Morgunblaðið - 11.12.2020, Síða 25

Morgunblaðið - 11.12.2020, Síða 25
Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar ✝ Jóhann Hjálm-arsson skáld fæddist 2. júlí 1939 í Reykjavík. Hann lést 27. nóvember 2020. Foreldrar Jó- hanns voru Jensína Ágústa Jóhanns- dóttir húsmóðir, f. 8.6. 1918, d. 26.3. 1998, og Hjálmar Bjartmar Elíesers- son skipstjóri, f. 3.13. 1913, d. 3.10. 1972. Systk- ini Jóhanns eru Katrín Ragn- heiður, f. 2.10. 1945, Gerður El- ín, f. 24.12. 1949, d. 2.7. 1950, Gerður Elín, f. 25.9. 1952, Þor- varður, f. 15.3. 1957 og Örn, f. 30.12. 1958. Jóhann kvæntist Ragnheiði Stephensen hjúkrunarforstjóra 29. apríl 1962, fædd 11.2. 1939, d. 1. 6. 2018. Börn: Þorri rithöf- undur, f. 25.1. 1963, Dalla hjúkrunarnemi, f. 10.8. 1968, og Jóra ljósmyndari, f. 27.10. 1971. Sonur Þorra og Hlínar Svein- björnsdóttur, f. 26.8. 1964, er Hrólfur Þeyr, fæddur 13.8. 1989. Börn Hrólfs Þeys og Elísu Óskar Ómarsdóttur, f. 29.9. 1991, eru Ómar Þeyr, f. 10.4. 2016, og Auður Birna, f. 29.9. 2019. Börn Döllu og Kjartans Pierre Emilssonar, f. 23.3. 1966, eru Hugi, f. 25.10. 1999, Stirnir, f. 27.3. 2002, og Eyja, f. 14.2. 2008. Dóttir Jóru og Kristjóns Freys Sveinssonar, f. 10.11. 1970, er Kría, f. 23.2. 2012. Menntun: Jóhann lærði til prentiðnar við Iðnskólann. Spænskunám í háskólanum í Barcelona, fyrst árið 1959 og Ýmis nefndarstörf á vegum Pósts og síma og samgöngu- ráðuneytisins 1985-1990. Í sam- norrænni nefnd, skipaður af menntamálaráðuneyti, gegn út- lendingafordómum 1995-1996 og í fleiri nefndum á vegum menntamálaráðuneytisins, m.a. í Stílverðlaunanefnd Þórbergs Þórðarsonar 1984. Ljóð og djass með norrænum og íslenskum skáldum og hljómlistarmönnum frá 1972. Ritstörf: Jóhann gaf út 18 ljóðabækur auk smáprenta og kom fyrsta bókin, Aungull í tímann, út árið 1956 þegar Jó- hann var 17 ára gamall. Jóhann var öflugur þýðandi og þýddi ljóð fjölmargra erlendra höf- unda. Hann valdi efni í nokkrar bækur og einnig skrifaði hann bækur um ljóðlist. Ljóð Jóhanns hafa verið þýdd á mörg tungu- mál. Bæði heilar bækur og til birtingar í safnritum víðs vegar um heiminn. Viðurkenningar: Viðurkenn- ing úr þýðingarsjóði sænska skáldsins Arturs Lundkvists 1963. Meðal viðurkenninga fyr- ir ritstörf: Listamannalaun, fyrst 1957, starfslaun úr Rithöfundasjóði Íslands og úr Launasjóði rithöfunda. Heiðurs- laun listamanna frá 2003. Fulltrúi Íslands á fyrsta al- þjóðlega rithöfundamótinu í Palestínu 1997. Fulltrúi Íslands á alþjóðlegu ljóðlistarhátíðinni í Caracas, Venezuela 1999. Ljóðabókin Hljóðleikar (2000) var tilnefnd til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs 2003. Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2006. Ljóðaverðlaun úr Minn- ingarsjóði Guðmundar Böðvars- sonar skálds frá Kirkjubóli og Ingibjargar Sigurðardóttur 2014. Útför Jóhanns fer fram frá Fossvogskirkju 11. desember 2020 klukkan 15. svo frá 1965-1966. Lagði þar stund á spænsku, bók- menntafræði og spænskar bók- menntir. Las bók- menntir í Kaup- mannahöfn og í Stokkhólmi 1962- 1963 þar sem hann lagði stund á nor- rænar samtíma- bókmenntir. Starfsferill: Póstafgreiðslumað- ur, póstfulltrúi og útibússtóri hjá Póst-og símamálastofnun 1964-1985, blaðafulltrúi 1985- 1990. Bókmenntagagnrýnandi við Morgunblaðið frá 1966 og leiklistargagnrýnandi sama blaðs 1967-1988. Bókmennta- gagnrýnandi að aðalstarfi og umsjónarmaður með bók- menntagagnrýni frá 1990 til 2000. Hann hætti störfum þar 2006. Þá stjórnaði hann bók- menntaþáttum á RÚV um skeið. Önnur störf: Í stjórn Félags íslenskra rithöfunda og Rithöf- undasambands Íslands 1968- 1972. Félagi í PEN. Í frímerkja- útgáfunefnd 1982-1988. Í dóm- nefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1981-1990 og 1994-2001, formaður nefnd- arinnar 1987-1989. Í þýðinga- nefnd Evrópusambandsins, Ar- iane, frá 1995. Formaður Sam- taka gagnrýnenda 1986-1988. Íslenskur ritstjóri Nordisk Post- tidskrift, tímarits norrænu póst- stjórnanna, 1986-1990. Einn af ritstjórum Forspils 1958-1959. Í ritstjórn Birtings 1958-1961. Það er skrýtin tilfinning að kveðja pabba. Ég held að maður sé aldrei tilbúinn að kveðja for- eldra sína og núna eru elsku pabbi og mamma bæði farin. Ég á mikið af góðum minning- um um pabba. Hann var ljúfur, góður og umhyggjusamur pabbi. Ég var að átta mig á því nýlega að ég minnist þess ekki að pabbi hafi nokkurn tímann skammað mig fyrir nokkurn skapaðan hlut. Hann var bara ekki þannig pabbi. Pabbi vann mikið heima. Hann skrifaði inni á skrifstofunni sinni en las oftast frammi í stofu. Við systur vorum alltaf velkomnar inn til hans og nutum þannig samverunnar þrátt fyrir að pabbi væri að vinna. Ég á margar ljúfar minningar þar sem ég dundaði mér inni hjá honum á skrifstof- unni. Teiknaði myndir og reglu- lega las ég honum fyrir sögur sem hann vélritaði. Svo aðstoðaði ég hann greinilega stundum við að yrkja og þau ljóð þar sem við fjölskyldan komum við sögu eru mér dýrmæt. Þegar ég varð eldri fannst mér gott að leggja mig í sófanum inni hjá honum eftir skóla. Ég var aldrei upptekin af því að pabbi væri skáld þó að ég sækti ýmsa viðburði vegna þess. Mamma og pabbi tóku okkur með á marga viðburði. Ég truflaði ófáa upplestra í Norræna húsinu sem barn með háum ræskingum sem var ótrúlegt að bærust frá þessari litlu stelpu. Þetta var það mikið að mamma fór með mig til læknis til að athuga þessi ósköp. Ætli fólk hafi ekki hugsað þegar við mættum á svæðið: „Ó nei, eru þau enn mætt með hana!“ Pabbi og mamma ferðuðust mikið erlendis og tóku okkur börnin með. Það var óvenjulegt á þeim tíma. Við fórum m.a. fimm manna fjölskylda í fimm vikna ferð um Ítalíu með eina ferða- tösku. Mamma þvoði fötin í hót- elvaskinum á kvöldin og hengdi upp á snúrur sem við höfðum meðferðis. Við lentum í ýmsum ævintýrum. Kláruðum allt heita vatnið á ítölsku hóteli þegar við fórum öll í bað, við litla gleði hót- elstjórans. Pabba tókst að mýkja hann með vindli. Við ferðuðumst um Ítalíu með lestum og pabbi rogaðist með ferðatöskuna. Við borðuðum oft á veitingastöðum hér heima og erlendis, sem var óvenjulegt á þessum tíma. Ég pantaði alltaf það sama; kjúkling, franskar kartöflur og kók. Við fórum með pabba að sjá allar barnaleiksýningar á höfuðborg- arsvæðinu. Og síðar meir fylgdi ég honum oft í leikhúsið. Þegar ég bjó erlendis bárust mér alltaf reglulegar sendingar frá pabba. Prince Polo-kassar, dagblöð, tímarit og stutt bréf frá pabba. Hann passaði að halda góðu sambandi við okkur. Pabba fannst að maður ætti ekki að ávarpa hinn látna í minn- ingargrein. Nú ætla ég að brjóta þá reglu. Takk fyrir allt elsku pabbi minn. Ég mun sakna þín. Lífið er tómlegt án þín. Ég vaknaði snemma í morgun til að yrkja ljóðið sem ég hafði lengi ætlað að yrkja. Ég settist við borðið, stakk blaði í rit- vélina og beið þess að orð og setningar hyldu hvítt tómið. Dyrnar voru opnar og þegar dætur mínar vöknuðu komu þær inn til mín með teikniblöð sín og liti. Þær hófust þegar handa. Blöðin voru ekki lengi auð heldur þakin húsum, skýjum, bílum, flugvélum, fólki og köttum. Þær máttu ekki vera að því að borða morgunverð. Ég stóð upp frá borðinu, fór út úr her- berginu og skildi þær eftir í fögnuði sköpunar- innar. Í ritvélinni var blaðið autt. Á gólfinu breiddu mörg ljóð úr sér skráð á græn teikniblöð á drungalegum febrúarmorgni. (Jóhann Hjálmarsson, 1976) Jóra. Minningar okkar um Jóhann bróður okkar frá bernskuheim- ilinu eru ekki margar enda hélt hann til Spánar í frumbernsku okkar og dvaldi þar meira og minna næstu árin. Á afmælisdög- um okkar fengum við kort af nautabönum og skartklæddum senjorítum sem stigu dans við undirleik gítarleikara með barða- stóra hatta. Súlnagöngin og bogadregin húsin voru allt öðru- vísi en nýbyggingarnar sem spruttu upp eins gorkúlur fyrir augum okkar í lyngmóanum í Kópavoginum. Aldrei féll afmæl- isdagur úr, sem segir mikið um sendandann; ungan manninn í ið- andi borg óravegu frá heimahög- unum. Alla tíð síðan hefur nafnið Barcelona ljómað í huga okkar. Þaðan komu hlýjar kveðjur. Eftir stutta viðdvöl heima hélt hann til Stokkhólms og árin liðu. Þegar hann kom heim færði hann okkur handsmíðaðar sænskar seglskútur og þá var heldur en ekki gaman. Nýjabrumið mikið því með skútunum fylgdu alvöru- sjónaukar. Gegnum þá var hægt að skoða Esjuna og Jökulinn í fjarska. Svo stálpuðumst við og tengslin urðu ekki söm og áður þótt væntumþykjan hyrfi aldrei. Hátt í tveggja áratuga aldursbil er líka allnokkuð. Þannig var þetta. Jóhann bróðir okkar opnaði fleira fólki en okkur glugga út í heiminn með ljóðaþýðingum sínum og umfjöll- un um bókmenntir. Ófáir erlendir samtímahöfundar urðu okkur fyrst kunnir í söfnum hans og greinum. Þýðingarnar eru vand- aðar og nákvæmar. Þær halda augljósan trúnað við frumtext- ann og höfundinn. Afbragðsgóð- ar margar hverjar og höfðu mikil áhrif á íslenska ljóðagerð. Þar eru fáir til samanburðar. Um frumortu ljóðin þarf ekki að fjölyrða. Á köldum og dimmum nóvem- berdegi ber sorgin að dyrum. Við bræðurnir áttum þá þegar langt og ítarlegt samtal saman. Ákváðum að minnast bróður okk- ar eins og við munum hann mest og best. Í lífinu tekur maður það góða með sér og heldur áfram. Lífið fer höndum um okkur, stundum óblíðum og margt varð ef til vill öðruvísi en efni stóðu til í upphafi. Við stöldruðum báðir við sömu stundirnar og þökkum inni- lega fyrir þær. Gjafmildi bróður okkar og ræktarsemi hans við okkur var einstök og honum til mikils sóma. Í æsku okkar var hann ókunni bróðirinn sem átti heima einhvers staðar langt langt handan við hafið stóra. Við von- uðum að sá dagur kæmi að við sjálfir myndum sigla og sjá með eigin augum allan þennan fram- andleika sem þar var augljóslega að finna. Hann færði okkur vitn- eskju um aðra veröld en þá sem við þekktum. Og nú er hann horfinn okkur til þeirra fjarlægu og ókunnu landa sem enginn snýr aftur heim frá. Við erum þess fullvissir og ef- umst ekki um að góðar vættir gæti og geri honum förina greiða. Gjöfin er merkilegt fyrirbæri í mannlegu lífi. Gleði og fögnuður í hjarta barna er það líka. Menn rísa af gjöfum sínum og um- hyggjusemi í annarra garð. Það er hinn sanni lærdómur lífsins. Sama hvað veltist og verður stendur gjöfin alltaf eftir. Gjöfina sem þú gefur getur enginn tekið frá þér. Þorvarður og Örn Hjálmarssynir. Það var ótrúleg tilviljun sem réð því að ég kynntist Jóhanni Hjálmarssyni, afa Hrólfs Þeys, eiginmanns míns, talsvert áður en leiðir okkar Hrólfs lágu sam- an. Jóhann varð mér strax eft- irminnilegur þar sem ég starfaði á endurhæfingardeild Hrafnistu, því hann vaknaði gjarnan milli kl. 5 og 6 á morgnana og kláraði næturvaktina með mér. Ég var alltaf tilbúin með kaffið og skar niður gular melónur fyrir hann því þær þóttu honum svo góðar. Við sátum svo alltaf saman í kvöldmatnum og spjölluðum um heima og geima. Seinna þegar við Hrólfur vorum byrjuð að hittast og hann sagði mér að afi sinn væri á endurhæfingardeildinni, þá kveikti ég strax og sagði hon- um að ég væri búin að njóta þess heiðurs að kynnast honum. Það sést langar leiðir hvað Hrólfur er stoltur af að hafa átt þau Ragn- heiði og Jóhann að afa og ömmu og hversu þakklátur hann er fyrir hversu vel þau reyndust honum. Þau áttu sinn þátt í að móta hann og gera hann að þeim einstaka manni sem hann er í dag. Bækur Jóhanns skipa heiðurssess í bókaskápnum okkar og oft talar Hrólfur um þau Jóhann og Ragn- heiði og hversu vel þau sinntu afa- og ömmuhlutverkinu. Dætur þeirra, Dalla og Jóra, hafa hlotið bestu eiginleika foreldranna og eru yndislegar frænkur, dugleg- ar og ástríkar og hafa reynst okk- ur afskaplega vel. Mér þykir sér- staklega vænt um að hafa kynnst Jóhanni og kveð hann með sökn- uði. Elísa Ósk Ómarsdóttir. Jóhann Hjálmarsson MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020 Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN ÞORGERÐUR BERGSDÓTTIR frá Hofi í Öræfum, lést þriðjudaginn 17. nóvember á Hraunbúðum. Útför hennar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum föstudaginn 12. desember klukkan 14. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt frá vef Landakirkju, www.landakirkja.is Bjarni Jónasson Jónas Bjarnason Margrét Pálsdóttir Valgerður Bjarnadóttir Björgvin Björgvinsson Bergþór Bjarnason Olivier Francheteau barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍA KRISTÍN ADOLFSDÓTTIR, Furubyggð 16, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 5. desember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 15. desember klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir en streymt verður frá athöfninni á vefsíðu Selfosskirkju. Kolbeinn Guðmannsson Sigurbjörn Ragnarsson Hlín Gunnarsdóttir Gunnsteinn A. Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓHANNA VERNHARÐSDÓTTIR frá Siglufirði, síðast búsett á Hornbrekku Ólafsfirði, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 8. desember. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 18. desember klukkan 11. Fanney Hafliðadóttir Sturlaugur Kristjánsson Vernharður Hafliðason Hulda Kobbelt Hafliði Jóhann Hafliðason Helga M. Harðardóttir ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR GUÐJÓNSSON, Mosarima 16, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 1. desember. Útför hans fer fram föstudaginn 11. desember í Fossvogskirkju. Í ljósi aðstæðna eru einungis nánustu aðstandendur viðstaddir. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Eirar, 3. hæð suður, fyrir einstaka umönnun. Þuríður Ída Jónsdóttir Adela Halldórsdóttir Sigríður Halldórsdóttir Kristján Daníelsson Guðjón Ármann Halldórsson Anda Georgiana Jitca barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og mágur, EINAR HALLSSON hestabóndi, Hólum í Flóa, lést af slysförum fimmtudaginn 3. desember. Útför hans fer fram frá Stokkseyrarkirkju þriðjudaginn 15. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna er athöfnin aðeins fyrir nánustu aðstandendur, hægt verður að fylgjast með athöfninni á vefslóðinni https://promynd.is/einar Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Einars er bent á Alzheimersamtökin. Sophia Oddný Sigurður Elmar Elín Hulda og börn Guðmundur Hrefna Sigríður og börn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.