Morgunblaðið - 28.12.2020, Page 2

Morgunblaðið - 28.12.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020 er bæði spennandi og ógnvekjandi Bókin fæst í Eymundsson UNGMENNABÓKIN SENSITIVE heitir núna PEAUX SENSIBLES Nýjar umbúðir – sama góða varan Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hefur ekki áhrif á stjórnarsamstarf  Katrín segist vonsvikin með atvik í Ásmundarsal  Bjarni telur uppnám ólíklegt  Kurr í stjórnarliði Andrés Magnússon andres@mbl.is Forsætisráðherra og fjármálaráð- herra telja ekki að umræða vegna heimsóknar þess síðarnefnda í Ás- mundarsal á Þorláksmessu hafi sér- stakar pólitískar afleiðingar. Kurr er í sumum þingmönnum samstarfs- flokka sjálfstæðismanna í ríkis- stjórn, en þó ekki svo að það eigi að hafa teljandi áhrif á samstarfið. „Ég tel að þetta muni ekki valda neinu uppnámi í stjórnarsamstarf- inu, ég hef ekki neina ástæðu til að ætla það,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Morg- unblaðið. En hvað með að það hafi veikt traustið milli manna? „Ég skil alveg hvað átt er við með því, við er- um í stöðugri fjallgöngu og svona at- burðir gera hana ekki auðveldari.“ Katrín vonsvikin Katrínu Jakobsdóttur forsætis- ráðherra þykir málið allt miður. „Ég ræddi þetta við ráðherrann og sagði honum sem var, að ég væri mjög vonsvikin með þennan atburð. Eins og fram hefur komið, hefði hann átt að átta sig á aðstæðum og yfirgefa svæðið, eins og hann sagði raunar sjálfur og baðst afsökunar á,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið. „Það eru ríkari kröfur á okkur, sem eru í forystu, en aðra. Við eigum öll að vera mjög meðvituð um það,“ bætti hún við. Katrín telur að það eigi ekki að þurfa að hafa nein eftirmál, þótt mál- ið sitji í ýmsum. „Þetta er þannig at- vik, að það eru margir reiðir og von- sviknir. Því hef ég sagt að það geti skaðað traustið milli flokkanna og gert samstarfið erfiðara, sem ég hef auðvitað áhyggjur af,“ segir for- sætisráðherra. „Það hefur verið mik- il samstaða í ríkisstjórn í þeim flóknu verkefnum, sem við stöndum í, og þar höfum við náð gríðarlegum ár- angri. Þess vegna tel ég mikilvægt að við vinnum úr þessu atviki.“ Svipuð sjónarmið komu fram hjá þingmönnum, sem blaðið ræddi við, án þess þó að fram kæmu kröfur um pólitískt uppgjör vegna þess, eins og sumir stjórnarandstöðuþingmenn hafa kallað eftir. „Þetta er náttúru- lega afar óheppilegt mál sem við þurfum að ræða innan okkar raða. Bæði þarf að fara yfir málið innan stjórnar og þingflokks,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður vinstri grænna. Í sama streng tók Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sem sagði þetta „svakaleg mistök“. Samkvæmi eða sölusýning? Fréttir voru sagðar af því á að- fangadagsmorgun, samkvæmt lit- ríkri færslu í svonefndri „Dagbók lögreglu“, að einkasamkvæmi í mið- borginni hefði verið lokað vegna brota á sóttvarnareglum og tekið fram að þar hefði ráðherra verið meðal gesta. Eftirgrennslan fjöl- miðla leiddi í ljós að þar var rætt um Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hann sagði hins vegar að þar hefði hann átt stutta viðkomu á sölusýn- ingu og talið að sóttvarnareglur hefðu verið virtar, en hins vegar hefði fjölgað snögglega í húsinu og hann ekki gætt að því að fara nógu skjótt. Bjarni baðst afsökunar á því. Að sögn forráðamanna Ásmund- arsalar var um sölusýningu að ræða, enda þar rekið listagallerí og verslun og því leyfi til þess að hafa opið til kl. 23 á Þorláksmessu. Tvö rými eru í húsinu, á sitt hvorri hæðinni, svo áhöld kunna að vera um leyfilegan mannfjölda í húsinu. Boðið verður upp á sérstakt jóla- og nýársbingó K100, mbl.is og Morg- unblaðsins í kvöld. Siggi Gunnars bingóstjóri segir viðtökurnar hafa verið framar vonum og því hafi verið ákveðið „að klára árið með stæl“. Vinningarnir verða ekki af verri endanum, en þátttakendur geta m.a. unnið flugeldapakka og skottertur frá Landsbjörgu. Þá verður einnig risasjónvarp frá Samsung í boði ásamt alls kyns góssi sem hentar í áramótafögnuðinn. „Hin frábæra Salka Sól verður heiðursgestur þátt- arins en þetta hefur heldur betur verið flott ár hjá henni, fyrir utan það að gefa út vinsæla prjónabók var hún ein aðalsprautan í vinsælu þátt- unum hans Helga Björns. Salka mun taka fyrir okkur tvö lög í þættinum og leika á als oddi,“ segir Siggi. Hægt er að ná sér í bingóspjald á mbl.is/bingo og hefst útsendingin kl. 19 í beinu streymi á mbl.is og á rás 9 í sjónvarpi Símans. „Við klárum þetta ár í sameiningu og förum full bjartsýni inn í það næsta,“ segir Siggi Gunnars að lokum. Veglegir vinningar í lokabingói ársins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bingó Förum full bjartsýni inn í næsta ár segir Siggi bingóstjóri. Þórunn Egils- dóttir, þingmað- ur Framsókn- arflokksins í Norðaust- urkjördæmi, er komin í veik- indaleyfi eftir að hafa greinst að nýju með krabbamein. Hún var með krabba- mein fyrir nokkrum misserum sem tókst að komast fyrir en nú „... öll- um að óvörum hefur boðflennan skorað mig aftur á hólm,“ segir Þórunn í yfirlýsingu á Facebook í gær. Hún var lögð inn á Sjúkra- húsið á Akureyri 22. desember og lyfjameðferð vegna krabbameins í lifur hófst á öðrum degi jóla. Hún segist keik mæta þessu verkefni eins og öðrum, treysti læknum, sitt sé að sjá um að hafa hausinn rétt skrúfaðan og horfa fram á við í þessari baráttu. Þórunn Egilsdóttir býr með fjöl- skyldu sinni á Hauksstöðum í Vopnafirði og hefur setið á Alþingi frá árinu 2013. Þórarinn Pétursson, bóndi á Grund í Grýtubakkahreppi, er varaþingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Hann mun því væntanlega taka sæti Þórunnar á Alþingi þegar Alþingi kemur saman að nýju eftir jólaleyfi, 18. janúar næstkomandi. sbs@mbl.is Þórunn er farin í veik- indaleyfi Þórunn Egilsdóttir Því miður getur það komið fyrir að skila þarf eða skipta út jólagjöfunum, og er jafnan mikið um að vera í verslunarmiðstöðvum landsins fyrstu viðskiptadagana eftir jól. Gert var ráð fyrir því að um 22.000 manns myndu leggja leið sína í Kringluna í þeim erindagjörðum í gær. Örtröð í Kringlunni á fyrsta skiptidegi jóla Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.