Morgunblaðið - 28.12.2020, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2
Fitueyðing
Eyðir fitu á erfiðum svæðum
Laserlyfting
Háls- og andlitslyfting
NÝTT ÁR –
NÝMARKMIÐ
Frábær tilboð og fleiri meðferðir í vefverslun okkar!
TILBOÐ
20%
afslátturí janúar
Í svæðisskipulagi
höfuðborgarsvæðisins
2015-2040 er gert ráð
fyrir því að auka hlut-
deild ferða með
strætó úr 4% upp í
12%. Í umræðunni er
oft talað um að þre-
falda eigi hlut strætó
á skipulagstímabilinu.
Þegar sveitarfélögin á
svæðinu sömdu við
ríkið árið 2012 um að fresta stór-
framkvæmdum í uppbyggingu
þjóðvega á höfuðborgarsvæðinu til
ársins 2022 var ákveðið að sveit-
arfélögin fengju um einn milljarð á
ári til að gera átak í þjónustu
strætó. Sveitarfélögin settu sér það
markmið að auka hlutdeild strætó í
ferðum á höfuðborgarsvæðinu úr
4% í 8% á tímabilinu 2012-2022.
Það hefur vægast sagt gengið
mjög brösuglega. Hlutur strætó
virðist vera óbreyttur frá 2012.
Ferðavenjukönnun 2019
Í fyrra létu samgönguráð og
SSH framkvæma umfangsmestu
könnun á ferðavenjum Íslendinga
sem gerð hefur verið. Ein af nið-
urstöðum könnunarinnar var sú að
hlutdeild ferða með strætó á höf-
uðborgarsvæðinu væri 5%. Í ferða-
venjukönnun 2017 var hlutur
strætó 4%. Þetta þóttu mér mikil
tíðindi og ástæða til að sannreyna
þetta með því að glugga í árs-
skýrslur Strætó bs.
Samkvæmt ársskýrslum Strætó
bs. var heildarfarþegafjöldinn 11,7
milljónir á árinu 2017 og tæpar
12,2 milljónir á árinu 2019. Aukn-
ing um hálfa milljón farþega var
nú allt og sumt. Eins og öllum er
kunnugt hefur bílaumferð aukist
mikið á höfuðborgarsvæðinu síð-
ustu árin. Ég efast því um að hlut-
deild ferða með strætó hafi aukist
milli 2017 til 2019. Niðurstöður
ferðavenjukannananna 2017 og
2019 voru ekki gefnar upp með
aukastaf. Það var því hugsanlegt
að hlutdeild ferða með strætó hefði
t.d. verið 4,4 % árið 2017, afrúnnað
niður í 4%, og 4,6% árið 2019, af-
rúnnað upp í 5%.
Nærtækasta skýringin er þó
e.t.v. tölfræðileg
óvissa, einfaldlega
vegna þess að farþeg-
ar með strætó eru lít-
ill hluti af þátttak-
endum í þessum
könnunum. Fróðlegt
væri að sjá hlutdeild
farþega með strætó
gefna upp með einum
aukastaf ásamt töl-
fræðilegu öryggisbili.
Þannig mætti auðveld-
lega sjá hvort munur
á hlutdeild ferðamáta
milli ára sé tölfræðilega marktæk-
ur.
Raunveruleg hlutdeild ferða
með strætó
Í ársskýrslum Strætó bs. er sett
samasemmerki milli farþegafjölda
og fjölda innstiga. Hingað til hefur
fjöldi ferða með strætó verið talinn
jafn mikill og fjöldi innstiga. Það
er fjarri sanni. 25% innstiga eru
farþegar að skipta um vagn til að
komast milli a og b. Fjöldi ferða
með strætó er því fjöldi innstiga
margfaldaður með 0,75. Þegar
samgönguyfirvöld segja að hlut-
deild ferða með strætó á höf-
uðborgarsvæðinu sé 4% af öllum
ferðum, þá er raunveruleg hlut-
deild ferða með strætó aðeins 4 x
0,75 = 3%.
Í umdeildri skýrslu Cowi &
Mannvits um félagslega ábata-
greiningu fyrir fyrstu fram-
kvæmdalotu borgarlínu eru nið-
urstöður byggðar m.a. á tveimur
umferðarspám í nýju samgöngu-
líkani fyrir höfuðborgarsvæðið.
Báðar spárnar eru reiknaðar fyrir
árið 2024. Önnur spáin er reiknuð
fyrir ástand án borgarlínu og með
óbreyttu strætókerfi, þannig að
gera má ráð fyrir að spá um hlut-
deild ferða með strætó sé svipuð
eða hærri en árið 2019 (ekki lægri
ef við trúum á breyttar ferðavenj-
ur!). Þessi spá gerir ráð fyrir
1.204.875 ferðum með fólksbílum
og 41.492 ferðum með strætó á sól-
arhring. Í samgöngulíkaninu eru
ferðir með strætó skilgreindar á
réttan hátt, þannig að ég beið
spenntur eftir útkomunni. Ferðir
íbúa með vélknúnum ökutækjum
eru samtals 1.204.875 + 41.492 =
1.246.367 ferðir á sólarhring. Hlut-
deild ferða með strætó er (41.492/
1.246.367) x 100 = 3,3% af ferðum
með vélknúnum ökutækjum.
Þá á eftir að taka ferðir gang-
andi og hjólandi með í reikninginn.
Í samgöngulíkaninu er spáð 79.844
ferðum á reiðhjóli á sólarhring.
Hins vegar eru ferðir gangandi
ekki með í líkaninu. Í svæð-
isskipulagi höfuðborgarsvæðisins
2015-2040 er gert ráð fyrir að hlut-
deild gangandi og hjólandi sé 20%
af öllum ferðum 2015 og markmiðið
er að sú tala hækki í 30% 2040. Ef
við gerum ráð fyrir óbreyttri hlut-
deild gangandi og hjólandi áður en
borgarlínan og breytt strætókerfi
eru tekin í gagnið verður hlutdeild
ferða með strætó aðeins 3,3 x 0,8
= 2,66% af öllum ferðum. Ef við
trúum á aukna hlutdeild gangandi
og hjólandi af öllum ferðum og hún
verði t.d. 23% árið 2024, þá verður
hlutdeild ferða með strætó af öllum
ferðum aðeins 3,3 x 0,77 = 2,54%.
Ég trúði vart mínum eigin aug-
um. Með fullri virðingu fyrir hinu
nýja samgöngulíkani kann að vera
einhver ónákvæmni í líkaninu sem
gerir hlutdeild ferða með strætó
minni en hún er í raun og veru.
Rétt er að taka fram að þessar um-
ferðarspár voru ekki gerðar með
endanlegri útgáfu af líkaninu. Við
skulum því leyfa strætó að njóta
vafans og gera ráð fyrir að hlut-
deild ferða með strætó af öllum
ferðum á höfuðborgarsvæðinu árið
2019 sé 3%. Þá vaknar spurningin
hvort markmið um þreföldun á
hlutdeild ferða með strætó á tíma-
bilinu 2015-2040 muni leiða til þess
að markmiðið verði 9% í stað 12%.
3% ferða eru með strætó
Eftir Þórarin
Hjaltason » 25% innstiga eru far-
þegar að skipta um
vagn til að komast milli
a og b. Fjöldi ferða með
strætó er því fjöldi
innstiga margfaldaður
með 0,75.
Þórarinn Hjaltason
Höfundur er umferðarverkfræðingur
og fv. bæjarverkfræðingur
í Kópavogi.
thjaltason@gmail.com
Það kom kannski
sumum á óvart þegar
áhugi erlendra ferða-
manna á Íslandi jókst
hratt eftir gos í Eyja-
fjallajökli. Hingað
komu ferðamenn í leit
að náttúruperlum og
einstakri upplifun,
upplifunum sem okkur
Íslendingum þykja
ekki merkilegar. Þeg-
ar ferðamenn eru
spurðir hvað stóð upp
úr á ferð þeirra um
landið eru algengustu
svörin hreina loftið og
drykkjarvatnið, til-
komulitlir hlutir í huga
okkar. Glöggt er
gestsaugað og hafa sí-
mælingar Gallup á
upplifun erlendra
ferðamanna nýst vel í
að meta gæði Íslands
sem áfangastaðar. Síð-
astliðin þrjú ár hefur Gallup kannað
áhrif markaðsherferðar Icelandic
Lamb á neysluhegðun erlendra
ferðamanna og viðhorf þeirra til ís-
lensks lambakjöts. Frá upphafi
mælinga hefur lambakjöt verið sú ís-
lenska afurð sem flestir ferðamenn
segjast hafa smakkað en vísbend-
ingar eru um að ferðamenn séu ein-
göngu að auka neyslu sína á lamba-
kjöti samhliða minni neyslu þeirra á
öðru kjöti. Niðurstöðurnar hafa
einnig gefið til kynna aukin sókn-
arfæri í útflutningi á uppruna-
merktu íslensku lambakjöti en 19-
24% ferðamanna frá löndum þar
sem lambakjötsneysla er mikil telja
sig mjög líkleg til þess að kaupa ís-
lenskt lambakjöt á sambærilegu
verði og aðrar fyrsta flokks kjötvör-
ur í heimalandi sínu.
Hversdagsleg sælkeravara
Íslendinga
Sauðfjárbúskapur hefur fylgt
okkur frá landnámi og höfum við
þróað með okkur einstakar aðferðir
við sauðfjárrækt sem hafa mótast af
okkar sérstæðu aðstæðum. Á meðan
aðrar þjóðir færðu sig nær verk-
smiðjubúskap aðlöguðu íslenskir
sauðfjárbændur hefðir sínar að
tækninýjungum í landbúnaði. Stórt
skref var tekið með tilkomu gæða-
stýringar sauðfjárræktar sem nær
til landnotkunar, einstaklingsmerk-
inga, skýrsluhalds, hirðingar, aðbún-
aðar, fóðuröflunar og takmarkaðrar
lyfjanotkunar. Með gæðastýring-
unni vinna sauðfjárbændur mark-
visst að því að bæta framleiðslu sína
á hágæða vöru sem á
sér enga hliðstæðu. Ís-
lenskt lambakjöt er
framleitt á fjöl-
skyldubúum við ein-
stakar aðstæður í ís-
lenskri náttúru og er
frábrugðið öðru lamba-
kjöti að því er varðar
bragð, meyrni og holl-
ustu. Viðhorf erlendra
ferðamanna til lamba-
kjöts er því allt annað
en viðhorf okkar Ís-
lendinga, í hversdags-
leika okkar leynist
sælkeravara sem meta
þarf að þeim verð-
leikum sem gestir okk-
ar hafa komið auga á.
Öflugt markaðsstarf
styrkir stöðu bænda
Sjálfsmat og endur-
skoðun er undirstaða
vel heppnaðs markaðs-
starfs en símat á við-
horfi ferðamanna til fé-
lagamerkis og herferða
Icelandic Lamb er skýrasti árang-
ursmælikvarði átaksverkefnisins.
Kannanir hafa sýnt fram á fylgni
milli þekkingar ferðamanna á fé-
lagamerki Icelandic Lamb og
neysluhegðunar þeirra. Könnun sem
framkvæmd var í lok síðasta árs
sýndi t.a.m að af þeim ferðamönnum
sem könnuðust við félagamerki Ice-
landic Lamb borðuðu 66% þeirra
lambakjöt meðan á dvölinni stóð,
miðað við 47% þeirra sem ekki könn-
uðust við félagamerkið. Það má því
leiða líkum að því að átakið hafi auk-
ið neyslu ferðamanna á íslensku
lambakjöti um 19%, auk þess voru
ferðamenn sem þekktu merkið og
sáu skjöld Icelandic Lamb á veit-
ingahúsi helmingi líklegri til þess að
neyta lambakjöts oftar en einu sinni.
Markmið markaðssetningar Ice-
landic Lamb gagnvart erlendum við-
skiptavinum innanlands og utan er
að auka virði íslensks lambakjöts og
bæta þannig afkomu bænda. Árang-
ur átaksins sýnir að auðkenning ís-
lensks lambakjöts með félagamerki
sem vísar til uppruna auk markaðs-
setningar sem segir sögu íslenska
sauðfjárkynsins geti aukið arðsemi í
útflutningi og stuðlað að verðmæta-
sköpun með aukinni sölu til erlendra
ferðamanna. Mikilvægt er að halda
áfram að markssetja íslenskt lamba-
kjöt til erlendra ferðamanna og
horfa til möguleikanna sem kunna
að leynast í öðrum íslenskum land-
búnaðarvörum.
Hefur Íslendingum
láðst að meta verð-
leika eigin þjóðarauðs?
Eftir Gísla S.
Brynjólfsson
»Með gæða-
stýringunni
vinna sauðfjár-
bændur mark-
visst að því að
bæta framleiðslu
sína á hágæða
vöru sem á sér
enga hliðstæðu.
Höfundur er stjórnarformaður
Icelandic Lamb.
Gísli S. Brynjólfsson