Morgunblaðið - 11.12.2020, Side 26

Morgunblaðið - 11.12.2020, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020 ✝ Salman Ta-mimi fæddist 1. mars 1955 í Jerúsalem, Palest- ínu. Hann lést í faðmi fjölskyld- unnar á heimili sínu, Dalseli 34, 3. desember 2020. Foreldrar hans voru Salim Abu Khaled Al-Tamimi, f. 1900, d. 1967, og Nazima Tamimi, f. 1930, d. 1982. Salman var næstyngstur systkina sinna en hin eru You- nes Tamimi, f. 1947, Rawda Odeh, f. 1948, Safieh Agha, f. 1949, Amneh Agha, f. 1950, og Amal Tamimi, f. 1960. Salman kvæntist fyrrver- andi eiginkonu sinni, Þórstínu Björgu Þorsteinsdóttur, 7. ágúst 1976. Börn þeirra eru: 1) María Björg, f. 1974, maki Hallur Ingólfsson, börn þeirra eru Hera, Gabríel Máni og Mikael Dagur. 2) Nadia, f. 1979, maki Jón Baldur Valdi- marsson, börn þeirra eru Safír byggingarvinnu í fyrstu en starfaði svo sem kennari við Iðnskólann í Reykjavík í nokk- ur ár. Salman var einnig virk- ur í fyrirtækjarekstri en hann og Ingibjörg kona hans ráku saman barnafataverslunina Tinnu og seinna meir stofnuðu þau verslunina Kizz í Kringl- unni og veitingastaðinn Garðabæjarpizzu. Salman menntaði sig síðar sem tölv- unarfræðingur við Háskóla Ís- lands og vann lengst af hjá Borgarspítalanum, síðar Land- spítalanum. Hann stofnaði, ásamt fleir- um, Félag múslima á Íslandi árið 1997 og var hann lengst af og til dauðadags formaður þess. Hann var ötull talsmaður réttinda Palestínumanna alla tíð og stofnfélagi í Félaginu Ísland-Palestína sem var stofnað 29. nóvember 1987. Mannréttindi voru Salman mjög hugleikin og barðist hann alla ævi fyrir réttindum manna og gegn fordómum. Hann var í framvarðarsveit mannréttindamála á Íslandi og lét sitt ekki eftir liggja í bar- áttunni fyrir betri heimi. Út- för hefur farið fram. Freyr og Jasmín Erla, fyrir átti Nadia soninn Ces- ar Ali Júlíusson. Salman kvænt- ist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Ingi- björgu Tamimi Sigurjónsdóttur, 11. júní 1994. Börn þeirra eru: 1) Yousef Ingi, f. 1988, maki Linda Ósk Árnadóttir, börn þeirra eru Samir Örn og Salman Snær. 2) Nazima Kristín, f. 1995, maki Bjarki Ernis Óð- insson. Ingibjörg átti fyrir: 1) Rakel Dögg, f. 1976, stjúpdótt- ur Salmans, maki Daníel Örn Wirkner. Rakel átti fyrir börn- in Söru Ósk Vífilsdóttur, Tristan Ismael Vífilsson og Ísak Diljan Vífilsson. 2) Guð- bjart Þorvarðarson, f. 1979. 3) Inga Magnús Gíslason, f. 1983. Salman kom til Íslands árið 1971 eftir að hafa lokið menntaskóla í Palestínu. Hann stundaði sjómennsku og vann í Elsku Salman minn. Það er skrýtið að sitja hér ein að drekka kaffið á morgnana. Ég bíð enn eftir að þú komi fram og tyllir þér hjá mér til þess að drekka með mér kaffið. Þegar ég hitti þig fyrst árið 1986 á Þórscafé vissi ég ekki að örlögin hefðu tekið í taumana því ég var ekki í þeim hugleið- ingum að fara að binda mig. Svo ári seinna sástu mig í búð í Breiðholti og mundir eftir mér. Við töluðum saman eins og við hefðum alltaf þekkst og þú bauðst mér heim til þín í kaffi, þannig byrjaði okkar samband. Þú tókst mér og Rakel dóttur minni opnum örmum þegar ég missti húsnæði mitt og bauðst okkur að flytja inn til þín frítt, en ég mátti þó taka til öðru hverju. Elsku Salman, þú varst svo skilningsríkur og góður við mig eftir öll þau áföll sem ég hafði gengið í gegnum og þú tókst nærri þér allt það óréttlæti sem hafði mætt mér í lífinu áður en ég kynntist þér. Ég hafði aldrei farið til út- landa fyrr en þú bauðst mér til London árið 1987. Þar fórum við á söfn, borðuðum góðan mat og eftir góðan kvöldverð pantaðir þú alltaf sérstaklega handa mér góðan kokteil. Þessi utanlands- ferð var sú fyrsta af mörgum sem við fórum saman og voru þær allar jafn dásamlegar. Við eignuðumst okkar fyrsta barn saman, hann Yousef okkar árið 1988 og fluttum við svo til Palestínu með öll börnin okkar fjögur. Tíminn okkar í Palestínu var yndislegur og fékk ég að kynnast fjölskyldunni þinni og fólkinu í landinu þínu. Því miður þurftum við að flytja aftur heim fyrr en við vildum vegna yfirvof- andi stríðs en ég minnist þessa tíma með miklum kærleik. Við höfum brallað mikið sam- an og stofnuðum við barnafata- verslunina Tinna, þar sem við seldum fallega prinsessukjóla eins og heita lummur. Við stofn- uðum einnig verslunina Kizz og svo Garðabæjarpizzu. Árið 1995 eignuðumst við svo dóttur okkar Nazimu og sama ár útskrifaðist þú sem tölvunar- fræðingur úr Háskóla Íslands. Seinna fluttumst við svo til Sví- þjóðar en komum stuttu seinna heim og héldum áfram að gera skemmtilega hluti saman eins og allar sumarbústaðarferðirnar með hóp á eftir okkur, eða allar útilegurnar sem við fórum í. Þar var mikið grín og glens. Á leiðinni heim eftir hverja útilegu hringdir þú í mömmu mína og spurðir hvort hún væri ekki til í að elda hakkabuff og spælt egg því það var þitt uppá- hald. Ég gæti haldið endalaust áfram elsku Salman minn en ég veit að nú situr þú í Paradís og drekkur kaffi með öllum þeim sem þar eru. Með angur í hjarta kveð ég þig elsku stóra ástin mín. Þín Ingibjörg (Inga). Elsku pabbi minn. Margar minningar koma upp í hugann og ég finn þessa sterku orku sem þú gafst frá þér alveg sama hvað þú gerðir. Lífskraft- ur þinn snart marga, enda eft- irminnileg og gefandi mann- eskja. Við áttum einstakt samband og fórum í gegnum mörg tímabil lífsins saman. Ég man svo vel eftir tíma- bilinu þegar við bjuggum saman í Æsufellinu. Fyrsta íbúðin „okkar“ eftir skilnaðinn. Þú vild- ir ekkert heitar en að hafa börn- in þín hjá þér, og gerðir þitt besta. Ég man hversu mikilvæg- ar við systurnar vorum þér, enda eina fjölskyldan þín hér heima á þessum tíma, og við fundum vel að við vorum þér allt á þessum tímamótum. Að vera mikilvægur hjá foreldri sínu er góð tilfinning. Að finnast maður vera stór hluti af annarri mann- eskju. Þú gafst okkur það mik- ilvægi. Eitt atvik er mér minnis- stætt, þegar ég var með óþekkt sem barn og ég kom heim og viðurkenndi fyrir þér prakkara- strikið. Þú sagðir að með því að gera góðverk gæti ég bætt fyrir brotið. Það varð til þess að ég stóð oft fyrir utan kjörbúðina heima og bauðst til þess að bera poka heim fyrir eldra fólk. Þetta var alltaf þannig með þig, pabbi, þú kenndir svo flottar lexíur. Ég var alltaf stolt af þér, pabbi, alveg frá því að ég var barn og til dagsins í dag hef ég verið stolt að kynna þig fyrir vinum mínum og fannst ekkert skemmtilegra en þegar þú varst að sýna vinum mínum áhuga. Þú ræddir um framtíðarplön þeirra og svo kom auðvitað smá stríðni. Spurningar eins og: „Ertu búin að gifta þig?“, sem er mjög sér- kennilegt þegar maður er aðeins 14 ára. Þetta var einkahúmor sem við hlógum að og þeir sem þekktu þig og ólust upp við þetta grín létu gjarnan vita þeg- ar þau höfðu fest ráð sitt. Þú varst hrókur alls fagnaðar og náðir til allra sama hvort það voru börn eða fullorðnir. Þú varst einstaklega gestrisinn og í veikindum þínum var gestrisnin það síðasta sem fór. Alveg sama hversu veikur þú varst, þú reyndir að fara fram úr og sinna gestunum. Síðustu orðin sem ég varð vitni að voru „vertu vel- kominn“. Við höfum alltaf verið náin og ef eitthvað gekk á fundum við það strax hvort hjá öðru. Oft þegar við hringdumst á var ann- að hvort okkar með ónot og fundum fyrir því hvort hjá öðru ef ekki var allt með felldu. Þá náðum við að hlæja saman og hughreysta ef eitthvað var. Svo mikil gleði. Meira að segja nærri enda- lokum náðum við að grínast með aðstæður, loksins orðinn grann- ur og um leið og þú yrðir hress ættum við að skella okkur til Palestínu. Svo eru mér minnisstæð orð sem að þú sagðir við Heru mína og þau eru henni dýrmæt. Hún hafði áhyggjur af um- fjöllun um afa sinn, sem var nú ekki jákvæð þann daginn. Þú sagðir bara brosandi: „Elskan mín, ef fólk er ham- ingjusamt er það ekki að eyða tíma í að tala illa um aðra, það er best að óska þeim bara vel- farnaðar og tala um eitthvað skemmtilegt.“ Ég vil svo sannarlega taka þig til fyrirmyndar, elsku pabbi. Þrjóskuhausinn minn. Sakna þín, elska þig og virði. Baráttunni er ekki lokið, við höldum ótrauð áfram. Frjáls Palestína. Þín María. Elsku pabbi minn. Það er svo tómlegt án þín. Það styttist í jólin og það er óbærilegt að hugsa til þess að þú verðir ekki hjá okkur syngj- andi jólalög með gítarinn sem er toppurinn á jólunum okkar. En eitt er víst að þú skilur eftir stórt tómarúm í hjarta okkar. En við höfum hvert annað og erum við svo heppin að vera mjög samheldin fjölskylda og styðjum hvert annað. Þú varst svo svo hjartahlýr, umhyggju- samur, barngóður og umburð- arlyndur. Það verður erfitt að venjast að heyra ekki hlátur þinn og fíflaskapinn og þau frá- bæru lög sem þú breyttir og gerðir að þínum og danstakt- arnir þínir sem við hlógum okk- ur máttlausa að. Og þegar þú hringdir í mig kl. 8 á laugar- dagsmorgni til þess eins að kvarta við mig um að mamma nennti ekki að laga fyrir þig kaffi og ég bara yrði að koma yfir í kaffi og redda málunum. Þegar ég hugsa til baka í barnæskuna kemur fyrst upp þegar þú varst að vekja okkur stelpurnar með Pavarotti í botni á laugardagsmorgni, sagðir hopp hopp hopp því það var tími til þess að vakna og hjálpa til við vikulegu heimilisþrifin. Þannig var það, allir að hjálpa til á heimilinu. Þú hvattir okkur börnin áfram alla tíð. Það er enginn eins og þú pabbi minn. Þú kenndir okkur að vera alltaf góð við alla og vera besta útgáfa af okkur sjálfum. Svo árið 1988 kom litill bróðir í heiminn. Við fluttum til Palestínu árið 1990. Þetta var æðislegur tími sem við áttum þar. Og að fá að skoða þínar heimaslóðir og húsið sem þú ólst upp í var dásamlegt. Að fá að skoða þessa merkilegu borg sem maður hafði bara lesið um í skóla og sögurnar frá þér var einstök upplifun á hverjum stað fyrir sig. Og þegar við ákváðum að labba til Jerúsalem frá Ramalla því það var búið að vera út- göngubann þar i marga daga og allur matur uppurinn á heimili okkar. Þá vorum við stoppuð af Ísraelshermönnum og okkur skipað að fara heim og einn þeirra miðaði riffilhlaupi að brjósti mér og þú gekkst í veg fyrir mig, komst mér fyrir aftan þig og varðst brjálaður og tilbú- inn að verja mig og okkur með lífi þínu, svo mikið elskaðir þú mig, systur mínar, bróður og mömmu. Svona varst þú pabbi minn alla tíð, þú passaðir okkur alltaf með lífi þínu. Þú varst svo góður við vini okkar, alltaf tilbúinn að spjalla og fíflast í þeim og sennilegast muna þau öll eftir setningunni „Ertu búin að gifta þig?“ Seinna kom svo litla systir 1995 og við systkinin orðin fimm. Hún var skemmtileg við- bót við fjölskylduna okkar og fjölskyldan varð fullkomnari. Við fórum í ótalmargar úti- legur á sumrin út um allt land að ógleymdum sumarbústaðar- ferðum okkar. Svo þegar það átti að að vera kósý ferð upp í bústað fyrir þig og mömmu þá varstu búinn að bjóða okkur börnunum með og við með okkar barnaskara á eft- ir okkur, og tróðum við okkur öll saman í lítinn bústað, þannig vildir þú hafa þetta, hafa okkur öll hjá þér. Þú varst barnabörnunum þín- um svo góður, alltaf að hvetja þau áfram. Og þau tóku við af okkur krökkunum að fá verð- laun fyrir góðar einkunnir og var mikill spenningur að fara til afa og sýna einkunnirnar í lok hvers skólaárs. Það verður erfitt að fá ekki símtal á afmæli mínu og fá þennan yndislega og kjánalega afmælissöng þinn sem þú söngst fyrir okkur öll. Við stöndum við loforð okkar um að passa mömmu og hvert annað. Elsku pabbi minn, nú kveð ég þig með sorg í hjarta. Þín dóttir Rakel Dögg. Meira: mbl.is/andlat. Elsku pabbi minn. Farinn alltof fljótt frá okkur. Það verð- ur ekkert eins án þín. Ég veit að þú ert kominn á besta stað í paradís, með ömmu og afa þér við hlið. Þú fylgir mér alltaf í hjartanu og í öllum minning- unum og visku sem þú skilur eftir. Klárari og flottari mann er ekki hægt að finna, það var svo gott að leita til þín með allt, svo víðlesinn og fróður. Það var oft gaman að rökræða við þig, þrjóskupúkinn þinn, þú hagg- aðist aldrei frá þinni sannfær- ingu og kenndir mér að gera hið sama; standa alltaf með sjálfri mér og fylgja mínu hjarta og sannfæringu. Ég mun alltaf muna það. Minningarnar eru svo marg- ar, allt frá því ég var lítil stelpa og þú að stríða mér þar til ég var fullorðin og þú enn að stríða mér. Við hlógum alltaf saman, svo mikið og alltaf svo gaman hjá okkur. Þú gafst mér gleðina í hjarta mitt, húmorinn og stríðnina. Þú gafst mér líka miklu meira, ég gat grátið í fanginu þínu og þú fannst yf- irleitt á þér ef mér leið illa, og gerðir þá allt til að laga hlutina og láta mér líða vel. Þér tókst það í hvert skipti. Jólin hafa alltaf verið einstök á okkar heimili. Þú sást til þess, klæddir þig upp í þinn fínasta „arababúning“ eins og börnin kölluðu það, dróst fram gítarinn og skemmtarann og trommurn- ar og svo sungum við og döns- uðum. Börnin elskuðu þessar stundir og við fullorðna fólkið ekki síður, þvílk gleðisprengja sem þú varst. Þú verður alltaf jólasveinninn okkar og það verð- ur erfitt að viðhalda þessari hefð og búa til sömu gleðina. Minningarnar með þér í Jerú- salem, er svo þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa landið þitt, Palestínu, sem var þér svo kær. Allt dásamlega fólkið okk- ar þar, menninguna og matinn. Takk fyrir að hlúa að þessum hluta, það er mér svo dýrmætt og ég er stolt Palestínustelpa. Ég óska þess heitt að sjá frjálsa Palestínu, baráttan heldur áfram og við gefumst aldrei upp. Þú varst frábær pabbi og full- kominn afi, elskaðir barnabörnin þín svo heitt, þú varst svo stolt- ur af okkur öllum, bæði sagðir það og sýndir það. Cesar Ali, Safír Freyr og Jasmín Erla munu búa að öllu sem þú gafst þeim um ókomna tíð. Þvílík fyr- irmynd sem þú hefur verið fyrir þau, alltaf svo hvetjandi og svo góður. Þú barðist eins og hetja fram á þinn síðasta dag, barðist með bros á vör og jákvæðni og yf- irvegun. Þegar ég spurði hvern- ig þér liði, þá var aldrei neitt að. Þú kvartaðir aldrei, vildir ekki að við hefðum áhyggjur af þér. Þú settir veikindi þín í hendur guðs og varst orðinn sáttur við að fara til paradísar, þínar mestu áhyggjur voru að skilja okkur eftir í sorginni. Nú ætla ég að reyna að vera sterk. Bara fyrir þig. Þú varst svo einstakur: Þú gafst mér líf, hlúðir að mér, klæddir mig, kenndir mér, barð- ist fyrir mig, hélst utan um mig, skammaðir mig, kysstir mig en mikilvægast af öllu þá elskaðir þú mig af öllu hjarta. Ég á ekki nógu mörg orð til að lýsa hversu mikilvægur þú varst í lífi mínu og hversu mikil áhrif þú hafðir á mig og munt alltaf gera. Ég er svo þakklát og stolt að hafa átt þig sem pabba. Ég elska þig svo heitt, þú varst bestur í heiminum mínum. Þín Nadia. Elsku besti faðir minn, vinur, fyrirmynd og baráttufélagi – heimurinn er svo sannarlega verri staður án þín. Þú hefur kennt mér svo margt, sýnt mér svo mikið og verið minn helsti stuðningsmaður. Þú hefur kennt mér að þótt vindar blási á móti þá heldur maður ótrauður áfram eftir sannfæringu sinni. Þú hef- ur sýnt mér að umhyggja, ást og mannvirðing er það sem skiptir máli í lífinu. Þú hefur leiðbeint mér í gegnum erfið- leika, bent mér á góðar leiðir en á sama tíma hvatt mig til að finna mínar eigin leiðir og þroskast í gegnum lífið. Við vor- um ekki endilega sammála um allt saman og áttum oft í mikl- um og kröftugum skoðanaskipt- um en það hafði aldrei áhrif á þá umhyggju og ást sem þú sýndir mér. Þú kenndir mér að mann- eskjan er stórkostleg og að þrátt fyrir mótlæti frá rasistum og mannhöturum þá svörum við alltaf til baka með ást, hlýju og umhyggju. Þú hefur sýnt mér að með mannvirðingu og sam- stöðu með mannréttindum mun heimurinn verða að mun fallegri stað. Elsku pabbi, þú hefur skilið eftir á þessari jörð hóp einstak- linga sem hafa orðið fyrir áhrif- um frá þér, fólk sem fylgir for- dæmi þínu og einstaklinga sem snúið hafa frá hatri vegna þeirr- ar umhyggju sem þú sýndir þeim. Hér eftir eru einnig börn þín og barnabörn sem halda minningu þinni áfram á lofti, berjast fyrir betri heimi með þeim aðferðum sem þú hefur kennt okkur. Þú hefur fært í hönd okkar þúsundir bjargráða til að vinna úr erfiðum aðstæð- um og tækifæri á að halda áfram þeirri baráttu sem þú hefur staðið fyrir. Minningu þína heiðrum við áfram með því að halda málstað þínum á lofti, halda áfram baráttu fyrir betri heimi og stöðva aldrei fyrr en markmiðum um mannréttindi og sanngjarnan heim hefur verið náð, fyrir alla. Uppruni þinn í Palestínu mót- aði þig mikið. Á æskuárum þín- um þurftir þú að horfa upp á móðurland þitt hernumið, öllu því ofbeldi sem því fylgir og upplifa sjálfur daglega lífshættu, sprengjuárásir og líkamsmeið- ingar. Sjaldan vildirðu ræða þær hörmungar sem yfir þig dundu en einblíndir alltaf af allri þinni orku á þá sem eiga um sárt að binda. Þú sagðir mér frá því óréttlæti sem Palestínumenn eru beittir, því fallega heima- landi sem þú ólst upp í og mik- ilvægi þess að berjast fyrir rétt- indum Palestínu. Við ferðuðumst saman út og þú sýndir mér upprunaslóðir, heim- sóttir gamla vini og leyfðir mér að taka þátt í endurminningum þínum. Þessi tími var ómetan- legur og gerir mig að enn meiri Palestínumanni en ella. Þú hjálpaðir mér að skilja órétt- lætið og gafst mér tækifæri til að reyna að vinna að bættum heimi. Það reynir ótrúlega á að kveðja þig en þú hefur skilið eft- ir svo margt fallegt. Þú hefur skilið eftir yndislegar minning- ar, frábæran árangur í baráttu fyrir mannréttindum og verk- færi fyrir okkur til að halda áfram baráttunni. Synir mínir tveir eru of ungir til að skilja að þú sért farinn frá okkur en minning þín, baráttuandi og sögur lifa áfram og börn mín munu fá að kynnast þeim ynd- islega manni sem ól mig upp og þeim ótrúlega árangri sem þú hefur náð. Af öllu mínu hjarta, ég elska þig. Frjáls Palestína! Yousef Ingi Tamimi. Elsku „bestasti“ afi í heim- inum. þú varst svo skemmtilegur og þér fannst svo gaman að stríða öllum, eins og þegar ég var að hringja og þú þóttist vera amma í símanum. Þú varst alltaf að hjálpa mér. svo gafstu mér verðlaun ef ég fékk góðar ein- kunnir. Ég á eftir að sakna þess að þú hringir í mig og syngir fyrir mig afmælissönginn. það verður skrítið að hitta þig ekki hjá ömmu og spjalla við þig. Ég elska þig afi. Þinn Ísak. Elsku afi. þú varst bestur og allir þínir kjánasöngvar og sérstaklega jólalögin þín. Þú varst ótrúlega fyndinn og skemmtilegur kar- akter. þú elskaðir ekkert meira en okkur fjölskylduna. Þú hvatt- ir mig endalaust áfram í öllu. við fengum öll verðlaun fyrir góðar einkunnir eftir hvert skólaár. Ég á eftir að sakna þess að þú hringir í mig og syngir fyrir mig afmælissönginn. Jólin munu aldrei verða söm án þín. Ég elska þig afi. Þinn Ismael. Salman Tamimi  Fleiri minningargreinar um Salman Tamimi bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.