Morgunblaðið - 28.12.2020, Page 1

Morgunblaðið - 28.12.2020, Page 1
/BING O M Á N U D A G U R 2 8. D E S E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  304. tölublað  108. árgangur  GEFUR ÚT „FRANKEN- STEIN“-PLÖTU Í ATVINNU- MENNSKU Í ÞRIÐJA SINN COCO REILLY 29 ARNA SIF 27 Segja má að veðrið um jólahátíðina hafi verið upp og ofan í ár, en á höfuðborgarsvæðinu skiptust á snjókomur, slydduhríð og alls herj- ar stormur. Gul veðurviðvörun var svo í gildi um allt land í gær og þurftu björgunarsveit- irnar að sinna ýmsum verkefnum vegna þess. Á annan í jólum gafst hins vegar stund milli stríða, og nýttu vegfarendur við Tjörnina sér það til þess að gefa fuglunum þar aðeins að borða, og voru álftirnar eflaust fegnar því að fá athygli nú þegar svartasta skammdegið er að ganga yfir. Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Stund milli veðrastríða um jólahelgina  Samkomulag náðist á að- fangadag um framtíðarsam- band Bret- lands og Evrópusam- bandsins, eftir að landið gengur úr Evrópska efnahagssvæð- inu um áramót. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að samkomulagið sé fagn- aðarefni enda einfaldi það alla vinnu Íslands um fríverslun. Bráðabirgðasamningur um frí- verslun hafði þegar verið gerður milli Bretlands og Íslands, en Bretar voru ekki tilbúnir í að klára viðræður um framtíðar- fyrirkomulag við Íslendinga og aðrar þjóðir EES fyrr en sam- komulag við Evrópusambandið lá fyrir. »4, 12 & 14 Bretar og Evrópu- sambandið semja Guðlaugur Þór Þórðarson  Gæta þarf að andlegri líðan björgunar- sveitafólks sem fer á vettvang erfiðra verkefna, segir Elva Tryggvadóttir. Hún hefur lengi starfað innan Slysavarnafélags- ins Landsbjargar og lauk nýlega meistaraverkefni í mannauðsstjórn við HÍ þar sem sál- arheill björgunarsveitafólks var könnuð og greind til úrbóta. Áfallastreita og einkenni frekari röskunar er þekkt meðal björg- unarsveitarfólks. Elva segir alla áfram um að taka á málinu, enda sé dýrkeypt að missa þrautþjálfað fólk úr starfinu. Margt hafi áunnist, svo sem með fræðslu og félagastuðningi í eftirleik erfiðra verkefna. „Sálræni þátturinn vegur þungt,“ segir Elva Tryggvadóttir. »10 Áfallastreita björg- unarfólks könnuð Elva Tryggvadóttir Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Tíu þúsund skammtar af bóluefni lyfjafyrirtækisins Pfizer koma til landsins í dag. Tekið verður á móti efninu í höfuðstöðvum dreifingar- fyrirtækisins í Distica í Garðabæ klukkan 10.30 og verða heilbrigðis- ráðherra og þríeyki almannavarna viðstödd. Júlía Rós Atladóttir, framkvæmda- stjóri Distica, segir að verkefnið sé ótvírætt það stærsta sem fyrirtækið hefur komið að. Efnið kemur frá Amsterdam með flugi og er því haldið í 80 gráða frosti með þurrís. „Þegar efnið kemur til Distica þá getum við bæði bætt þurrís á flutningsumbúð- irnar en einnig erum við með frysti sem heldur efninu í mínus 80 gráðum, segir Júl- ía. Áður en bólu- efninu er keyrt út þarf að fara yfir flutningsferlið og hitastigið í flutningnum en sérstakir hitasíritar fylgjast með hitastigi efnis- ins meðan á flutningnum stendur. Það er í höndum Pfizer að gefa loka- mat á að flutningurinn til Íslands hafi verið í lagi, og að svo búnu er hægt að keyra helming efnisins út, eða 5.000 skammta en hinir 5.000 skammtarnir verða geymdir fyrir síðari bólusetn- ingu. „Það eru allir á tánum þannig að við gerum ekki ráð fyrir að þetta taki langan tíma,“ segir Júlía, en bólusetn- ing hefst svo á morgun. Um 700 starfsmenn á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem einkum hafa sinnt Covid-sjúklingum, verða meðal þeirra fyrstu til að fá bólusetningu en einnig starfsfólk sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva hringinn í kringum landið. Fyrstu bólusetningarnar verða á morgun, en ekki hefur verið gefið út hver mun fyrstur fá bóluefnið. Bóluefnið kemur til landsins fyrir hádegi  10.000 skammtar frá Pfizer  Bólusetning hefst á morgun M Bóluefni » 4 & 13 Júlía Rós Atladóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.