Morgunblaðið - 28.12.2020, Side 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020
- meira fyrir áskrifendur
Lestumeira
með vikupassa!
Fyrir aðeins 1.890 kr. færð þú netaðgang
að öllu efni úr blaði dagsins og næstu 6 daga.
- Fréttir
- Ritstjórnargreinar
- Menning
- Íþróttir
- Daglegt líf
- Viðskipti
- Fastir þættir
- Aðsendar greinar
- Aukablöð
- Viðtöl
- Minningargreinar
- Umræðan
Vikupassi er auðveldari
leið til að lesaMorgunblaðið
á netinu.
Fáðu þér vikupassa af
netútgáfu Morgunblaðsins.
Kæri sjávarútvegs-
og landbúnaðarráð-
herra, Kristján Þór
Júlíusson.
Dýra- og náttúru-
verndarsamtökin Jarð-
arvinir hafa rekið tvö
sakamál gegn forráða-
mönnum Hvals hf.
vegna meintra brota
þeirra á reglugerðum
vegna hvalveiða og
verkunar hvals, svo og vegna
meintra brota þeirra á ákvæðum
veiðileyfa, þar sem sekt
forráðamanna Hvals hf.
hefur sannast.
Er annars vegar um
lögreglumál nr. 313-
2018-19923 að ræða, þar
sem það sannaðist að
Hvalur hf. hafði árum
saman (2013, 2014 og
2015) brotið ákvæði 2.
mgr. 10. gr. reglugerð-
ar nr. 489/2009.
Refsirammi fyrir
þessi brot: Sektir eða
fangelsi allt að tveimur
árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar.
Hér féll lögreglustjórinn á Vest-
urlandi af illskýranlegum ástæðum
frá ákæru.
Hins vegar er um lögreglumál nr.
313-2019-8012 að ræða, þar sem það
sannaðist að Hvalur hf. hafði brotið
5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018
um afhendingu veiðidagbóka fyrir
þetta tímabil, en þessu máli var lokið
með lögreglustjórasekt í júlí 2020.
Skv. 7. gr. veiðileyfisins (frá 15.5.
2014) eru refsiákvæði fyrir þessi
brot þessi: „Brot á ákvæðum leyf-
isbréfs þessa og sérhver misnotkun
á því varðar sviptingu leyfisins tíma-
bundið eða missi þess eftir ákvörðun
ráðuneytisins. Einnig varða brot
sektum og öðrum viðurlögum sam-
kvæmt lögum nr. 26/1949, um hval-
veiðar með síðari breytingum.“
Refsirammi skv. þessum lögum er
sektir 2.000-40.000 gullkrónur, upp-
taka á veiðitækjum skipsins,
byssum, skotlínu, skutlum og skot-
færum, svo og öllum afla skipsins,
auk þess sem láta má brot varða
fangelsi allt að sex mánuðum þegar
sakir eru miklar eða um ítrekað brot
er að ræða.
Telur ráðherra ekki rétt og eðli-
legt, með tilliti til sakfellingar for-
ráðamanna Hvals hf. í ofangreindum
tveimur sakamálum vegna brota á
hvalveiðireglugerð og ákvæðum síð-
asta hvalveiðileyfisins nú í millitíð-
inni, að afturkalla nýtt leyfi til veiða
á langreyði fyrir árin 2019-2023 (frá
5.7. 2019)? Væri það ekki góð og eðli-
leg stjórnsýsla?
Bestu kveðjur.
Eftir Ole Anton
Bieltvedt » Telur ráðherra ekki
rétt og eðlilegt …að
afturkalla nýtt leyfi til
veiða á langreyði fyrir
árin 2019-2023?
Ole Anton Bieltved
Höfundur er formaður Jarðarvina,
félagasamtaka um dýra-, náttúru-
og umhverfisvernd.
Opið bréf til sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar
Ert þú af og til að spá í
að draga aðeins úr
áfengisneyslu? Er hugs-
unin ekki alveg eins
skörp og áður? Finnst
þér áfengið draga úr þér
þrótt? Hefurðu áður
reynt að gera hlé á
áfengisneyslu, en ekki
staðið við það eins og þú
ætlaðir? Þá ert þú í góð-
um félagsskap þúsunda
annarra Íslendinga.
Það sem flestir flaska á
Ekki setja markið of hátt. Ætlarðu
að taka hvítan janúar? Vera edrú í
fjórar vikur? Veltu markmiðinu vand-
lega fyrir þér. Hversu líklegt er það á
kvarðanum 1-10 (þar sem einn er afar
ólíklegt og tíu afar líklegt) að þér tak-
ist að vera algerlega edrú í fjórar vik-
ur í röð? Hugsaðu vandlega um þetta.
Hvernig hefur fyrri reynsla þín ver-
ið? Hefurðu áður ákveðið að drekka
ekki dropa í fjórar vikur í röð og stað-
ið við það? Ef þú metur málið þannig
að þú sért hundrað prósent viss um
að það takist, merktu þá við 10 á
kvarðanum og láttu slag standa.
Jafnvel þó þú sért bara 90% viss um
að þér takist það. Þá er
sjálfsagt að reyna.
Sértu bara 80% viss
um að þetta takist þá
skaltu velta fyrir þér að
setja markið aðeins
lægra. Hvað með þrjár
vikur? Eða eina viku?
Eða drekka ekkert á
virkum dögum í eina
viku? Hugsaðu vandlega
um það markmið sem þú
setur þér og ekki reyna
við markmið sem þú ert
ekki 90% viss um að þér
muni takast það. Tímalengdin skiptir
ekki höfuðmáli. Það sem máli skiptir
er að standa við það sem þú ætlar að
gera. Það er betra að lækka markið
frekar en að flaska á því. Þeir sem eru
stöðugt að setja sér of háleit markmið
sem þeir standa ekki við fara smám
saman að líta á sig sem misheppnaða
einstaklinga. Það er slæm tilfinning
sem dregur úr manni kjarkinn.
Við lærðum ýmislegt um hóflega
markmiðssetningu á áttunda áratugn-
um, þegar reykinganámskeiðin hjá
Krabbameinsfélaginu stóðu í sem
mestum blóma. Þetta voru hóp-
námskeið og markmiðið var að drepa í
á ákveðnum degi og halda út meðan á
námskeiðinu stóð, sem voru 4-5 vikur.
Við lærðum fljótt að þau sem náðu
ekki því markmiði voru gjörn á að
láta sig hverfa. Þegar við hringdum í
fólkið var svarið oftar en ekki: „Ég
get þetta ekki, ég er oft búinn að
reyna, en ég get bara ekki hætt að
reykja, alla vega ekki núna.“ Við buð-
um þessum einstaklingum að koma í
einkaviðtöl og um það bil helmingur
þáði það. Af þeim voru margir til í að
reyna aftur með lægri markmiðum.
Þessir einstaklingar voru ekki síður
líklegir til að vera reyklausir ári
seinna þegar gerðar voru athuganir á
langtímaárangri.
Gangi þér vel að lifa heilbrigðu lífi
á komandi ári en mundu að setja þér
ekki of háleit markmið. Gleðilegt nýtt
ár.
Hvítir dagar?
Eftir Ásgeir R.
Helgason
Ásgeir R. Helgason
» Þeir sem eru stöðugt
að setja sér of háleit
markmið sem þeir
standa ekki við fara
smám saman að líta á
sig sem misheppnaða
einstaklinga.
Höfundur er dósent í sálfræði og
sérfræðingur hjá Krabbameins-
félaginu
asgeir@krabb.is
Árið með þessari
fallegu tölu 2020 er
senn á enda. Fyrir
mér eru einkunnarorð
ársins: Gerum þetta
saman. Þríeykið „okk-
ar“, Víðir, Þórólfur og
Alma, ásamt Rögn-
valdi, hefur ótal sinn-
um lagt áherslu á
hversu mikilvæg sam-
staðan er í baráttunni
við veiruna. Sem betur fer hafa
langflestir tekið þetta alvarlega og
farið eftir þessum orðum, sem hef-
ur sýnt sig að skila góðum árangri.
Þessi þrjú orð, „gerum þetta sam-
an“, eru svo mikilvæg, að þau þurfa
helst að fylgja okkur alla daga okk-
ar, því þau gilda í samfélagi manna
í stóru og smáu. Sjúkdómar, heim-
ilislíf, vinnustaðir, félög, sam-
félagið, já, lífið allt, velgengni okk-
ar og hamingja, hangir á þessari
dýrmætu samvinnu.
Við eigum þeim mikið að þakka,
sem hafa staðið í framlínu við að
halda utan um og stýra aðgerðum í
kórónuveirufaraldrinum. Þríeykið á
miklar þakkir skilið fyrir fagleg
vinnubrögð, einbeitni, hvatningu,
einlægni, þolinmæði og skilning.
Fyrir utan allar heilsusamlegar og
hollar ráðleggingar og reglur hafa
þau sýnt okkur í verki hvernig góð
samvinna skapast. Við höfum verið
minnt á að það sé eðlilegt að hafa
ólíkar skoðanir, en um leið svo mik-
ilvægt að finna bestu lausnina.
Þessi framlínuþrenning hefur síðan
verið í samvinnu við stjórnvöld.
Ríkisstjórnin, undir forystu Katr-
ínar Jakobsdóttur, hefur tekið
ákvarðanir, byggðar á ráðlegg-
ingum og vinnu þríeykisins og fleiri
sérfræðinga. Samvinna – til að ná
sem bestum árangri. Katrín í
brúnni á mikið hrós skilið fyrir ein-
læga og ákveðna vinnu sína, ekki
bara í þessu máli, heldur í fjöl-
skrúðugri ríkisstjórn. Mér finnst
hún hvað eftir annað minna okkur
á, að eins og ríkisstjórnin þarf að
stokka spilin og ná saman um það
sem skiptir máli til að árangur ná-
ist og friður ríki þarf samvinnu,
auðmýkt, umburðarlyndi, jákvæðni
og skilning.
Innra með mér hljómar þetta allt
eins og fræðsla fyrir lífið. Allt í
kringum okkur eru einstaklingar
og vinir, hjón og fjölskyldur, félög
og hópar, sem geta aðeins blómstr-
að og haldið hinum mikilvæga friði
með því að „gera þetta saman“.
Hjónaband án samvinnu slitnar.
Fjölskylda án samveru og sam-
vinnu leysist upp. Félög og sam-
starfshópar þurfa á þessari mik-
ilvægu samvinnu að halda til að ná
markmiðum. Það þýðir ekki að allir
þurfi alltaf að vera
sammála. Alls ekki.
En við þurfum að
mætast og ná samspili.
Kirkjan er mér of-
arlega í huga. Þar,
eins og annars staðar,
er mikilvægt að friður
ríki, þar sem kærleiks-
og friðarboðskapurinn
er kjarninn. En auð-
vitað hafa menn ekki
alltaf sömu skoðanir.
Þeir sem eru óánægð-
astir yfirgefa
„félagið“, aðrir skrifa í fjölmiðla um
óánægju sína en enn aðrir taka
þátt í að vinna að bestu lausnum á
erfiðleikunum hverju sinni. Mig
langar líka að hrósa og þakka
Agnesi biskupi fyrir hógvært og
framsækið starf, en hún stendur
m.a. fyrir því að prestaköll séu
sameinuð, svo samvinna presta
verði meiri og auki fjölbreytni í
starfi sóknanna. Það er í rauninni
skipulag, sem „starfsháttanefnd
þjóðkirkjunnar“ lagði til fyrir 40-50
árum!
Gerum þetta saman. Látum boð-
skap jólanna hafa áhrif á okkur og
skapa auðmýkt og djörfung.
Þríeykið, forsætis- og heilbrigð-
isráðherra hafa á þessu ári 2020
flutt okkur friðar- og fagn-
aðarboðskap í nýju samhengi með
starfi sínu. Kirkjan boðar okkur
frið og fögnuð inn í allar erfiðar að-
stæður okkar. Kirkjan kallar okkur
til að horfa hvert til annars, veita
liðveislu og kærleika. Við þörfn-
umst þess. Erfiðleikar og sorgir
eru og verða. Og ef við vissum það
ekki fyrr er okkur vonandi öllum
orðið ljóst á þessu ári hversu óend-
anlega dýrmæt snertingin er,
handabandið, faðmlagið, knúsið!
Jólin flytja okkur boðskap um að
Guð gerðist maður til að lifa meðal
okkar og kenna okkur að lifa í kær-
leika og sátt, í góðri samvinnu. Í
friði. Þökkum allt hið góða. Þreyj-
um þorrann og horfum fram á við í
samvinnu og sátt (þó að við séum
ekki sammála öllu sem gert er).
Gerum þetta saman! Guð gefi þér
gleðilega jólahátíð og hamingjuár.
Friður Guðs sé með þér.
Gerum þetta saman
Eftir Stínu
Gísladóttur
»Hugleiðingar undir
árslok 2020: „Gerum
þetta saman“ í farsótt-
inni, í fjölskyldunni, á
vinnustaðnum, í sam-
félaginu, í kirkjunni, í
lífinu.
Stína Gísladóttir
Höfundur er eftirlaunaþegi en hefur
starfað sem kennari, æskulýðs-
fulltrúi, ræstingakona og prestur.
stinagisladottir@gmail.com
Allt um sjávarútveg