Morgunblaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020 Andrés Magnússon andres@mbl.is Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um lyfjaverð kann að stefna lyfja- framboði á Íslandi í stórhættu. Framleiðendur og lyfjaheildsölur hafa gert margháttaðar athuga- semdir við framkomin drög að reglu- gerð, telja að þau gangi beinlínis gegn bókstaf og anda lyfjalaga. Þar sé öll áhersla lögð á óraunhæfa að- haldskröfu, en lyfjaframboð með ör- yggi sjúklinga að leiðarljósi látið mæta afgangi. Gagnrýnin í umsögnum á sam- ráðsgátt stjórnvalda er margþætt, en þar er helst fundið að þremur lög- fræðilegum annmörkum á reglu- gerðardrögum heilbrigðisráðuneyt- isins: að reglugerðina skorti lagastoð og gangi í raun gegn markmiðum lyfjalaga; að þar fari fram víðtækt framsal á valdi til Lyfjastofnunar; og að það hafi verið látið undir höfuð leggjast að kynna reglugerðina til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, líkt og skylt sé. Reglugerðin skaðvænleg Gagnrýnin tekur þó ekki síður til praktískrar umgjarðar og afleiðinga. Frumtök, samtök framleiðenda frumlyfja, eru þannig harðorð í sinni umsögn um að reglugerðardrögin, sem setja á til samræmis við gildis- töku nýrra lyfjalaga um áramót, skuli ekki hafa verið kynnt fyrr en skömmu fyrir miðnætti hinn 8. des- ember, en umsagnarfresturinn runn- ið út aðeins 12 dögum síðar, rétt fyrir jól. Það þykir þeim óboðlegt þegar um svo veigamikið og umfangsmikið regluverk er að ræða og ekki í neinu samræmi við stefnu um vandaða stjórnsýslu. Af eiginlegum ákvæðum reglu- gerðarinnar er helst fundið að breyt- ingu á viðmiðunarreglum um lyfja- verð. Þar hafi meginviðmiðið verið meðalverð á Norðurlöndum, líkt og einnig sé kveðið á um í nýju lögunum þótt þar sé einnig vikið með óskýrari hætti að öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, en í reglugerðar- drögunum sé sagt að hámarksverð á Íslandi skuli vera lægsta verð í við- miðunarlöndunum. Þetta þykir umsagnaraðilum ekki standast lögin, sem reglugerðin eigi að vera nánari útfærsla á. Draga megi og í efa að því megi koma við á örmarkaðnum Íslandi, að lyfjafram- leiðendur sætti sig við lægsta verðið á sinn minnsta markað. Frumtök telja það helst til þess fallið að lyfjaframleiðendur missi áhugann á að viðhalda lyfjaframboði hér á landi, fremur að lyf verði af- skráð hér á landi og innleiðing nýrra lyfja falli niður. Þá kunni öll sam- keppni að verða fyrir bí ef lyfjafram- leiðendur þurfi að fara niður fyrir lægsta verð viðmiðunarlandanna til þess að ná minnsta árangri á þessum örsmáa markaði. Það gangi raunar gegn fjármálaáætlun ríkisstjórnar heilbrigðisráðherra, sem fyrirbýður aðgangshindranir nýrra lyfja og til- tekur ósjálfbært lyfjaverð sérstak- lega í því samhengi. Frumtök nefna eins og fleiri fram- sal á valdi til Lyfjastofnunar og áskilja sér raunar rétt til stjórnsýslu- kæru á þeim forsendum. Þar sé vikið frá þeirri meginreglu að ákvarðanir lægra stjórnvalds megi kæra til æðra stjórnvalds, en fyrir það sé tekið í reglugerðardrögunum og rökstutt með því að ráðuneytið skorti sér- þekkingu, en komi til ágreinings megi reka mál fyrir dómstólum. Frumtök benda á að hugsanlega ætti ráðuneytið að koma sér upp sér- þekkingu í þessum efnum, en þó ekki síður hitt hversu íþyngjandi það sé fyrir markaðsleyfishafa að þurfa að reka öll sín mál með því að stefna langstærsta viðskiptavini sínum, ís- lenska ríkinu, fyrir rétt. Fyrirsjáanlegt að lyfjum fækki Þetta eru ekki orðin tóm, því í um- sögnum einstakra fyrirtækja kemur skýrt fram að lyfjaframboð á Íslandi sé minna nú þegar en æskilegt væri. Teva Pharma (áður Actavis) er stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi og býr yfir miklu lyfjaúrvali. Teva á Íslandi hefur nú þegar þurft að afskrá talsvert af lyfjum og gengið illa að fá samþykki fyrir markaðs- setningu nýrra lyfja, en það segir að þessi nýja reglugerð muni auka hættuna á að það neyðist til að taka enn fleiri lyf af markaði og draga úr starfsemi á Íslandi. Alvogen tekur enn eindregnar til orða í sinni umsögn, segir að sam- heitalyfjum á markaði muni fækka, þar sem þau standi ekki undir kostn- aði, og ekki verði hægt að kaupa inn lyfin á því lága verði sem stjórnvöld krefjist. Það muni því stuðla að ófull- nægjandi framboði samheitalyfja fyrir sjúklinga, hugsanlegum lyfja- skorti og afskráningu lyfja með al- varlegum afleiðingum fyrir heil- brigðiskerfið. Lyfjaframboð á Íslandi í hættu  Ný lyfjareglugerð mætir harðri andstöðu í umsögnum á samráðsgátt  Talin vera í andstöðu við lög  Krafa um lægsta verð í EES sögð munu minnka lyfjaframboð og nýjungar, jafnvel valda lyfjaskorti Morgunblaðið/Arnaldur Lyf Hætt er við því, ef ný lyfjareglugerð verður sett óbreytt, að lyfjaframboð minnki í landinu og að innleiðing eða samkeppni nýrra lyfja verði enn minni en nú er. Almennt koma ný lyf síðast á markað hér af Norðurlöndunum. „Okkur þykja þetta forkastanleg vinnubrögð,“ segir Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas. „Lyfjalög hafa verið mörg ár í smíðum, en svo kemur þessi reglugerð með nokkurra daga fyrirvara rétt fyrir jól, og kveður á um allt aðra hluti en löggjafinn mælti fyrir um.“ Hún segist vel skilja sjónarmið um aðhald og verðsamninga, en þarna grafi ráðuneytið undan hagsmunum sínum og íslenskra neytenda. „Ef það er verið að þröngva verðinu niður með þessum hætti, þá blasir við að lyfjaframleið- endur missa áhugann, fækka lyfjum og hverfa jafnvel af markaðnum.“ Henni þyki það kaldar kveðjur eftir að fyrirtækin hafi sýnt mikla ábyrgð í heimsfaraldrinum og óskynsamlegt í ljósi þess að verið sé að leita samninga við ýmsa sömu framleiðendur um bóluefni. Kaldar kveðjur úr ráðuneytinu LYFJAUMBOÐ ÓSÁTT VIÐ REGLUGERÐINA OG VINNUBRÖGÐIN Hrund Rudolfsdóttir „Mér finnst þetta nú sjálfum pínulít- ið skrýtið allt saman, en ég var orð- inn leiður á því að hanga uppi í stúku og vildi bara endi- lega komast inn á og ákvað þess vegna að athuga hvort það væri einhver leið,“ segir Arthur Bogason, nýr for- maður Lands- sambands smá- bátaeigenda, spurður um fram- boð sitt. Hann er nefnilega enginn nýgræðingur á þessu sviði en hann gegndi for- mennsku sambandsins í tæplega þrjátíu ár eða frá 1985 til 2013. „Ég verð að viðurkenna það að eftir að vera hættur í sjö ár þá varð ég alveg steinhissa á því hvað ég fékk mikinn stuðning.“ Arthur var kjörinn á aðalfundi sambandsins á föstudag en aðalfund- arstörfum hafði verið frestað í tví- gang, fyrst vegna faraldurs og síðar var kosningunni frestað vegna deilna um tilhögun grásleppuveiða, en hart hefur verið deilt um kvótasetningu veiðanna innan félagsins. Spurður hvort hann telji hægt að skapa sátt meðal félagsmanna svar- ar hann að það sé tvísýnt. „Ég ætla að leggja mitt af mörkum til að finna leið til að ná einhverri sátt. […] Ég mun bara höfða til þess að það er samstaða sem hefur skilað okkur árangri en sundrung skilað ófarn- aði.“ Ofstjórnunarárátta Hinn nýi formaður smábátaeig- enda segir margt hafa breyst í um- gjörð smábátaveiða en grundvallar- atriðin séu ávallt þau sömu. „Ég lít svo á að það sé grundvallaratriði í sambandi við smábátaflotann og smábátaveiðar að tryggja sem mest- an veiðirétt þeim til handa og berjast fyrir sem mestu frjálsræði í þeirra veiðiskap,“ útskýrir hann. „Ég er sannfærður um það að þessar óhemju ströngu takmarkanir t.d. á handfærum og línuveiðum séu fullkomin ofstjórnunarárátta og hafi ekkert að gera með verndun eða ein- hverja stjórnun á stærð fiskistofna. Það getur vel verið að við höfum ein- hver áhrif á stærð fiskistofna en að ímynda sér það að trillubátar séu þar einhver merkjanleg stærð er alls ekki í lagi að mínu viti.“ gso@mbl.is Berst fyrir frjáls- ræði smábátanna  Vona að sátt náist um grásleppuna Arthur Bogason Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Hnetusteikin er komin í verslanir Hagkaupa, Nettó, Melabúðin, Fjarðarkaup, Veganbúðin, Fisk Kompaní, Frú Lauga, Iceland verslanir og Matarbúr Kaju Akranes Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jólahátíðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.