Morgunblaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020 Þessi bók er um enskaknattspyrnu. Hér erstiklað á stóru í sögunni,en einkum fjallað um enska boltann frá sjónarhorni áhugamanna hér á landi með bein- um frásögnum en aðallega þó samtölum við áhangendur; fylgni þeirra og tryggð við einstök félög virðist stundum bera svipmót af trúarbrögðum fremur en áhuga- máli! Höfundur er þaulvanur blaðamaður og stíll bók- arinnar ber þess merki, frásögnin er slétt og felld og áreynslu- laus, víða blandin léttum gáska, ef svo má segja. Auðar síður kafla á milli eru til lýta og skrifast á útgáfuna. Margir Íslendingar höfðu áhuga á enska boltanum fyrir daga sjón- varps og hlustuðu þá á enskar út- varpsrásir, keyptu ensk blöð eða lásu um úrslit á íþróttasíðum ís- lensku dagblaðanna. Enski boltinn komst á dagskrá RÚV leiktíðina 1968/9; bjó Bjarni Fel. ekki til orðið leiktíð? Hann var „andlit“ leiksins í 30 ár eða svo. Leikirnir voru vikugamlir, sýndir á laug- ardögum lengst af, bútar úr öðr- um leikjum og allt svarthvítt og ekki auðvelt að greina milli liða sem léku í dökkum treyjum. Fyrsta beina útsendingin var ekki fyrr en 1982, úrslitaleikur Totten- ham og Liverpool í deildabik- arnum. Hann fór í framlengingu en Íslendingar misstu af henni af því að RÚV hafði ekki aðgang að gervihnetti! Víst mun margar hafa blótað hressilega. Annan úrslita- leik þurfti að endurtaka. Leik- urinn var settur á fimmtudag og aftur missti landinn af hörkubar- áttu því að þessi ár var ekki sjón- varp á fimmtudegi! Síðasta beina útsendingin á RÚV var 1997 og þá neyddist Bjarni Fel. til að hætta í miðjum seinni hálfleik því enski boltinn varð að víkja fyrir Euro- vision! Bjarni Fel. var og er ókrýndur kóngur enska boltans og margir muna enn málfarsleg til- þrif hans. Lið sem tapaði laut í gras, leikmenn urðu fyrir hnjaski og einhvern tíma var slösuðum manni ekið af velli í „hnjask- vagni“. Þeir sem lýsa leikjum núna ættu endilega að hlusta á gamla leikfylgd frá Bjarna. Áhugi á enska boltanum óx hratt og tók kipp þegar íslenskar getraunir hófu starfsemi sína og enski boltinn var á getraunaseðl- inum. Annað stökk varð síðan 1989 þegar Íslendingar byrjuðu á nýjan leik að drekka bjór. Bolti og bjór hafa síðan verið í býsna traustu faðmlagi og öldurhús njóta góðs af því. Aðdáendaklúbbar standa þétt við bakið á félögum sínum og riðu Arsenalmenn á vað- ið 1982; ferðir á leiki í enska bolt- anum eru á dagskrá ferðaskrif- stofa. Ein sportvöruverslun byrjaði að selja búninga ensku lið- anna 1970 og margir fylgismenn klæða sig nú upp á fyrir leiki! Um skeið réðu Íslendingar lögum og lofum í tveimur enskum félögum, Stoke og West Ham. Hvor tveggja útrásin var skammæ. Sá sem þetta ritar á sitt lið í enska boltanum og fylgist grannt með því og hefur alloft farið á völlinn í Lundúnum. Það er alltaf einstök og fjörleg reynsla, og enn þá magnaðri þegar sigur vinnst. Það þekkja margir. Þessi bók er ekki fyrir aðra en aðdáendur enska boltans en ég fullyrði að þeir njóta hennar ríkulega, eink- um þeir sem fylgja risunum sex. Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundurinn „Þessi bók er ekki fyrir aðra en aðdáendur enska boltans en ég fullyrði að þeir njóta hennar ríkulega, einkum þeir sem fylgja risunum sex,“ segir gagnrýnandinn um bók Orra Páls Ormarssonar. Vinsælasta íþróttin: enski boltinn? Knattspyrnusaga Í faðmi ljónsins. Ástarsaga bbbmn Eftir Orra Pál Ormarsson. Sögur útgáfa, 2020. Innb., 251 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Vampírur, vesen og annaðtilfallandi kemur lesand-anum sífellt á óvart ogheldur honum á tánum. Sagan er sögð frá sjónarhornum nokkurra stúlkna sem eiga í raun fátt sameiginlegt en bindast samt tryggum vin- áttuböndum. Bókin fjallar um vinkonurnar Millu, Rakel og Lilju sem allar eru þrettán ára og glíma við vandamál sem unglingsaldr- inum tengjast á ólíkan máta. Milla er afburðagreind, stefnir á Harvard og er upp með sér yfir því að fá að vera titluð sem gangavörður skólans. Það er mun meira pönk í Rakel sem klæðist slitnum fötum og hlustar á þungarokk. Hún glímir við erfiðar fjölskylduaðstæður og tekst á við þær af mikilli lagni, með því að reyna allt hvað hún getur til að gera föður sínum og stjúpu lífið leitt. Lilja virðist við fyrstu sýn vera viðkvæmt blóm með miklar kröfur á herðum sér. Hún þarf að vera framúrskar- andi í öllu svo mæður hennar geti flaggað henni sem einhvers konar bikar. Sagan er í raun einhvers konar þroskasaga allra stúlknanna sem komast yfir hindranir unglings- áranna, sem virðast þeim óyfirstíg- anlegar, í spennandi atburðarás með fantasíubrag. Þegar börn í skólanum fara að veikjast, ekki af Covid-19 svo það sé á hreinu, ákveða stelpurnar að taka málin í sínar eigin hendur þar sem allt (en í raun fátt) lítur út fyrir að skýring veikindanna sé af þeim toga að fullorðnir geti ekki komið auga á hana. Milla nær nefnilega að sann- færa vinkonur sínar um að vampíra leynist innan veggja skólans, og vitanlega er fullorðið fólk gagnslaust í baráttu við slíka ófreskju. Rut Guðnadóttur, höfundi bókar- innar, tekst reglulega vel upp með persónusköpun sinni og leyfir lesand- anum að sjá allar persónurnar frá mismunandi sjónarhornum. Milla, Rakel og Lilja eru allar heilsteyptar og úthugsaðar persónur og tilfinn- ingalíf þeirra er mjög vel skrifað. Þannig á lesandinn erfitt með að finna ekki til samkenndar með þeim og er í raun fljótlega kominn að fullu inn í hugarheim þeirra. Hver einasta persóna bókarinnar er trúverðug og er um að ræða raunsæja frásögn af veruleika ungmenna á Íslandi, þrátt fyrir að í söguþræðinum felist eitt- hvað yfirnáttúrlegt. Bókin er full af húmor en spilar líka á fleiri tilfinningar og er á köflum mjög átakanleg. Þó vandamálin sem stúlkurnar kljást við séu ekki gríðar- stór miðað við ýmislegt sem börn heimsins hafa þurft að ganga í gegn- um er um að ræða aðstæður sem má telja líklegt að mörg börn, hvort sem er íslensk eða erlend, hafi þurft að takast á við. Það er erfitt að lesa um þá vanlíðan sem stúlkurnar þurfa að upplifa en ofboðslega gleðilegt að fá að fylgjast með þeim þroskast frá henni og í átt að meiri lífshamingju. Bókin er því, þótt hún sé bæði æsi- spennandi og átakanleg, líka full af hamingju og hún skilur lesandann eftir mettan og jafnvel örlítið fróðari um sjálfan sig, aðra og jú, auðvitað, það sem mestu máli skiptir: fróðari um vampírur. Rut Saga hennar er „æsispennandi og átakanleg, líka full af hamingju og hún skilur lesandann eftir mettan og jafnvel örlítið fróðari um sjálfan sig, aðra og jú, auðvitað, það sem mestu máli skiptir: fróðari um vampírur“. Vampírur í þroskasögu Skáldsaga Vampírur, vesen og annað tilfallandi bbbbm Eftir Rut Guðnadóttur. Vaka-Helgafell, 2020. Innb., 287 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Nýja ofurhetjukvikmyndin Wonder Woman 1984, framhald hinnar fyrri um konuna öflugu sem var frum- sýnd fyrir þremur árum, hefur ver- ið í sýningum víða um lönd síðustu daga en ekki hefur gengið vel að draga gesti að kvikmyndahúsunum, samkvæmt frétt BBC. Og er kór- ónuveirufaraldrinum kennt um. Í Bretlandi er til að mynda aðeins um fjórðungur kvikmyndahúsa opinn og ströng sóttvarnaskilyrði. Fyrstu vikuna voru seldir miðar á myndina fyrir tæplega 39 milljónir dala í 39 löndum, sem mun vera langt undir væntingum. Um helmingur upp- hæðarinnar kom frá sýningum í Kína en það nær ekki helmingi miðasölunnar á fyrri myndina í fyrstu sýningarviku þar í landi. Warner Bros dreifir myndinni út um heimsbyggðina og hefjast sýn- ingar í Bandaríkjunum ekki fyrr en á jóladag, og samtímis í kvik- myndahúsum og á streymisveitu HBO. Hetja Ísraelska leikkonan Gal Gadot leikur ofurhetjuna Wonder Woman. Dræm miðasala á ofurhetjumynd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.