum grunni enda mamma trúuð kona. Hún var engin kröfu- gerðarkona og vildi aldrei trana sér fram. Hún hafði ekki áhuga á stjórnmálum en mátti þola þátt- töku okkar bræðranna í þeim. Mamma var mikil fjölskyldukona og hafði mikla gleði af barna- börnunum, sem sóttu mikið til hennar. Þegar dró úr gestagangi á heimilinu tóku barnabörnin og síðar barnabarnabörnin við því hlutverki að fylla það af fólki. Öll fengu þau mikla ást á ömmu sinni enda nutu þau umhyggju hennar og greiðvikni. Þegar aldurinn færðist yfir mömmu minntist hún oft mið- nætursólarlagsins á Skaga. Þá kom líka vel fram hversu mikið yndi hún hafði af því að ferðast. Nú hefur hún ferðast þangað sem sál hennar nýtur eilífrar blessun- ar. Vilhjálmur, Ásta, Bjarni og Árni Öldu- og Egilsbörn. Ég gleymi því aldrei þegar ég kom fyrst á heimili Öldu tengda- móður minnar. Minningin er böð- uð sól og hún Alda tók mér opn- um örmum. Hún var björt og geislandi af hlýju. Og svona var hún alla ævi. Ég hef reyndar aldrei kynnst gestrisnari manneskju en Öldu. Alltaf var heitt á könnunni hjá henni og alltaf var fólk við eld- húsborðið. Alda vildi hvers manns vanda greiða, saumaði á fólk og uppörvaði fólk. Allir fóru hressari og bjartsýnni út frá henni. Sjálfri fannst mér alltaf þegar ég steig yfir þröskuldinn hjá Öldu að ég væri komin í birtu og hlýju, tilveran litaðist ein- hvern veginn bjartari litum. Oft sat ég á spjalli við Öldu. Hún var ein af þeim sem hafa ríkt innsæi og skilja það ósagða. Aldr- ei nokkurn tímann sagði hún styggðaryrði um nokkurn mann. Og marenskökurnar hennar, þær voru óviðjafnanlegar. Ég sagði oft við vinkonur mínar að ég ætti svo fitandi tengdamóður af því ég gat ekki hætt að borða þær og bætti á mig kílóum við hverja heimsókn. Alda tengdamóðir mín var ein- staklega raungóð og í staðinn fyr- ir að tala um það sem þyrfti að gera gerði hún það einfaldlega sjálf. Þegar við Vilhjálmur vorum við nám í Bandaríkjunum veiktist móðir mín fyrirvaralaust af heila- krabba. Hún bjó ein en Alda brást þá strax við og fór til Reykjavíkur og hugsaði um hana þangað til hún komst á spítala. Það gerði enginn annar. Einnig tók hún að sér börnin á þessum erfiða tíma. Alda var mikil amma og mikill uppalandi. Ég hef alltaf litið á það sem mikið lán að börnin mín skyldu fá að kynnast henni og dvelja hjá henni að sumarlagi. Hún var einstök fyrirmynd fyrir þau, kenndi þeim jákvæðni og bjartsýni og efldi þeim kjark. Alda var örugglega einn af þeim einstaklingum sem hefur tekist að varðveita „barnið“ í sér. Ég gleymi því aldrei þegar hún einu sinni sem oftar var að heimsækja barnabörnin í Reykjavík og þau báðu um að fá að sofa hjá ömmu sinni á meðan hún væri í heim- sókn. Eitthvað gekk mér illa að sofna og fannst ég heyra tónlist. Ég rann á hljóðið og hvaða sjón mætti mér nema amman og barnabörnin öll dansandi svona rosalega glöð og ánægð! Minnti þetta mig á senur úr kvikmynd- inni „The Sound of Music“. Að eiga svona tengdamóður eins og Öldu er ekki sjálfgefið í lífinu, konu sem breiðir út bless- un hvar sem hún kemur og slíka fyrirmynd í góðsemi. Talmud segir að æðsta birting- armynd viskunnar sé góðsemi og það var sá eiginleiki sem ein- kenndi Öldu tengdamóður mína öðrum fremur. Það er sú arfleifð sem hún skildi eftir sig. Guð blessi sálu Öldu Vil- hjálmsdóttur og láti hið eilífa ljós lýsa henni. Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir. Nú er Alda Vilhjálmsdóttir, mín ástkæra tengdamóðir, farin frá okkur yfir móðuna miklu. Eft- ir standa minningar um góða konu og mikinn gleðigjafa sem við elskuðum öll. Elsku Alda, þú varst stór áhrifavaldur í mínu lífi og ég er svo þakklát fyrir okkar góðu samskipti í öll þessi ár. Sérstak- lega þakka ég fyrir hvað þú varst ömmubörnunum einstaklega góð. Á Bárustígnum hjá þér og Agli áttu þau griðastað og voru alltaf meira en velkomin. Þið voruð þeim ómetanlegt bakland á skólaárum þeirra á Króknum og eigið alltaf stóran stað í hjarta þeirra. Nú á seinni árum átti ég líka griðastað hjá þér á Báru- stígnum og fékk oft gistingu þeg- ar ég var að vinna á Króknum og færið erfitt á Skagann. Þá áttum við saman margar ógleymanleg- ar gleðistundir þegar við sátum og spjölluðum um alla heima og geima yfir nokkrum kaffibollum, stundum fram á nótt. Það bar margt á góma og oft var mikið hlegið. Margar sögur fékk ég af æskuslóðum þínum á Skaganum og undir það síðasta var hugur þinn mest þar. Ég minnist þín með mikilli hlýju og innilegu þakklæti. Megi andi þinn hafa áhrif á gjörðir okkar um ókomna tíð. Ástkæra vinkona, ég sendi þér mína hinstu kveðju. Takk fyr- ir allt. Elín Petra Guðbrandsdóttir. Hlátrasköll, pönnukökur, púð- ursykurstertubotnar í ofninum, saumavélin suðar á eldhúsbekkn- um, barnaskarinn á ferð og flugi ýmist inni eða úti í sandkassan- um, fólk kemur og fer eftir mis- langt stopp á Bárustígnum og ekki má nú gleyma kjötsúpunni, sem mér finnst enn sú besta sem ég hef fengið. Það er einhvern veginn svona sem ég minnist minnar kæru tengdamóður sem í dag er kvödd í hinsta sinn eftir langa og farsæla ævi. Okkar leiðir lágu saman fyrir um 45 árum er ég tók að gera hosur mínar grænar fyrir dótt- urinni og litla drengnum hennar. Fljótlega náðum við tengdó vel saman og vegferð okkar verið kærleiksrík og góð. Sjálfsagt hef- ur strákurinn að sunnan stund- um verið erfiður en við kláruðum Alda Vilhjálmsdóttir Stjórnskipu- lag þjóðkirkj- unnar er að mörgu leyti furðulegt fyrir- bæri. Fljótt á lit- ið virðist það vandað, gegn- sætt og skilvirkt en eins og sagan sýnir koma í ljós brestir þegar á reynir. Ástæða þessa virðist einkum sú að við setningu laga um þjóðkirkjuna árið 1997 kom engum til hugar að til embættis biskups Íslands kynni að veljast einstaklingur án forystuhæfileika og leið- togahæfni. Einnig er sem menn hafi árið 1997 talið óhugsandi að inn í kirkjuráð veldist annað en vandað fólk. Er sem engum hafi komið til hugar að meðvirkni – hvað þá eitthvað þaðan af verra – gæti hreiðrað um sig innan æðstu stofnana þjóðkirkjunnar. Er þetta út af fyrir sig ágætur vitnisburður um traustið sem þjóðkirkjan naut á þeim tíma er lagasetningin fór fram. Hvert er hins vegar traustið til hennar í dag? Er þjóðkirkjan fær um að takast á hendur aukið sjálfræði eins og til stendur að færa henni með nýrri lagasetningu? Í núgildandi lögum um þjóð- kirkjuna má glöggt sjá að bisk- up Íslands fer ekki einungis með mikil völd, og ber að sama skapi mikla ábyrgð, heldur gegnir hann miðlægu lykilhlut- verki. Er honum ætlað að tengja saman fjölmörg svið og aðgreinda þætti og þannig halda um alla þræði í höndum kirkjuyfirvalda. Er afar áríð- andi að í embætti biskups Ís- lands veljist ekki einungis frambærilegur guðfræðingur heldur einnig úrræðagóður, trúaður og góðhjartaður ein- staklingur. Þarf biskup að vera fær um að sýna frumkvæði, stýra samráði, samræma við- brögð og miðla réttum upplýs- ingum. Blasir við að biskup má hvorki pukrast með ráðabrugg sitt né fara í felur með aðkomu sína að málum heldur þarf ræða hans ávallt að vera á þann veg að já sé já og að nei sé nei. Þannig berst hann góðu baráttunni og varðveitir trúna. Lítum snöggvast á mikilvægi biskups. Biskupafundur og prestastefna Biskupi Íslands er fengið að kalla saman biskupafund, sem lögum samkvæmt er m.a. sam- ráðsvettvangur um presta- kallaskipanina í landinu. Er biskupafundi t.d. ætlað að fjalla um allar breytingar sem á henni kunna að verða áður en til kasta kirkjuþings kemur. Því miður hefur þarna orðið misbrestur á og t.d. liggur nú fyr- ir hjá dómsmála- ráðuneytinu beiðni héraðs- fundar Vestur- landsprófasts- dæmis árið 2019 um að skorið verði úr um hvort réttilega hafi verið farið að lög- um við niðurlagningu Saur- bæjarprestakalls. Er frá því að segja að sá málatilbúnaður fékk aldrei umfjöllun bisk- upafundar auk þess sem bisk- up Íslands sat þegjandi og hljóðalaust undir allri umræðu um málið á kirkjuþingi og hélt mikilvægum upplýsingum frá þingheimi. Biskup Íslands kallar einnig saman prestastefnu en þar er m.a. fjallað um kenningu og helgisiði hinnar evangelísk- lúthersku þjóðkirkju. Hefði til dæmis verið mjög eðlilegt að Prestastefna Íslands hefði fjallað um nýlega fyrirgefn- ingu biskups Íslands til handa samkynhneigðum áður en hún var kunngjörð opinberlega. Fór engin formlega rétt um- fjöllun fram innan þjóðkirkj- unnar um þá fyrirgefningu, sem hlýtur að rýra mjög gildi hennar og þá ekki hvað síst í huga þeirra sem henni var beint til. Ábyrgð gagnvart kirkjuþingi Hlutverk biskups Íslands er sérlega mikilvægt þegar kem- ur að margvíslegum stjórn- valdsákvörðunum. Er fyrst til þess að taka að biskup Íslands er einn og sér stjórnvald í ýms- um málum en þar fyrir utan er hann forseti fimm manna kirkjuráðs, sem fer með æðst framkvæmdavald innan þjóð- kirkjunnar. Undir kirkjuráð heyrir t.d. fasteignasvið þjóð- kirkjunnar, sem m.a. hefur með höndum allt viðhald prest- setra en ítrekað hefur komið upp alvarlegur ágreiningur um viðhald þeirra með þeim afleið- ingum að prestar hafa „óvænt“ misst embætti sín. Hefur greinarhöfundur átt þess kost að fylgjast náið með framvindu þeirra mála og veit fyrir víst að þeim hefði lyktað öðruvísi hefði heiðarlega verið að þeim staðið. Þá hefur kirkjuráð, með biskup Íslands í fararbroddi, mikilvægu hlutverki að gegna gagnvart kirkjuþingi og ber þá lagalegu ábyrgð að þingið sé á hverjum tíma réttilega upp- lýst. Reynir hér á að unnið sé af heiðarleika og vandvirkni því kirkjuþing þarf að geta treyst öllum gögnum og grein- argerðum. Þó biskup Íslands teljist ekki til kirkjuþingsfull- trúa þá hefur hann ásamt vígslubiskupunum þar mál- frelsi og tillögurétt. Er honum ætlað að láta þingmál til sín taka eftir því sem við á og mál- efnin krefjast. Biskup getur því komið réttum upplýsing- um á framfæri við þingheim, hafi t.d. misbrestur orðið þar á við skýrslugjöf kirkjuráðs. Eins er á kirkjuþingi hægt að beina fyrirspurnum til bisk- ups. Reynir því á að biskup veiti kirkjuþingi ætíð réttar og skilmerkilegar upplýsingar og sé fær um frumkvæði í þeim efnum þurfi á að halda. Agavald biskups Greinarhöfundur leyfir sér hins vegar að fullyrða að þar hafi núverandi biskup Íslands brugðist og eru umkvartanir m.a. þess efnis til meðferðar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkj- unnar. Verður fyrir vikið ekki hjá því komist að fara nokkr- um orðum um agavaldið innan þjóðkirkjunnar, sem lögum samkvæmt er í höndum bisk- ups Íslands. Segir í þjóð- kirkjulögum að biskup hafi „yfirumsjón með kirkjuaga innan þjóðkirkjunnar og beit- i[r] sér fyrir lausn ágreinings- efna sem rísa kunna á kirkju- legum vettvangi. Vegna agabrota getur hann gripið til þeirra úrræða sem lög og kirkjuhefð leyfa.“ En hvað ef biskup Íslands er sjálfur um- kvörtunar- og ágreinings- efnið? Og hvað ef siða þarf alla biskupana til? Hver á þá að grípa til þeirra úrræða sem lög og kirkjuhefð leyfa? Spurn- ingar af þessum toga má einn- ig bera upp vegna kirkjuráðs en ásakanir um að það hafi brotið siðferðislega af sér eru nú til meðferðar hjá bæði úr- skurðarnefnd þjóðkirkjunnar sem og áfrýjunarnefnd henn- ar. Verður að lokum að taka fram að þó lagaákvæðin um úrskurðar- og áfrýj- unarnefndir þjóðkirkjunnar séu ekki hafin yfir gagnrýni þarf Alþingi eigi að síður að tryggja að umræddar stjórn- sýslunefndir fái á grundvelli núgildandi þjóðkirkjulaga lokið meðferð mála, sem fyrir liggja, þegar til nýrrar laga- setningar kemur. Að berjast góðu baráttunni Eftir Kristinn Jens Sigur- þórsson Kristinn Jens Sigurþórsson » „En hvað ef biskup Íslands er sjálfur umkvört- unar- og ágrein- ingsefnið? Höfundur er síðasti sóknar- presturinn sem sat Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. kristinnjens@icloud.com Áfengisneysla tengist auknum líkum á að grein- ast með algeng- ustu krabba- meinin, í brjóstum hjá konum og blöðruhálsi hjá körlum. Áfengi er meg- ináhættuþáttur fyrir krabbameini í lifur hjá báðum kynjum. Hættan á að fá krabbamein er stigvaxandi eftir því sem áfengisneyslan er meiri. Ekki hafa fundist nein lægri mörk. Ekkert lágmark sem er algerlega áhættulaus áfengisneysla varðandi krabbamein. Áfengi er krabbameins- valdur, um það er ekki lengur deilt. Fáir nefna þó áfengi þeg- ar þeir eru beðnir að telja upp áhættuþætti krabbameins. Það er siðferðisleg skylda okk- ar sem vinnum við rannsóknir og forvarnir í heilbrigðiskerf- inu að koma þessum upplýs- ingum til skila. Allir eiga að geta tekið meðvitaða ákvörðun um neysluvenjur og lifn- aðarhætti. Eftir Ásgeir R. Helgason Ásgeir R. Helgason » Áfengi er krabbameins- valdur. Höfundur er dósent í sálfræði við HR og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. asgeir@krabb.is Áfengi og krabbamein

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.