Morgunblaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020 ✝ Ásmundur Jó-hannsson fædd- ist í Borgarnesi 17. apríl 1941. Hann lést á Hrafnistu 2. desember 2020. Foreldrar hans voru Jóhann Krist- inn Jóhannesson, f. 10.11. 1914, d. 2.11. 1995, og Ragnheið- ur Ingibjörg Ás- mundsdóttir, f. 23.8. 1920, d. 21.11. 2007. Bræður Ásmundar eru Jóhannes Gylfi, f. 16. maí 1943, Ragnar Björn, f. 13.10. 1944, Jóhann Már, f. 18.10. 1946, Gísli Margeir, f. 20.11. 1949, og Tryggvi, f. 17.10. 1952. Eftirlifandi eiginkona Ás- mundar er Rúna Didriksen, f. 21. febrúar 1950. Þau gengu í hjóna- band 3. júní 1978. Foreldrar hennar eru Schumann Didriksen, f. 16.11. 1928, d. 22.1. 2000, og Dagmar Didriksen, f. 20.7. 1929, frá Færeyjum. Fyrri kona Ásmundar er Íris E. Arthúrsdóttir, f. 21. júlí 1941. Börn Ásmundar og Írisar eru: 1) Jóhann, f. 1961, maki Sigrún Júlía Kristjáns- dóttir, börn Auður Elísabet, Ásmundur og Ragnar Pétur. 2) Eva, f. 1964, maki Jóhann Smári, börn Árni, Íris Elísabet og Erna. 3) Sif, f. 1972, maki Sigurjón Örn Ólason, börn Óðinn Örn, Daði Snær, Selma Viktoría. Dætur Ásmundar og Rúnu: 1) Dagmar, f. 1980, maki Geir Brynjar Hagalínsson, börn Daní- el Hagalín, Tómas Darri og Una Rún. 2) Ragnheiður, f. 1989, maki Áslaugur Andri Jóhanns- son, börn Lára Marín og Jón- atan. Stjúpbörn Ásmundar, börn Rúnu, eru: 1) Hanna Kristín Di- driksen, maki Ovidius Zilinskas, börn Ingvar og Rúna Dögg. 2) Finnst eins og ég ætti að vera meira tilbúin að setjast niður og skrifa þessi orð um hann pabba minn en ég er það ekki, sökn- uðurinn og sorgin er mikil og ég hef enga hugmynd um hvernig ég á að haga mér þegar ég á engan pabba og sé ekki fyrir mér lífið án hans. Lagið Bíddu pabbi er alltaf að koma upp í hugann á mér, kannski af því að hann tók alltaf svo stór skref og ég þurfti eiginlega að hlaupa þegar ég labbaði með honum sem krakki (btw takk pabbi, þetta erfði ég og fæ stundum að heyra það) og svo vantar mig svo að hann hefði beðið aðeins með að fara frá okkur, en á sama tíma er ég svo þakklát fyr- ir að hans stríði sem var langt og erfitt sé lokið og hann er kominn á góða staðinn þar sem allt okkar fólk sem er farið tek- ur á móti honum á prikinu eins og við segjum stundum. Pabbi minn var hrókur alls fagnaðar þegar þau mamma buðu fólki heim, svo gestrisinn að fólk átti það til að rúlla út með fulla maga og gleði í hjarta og stund- um af því að það reyndi að drekka í takt við hann sem gekk aldrei upp og fólk rúllaði út af þeim sökum en hann rúllaði aldrei. Rólegur og með yfirburða- geðslag sem aldrei verður topp- að, þannig muna flestir ef ekki allir eftir honum. Pabbi minn var sá sem vakti mig á morgnana sem var mjög erfitt verkefni, smurði nestið mitt sem var stundum nett myglað brauð en hann skóf að- eins af því og málið dautt, hann var sá sem við leituðum til að láta stoppa í götin á sokkunum okkar eða smá göt í flíkum, laga og gera að öllum sköpuðum hlutum og teikna fyrir okkur all- ar heimsins pælingar, hann kunni allt. Hann skutlaðist út um allan bæ fyrir okkur og notalegar stundir í vöfflum og kaffi voru bestar. Afahlutverkið var honum í blóði borið og sinnti hann þeim sem sóttu í hann af hinni mestu list og mætti allt til hins hinsta í það sem þau stund- uðu. Klassískt símtal við pabba sem var daglegt og stundum oft á dag áður en hann veiktist: Hæ pabbi, hvað segirðu gott? Svar pabba: Uuu, Dagmar mín, ég segi bara allt það sama og ég sagði þér þegar við töluðum saman síðast fyrir klukkutíma bara allt gott , hérna talaðu við mömmu þína. Hann þurfti ekki mikið þessi elska en með okkur öll fékk hann allt sem hann þurfti og rúmlega það. Ég elska svo mikið fyrir hvað ég var heppin með foreldra, mestu og bestu fyrirmyndir fyr- ir mig sem foreldri sjálf. Þú tókst veikindum þínum eins og þér var einum lagið af auðmýkt og hetjudáð, ég dáði þig og dýrkaði fyrir allt sem þú varst og hvernig þú tókst örlög- um þínum, hetjan mín hann pabbi minn svo sterkur og stór. Takk, elsku pabbi, fyrir ómet- anlegar minningar sem komast ekki allar hér að í þessum orð- um til þín. Ég lofa þér því að ég mun skála í ákavíti og volgum bjór þér til heiðurs alltaf við tæki- færi. Eins og þú sagðir alltaf: „Pass, penge og billet, over and out.“ Elska þig, þín dóttir Dagmar. Mér finnst frekar fyndið að hugsa til þess að strákarnir í bekknum voru hræddir við pabba, reyndar voru þeir bara 11 ára og pabbi var jú mjög há- vaxinn, þögull og oft alvarlegur á svip þegar hann kom til dyra þegar spurt var eftir mér, en við sem þekktum hann vissum að hann var einstakt góðmenni út í gegn. Þessi hræðsla entist svo sem ekki lengi þar sem ég heyrði einn segja að hann hætti að vera hræddur eftir að hann heyrði hann tala. Þegar ég var yngri fannst mér pínu vandræðalegt að eiga „svona gamlan“ pabba, fólk hélt víst stundum að hann væri afi minn en fljótlega breyttist það yfir í að monta mig á því hvað hann væri gamall af því hann leit alltaf svo vel út og var svo hress. Pabbi sagði kannski ekkert voða mikið alltaf, ég held að við, konurnar í lífinu hans, höfum séð um það en ég á yndislegar minningar af matarboðum með mömmu og pabba þar sem ég og kærastinn minn fengum að vita allt um hvernig hlutirnir voru í „gamla daga“. Ég man líka hvað ég og pabbi áttum frábærar stundir í heitapottinum uppi í bústað þegar ég var krakki. Þegar það var stjörnubjart lág- um við heillengi og störðum á stjörnurnar og hann kenndi mér að finna Karlsvaginn, belti Óreons og hvað þetta heitir allt. Pabbi var mikill tónlistarkall, elskaði að hlusta á fallega tón- list. Ég rifja upp þau skipti þeg- ar við horfðum saman á Americ- an Idol, allt í botni og pabbi með tárin í augunum þegar einhver var að brillera. Líka þegar hann spilaði á hljómborðið með einni hendi eftir að hann lamaðist al- veg vinstra megin. Það var alltaf hægt að treysta á pabba, hann var að- alreddarinn. Hvort sem það var pössun, skutl eða hjálp við elda- mennskuna. Algjörlega ómetanlegt hafa átt pabba sem gat allt. Það sem ég held að ég muni sakna mest er að vita af honum heima við tölvuna eða að elda kvöldmat- inn, auðvitað eldaði hann alltaf ofan í fleiri en bara hann og mömmu enda gerði maður sjaldan boð á undan sér, það vissi kallinn. Ég átti eftir að gera svo margt með þér, fleiri matarboð í nýja eldhúsinu mínu sem var hannað með matarboðin ykkar mömmu í huga. Svo langaði mig að hafa þig í brúðkaupinu mínu. Eftir heilablóðfallið var ljóst að þú gætir ekki gengið með mig að altarinu en ég hafði séð fyrir mér að mamma myndi ýta þér og við þrjú eiga þetta flotta mó- ment saman. Ég þarf aðeins að aðlaga þann draum en ég veit að þegar minn dagur kemur mun þig ekki vanta frekar en í önnur góð partý. Ragnheiður Ásmundsdóttir. Hverjum hefði dottið í hug þegar ég kynntist henni Dag- mar minni að í kaupbæti myndi fylgja heil fjölskylda – uppfull af ást og hlýju með Ása tengda- pabba minn fremstan í flokki? Elsku tengdapabbi minn, hann Ási, lést 2. desember sl. Eftir langa og erfiða sjúkra- legu. Ási var höfuð fjölskyldunnar og passaði vel upp á okkur öll. Hann var rólyndismaður og alltaf tilbúinn að hjálpa okkur öllum og skipti þá engu máli hvert verkefnið var. Frá þeirri stundu er við Ási hittumst fyrst urðum við vinir og sá vinskapur hélst og styrkt- ist með árunum. Hann fylgdist líka vel með manni og það var sama hvar í heiminum ég var að vinna – alltaf sýndi hann því áhuga sem ég var að gera og þegar ég kom heim úr þessum vinnuferðum lá leiðin oftar en ekki á Hraunteiginn þar sem hann spurði og hlustaði af áhuga. Já, hann var sannur vin- ur hann Ási og það er sko ekki sjálfgefið að eignast tengda- pabba eins og hann. Elsku Ási. Það er þungbært að geta ekki sest hjá þér aftur, spjallað og fengið ráð frá þér. Þú átt nú samt eftir að heyra frá mér því ég mun halda áfram að tala við þig – því ég veit að þú fylgist áfram með okkur öll- um. Haltu áfram að hlusta á okkur og haltu áfram að vísa okkur rétta leið. Ég mun ávallt sakna þín, elsku Ási. Hvíldu í friði. Elska þig. Geir Brynjar Hagalínsson. Ási, okkar albesti vinur til áratuga, er fallinn frá eftir erfið veikindi síðastliðin þrjú ár. Þeg- ar símtalið barst í síðustu viku kom það ekki á óvart. Við vorum undirbúin. Fyrir tveimur vikum þegar við fengum að heimsækja Ása á Hrafnistu sáum við hvert stefndi. Ljúfar minningar streyma fram þegar við hugsum um okk- ar góða vin. Ási var hár og bar sig vel. Hvers manns hugljúfi og einstaklega glaðlyndur. Alltaf jákvæður, skipti aldrei skapi, einstaklega bóngóður og alltaf til staðar ef þörf var á. Rúna og Ási voru höfðingjar heim að sækja. Ási tilbúinn með staup fyrir gesti við innganginn og síðan hófst gleðin. Okkar hópur hefur átt margar góðar stundir saman. Jazzinn var aldr- ei langt undan þar sem Ási var. Mezzoforte-kvöldin á loftinu hjá ARKO á Laugavegi 41 eru öll- um sem upplifðu ógleymanleg. Dýrmætar minningar eru frá ferðalögum með Lionsklúbbnum Tý, sem Ási var stofnandi að, frá afmælisveislum, matarklúbbum og mörgum öðrum samveru- stundum. Alltaf var jafn gaman að hittast sama hvert tilefnið var. Við minnumst Ása sem ein- staklega hugljúfs og gefandi manns sem vildi öllum vel. Innilegustu samúðarkveðjur til Rúnu og fjölskyldu frá mat- arklúbbnum. Guðný, Lúðvík, Sigrún, William, Steinunn, Reidar. Ási vinur minn og samstarfs- maður til fjölda ára er fallinn frá eftir langvarandi og erfið veik- indi. Kynni okkar Ása hófust fyrir rúmum 50 árum í Kaup- mannahöfn þar sem við vorum við nám í húsahönnun ásamt Jóni Kaldal o.fl. Þegar heim var komið fórum við að vinna saman og árið 1969 var ARKO teikni- stofa stofnuð af okkur Ásmundi, Jóni Róbert og Jóni Kaldal og unnum við saman sem einn mað- ur. Jón Kaldal lést árið 2003, nú kveður Ásmundur. Vinátta okk- ar var bæði í vinnu sem og utan. Ásmundur var maður ljúfur sem vildi öllum vel. Áhugamaður um tónlist, spilaði á píanó og harm- oniku. Eiginkona Ása, Rúna Di- driksen, syrgir nú mann sinn, þau voru mjög samrýnd og góðir vinir. Lífið óskiljanlegt er engin veit æfi manns fyrr en öll er. Gleði og sorg bera allir með sér sorg þegar ástvinur fellur frá gleði þegar allt springur út. Hvern dag ber að njóta í lífi manns Rúna mín, við Hlíf vottum þér og börnum ykkar Ása hluttekn- ingu á sorgarstund, það er alltaf sárt að missa ástvin. Ási var okkur kær. Lífsneisti Ása lifir í minningunni, þar verður hann alltaf tær. Ykkur styrki góður Guð. Hlíf og Jón Róbert. Kveðjur frá samstarfs- mönnum við Iðnskólann í Reykjavík Enn fækkar í samhentum vinahópi sem kenndi saman í Iðnskólanum í Reykjavík. Ás- mundur Jóhannsson sem við nú kveðjum var sterkur hlekkur í þeirri keðju sem tengdi okkur saman. Kennarar skólans komu úr ýmsum áttum. Þar voru reyndir iðnmeistarar, alls konar fræð- ingar, listamenn og lífskúnstner- ar. Í þessu einkennilega mengi má segja að Ási hafi verið einn stærsti samnefnarinn enda var hann allt í senn, iðnmeistari, fræðingur og listamaður. Þegar hann var ráðinn að skólanum 1968 hafði hann lokið húsasmíðanámi 1960, meistara- námi 1963 og byggingafræði frá Byggetekniske Höjskole í Kaup- mannahöfn 1964. Við bættist góð starfsreynsla bæði við smíðar og á teiknistofum. Hann var því vel undirbúinn fyrir kennslustarfið. Auk þess að kenna iðnnemum húsateikningar kenndi hann við Meistaraskóla Reykjavíkur og Tækniteiknaraskólann sem voru þá undirskólar Iðnskólans. Aðal- kennslugrein hans varð svo húsateikningar tækniteiknara. Hann náði góðum tengslum við nemendur sína enda einstakt ljúfmenni með mjög góða þekk- ingu í kennslugreinum sínum og mikla hæfileika til að koma efn- inu vel til skila. Ásmundur tók virkan þátt í félagslífi iðnskólamanna og var kallaður til formennsku í kenn- arafélagi skólans fljótlega eftir að hann réðst þangað. Það var gott að njóta samvista við Ása á kennarastofunni og hann átti stóran þátt í því að skapa það skemmtilega andrúmsloft sem þar ríkti. Tónlistargáfan olli því líka að Ási varð sannkallaður gleðigjafi í skólanum. Hann lék listavel bæði á píanó og harm- onikku. Hann þurfti aðeins að heyra raulað lag til að geta leik- ið það óaðfinnanlega. Jóla- skemmtanir barna og gleðskap- ur fullorðinna fengu nýja vídd þegar Ási settist við píanóið eða dró upp nikkuna. Ási var ekki einhamur maður. Starfsþrek hans var með ólík- indum. Árið 1973 stofnaði hann teiknistofu með tveimur félögum sínum úr byggingafræðinni. Þar sinnti hann afar fjölbreyttum verkefnum. Með miklum dugn- aði hélt hann öllum þessum bolt- um á lofti og sló hvergi af. Um árabil var það fastur við- burður að vinir úr hópi starfs- manna fóru haustferð í Mun- aðarnes í sumarhús Kennara- sambandsins. Ási var ómissandi í þessum ferðum og þegar þær lögðust af hafði hann frumkvæði að því að hluti hópsins byggði sameiginlega sumarbústaði fyrir austan fjall. Hann reddaði land- inu og teiknaði hagkvæm og reisuleg hús í burstabæjarstíl sem risu í fallegum lækjar- hvammi. Bygging bústaðanna og ræktun landsins var sannkallað ævintýri sem styrkti vináttuna og ánægjustundirnar voru margar í þessum sælureit. Ásmundur lét af störfum þeg- ar Iðnskólinn var lagður niður enda kominn á eftirlaunaaldur. Hann hafði þá starfað þar í fjóra áratugi og skilað drjúgu ævi- starfi. Hann hélt þó áfram teiknistörfunum um hríð en svo gjörbreyttu alvarleg veikindi lífi hans á svipstundu. Hann tókst á við þá þraut með því æðruleysi og karlmennsku sem hafði ein- kennt hann alla tíð. Í þeirri bar- áttu reyndi ekki aðeins á hann heldur líka á alla fjölskylduna og Rúna eiginkona hans og fjöl- skyldan stóðu þétt að baki hon- um og börðust á aðdáunarverð- an hátt fyrir bættum aðbúnaði og aðstoð. Við vinnufélagarnir og vinir sendum Rúnu og fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Margs er að minnast og við kveðjum Ása með þakklæti fyrir samveruna og allar góðu stund- irnar. Farðu í friði kæri vinur. Frímann I. Helgason. Takk fyrir komuna var það síðasta sem Ási sagði við okkur þegar við fengum að kveðja hann skömmu fyrir andlátið. Þakklæti og fallegt bros var hans aðalsmerki allt hans líf í leik og starfi. Það er svo margt sem rifjast upp á stundu sem þessari, allar skemmtilegu sum- arbústaðaferðirnar þar sem við fórum í heita pottinn og virtum fyrir okkur stjörnubjartan him- ininn og ræddum um lífsins til- gang og allt milli himins og jarð- ar. Það er ekki hægt að tala um sumarhús án þess að segja frá Ásabrauðinu sem allir elskuðu, Ási hnoðaði deig sem síðan fékk að hefast og á meðan fóru krakkarnir út og tíndu greinar sem deiginu var síðan vafið utan um eins og gormur og bakað á grillinu, þetta var síðan borðað með smjöri, og oft voru krakk- arnir orðnir vel saddir þegar kom að aðalmáltíðinni, svo mikið var þetta gott. Allar utanlandsferðirnar sem við fórum með þeim hjónum og nutum samverunnar hvert við annað. Þar eru Færeyjar ofar- lega á lista en þangað fórum við nokkrum sinnum og var okkur tekið eins og við værum ein af fjölskyldunni. Alltaf var gaman að koma við hjá Ása áður en við fórum á fund hjá Lions aðra hverja viku og rifja upp alls konar ferðir sem við fórum saman í og skemmtileg atvik sem tengdust þeim. Þegar við þurftum að láta teikna fyrir okkur hvort sem það var eitt stykki sumarbústað- ur eða lítil íbúð á baklóðinni á Óðinsgötunni þá var það minnsta málið, Ási einfaldlega gekk í verkið og skilaði því með mikilli sæmd. Þegar maður kom heim til þeirra hjóna Rúnu og Ása var manni tekið opnum örmum, og Ási breiddi gjarnan út faðminn og spurði: „Hvað má bjóða ykk- ur?“ Enginn fór svangur eða þyrstur frá þeim heimsóknum. Í veikindum hans var aðdáun- arvert hvað fjölskyldan og vinir stóðu þétt við bakið á honum og gerðu honum lífið auðveldara eins og hægt var. Að öllum öðr- um ólöstuðum standa þeir Geir og Áslaugur upp úr þegar flytja þurfti Ása á milli húsa, alltaf til- búnir að gera og græja, þökk sé þeim. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur í gegnum lífið elsku Ási okkar. Anna og Gunnar. Í dag kveðjum við góðan fé- laga, Ásmund Jóhannsson, hinstu kveðju. Ásmundur var einn stofnfélaga Lionsklúbbsins Týs vorið 1973 og hefur verið einn ötulasti félaginn í starfi klúbbsins alla tíð. Í þá daga vor- um við ungir og sprækir, en nú erum við fæstir ungir lengur og varla mjög sprækir, enda ým- islegt farið að banka upp á. Við höfum séð á bak mörgum fé- lögum, en í endurminningunni erum við allir ungir og sprækir og lifandi ennþá. Okkur félaga í Lionsklúbbn- um Tý langar til að minnast stuttlega allra þeirra margvís- legu stunda, sem við höfum átt með Ásmundi í leik og starfi. Hann átti margsinnis þátt í trúnaðarstörfum og stjórn klúbbsins og var atkvæðamikill hvort sem var í ýmiskonar fjár- öflun, vinnuverkefnum í al- mannaþágu eða öðrum samveru- stundum, enda sæmdur Melvin Jones-viðurkenningarorðu Lionshreyfingarinnar fyrir vel unnin störf. Á gleðistundum greip hann ósjaldan í píanóið af snilld, ýmist í undirleik við söng á fundum, sem þó var ekki oft, eða á skemmtikvöldum með eig- inkonum og í ferðalögum innan- lands og utan, sem skilja eftir ljúfar minningar. En síðustu tímar voru Ásmundi erfiðir vegna veikindaáfalla og mikið hefur mætt á Rúnu, eiginkonu hans, og fjölskyldunni. Við vilj- um að leiðarlokum þakka allar þær ánægjustundir sem við höf- um átt saman og sendum inni- legar samúðarkveðjur til Rúnu og barnanna. F.h. Lionsklúbbsins Týs, Björn Þorvaldsson. Ásmundur Jóhannsson Ingvar Arnarson, f. 1970, d. 1987. Ásmundur eða Ási eins og hann var alltaf kallaður nam húsasmíði í Borgarnesi og lauk námi í iðnskóla þar í bæ. Hann fór í framhaldsnám til Kaup- mannahafnar í byggingarfræði. Eftir heimkomu vann hann á teiknistofu Gísla Halldórssonar arkitekts. 1968 var Ásmundur skipaður kennari við Iðnskólann í Reykja- vík af Gylfa Þ. Gíslasyni, þáver- andi menntamálaráðherra. Hann kenndi húsasmíði og tækniteikn- un. Lítið var um kennslugögn á fyrstu árunum og bjó hann þá til kennslubók í grunnteikningu, sem enn er notuð. Í samvinnu við Jón Kaldal og Jón Róbert Karlsson stofnaði hann svo teiknistofuna ARKO og þeir áttu farsælt samstarf í tugi ára. Ásmundur var stofnfélagi Lionsklúbbsins Týs í Reykjavík 1973. Jarðarför Ásmundar verður frá Áskirkju í Reykjavík í dag, 11. desember 2020, klukkan 16.00. Útförinni verður streymt á slóðinni https://youtu.be/Kb6Bs-kq9Eo Virkan hlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.