Morgunblaðið - 11.12.2020, Síða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Seltjarnarnes Engin dagskrá er á vegum Félags- og tómstunda-
starfsins í dag. Kaffikrókurinn er eingöngu opinn fyrir íbúa Skóla-
brautar, þar er grímuskylda. Höldum áfram að fara varlega, þvo og
spritta.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
St. 36 - 48
Verð 8.900
Verð 9500
netverslun gina.is
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Bílar
VW Caddy 4/2019 ekinn aðeins 19
þ.km. Sjálfskiptur. Bensín / Metan
umhverfisvænn gæðingur.
Verð: 2.990.000 með vsk.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Íslensk fornrit
Íslensk fornrit 19 stykki,
Rexin, verð 16 þúsund.
Uppl. í síma 898 9475
Bækur
✝ Númi Frið-riksson fæddist
á Akureyri 2. mars
árið 1945. Hann lést
2. desember 2020.
Númi var sonur
hjónanna Friðriks
Baldvinssonar múr-
arameistara, f. 4.
júní 1920, d. 31. des.
1992, og Dýrleifar
Jónsdóttur hús-
freyju, f. 8. des.
1924. Fjölskyldan bjó lengst af í
Norðurgötu 41b á Akureyri.
Númi var næstelstur sex systk-
ina en þau eru: Jón Smári Frið-
riksson, f. 16. des. 1943, d. 15.
des. 2010, kvæntur Maríu Daní-
elsdóttur, Oddný Guðrún Frið-
riksdóttir, f. 29. júní 1946, gift
Sverri Viðari Pálmasyni, Sæ-
mundur Friðriksson, f. 1. maí
1949, kvæntur Huldu Friðjóns-
dóttur, Magnea Friðriksdóttir,
f. 2. júní 1958 og Þórey Friðriks-
dóttir, f. 26. apríl 1964, gift
bandi er María Sif, f. 14. maí
1964, börn hennar eru Sólrún
Dís og Helgi Snær, f. 8. desem-
ber 2002.
Númi ólst upp í Norðurgöt-
unni. Hann var næstelstur í
systkinahópnum. Norð-
urgötuættin var samheldin og
oft var þar mikið líf og fjör.
Númi gekk í Oddeyrarskóla og
síðan Gagnfræðaskóla Akureyr-
ar. Þaðan lá leiðin í Iðnskólann
þar sem hann lærði húsasmíði
og starfaði hann lengst af hjá
Trésmíðafélagi Reynis. Frá
árinu 1990 starfaði Númi sem
húsvörður í Verkmenntaskóla
Akureyrar og sinnti því starfi
allt fram til ársins 2012. Númi
spilaði bæði knattspyrnu og
körfuknattleik með liðum Þórs
og ÍBA á sínum yngri árum og
tók virkan þátt í ýmsum störfum
innan félagsins. Á seinni árum
tók golfáhuginn við og var hann
virkur meðlimur í Golfklúbbi
Akureyrar.
Útför Núma fer fram í Höfða-
kapellu í dag, 11. desember
2020, kl. 13, að viðstöddum nán-
ustu aðstandendum.
Gunnari Torfa-
syni.
Númi giftist 18.
nóvember 1972
Svandísi Stef-
ánsdóttur, f. 27.
september 1943, d.
8. febrúar 2012.
Dætur þeirra
eru:
1) Elva Dögg, f.
18. desember
1973, gift Þorleifi
Lúðvíkssyni, f. 9. október 1972,
börn þeirra eru Jóna Dís, f. 12.
janúar 1998, Börkur Þorri, f. 18.
júní 2003 og Svandís Kara, f. 17.
apríl 2012.
2) Telma Hrönn, f. 3. janúar
1978, gift Atla Hauki Arnars-
syni, f. 9. september 1977, börn
þeirra eru Númi Már, f. 5. febr-
úar 1998, Arna Dögg, f. 22. júní
2004, Áki Rafn, f. 21. september
2011 og Darri Hólm, f. 28. nóv-
ember 2014.
Dóttir Núma úr fyrra sam-
Elsku pabbi sem okkur þótti
svo afskaplega vænt um er nú
búinn að kveðja og kominn í
hlýja faðminn hennar mömmu.
Eins erfitt og það er að sætta
sig við að hann sé farinn frá
okkur þá yljum við okkur við
allar dýrmætu minningarnar
sem enginn getur frá okkur
tekið.
Pabbi var maður sem setti
okkur alltaf í fyrsta sæti, sem
var svo stoltur af okkur, sem
gaf sér tíma fyrir okkur, sem
lék við okkur og leiðbeindi okk-
ur í lífinu. Pabbi var góð fyr-
irmynd. Hann var hlýr töffari
sem passaði vel upp á fólkið
sitt. Pabbi var ávallt hreinn og
beinn og talaði aldrei illa um
nokkurn mann. Pabbi var mikill
íþróttamaður og Þórsari í húð
og hár. Eftir farsælan knatt-
spyrnu- og körfuboltaferil tók
golfið við sem hann iðkaði af
kappi með sínum góðu vinum á
meðan heilsan leyfði. Pabbi var
kraftmikill og laginn til verka,
hann var alltaf til taks og svo
var hann fyrirtaks dansari. Já
honum var svo sannarlega
margt til lista lagt.
Pabbi og mamma bjuggu
okkur systrum fallegt og
öruggt skjól í Heiðarlundi þar
sem umhyggja, hlýja, nærgætni
og virðing voru viðhöfð. Þannig
voru þau.
Það er svo margs að minnast
og margs að sakna.
Allar dýrmætu samveru-
stundirnar, útilegurnar, fót-
boltaleikirnir, árlegu Þorláks-
messuferðirnar á Teríuna,
gleðistundirnar með stórfjöl-
skyldunni hjá ömmu og afa í
Norðurgötunni, húmorinn og
glottið góða svo ekki sé minnst
á heitu hrjúfu smiðshendurnar
sem nudduðu lífi í litlar kaldar
hendur og tær eftir langar
skíða- og skautaferðir.
Pabbi var ákaflega stoltur af
barnabörnunum sínum og
fannst erfitt að vera ekki nær
þeim en til Reykjavíkur gat
hann ekki hugsað sér að flytja.
Eftir fráfall mömmu, áfallið
sem því fylgdi og veikindin sem
hann barðist hetjulega við síð-
ustu ár, var flautað til leiks-
loka.
Samband okkar var alltaf
sterkt og gott og djúpsár sökn-
uðurinn minnir okkur á hve
lánsamar við vorum að hafa átt
hann fyrir pabba og erum við
endalaust þakklátar fyrir það.
Hvíldu í friði elsku pabbi og
takk fyrir allt.
Þínar
Elva Dögg og Telma Hrönn.
Númi Friðriksson, kær vinur
og fyrrum vinnufélagi, er lát-
inn. Við kynntumst haustið
1999 þegar ég hóf störf sem
skólameistari Verkmenntaskól-
ans á Akureyri. Það var í mér
svolítill beygur; bæði vegna
þess að hafa tekið þá ákvörðun
að flytjast til Akureyrar og
hins að hafa tekið við svo viða-
miklu starfi. Númi var einn
þeirra sem ég bar fyllsta traust
til frá fyrsta degi og hann var
ekki lengi að sannfæra mig um
að ég hefði ekkert að óttast.
Hann var umsjónarmaður fast-
eigna og honum leiddist ekki að
kynna mér hið víðáttumikla og
margháttaða húsnæði skólans.
Hann var síbrosandi, ávallt
uppörvandi, miklaði ekkert fyr-
ir sér og fann lausn á hverju
því verkefni sem leysa þurfti af
hendi.
Hann var mikill Akureyring-
ar, uppalinn á Eyrinni, og gall-
harður Þórsari án þess að tala
nokkru sinni illa um andstæð-
inginn. Hann spurði mig á
fyrsta degi með hvaða liði ég
héldi í íslenska boltanum. Ég
kvaðst vera KR-ingur til þess
að svara einhverju. Og sömu
sögu var að segja af enska bolt-
anum; ég sagðist bara halda
með Aston Villa. Hann brosti,
klappaði mér á öxlina og sagði:
„Gott hjá þér, félagi.“
En hann gerði enga tilraun
til þess að ræða við mig um fót-
bolta eftir þetta.
Metnaður Núma fyrir VMA
var mikill. Hann sinnti starfi
sínu vakinn og sofinn og stopp-
aði aldrei; ekki fyrr en í fulla
hnefana. Hann var hvers
manns hugljúfi og var eini karl-
maðurinn í starfsmannahópnum
sem fyrirgafst að nota orðið
„elskan“ þegar hann ávarpaði
kvenkyns vinnufélaga sína.
Um leið og ég þakka Núma
samfylgdina sendi ég dætrum
hans, Elvu Dögg og Telmu
Hrönn, og fjölskyldum þeirra
samúðarkveðjur.
Hjalti Jón Sveinsson.
Hann var rauðhærður prakk-
ari, alinn upp á eyrinni, sann-
kallaður eyrarpúki. Á eyrinni
var alltaf líf og fjör. Margir
fjörugir krakkar, uppátækin
endalaus og margt brallað.
Æskuminningarnar eru ljúfar
og vel varðveittar.
Það er ómetanlegt og alls
ekki sjálfgefið að eignast vini
fyrir lífstíð.
Númi, hjartkær vinur okkar
er við kveðjum núna var hress
og skemmtilegur og áttum við
allt frá barnæsku fram á full-
orðinsár ótal góðar stundir
saman.
Margar voru útilegurnar
með fjölskyldunum í skóginum
þar sem við áttum okkar föstu
stæði, þar vantaði sjaldnast
fjörið. Ferðalög innanlands sem
utan, hressandi samvera á golf-
vellinum, lífleg og skemmtileg
matarboð og óteljandi stundir í
spjalli um heima og geima yfir
rjúkandi kaffibolla. Númi var
oft manna hressastur og orð-
heppinn mjög. Þau eru mörg,
ógleymanleg gullkornin frá
honum.
Það var Núma ákaflega
þungbært þegar hann missti
elsku Dísu sína, lífsförunaut og
elskaða eiginkonu árið 2012.
Dætur þeirra Elva Dögg og
Telma Hrönn önnuðust pabba
sinn af mikilli alúð og ást þegar
halla tók undan fæti hjá hon-
um.
Síðustu ár ævi sinnar var
elsku Númi mjög heilsuveill.
Hann lést á Sjúkrahúsi Akur-
eyrar 2. desember í faðmi elsk-
aðra dætra sinna.
Nú tekur Dísa hans á móti
honum í sumarlandinu og þar
svífa þau nú um í ljúfum dansi,
sameinuð á ný.
Elsku Númi, kæri vinur okk-
ar, hafðu hjartans þakkir fyrir
allar ljúfar stundir.
Elsku Elva Dögg, Telma
Hrönn og fjölskyldur, innilegar
samúðarkveðjur til ykkar. Guð
veri með ykkur.
Gunnborg og Pétur
Heiða og Hafþór
Rósa og Þóroddur.
Númi Friðriksson
✝ Valur fæddist23. ágúst 1957 í
Reykjavík. Hann
lést á heimili sínu
24. nóvember 2020.
Foreldrar hans
eru Höskuldur Guð-
mundsson, f. 2.12.
1929, og Björg Að-
alheiður Eiríks-
dóttir, f. 8.11. 1935,
d. 28.7. 2010.
Bræður: 1) Eirík-
ur Örn, f. 1955, kvæntur Eyrúnu
Guðnadóttur,
2) Guðmundur Kristinn, f.
1959, kvæntur Sig-
rúnu Víglunds-
dóttur, 3) Hösk-
uldur Reynir, f.
1961, kvæntur Sig-
ríði Herdísi Páls-
dóttur.
Útförin fer fram
frá Fossvogskirkju
11. desember 2020
kl. 13.
Stytt slóð:
https://tinyurl.com/
y5vorjug
Virkan hlekk má finna:
https://www.mbl.is/andlat
Nú er Valur mágur minn lát-
inn. Ég má til með að end-
urbirta þessa grein sem hann
skrifaði í MND-blaðið árið 2003
til minningar.
Það var sumarið 1999 sem
hann vann sitt síðasta stórafrek
á sviði útivistar. Um tíuleytið
þennan sumarmorgun fórum við
saman ásamt fleira fólki þangað
sem heitir Hrafnkelsstaðabotn-
ar, rétt fyrir innan þorpið í
Grundarfirði. Þetta var auglýst
sem fjögurra tíma ferð með leið-
sögumanni fyrir alla aldurshópa.
Þetta varð mjög eftirminnileg
ferð upp á Svarthnjúk (800 m).
Haldið sem leið lá fyrir ofan
Hrafnafoss og síðast gengum við
eftir fjallsegg með hrikalegu út-
sýni á báðar hendur og fór
stundum um mann undarleg til-
finning er maður horfði niður
eftir fjallshlíðinni. Síðan var far-
ið niður þar sem heitir Gunnólfs-
fell, þar renndum við okkur nið-
ur skriðurnar niður á jafnsléttu.
Er við skiluðum okkur til
byggða með sára strengi og fyr-
irheit um góðar harðsperrur
daginn eftir voru liðnir 10 tímar
síðan við lögðum af stað!
Hétu sumir því þá að þeir
færu aldrei aftur í fjallgöngu.
Hví vildi Valur segja frá
þessu, jú hann vissi að hann
myndi líklega ekki klífa fleiri
fjöll um sína daga, því nýlega
greindist hann með sjúkdóminn
MND. Enn verra þótti honum
að þurfa að gefa aðaláhugamál
sitt upp á bátinn, að hætta að
hjóla.
Hann fann fyrir sínum fyrstu
einkennin á vordögum 2000, eft-
ir mjög snjóþungan vetur, hélt
hann að þetta væri eitthvað sem
myndi rjátlast af honum þá um
sumarið. Sú varð ekki raunin
heldur hélt þetta áfram að vaxa
og breiðast út frá fótum fyrst og
svo til handleggja.
Þá um haustið þurfti hann að
hætta að vinna og svo mánuði
síðar fékk hann greininguna.
Hann skrifar að sér finnist á
köflum að þetta sé í raun og
veru ekki hann sem sé með
þennan sjúkdóm heldur hafi
hann fengið að vera viðstaddur
er einhverjum öðrum (sem líkist
honum) var tilkynnt að hann
væri með MND og að hann fái
að fylgjast með málum þannig
að hann væri í hlutverki þess er
safnar upplýsingum um sjúk-
dóminn og miðli því til hans
sjálfs.
Hann átti eins von á því að
verða kallaður í annað viðtal þar
sem honum yrði tilkynnt að
hann væri ekki með MND held-
ur eitthvað allt annað.
Hann kappkostaði að reyna
að fræðast sem mest um sjúk-
dóminn og gera ýmislegt
skemmtilegt þó ekki væri það
fjallgöngur. Hann Valur helgaði
sig upplýsingum um MND og
sótti sér mikla fræðslu um sjúk-
dóminn.
Hann fór í ferðir á vegum fé-
lagsins og náði að fara á ráð-
stefnur til margra landa. Við
hjónin fórum sem fylgdarmenn
með honum til Mílanó í desem-
ber 2013 og var það mjög fræð-
andi.
Ég vil enda þetta á því að
setja inn eitt ljóðum hans Vals
sem kom í ljóðabókinni „Göngu-
blá tilvera sem kom út 2012.
Mælt af tindi
Sumar regnskúr
vegur út í buskann
eldhúsborð með dúk á
umferðarþungi.
Fjallgöngumaður á tindi mælir
mig hefur lengi langað
til að segja þessi orð.
Lífið er harðstjóri
sem hefur rétt fyrir sér
Hvíl í friði.
Sigríður Herdís
Pálsdóttir.
Valur Höskuldsson