Morgunblaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 40
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fyrir um 40 árum geystist Einar
Már Guðmundsson fram á ritvöllinn
og þá komu út þrjár fyrstu ljóðabæk-
ur hans, Er nokkur í kórónafötum
hér inni?, Sendisveinninn er einmana
og Róbinson Krúsó snýr aftur, en
Mál og menning hefur nú gefið þær
út saman í einni bók. Þótt Einar Már
hafi komið víða við frá 1980 er ljóðið
alltaf ofarlega í huga rithöfundarins.
„Ljóðin eru yfir og allt um kring,“
segir Einar Már. Bendir meðal ann-
ars á að ljóðatímabil hafi komið á um
tíu ára fresti hjá sér. Ljóðin séu
stundum ákveðin leið inn í skrif í
sagnaskáldskap, eins og að finna
andann í skrifunum. „Þau eru líka
ákveðinn heimur út af fyrir sig og
mikilvæg fyrir tungumálið. Beint
samband við hlustandann og lesand-
ann.“
Einar Már segist hafa verið búinn
að semja ljóð í sjö til átta ár þegar
hann áttaði sig á því að hann átti efni
í þrjár bækur. Hann hafi þá verið í
framhaldsnámi í bókmenntum við
Kaupmannahafnarháskóla og enginn
viljað gefa út ljóðin. „Ég gaf því út
tvær fyrstu bækurnar sjálfur, upp-
lagið var 600 eintök af hvorri,“ rifjar
hann upp. Hann seldi þær sjálfur,
byrjaði á vinnustöðum á morgnana,
seldi þær á götuhornum og endaði á
börum á kvöldin. „Sumir sögðu að ég
væri góður sölumaður en ljóðin hittu
einhvern nagla sem þurfti að hitta.“
Þau hafi þótt stórkarlaleg og kjaft-
for, uppreisnargjörn. „Menn byrja í
uppreisn og banka síðan á dyr hefð-
arinnar, en taka uppreisnina oft með
sér inn,“ útskýrir hann. „Þetta eru
þessar samræður á milli þess nýja og
þess sem fyrir er.“
Samfara náminu vann Einar Már
sem hreingerningamaður hjá sjó-
hernum. „Lífið var svolítil keppni á
milli ljóðsins og gólftuskunnar,“ rifj-
ar hann upp.
Á uppleið
Eftir um hálft ár í vinnunni hafi
hann verið með reyndari starfs-
mönnum, því mannaskipti hafi verið
ör. „Ég átti nokkra framavon sem
hreingerningamaður.“ Gæti hafa
unnið sig frá gólfinu upp í fjórhjóla
hreinsivélina og jafnvel bónvélina
enda sá hann þá ekki fyrir Engla al-
heimsins og fleiri merkileg verk,
Bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs og Íslensku bókmenntaverð-
launin auk annarra viðurkenninga.
„Ljóðið sigraði gólftuskuna, ég gat
borgað prentkostnaðinn og haldið
áfram að skrifa.“
Líðandi ár hefur vægast sagt verið
öðruvísi en önnur í manna minnum.
Einar Már segist vera vanur því að
vera á ferðinni og tala um skáldskap,
hitta mann og annan, vera í upplestr-
arferðum, kynna verkin á sviðinu, en
kórónuveirufaraldurinn hafi sett
stórt strik í reikninginn. „Hvert
skáld er eiginlega eins og hljómsveit
og ef ég væri hljómsveit væru nokkr-
ir hittarar í þessum bókum.“ En sam-
komutakmarkanir komi í veg fyrir að
menn stígi á svið.
Hann vinnur nú að skáldsögu og
segist vera langt kominn með hana.
„Það er ekkert annað í stöðunni en að
láta allt sem minnst á sig fá og halda
sínu striki. Ég verð bara áfram í mín-
um helli að vinna.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rithöfundur Einar Már Guðmundsson upplifði ýmislegt fyrir 40 árum en svo fór að ljóðið sigraði gólftuskuna.
Gólftuskan og ljóðið
Einar Már átti framtíð fyrir sér sem hreingerningamaður
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
JÓLA-
BÆKLINGURINN
ER KOMINNÚT
FRÁBÆR
JÓLATILBOÐ
Skoðaðu bæklinginn
á svefnogheilsa.is
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 357. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Keppni í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik
hefst á nýjan leik í kvöld, aðeins tveimur og hálfum
mánuði eftir að síðasta tímabili lauk loksins í október.
Meistararnir í Los Angeles Lakers eru taldir sigur-
stranglegastir en talsverðar breytingar hafa orðið á
mörgum liðum og þá er mismunandi eftir ríkjum hvar
verða áhorfendur á leikjunum og hvar ekki. Gunnar Val-
geirsson fer yfir stöðuna í blaðinu í dag. »32
Lakers með sigurstranglegt lið
ÍÞRÓTTIR MENNING
Í 28 ár hefur kamm-
erhópurinn Camer-
arctica haldið tón-
leikana „Mozart við
kertaljós“ í fjórum
kirkjum á höfuðborg-
arsvæðinu dagana fyr-
ir jól og hafa þeir notið
mikilla vinsælda.
Vegna samkomutak-
markana er nú aðeins
unnt að bjóða upp á
tónleika á netinu. Hall-
fríður Ólafsdóttir
flautuleikari hóf tónleikaröðina á sínum tíma og hélt
henni gangandi öll þessi ár ásamt samstarfsfólki sínu.
Ármann Helgason, klarínettuleikari og eiginmaður Hall-
fríðar, lék ásamt Camerarctica í Garðakirkju í gær-
kvöldi og voru tónleikarnir teknir upp og verður
streymt á faceboooksíðu Garðabæjar klukkan 21 í
kvöld, þriðjudagskvöld, í minningu Hallfríðar.
Tónleikar Camerarctica „Mozart við
kertaljós“ sýndir í streymi í kvöld