Morgunblaðið - 28.12.2020, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020
Dúfur við Tjörnina Mikið fuglalíf er við Reykjavíkurtjörn líkt og flestir höfuðborgarbúar vita. Þessar dúfur voru þar og hófu sig til flugs þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði.
Íris Jóhannsdóttir
Fréttir utan úr heimi
um netárásir á lyk-
ilstofnanir lýðræð-
isþjóðfélaga eru ugg-
vekjandi og til marks
um gjörbreyttan veru-
leika. Nýlegar árásir á
tölvukerfi Lyfjastofn-
unar Evrópu í Haag í
Hollandi og umfangs-
miklar árásir í Banda-
ríkjunum sýna okkur, svo ekki verður
um villst, hversu víðtæk ógn er af
slíkum netárásum. Netárásin á
Lyfjastofnun Evrópu var gerð á sama
tíma og sérfræðingar stofnunarinnar
skoðuðu hvort heimila beri notkun
bóluefna sem þróuð hafa verið gegn
kórónuveirunni. Það getur vart talist
tilviljun, þarna eru eyðileggingaröfl
að verki sem leggja mikið á sig til að
ógna öryggi almennings.
Fyrir ári lögðum við ásamt öðrum
þingmönnum Sjálfstæðisflokksins
fram beiðni um skýrslu frá forsætis-
ráðherra um innviði og þjóðaröryggi.
Þar er m.a. tekið á netöryggi og
helstu þáttum raforkukerfisins í
tengslum við þjóðaröryggi. Nú stytt-
ist í útgáfu skýrslunnar en hún verð-
ur mjög efnismikil og hefur verið
unnin á vettvangi allra ráðuneyta. Er
það von okkar að skýrslan marki
þáttaskil í netöryggismálum á Íslandi
en sem samfélag getum við ekki leyft
okkur annað en vera mjög vakandi
yfir þeim þjóðfélagsmikilvægu hags-
munum sem þarna eru undir.
Innviðir og þjóðaröryggi
Í greinargerð með skýrslubeiðn-
inni óskuðum við eftir að skilgreint
verði nánar hvaða innviðir landsins
teljist til grunninnviða samfélagsins,
sbr. þjóðaröryggisstefnu, og teljast
mikilvægir út frá þjóðaröryggi lands-
manna, svo sem samgönguinnviðir,
raforku- og fjarskiptakerfið. Orku-
málin spila hér stóra rullu því sam-
félagið er mjög háð raforkuflutnings-
kerfinu því oft getur lítil og staðbund-
in bilun valdið miklum óþægindum
eða jafnvel erfiðleikum. Eftir því sem
tækninni fleytir fram og sjálfvirkni-
væðing sem gengur fyrir rafmagni
verður algengari má búast við að
þetta verði æ mikilvægara viðfangs-
efni.
Við bentum á að íslensk löggjöf er
skammt á veg komin í samanburði við
nágrannalöndin, þar sem farið var að
huga að þessum málum fyrir nokkr-
um áratugum. Í Svíþjóð er notað hug-
takið „riksintresse“ yfir helstu grunn-
innviði sem tengjast landskipulagi
sænska ríkisins. Þannig eru helstu
innviðir landsins settir alfarið á for-
ræði og ábyrgð ríkisins á grundvelli
þjóðaröryggishagsmuna Svíþjóðar.
Nú eru um 30 af 100 helstu flugvöllum
Svíþjóðar skilgreindir sem „riks-
intresse“ þar sem skipulagsvaldið
hefur verið fært frá viðkomandi sveit-
arfélagi yfir á æðra stjórnsýslustig
vegna þjóðaröryggishagsmuna. Með
sama hætti hafa tilteknir vegir, virkj-
anir, raforkuflutningar, lestarteinar
o.s.frv verið skilgreindir sem slíkir út
frá þjóðarhagsmunum. Að sama
skapi þurfum við Íslendingar að skil-
greina þá samfélagslegu innviði sem
teljast mikilvægir að teknu tilliti til
þjóðaröryggishagsmuna. Þannig má
tryggja öryggi þjóðarinnar og jafn-
framt sameiginlegan skilning á því
hvað felist í þjóðaröryggishugtakinu.
Jafnframt þarf að endurmeta gefnar
hugmyndir og sjónarmið í öryggis-
málum með það að markmiði að
standa vörð um öryggi þjóðarinnar.
Norrænt samstarf
í netöryggismálum
Í nýrri skýrslu Björns Bjarnasonar
um þróun norræns samstarfs á sviði
utanríkis- og öryggismála er tekið
sérstaklega á netöryggismálunum og
rætt um mikilvægi samstarfs Norð-
urlandanna á sviði nýrrar tækni og
varnir gegn netárásum. Þá þurfi
Norðurlöndin að eiga samstarf við
aðrar þjóðir í þessum efnum, ekki síst
vegna tilkomu 5G-tækninnar. Net-
varnir eru mikilvægar bæði í borg-
aralegu tilliti og vegna varnarhags-
muna þjóðanna. Þar bera stjórnvöld
mikla ábyrgð gagnvart almenningi.
Ekki síst við upplýsingagjöf og
fræðslu. Kemur fram í skýrslunni að
norrænt samstarf geti styrkt hvert
land fyrir sig í að bregðast við póli-
tískum og diplómatískum þrýstingi
stórveldanna, sem getur verið misvís-
andi.
Við fögnum því að útgáfa skýrslu
forsætisráðherra um innviði og þjóð-
aröryggi er nú handan við hornið og
teljum brýnt að í framhaldinu verði
gefið í þá vinnu að tryggja varnir og
öryggi þjóðarinnar út frá samfélags-
legum innviðum, ekki síst netvörnum.
Netógnin má ekki grafa undan und-
irstöðum lýðræðisþjóðfélaga eins og
við sjáum ítrekað reynt af hálfu net-
þrjóta. Þar þarf hver þjóð að leggja
sitt af mörkum svo unnt verði að verja
sem best lykilstofnanir, almenning,
sameiginleg gildi og hugsjónir.
Eftir Njál Trausta
Friðbertsson
og Bryndísi
Haraldsdóttur
»Netógnin má ekki
grafa undan und-
irstöðum lýðræðisþjóð-
félaga eins og við sjáum
ítrekað reynt af hálfu
netþrjóta.
Njáll Trausti
Friðbertsson
Höfundar eru þingmenn. Njáll
Trausti Friðbertsson er varafor-
maður utanríkismálanefndar og for-
maður Íslandsdeildar NATO-
þingsins. Bryndís Haraldsdóttir situr
í utanríkismálanefnd.
Netöryggi er þjóðaröryggi
Bryndís
Haraldsdóttir
Á árinu sem nú er að
líða höfum við fundið
það á eigin skinni
hversu háð við sem ey-
þjóð erum góðum flug-
samgöngum til að við-
halda lífsgæðum og
hagsæld hér á landi. Í
upphafi ársins óraði
engan fyrir því að
heimsfaraldur myndi
gjörbreyta daglegu lífi
fólks um allan heim. Þær öflugu flug-
samgöngur og tengingar á milli landa
sem við höfum vanist stöðvuðust nær
alfarið með tilheyrandi áhrifum á
hagkerfið og þjóðfélagið allt.
Icelandair og forverar þess hafa
fylgt íslensku þjóðinni í áratugi og
gegnt mikilvægu hlutverki við að
tengja land og þjóð við umheiminn
ásamt því að sinna nauðsynlegum
vöruflutningum í yfir 80 ár. Land-
fræðileg staðsetning landsins gefur
okkur tækifæri til að byggja upp
tengimiðstöð í flugi milli Evrópu og
Norður-Ameríku og samhliða því öfl-
uga ferðaþjónustu hér á landi, öllum
til heilla.
Sem íslenskt flug-
félag höfum við byggt
upp mikla reynslu og
þekkingu til að takast á
við ýmiss konar krefj-
andi aðstæður, hvort
sem það eru slæm veð-
ur, eldgos eða fjár-
málahrunið fyrir um
áratug. Árið sem er að
líða hefur þó verið ólíkt
öllum öðrum. Starfsemi
Icelandair gjörbreyttist
á örfáum vikum úr því
að selja flugmiða og
flytja fólk á milli landa, í það að finna
nýjar lausnir fyrir viðskiptavini í kjöl-
far stórfelldra niðurfellinga á flugi
vegna ferðatakmarkana um allan
heim. Þetta fól í sér breytingar á
leiðakerfi og flugáætlun, endur-
greiðslur, inneignir og ekki síst að
koma þeim á áfangastað sem gátu og
ætluðu sér að ferðast.
Átak og útsjónarsemi
Við lok ársins er mér þakklæti efst
í huga. Ég þakka viðskiptavinum
okkar fyrir stuðninginn og þolinmæð-
ina. Fjölmargir sátu uppi með ónot-
aða flugmiða en til að byrja með tók
það okkur langan tíma að leysa úr
málum farþega þar sem við höfðum
hvorki mannskap né umgjörðina til
að takast á við fleiri beiðnir en
nokkru sinni fyrr um breytingar og
endurgreiðslur flugmiða. Með sam-
hentu átaki starfsfólks höfum við þó
náð utan um þessi mál en síðan í mars
höfum við gert breytingar á yfir 500
þúsund flugmiðum og þar af end-
urgreitt yfir 300 þúsund flugmiða.
Þá erum við ekki síður auðmjúk og
þakklát fyrir þann mikla meðbyr og
traust sem Icelandair Group var sýnt
í vel heppnuðu hlutafjárútboði í sept-
ember síðastliðnum. Á undanförnum
árum hafa hluthafar í félaginu að
mestu verið fagfjárfestar og var það
því ánægjulegt að sjá metþátttöku al-
mennings í útboðinu. Hluthöfum fé-
lagsins fjölgaði um ríflega átta þús-
und og eru nú yfir þrettán þúsund
talsins. Við ætlum svo sannarlega að
standa undir því trausti sem okkur er
sýnt og vinnum nú hörðum höndum
við að undirbúa það að koma sterk til
baka um leið og aðstæður batna.
Á sama tíma og mér er þakklæti
efst í huga gagnvart íslensku þjóð-
inni, þá er ljóst að við hefðum ekki
komist í gegnum þetta ár nema fyrir
tilstilli starfsfólks Icelandair Group.
Með þrautseigju og samheldni hafa
allir lagst á eitt til að vinna úr krefj-
andi aðstæðum. Hvort sem um ræðir
breytta þjónustu við viðskiptavini, að
stýra leiðakerfi í óvissuástandi, að
viðhalda flugvélum í kyrrstöðu eða
viðamikla fjárhagslega end-
urskipulagningu sem við lukum í
haust til að tryggja framtíð félagsins.
Þar að auki, á sama tíma og farþega-
flug var í lágmarki, náði okkar útsjón-
arsama starfsfólk að skapa félaginu
ný tækifæri í fraktflutningum og
leiguflugi. Sem dæmi um þetta voru
80 flugferðir með mikilvægar lækn-
inga- og hjúkrunarvörur frá Kína til
Evrópu og Norður-Ameríku. Þessi
verkefni ásamt óteljandi öðrum úr-
lausnum eru til marks um þau miklu
verðmæti, reynslu og þekkingu sem
eru til staðar meðal starfsfólks. Það
eru forréttindi að fá að vinna með jafn
öflugum hópi fólks. Á sama tíma er
það þyngra en tárum taki að hafa séð
á eftir ríflega tvö þúsund frábærum
samstarfsmönnum á árinu. Við von-
um að sjálfsögðu að flestir þeirra
komi til baka sem allra fyrst.
Hefjum okkur til flugs
Heimsbyggðin glímir enn við mik-
inn vanda sem kórónuveiran hefur
valdið. Við Íslendingar höfum alla
burði til að standa þennan storm af
okkur með því að halda vel á spil-
unum. Ísland verður áfram eft-
irsóttur áfangastaður ferðamanna og
hér eru kjöraðstæður til að laða að
ferðamenn í kjölfar faraldursins –
víðerni, öryggi og fámenni.
Við hjá Icelandair Group höldum
ótrauð áfram að byggja á okkar
trausta grunni og áratuga reynslu og
sinna mikilvægu hlutverki okkar af
kostgæfni – að tryggja öflugar flug-
samgöngur til og frá Íslandi og bjóða
góðar tengingar milli Evrópu og
Norður-Ameríku.
Við hlökkum til að sjá ykkur á flugi
sem allra fyrst.
Eftir Boga Nils
Bogason » Við ætlum svo sann-
arlega að standa
undir því trausti sem
okkur er sýnt og vinnum
nú hörðum höndum við
að undirbúa það að
koma sterk til baka
Bogi Niels Bogason
Höfundur er forstjóri
Icelandair Group.
Þakkir í lok árs