Morgunblaðið - 28.12.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.12.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eftir ótelj-andi loka-fresti og of- an á þá alla tæplega sólarhrings töf vegna reikni- skekkju örþreyttra embættis- manna í Brussel á fiskveiði- heimildum í breskri lögsögu, var loks tilkynnt á aðfangadag að Bretar og Evrópusambandið hefðu náð samningi sem tæki við þegar samningar vegna að- ildar Breta að Evrópusamband- inu féllu úr gildi í árslok. Char- les Moore, pistlahöfundur The Telegraph og fyrrverandi rit- stjóri bæði þess blaðs og The Spectator, fjallaði um samning- inn nýja á jóladag og benti á að samningaviðræður við Evrópu- sambandið væru huldar leynd- arhjúpi, þær drægjust mán- uðum saman og svo væri skyndilega kominn á samningur svo hratt að enginn vissi fyrir víst um hvað samið hefði verið. Af þeim sökum yrði að setja fyrirvara við álitsgjöf um þenn- an samning, hún væri ekki byggð á fullkomnum upplýs- ingum. Úr því hefur heldur verið bætt síðan, en margt í útfærsl- unni og framkvæmdinni á eftir að koma í ljós og enn eru uppi ákveðnar efasemdir um að Bretar séu í raun sloppnir úr klóm hins evrópska regluverks. Slíkar efasemdir eru vonandi óþarfar og samningurinn virð- ist tryggja Bretum það sem þeir vildu umfram annað, fullt forræði yfir eigin málum. Þeir vildu semja við Evrópusam- bandið sem fullvalda ríki og þurftu að hafa töluvert fyrir því að fá forráðamenn Evrópusam- bandisins til að skilja að þeim væri full alvara með þeirri sjálf- sögðu kröfu sinni. Evrópusam- bandið ætlaði sér allt fram á síðasta dag að reyna að koma í veg fyrir að Bretar gætu í raun komist undan regluverki sam- bandsins. Þessi áform Evrópusam- bandsins voru í hæsta máta ósvífin en komu ekki á óvart. Sambandið hafði róið að því öll- um árum að koma í veg fyrir það fyrir fjóru og hálfu ári að Bretar kysu með brottför og hafa eftir þá lýðræðislegu ákvörðun gert allt til að reyna að koma í veg fyrir að ákvörðun almennings yrði að veruleika. Í þessari viðleitni hafa þeir notið stuðnings ýmissa innan Bret- lands, sem hafa orðið sér til skammar með framgöngu sinni svo lengi verður í minnum haft þar í landi. Boris Johnson hefur á hinn bóginn vaxið við að takast það verkefni sem var allt annað en auðvelt og aðrir höfðu reynt en mistekist. Það er eftirminnilegt að hann virtist tvístígandi í að- draganda kosninganna um Brexit og lengi vel vissu menn ekki hvar hann kæmi niður í þeim slag. Hann endaði þó með út- göngusinnum og hefur síðan haft næga sannfæringu til að berjast áfram fyrir málinu og gefa ekki eftir það grundvallaratriði þess að Brexit þýddi Brexit, líkt og for- veri hans orðaði það, en sú virt- ist afar óviss um merkingu þeirra orða. Bretar kusu um það hvort þeir ættu að fara úr Evrópu- sambandinu eða vera þar áfram. Það var alveg skýrt og niðurstaða kosningarinnar sömuleiðis. Þess vegna var með ólíkindum þegar í gang fór eftir kosninguna umræða og at- burðarás til að reyna að gera kosninguna, það er að segja vilja almennings, að engu. Eftir að Johnson tókst fyrr á þessu ári að tryggja það að af útgöngunni yrði tók við bar- áttan um það hvort að hún yrði með samningi eða án samnings og þá líka hvers konar samn- ingur það yrði ef hann næðist. Ýmsar útgáfur voru mögulegar í þessum efnum og lengi reyndi Evrópusambandið að tryggja það að Bretar þyrftu eftir sem áður að lúta stofnunum Evrópu- sambandsins og reglum innri markaðarins. Þá lagði Evrópu- sambandið ofurkapp á að fá að halda til frambúðar núverandi fiskveiðiréttindum sínum í breskri lögsögu. Allt var þetta vitaskuld fráleitt og þó að Bret- ar hafi orðið að veita lengri að- lögun en þeir hefðu helst kosið í sjávarútvegsmálunum, þá end- urheimta þeir engu að síður yf- irráðin og svo fiskveiðiréttindin innan fárra ára. Þegar þessi samningur ligg- ur nú fyrir verður eflaust mikið um hann rætt og ritað næstu ár- in og jafnvel áratugina, enda töluverð tíðindi og getur haft mikil áhrif á þróun Evrópusam- bandsins, víðtækari áhrif en eingöngu að því marki sem snýr að samskiptunum við Bretland. En það verður líka mjög fróð- legt að fylgjast með því hvernig Bretlandi annars vegar og Evr- ópusambandinu hins vegar vegnar á næstunni. Ekkert hef- ur skort á hrakspárnar og mjög verið reynt að tala niður tæki- færi Bretlands. Sú umræða hef- ur haldið áfram eftir að- fangadagssamninginn. Líkur eru þó á að Bretum takist að nýta sér það að vera komnir undan regluverki og við- skiptahömlum Evrópusam- bandsins. Boðskapur Boris Johnsons í viðtali við The Tele- graph á annan í jólum var í það minnsta á þann veg að nú yrði tækifærið gripið. Eftir þann baráttuanda sem hann hefur sýnt að undanförnu þarf ekki að efast um að hann ætlar sér að láta verkin tala og leyfa Bretum að njóta þess að vera lausir undan oki Evrópusambandsins. Bretar náðu samn- ingum við ESB þrátt fyrir dökkt útlit} Óvenjuleg jólagjöf M argir geta vart beðið þess að árinu 2020 ljúki. Sjá fyrir sér táknræn tímamót þegar ártal- ið breytist á miðnætti þann 31. desember og nýja árið gengur í garð. Það er mín sannfæring að fram undan sé gott ár og okkur takist að skilja við erfiðleikana sem einkenna árið sem nú er að renna sitt skeið. Hins vegar skulum við muna, að breyt- ingar ráðast ekki af væntingunum einum sam- an, voninni og óskhyggjunni. Breytingar verða þegar orðum fylgja efndir, þegar hugmynd fær vængi og verður að veruleika. Með öðrum orð- um, þá er það okkar sjálfra að móta heiminn sem við lifum í, taka skóflu í hönd ef moka þarf skurð eða taka grunn að nýju húsi. „Reistu í verki, viljans merki,“ orti athafnaskáldið Einar Benediktsson í Íslandsljóði fyrir 120 árum – þegar þjóðin var ein sú fátækasta í Evrópu og horfði á franska fiskimenn moka upp fiski á miðum sem hún sótti ekki sjálf. Sat með hendur í skauti og fortíðarþrá sem hamlaði framförum. Í dag er Ísland á öðrum stað, meðal þeirra þjóða sem búa við mesta velsæld. Framsóknin á sér margar skýr- ingar, en líklega hefur engin ein breyta í jöfnunni meira vægi en kjarkurinn til framkvæmda. Viljinn til verka og draumurinn um bætt samfélag, þar sem fólk fær jöfn tækifæri. Sannfæring okkar um mikilvægi menntunar og samhygðin sem við sýnum þegar eitthvað bjátar á. Sam- hyggjan birtist síðast fyrir fáeinum dögum, þegar íbúar Seyðisfjarðar hröktust af heimilum sínum vegna náttúruvár og samfélagið á Austurlandi tók utan um þá. Það ætla stjórnvöld líka að gera, hjálpa til við uppbyggingu þess sem skemmdist og styðja með ráðum og dáð. Sú viðleitni er besta veganestið inn í nýtt ár. Við ætlum að byggja aftur upp öflugt atvinnu- líf. Styðja við mannlíf og menningu, stuðla að velsæld og hamingju. Skapa störf í stað þeirra sem glötuðust á árinu 2020 og snúa vörn í sókn. Framsókn fyrir þjóðina alla, þar sem við byggjum framfarir á traustum grunni án for- tíðarþrár eða íhaldssemi sem hamlar grósku. Þú sonur kappakyns! Lít ei svo við með löngun yfir sæinn, lút ei svo við gamla, fallna bæinn, byggðu nýjan, bjartan, hlýjan, brjóttu tóftir hins. Líttu út og lát þér segjast, góður, líttu út, en gleym ei vorri móður. Níð ei landið, brjót ei bandið, boðorð hjarta þíns. -höf. Einar Benediktsson. Áramót eru tímamót. Njótum þeirra í faðmi okkar nán- ustu og vinnum svo saman stóra sigra á nýju ári. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Hvert andartak er nýtt upphaf Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Andrés Magnússon andres@mbl.is Jólaboðskapur Borisar John-son, forsætisráðherra Bret-lands, til þjóðar sinnar vartvíþættur. Annars vegar um að jólahátíðin væri með öðru sniði nú en endranær, en að sóttvarnatak- markanirnar nú væru til þess að stór- fjölskyldan gæti komið saman næstu jól heil og hraust. Hins vegar kynnti Boris jólagjöfina um samninga Breta við Evrópusambandið, sem gerir það að verkum að úrganga þeirra um ára- mótin verður áreynslulaus. Um efni samningsins eru deildar meiningar eins og gengur, en hjá hinu verður ekki litið að gerð hans og lyktir Brexit er pólitískt afrek hjá Boris Johnson. Evrópuspurningin í Bretlandi hefur verið eitruð, æ síðan hún kvikn- aði á sjöunda áratugnum og valdið hatrömmum deilum í opinberri um- ræðu, jafnvel klofningi innan beggja stóru flokkanna þar í landi, Íhalds- flokksins og Verkamannaflokksins. Gleymum ekki að það var hún, sem varð sjálfri Margaret Thatcher að falli. Hún felldi líka John Major, veikti Tony Blair, batt enda á póli- tískan feril David Cameron og felldi Theresu May. Eftir allan þann dæmalausa vandræðagang varð Boris Johnson forsætisráðherra og í krafti loforðs hans um að klára Brexit vann hann sögulegan kosningasigur, sem kann að hafa breytt hinu pólitíska lands- lagi þar í landi. Evrópuumræðan útkljáð Með samningnum hefur Boris endanlega kveðið breska Evr- ópusinna í kútinn. Þeir sögðu að Bretar myndu aldrei kjósa úrgöngu, síðan úrgöngusamningur yrði aðeins á forsendum ESB, þá að aðgengileg- ur viðskiptasamningur myndi aldrei nást, a.m.k. ekki fyrir úrgöngu og alls ekki í miðjum heimsfaraldri (sem hef- ur reynst forsætisráðherranum afar erfiður, bæði persónulega og póli- tískt). Allt þetta hefur reynst rangt og í því öllu skipti framganga Boris sköpum. Þar hefur hvað eftir annað kom- ið á daginn að hann skilur um hvað Brexit snýst í huga Breta, um hvað sé hægt að sýna sveigjanleika og hvað sé ófrávíkjanlegt. Bretar hafa alla tíð verið áfram um fríverslun, en ekki um pólitískan samruna. Samningurinn á aðfangadag dregur það allt vel fram. Sjálfur við- skiptasamningurinn var alls ekki erf- iður, en það sem stóð í mönnum var fiskurinn og fullveldismálin. Málið með fiskinn er að hann snýst ekki um viðskipti, heldur lögsögu, hver ráði bresku yfirráðasvæði og nýtingu þess. Þar gat Boris ekki bakkað, en hann gat vel gefið eftir um aðlög- unartímann hvað varðar sjáv- arnytjar. Með sama hætti gat hann ekki fallist á að Evrópudómstóllinn hefði frekari lögsögu í landinu eða um samninginn. Þar gat hann hrósað sigri, eins og sjá mátti á fasi hans. Að sama skapi mátti lesa mikið í upplitið á Ur- sulu von der Leyen, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, og Michel Barnier, aðalsamningamanns sam- bandsins, sem virtust vera að flytja minningarorð. Er þó ástæðulaust að gera lítið úr þætti von der Leyen við að leysa málið, sem fyrir örfáum dög- um virtist hlaupið í óleysanlegan hnút. Breska þingið kemur saman á morgun til þess að fjalla um samning- inn og gert er ráð fyrir að hann fari auðveldlega í gegn. Harðir Brexit- menn virðast fella sig við hann og Verkamannaflokkurinn hefur gefið til kynna að hann sé þeim ekki á móti skapi. Boris kláraði Brexit á síðustu stundu AFP Jólakveðja Í sjónvarpsávarpi á aðfangadag sást á þumli Borisar að blekið á samningnum var vart þornað. Og úr fiskamynstrinu á bindinu lásu menn sitt. Það voru fiskveiðar ESB í breskri lögsögu, sem mestum vandræðum ollu. Frakkar vildu ekki gefa neitt eftir, en úr varð að þeir skila Bretum fjórðungi kvótans um áramót, en eftir fimm og hálft ár taka við árlegir samningar um kvóta og forræði Breta er óefað. Beggja vegna Ermarsunds hörmuðu fiski- menn hlutinn sinn, en frönsk stjórnvöld lýstu yfir fulln- aðarsigri og breskur sjávar- útvegur lýsti yfir vonbrigðum. Fiskurinn til vandræða BREXIT-SAMNINGUR Ísland Færeyjar Noregur Írland Bresk lögsaga DK DE NL BE Frakkland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.