Morgunblaðið - 11.12.2020, Síða 35
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 2020
Martin Hermannsson gaf sjö stoð-
sendingar þegar Valencia vann 76:74-
sigur gegn Anadolu Efes frá Tyrklandi í
Evrópudeildinni í körfuknattleik, Euro-
league, á Spáni í gær. Þá skoraði íslenski
landsliðsmaðurinn fjögur stig en Val-
encia er í fimmta sæti með átta sigra
eftir þrettán leiki.
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sem
hafði verið ráðin þjálfari fyrstudeildarliðs
kvenna hjá Augnabliki í knattspyrnu,
varaliði Breiðabliks, hefur fengið sig
lausa undan samningi þar og er á leið til
Svíþjóðar. Hún hefur verið ráðin þjálfari
U17 og U19 ára stúlknaliða Kristianstad
en þar er Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari
meistaraflokksliðs félagsins.
Handknattleikssamband Íslands,
Knattspyrnusamband Íslands og Körfu-
knattleikssamband Íslands staðfestu öll
í gær að þau hefðu fengið undanþágu frá
heilbrigðisráðuneytinu fyrir æfingar liða
í næstefstu deildum. Þau gátu því hafið
æfingar í gær, rétt eins og lið í efstu
deildum.
Ekkert varð af því að Ingibjörg Sig-
urðardóttir og samherjar hennar í
norska meistaraliðinu Vålerenga tækju á
móti dönsku meisturunum Bröndby í
Meistaradeild Evrópu í Ósló í gær. Smit
kom upp hjá leikmanni Bröndby fyrr í
vikunni og af þeim sökum tilkynntu
norsk heilbrigðisyfirvöld í gær að leik-
urinn gæti ekki farið
fram. Honum er líklega
frestað til 14. febrúar
en seinni leikurinn
verður nú fyrri leik-
ur og fer fram í
Kaupmanna-
höfn í næstu
viku.
Eitt
ogannað
EM U21 ÁRS
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Íslenska U21-árs landslið karla í
knattspyrnu dróst í erfiðan riðil í
lokakeppni EM 2021 sem fram fer í
Ungverjalandi og Slóveníu á næsta
ári.
Ísland leikur í C-riðli lokakeppn-
innar ásamt Frakklandi, Danmörku
og Rússlandi. Riðlakeppnin fer fram
í Ungverjalandi dagana 24.-31. mars
en útsláttarkeppnin 31. maí til 6. júní
í Slóveníu.
Þetta er í annað sinn sem U21-árs
landslið Íslands tekur þátt í loka-
keppni EM en árið 2011 komst Ís-
land í lokakeppnina í Danmörku í
fyrsta sinn.
Þá léku aðeins átta lið í lokakeppn-
inni en Ísland dróst í A-riðil keppn-
innar ásamt Sviss, Hvíta-Rússlandi
og Danmörku.
Íslenska liðið tapaði 2:0 gegn bæði
Hvíta-Rússlandi í Århus og Sviss í
Aalborg. Liðið vann hins vegar 3:1-
sigur gegn Danmörku í Aalborg en
það dugði ekki til að komast í undan-
úrslit. Ísland endaði í 5. sæti.
Margir lykilmenn í íslenska A-
landsliðinu undanfarin ár léku stórt
hlutverk með U21-árs landsliðinu í
Danmörku en þar ber hæst þá Aron
Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sig-
urðsson, Jóhann Berg Guðmunds-
son, Birki Bjarnason og Kolbein Sig-
þórsson.
U21-árs landslið Íslands í dag er
um margt öðruvísi en liðið 2011 því
leikmenn liðsins í dag eru ekki komn-
ir alveg jafn langt með sínum fé-
lagsliðum og liðið 2011.
Flestir leikmenn liðsins í dag leika
sem dæmi í Skandinavíu en sterk-
ustu póstarnir í liðinu 2011 spiluðu á
Englandi og í Hollandi.
Möguleikinn fyrir hendi
Íslenska liðið hafnaði hins vegar í
öðru sæti 1. riðils undankeppninnar
á dögunum með 21 stig en liðið var í
riðli með liðum á borð við Ítalíu, Sví-
þjóð og Írland.
Ísland komst á lokamótið sem eitt
fimm liða með bestan árangur í öðru
sæti undankeppninnar en liðið ætlar
sér ekki að mæta til Ungverjalands
til þess að vera með.
„Við þurfum að eiga okkar besta
leik til að ná í úrslit gegn þessum
þjóðum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson,
þjálfari liðsins, í samtali við Morg-
unblaðið.
„Við þurfum að halda fast í þá hug-
myndafræði sem við höfum verið að
vinna með undanfarið ár. Eins þurf-
um við að brjóta andstæðinga okkar
aðeins niður og sjá til þess að þeir
geti ekki spilað upp á sína styrkleika.
Svo skiptir heppni líka alltaf miklu
máli og þetta eru bara þrír leikir.
Þetta verður erfitt en möguleikinn
er svo sannarlega fyrir hendi og ef
við getum nýtt okkur réttu augna-
blikin getum við náð í úrslit gegn
þessum liðum. Við erum allavega
ekki komnir á þetta mót til þess að
vera með, við viljum standa okkur,
en það þarf ýmislegt að ganga upp
líka,“ bætti Arnar Þór við.
Ýmislegt þarf að ganga upp
Ísland mætir Frakklandi, Danmörku
og Rússlandi í lokakeppni EM 2021
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
EM Alex Þór Hauksson og Hörður Ingi Gunnarsson í baráttu við ítalska
leikmenn á Víkingsvellinum þegar liðin mættust þar í nóvember.
Jónas Ingi Þórisson braut blað í ís-
lenskri fimleikasögu og er kominn í
úrslit í fjölþraut og í stökki á Evrópu-
móti unglinga í áhaldafimleikum.
Auk þess er hann varamaður í úrslit-
um á gólfi og tvíslá. Úrslitakeppnin
stendur yfir í Tyrklandi og keppir
Jónas til úrslita í fjölþraut í dag og í
stökki á sunnudag. Árangurinn er
ekki síst eftirtektarverður vegna
þess að Jónas hafði ekki keppt í tíu
mánuði, eða frá því hann tók þátt í
bikarmóti FSÍ í febrúar. Þá hefur
hann tvisvar þurft að gera hlé á æf-
ingum vegna sóttvarna.
Jónas Ingi á
spjöld sögunnar
Ljósmynd/FSÍ
Tyrkland Jónas Ingi Þórisson komst
í úrslit í tveimur greinum.
Bjarki Már Elíasson skoraði átta
mörk þegar Lemgo vann 36:29-
sigur gegn Nordhorn í þýsku 1.
deildinni í handknattleik í gær.
Bjarki Már hefur skorað 78 mörk á
tímabilinu og er þriðji markahæsti
leikmaður deildarinnar. Þá skoraði
Viggó Kristjánsson fimm mörk fyr-
ir Stuttgart í 30:26-sigri gegn Mind-
en á heimavelli. Viggó er næst-
markahæsti leikmaður deildar-
innar með 88 mörk í tólf leikjum en
aðeins Austurríkismaðurinn Robert
Weber hefur skorað meira í deild-
inni á tímabilinu eða 91 mark.
Skora og skora í
Þýskalandi
Ljósmynd/Lemgo
Mark Bjarki Már hefur skorað 78
mörk í Þýskalandi á tímabilinu.
EM kvenna
Milliriðill 1 í Herning:
Svartfjallaland – Rússland .................. 23:24
Frakkland – Spánn............................... 26:25
Staðan:
Rússland 3 3 0 0 85:71 6
Frakkland 3 3 0 0 73:68 6
Danmörk 2 1 0 1 48:42 2
Svíþjóð 2 0 1 1 49:53 1
Spánn 3 0 1 2 70:80 1
Svartfjallaland 3 0 0 3 65:76 0
Milliriðill 2 í Kolding:
Holland – Noregur .............................. 25:32
Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg.
Króatía – Rúmenía ............................... 25:20
Staðan:
Noregur 3 3 0 0 102:68 6
Króatía 3 3 0 0 76:67 6
Holland 3 1 0 2 78:83 2
Þýskaland 2 1 0 1 45:61 2
Ungverjaland 2 0 0 2 46:52 0
Rúmenía 3 0 0 3 59:75 0
Þýskaland
Lemgo – Nordhorn.............................. 36:29
Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk fyrir
Lemgo.
Melsungen – Coburg ........................... 27:32
Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt
mark fyrir Melsungen. Guðmundur Þ. Guð-
mundsson er þjálfari liðsins.
Stuttgart – Minden.............................. 30:26
Viggó Kristjánsson skoraði 5 mörk fyrir
Stuttgart og gaf eina stoðsendingnu. Elvar
Ásgeirsson komst ekki á blað.
Svíþjóð
Guif – Alingsås..................................... 25:21
Daníel Freyr Ágústsson varði 11 skot í
marki Guif.
Aron Dagur Pálsson skoraði 2 mörk fyr-
ir Alingsås.
Þórir Hergeirsson og lærikonur hans
í norska landsliðinu í handknattleik
nálgast undanúrslit Evrópumótsins í
Danmörku óðfluga en liðið vann sjö
marka sigur gegn heimsmeisturum
Hollands í milliriðli 2 í Herning í gær.
Leiknum lauk með 32:25-sigri
norska liðsins en Nora Mörk fór á
kostum í liði Noregs og skoraði átta
mörk úr tíu skotum. Katrine Lunde
varði 11 skot í marki norska liðsins og
var með 41% markvörslu en hún var
kölluð inn í landsliðshópinn á dög-
unum.
Norska liðið er með sex stig eða
fullt hús stiga í efsta sæti milliriðils 2,
líkt og Króatía, en liðin mætast á
laugardaginn kemur í úrslitaleik um
efsta sæti riðilsins.
Norska liðið er komið með annan
fótinn í undanúrslit EM en liðið mætir
Ungverjalandi í lokaleik sínum í milli-
riðli 2.
Noregur hefur sjö sinnum orðið
Evrópumeistari, síðast árið 2014 í
Króatíu og Ungverjalandi. Þá hefur
liðið þrívegis unnið til silfurverðlauna
á mótinu og einu sinni til brons-
verðlauna, árið 1994 í Þýskalandi.
bjarnih@mbl.is
AFP
30 Nora Mörk hefur skorað 30 mörk í fjórum leikjum á EM til þessa.
Með annan fótinn í
undanúrslitum EM
Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðs-
markvörður Íslands og leikmaður
Arsenal í ensku úrvalsdeildinni,
verður eini fulltrúi Íslands í 32-liða
úrslitum Evrópudeildar UEFA í
knattspyrnu en lokaumferð riðla-
keppninnar fór fram í gær.
Arsenal vann þægilegan 4:2-sigur
gegn Dundalk á Írlandi en Rúnar
Alex stóð á milli stanganna hjá Ars-
enal og stóð sig ágætlega.
Rúnar Alex hefur varið mark Ars-
enal í fjórum leikjum síðan hann
gekk til liðs við félagið frá franska
félaginu Dijon í september.
Allir leikirnir hafa komið í Evr-
ópudeildinni en hann hefur tvívegis
haldið marki sínu hreinu í þessum
fjórum leikjum.
Það verður áhugavert að sjá hvort
íslenski landsliðsmarkvörðurinn fær
áfram traustið hjá Mikel Arteta,
stjóra liðsins, þegar komið er inn í
32-liða úrslit Evrópudeildarinnar
eða hvort spænski þjálfarinn mun
treysta á Þjóðverjann Bernd Leno.
Albert Guðmundsson og liðs-
félagar hans í hollenska liðinu AZ
Alkmaar rétt misstu af sæti í 32-liða
úrslitum keppninnar en liðið tapaði
2:1-fyrir Rijeka í Króatíu í F-riðli
Evrópudeildarinnar.
Í hinum leik riðilsins mættust Na-
poli og Real Sociedad á Ítalíu en
staðan var 1:0, Napoli í vil, eftir
venjulegan leiktíma.
Willian José jafnaði metin fyrir
Real Sociedad í uppbótartíma sem
þýddi að AZ Alkmaar þurfti að
skora og vinna sinn leik til þess að
komast áfram.
Hollendingarnir hentu öllum fram
í stöðunni 1:1 og freistuðu þess að
skora en fengu mark á sig í staðinn.
Albert lék fyrstu 70 mínútur leiks-
ins. bjarnih@mbl.is
Eini fulltrúi Íslands
í útsláttarkeppninni
Morgunblaðið/Eggert
Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson hef-
ur staðið sig vel í Evrópudeildinni.