Morgunblaðið - 28.12.2020, Side 20

Morgunblaðið - 28.12.2020, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020 ✝ Ólöf SylvíaMagnúsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 10. apríl 1940. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Grund 16. desember 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðrún Ólafía Karlsdóttir, f. 1907, d. 2009, og Magnús Óskar Ólafsson, f. 1908, d. 1968. Systir Ólafar var Sig- ríður Hrefna Magnúsdóttir, f. 1936, d. 2015. Hinn 10. ágúst 1961 giftist Ólöf eftirlifandi eiginmanni sín- um, Guðmundi Kr. Guðmunds- syni arkitekt, f. 1937. Börn urbæinn í Reykjavík þegar hún var sjö ára, en dvaldi öll sumur í Vestmannaeyjum til unglings- aldurs hjá ömmu sinni og afa. Sautján ára fór hún utan í versl- unar- og tungumálnám þar sem hún dvaldi í tvö ár í Bretlandi og Sviss. Þegar heim kom vann hún í Útvegsbankanum og svo síðar í Dresner bank í Þýska- landi, þar sem hún bjó með eig- inmanni sínum sem var þar við nám. Þá var hún einn vetur í húsmæðraskóla í Kaupmanna- höfn. Eftir að fjölskyldan stækkaði var Ólöf að mestu leyti heima- vinnandi í Hellulandi 2 í Foss- voginum. Ólöf var virk í kven- félagi Bústaðakirkju og síðar var hún öflugur liðsmaður Kvenfélags Hringsins þar til veikindin tóku yfir. Útför Ólafar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 28. desember 2020, kl. 15 og verða eingöngu nánustu að- standendur viðstaddir. þeirra eru: 1) Guð- mundur Kristinn, f. 1964, börn hans eru Kjartan Thor, f. 2001, Lárus Óli, f. 2004, og Eylíf, f. 2012. 2) Guðrún Jó- hanna, f. 1966, eiginmaður hennar er Halldór Ingi Guðmundsson, f. 1964, dóttir Hildur Guðrún, f. 1987. 3) Dögg, f. 1970, eiginmaður henn- ar er Haukur Jens Jacobsen, synir þeirra eru Kristinn Hauk- ur, f. 2004, og Óskar Örn, f. 2008, dóttir Hauks er Helena, f. 1992. Ólöf ólst upp í Vest- mannaeyjum, en flutti í Vest- Elsku mamma okkar, Ollan okkar eins og við og margir í fjöl- skyldunni kölluðum hana oft, hef- ur kvatt eftir erfið veikindi. Mamma var ung að árum þegar hún ákvað að hún vildi vera heimavinnandi húsmóðir og sjá um börnin sín. Hún var 19 ára þegar hún hitti pabba á Borginni, hann var búinn að taka eftir henni áður, fannst hún vera ítölsk í fasi og stíl og skar sig úr. Þau urðu strax ástfangin og voru saman upp frá því, þeirra líf einkenndist m.a. af ferðalögum víða um heim og oft á framandi slóðir. Við minn- umst góðrar hlýrrar móður sem var alltaf til staðar fyrir okkur börnin. Hún var með stóran mat- jurtagarð í Hellulandinu þar sem hún ræktaði alls konar grænmeti enda var mikið lagt upp úr hollum og góðum mat á heimilinu. Mamma var mikil félagsvera og vildi hafa okkur börnin og vini okkar inni á heimilinu og fengum við alltaf að halda partí þegar við vildum. Heimili okkar var alltaf opið og erum við þakklát fyrir það og kunnum að meta það betur og betur hvað allir voru velkomnir. Mikið var poppað, borðaður ís og bakaðar pönnukökur. Það er minnisstætt þegar vinirnir bönk- uðu á eldhúsgluggann og spurðu: „Verður bakað hér í dag?“ Ollan okkar var engin venjuleg kona, hún kom til dyranna eins og hún var klædd, óhrædd við að segja sínar skoðanir hvort sem fólki líkaði það vel eða illa. Hún var með sinn einstaka húmor sem sumir misskildu og jafnvel móðg- uðust en þeir fjölmörgu sem náðu honum kunnu vel að meta. Hún talaði við alla eins og jafningja, unga sem aldna. Það var mömmu mikil gleði þegar hún eignaðist barnabörnin og lagði hún oft á sig löng ferðalög milli landa til að hitta þau og passa. Enda vildi hún helst vera sem mest innan um börn og varðveitti hún barnið í sér vel. Mamma þoldi ekki væl, hvorki í okkur né öðrum. Þegar við leit- uðum til hennar um ráð lagði hún sig fram um að stýra okkur ekki eða troða upp á okkur sínum skoð- unum og spurði alltaf: „Hvað finnst þér?“ Hún vildi fyrst og fremst að við yrðum sjálfstæðir einstaklingar með eigin skoðanir. Hún var falleg nútímakona með stíl og mun alltaf lifa í hjarta okk- ar. Fósturlandsins Freyja, fagra vanadís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís. Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. (Matt. Joch.) Guðmundur Kristinn (Gummi), Guðrún Jóhanna (Gunna), Dögg. Elsku Olla mín. Það hefur örugglega ekki verið auðvelt að eignast allt í einu barnabarn á unglingsaldri en þið Dundur tók- uð mér opnum örmum frá fyrsta degi og var ég strax velkomin í fjölskylduna. Við urðum strax góðar og mikl- ar vinkonur og mikið er þessi vin- átta mér kær. Þú varst vinur vina þinna, traust, hlý og hugsaðir vel um þína. Stolt af börnunum þínum og barnabörnum og hafðir mikinn áhuga á fólki og gast spjallað við alla. Mér fannst þú alltaf svo stór- glæsileg kona og smart og þú varst alltaf með puttann á púls- inum hvað varðar tísku og áttir það oftar en ekki til í fataskápnum og inni á heimilinu. Þú varst alltaf að segja mér svo skemmtilegar sögur, sögur frá ferðalögum sem þú hafðir farið í enda varstu búin að ferðast um allan heim, eða bara sögur af fólk- inu þínu. Skemmtilegustu sögurn- ar fannst mér samt vera þær þar sem þú sjálf varst í aðalhlutverki, annaðhvort að láta einhvern heyra það sem átti það sko skilið eða af einhverjum öðrum uppátækjum þínum. Þú áttir það líka til að segja hlutina hreint út eins og þeir voru og það fannst mér einn af þínum góðu eiginleikum. Það er nefnilega enginn eins og þú Olla mín, alltaf í góðu skapi og alltaf í stuði, hrókur alls fagnaðar. Það er erfitt að hugsa til þess að ég geti ekki sest niður með þér og talað við þig aftur og boðin verða ekki eins án þín. Eftir sitja allar góðu minning- arnar sem ég á með þér. Elsku Olla mín takk fyrir allt, ég er stolt og þakklát fyrir að hafa fengið þig inn í líf mitt. Ég sakna þín. Þín vinkona og barnabarn, Hildur Guðrún Halldórsdóttir. Ég vil minnast hér elskulegrar vinkonu minnar Ólafar Sylvíu, eða Ollu eins og hún var kölluð. Við kynntumst gegnum eiginmenn okkar, þegar við báðar vorum ný- lega giftar og farnar að búa. Eig- inmaður minn, Björn Björnsson prófessor, og eiginmaður hennar, Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt, voru ásamt fleiri skóla- bræðrum nánir vinir. Vinahópur þeirra og við eiginkonurnar héld- um vel saman og hittumst öðru hvoru og var þá alltaf glatt á hjalla. Einnig héldum við eigin- konurnar ásamt fleiri konum saumaklúbb, þar sem við áttum margar ánægjustundir saman. Olla mín var áræðinn og glað- vær dugnaðarforkur, sem vílaði ekki fyrir sér að framkvæma áætlanir sínar. Hún hugsaði einkar vel um fjölskyldu sína og var góður og traustur vinur vina sinna. Einnig vann hún að góð- gerðarmálum. Hún var lengi mjög virk í Kvenfélaginu Hringn- um og studdi mörg góð málefni. Matgæðingur var hún mikill og mátti maður alltaf vita að lostæti væri á borðum þegar þau hjónin buðu heim til sín á sitt sérlega fal- lega heimili. Síðustu árin gekk Olla ekki heil til skógar. Hún hafði fengið krabbamein, en þegar við töluð- um saman var hún alltaf kát og létt. Hún kvartaði aldrei, en þakkaði fyrir að vera enn hress og eiga sér sína góðu fjölskyldu, sem sannarlega annaðist hana vel. Þessi fátæklegu orð um góða vinkonu eru skrifuð til að þakka henni allt – glaðværð hennar, væntumþykju og yndislegar sam- verustundir. Fjölskyldunni allri sendi ég hjartanlegar samúðar- kveðjur. Guð geymi þig, Olla mín. Svanhildur Ása Sigurðardóttir. Við vorum fimm óaðskiljanleg- ir vinir í MR, Björn Björnsson, Ólafur B. Thors, Þórður Þ. Þor- bjarnarson, Guðmundur Kr. Guð- mundsson og sá sem þessar línur skrifar. Við Guðmundur erum þremenningar og ólumst upp í húsum þar sem lóðirnar liggja saman. Við höfum þekkst frá fæð- ingu og foreldrar okkar voru aldavinir. Björn og Þórður eru látnir en vináttan entist til dauða- dags og við sem eftir lifum höfum enn samband reglulega. Þeir þrír fyrstnefndu giftust allir bekkjar- systrum okkar, en við Guðmund- ur leituðum á önnur mið. Ég man þegar Guðmundur kynnti mig fyrir Ólöfu fyrst. Ég hafði sjaldan séð fallegri stúlku. Ég var hálffúll þegar hann kaus að gifta sig í ágúst 1961, en þá var ég að vinna norður á Akureyri. Eitthvað hefur brúðguminn verið taugaóstyrkur því hann hallaði sér að logandi kerti og kviknaði í smókingjakkanum. Komið var í veg fyrir stórslys og móðir mín brá sér gegnum garðshliðið og sótti smókingjakka minn. Við frændur vorum svipaðir á hæð en að öðru leyti ólíkir í vexti, en þetta varð að duga. Fall er far- arheill! Hjónabandið varð farsælt og entist í tæp 60 ár. Ég stríddi Ollu stundum með því að ég ætti dálítið í henni því hún væri gift smókingjakkanum mínum. Við vorum svo heppnir vinirnir að konum okkar samdi vel svo við hittumst oft og ferðuðumst stundum saman. Olla hafði geng- ið á Den Suhrske Husholdnings- skole í Kaupmannahöfn sem var víðfrægur. Við nutum þess við veitingar á heimili þeirra hjóna þótt Olla segði mér að kennsla móður sinnar hefði reynst sér drýgst. Hún hafði lært listina í Kaupmannahöfn þegar hún var í vist hjá höfðingjum. Olla var ekki bara stórglæsileg í útliti. Hún var mikill karakter. Hún hafði ákveðnar skoðanir, hélt þeim stíft fram og af hrein- skilni. Sumum fannst hreinskiln- in stundum fullmikil, en hún var svona! Hún var forkur dugleg. Vann mest heima fyrir og studdi mann sinn með ráðum og dáð. Hún sá líklega meira um barna- uppeldið enda var hann alltaf störfum hlaðinn. Hún vann mikið fyrir kvenfélagið Hringinn af gríðarlegum dugnaði og ánægju. Það munaði um hana hvar sem hún kom. Seinustu árin glímdi hún við mikil veikindi, en hún kvartaði lít- ið og mér fannst hún oftast glöð þegar ég talaði við hana. Við hjón munum sakna hennar mikið og sendum Guðmundi vini okkar og öðrum ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Tryggvi Ásmundsson. Ólöf Sylvía Magnúsdóttir Fjölskylda mín varð fyrir hræðilegu áfalli fyrr í sumar, þegar sonardóttir mín lést. Það er óumræðilega erfitt að upplifa og umbera sorgina þegar svo ná- kominn á í hlut. Sá einn veit sem það reynir. Hún var dásamleg móðir, falleg sál, ótrúlega listræn og vel gefin. Hafði allt til að bera til að ná langt á lífsbrautinni. Mörg falleg ljóð liggja eftir hana. Kristín Lilja Gunnsteinsdóttir ✝ Kristín LiljaGunnsteins- dóttir fæddist 4. mars 1990. Hún lést 14. júlí 2020. Útför Kristínar Lilju fór fram í kyrrþey 28. júlí 2020. Hún var aðeins 10 ára þegar kennari hennar spurði hana hvort hún væri að lesa Íslendingasög- urnar því hún vitn- aði stundum í þær sögur. Þá svaraði þessi yndislega stúlka: „Nei, Gullafi er búinn að segja mér þær.“ Hún gaf mannin- um mínum, Sturlu, þetta heiti. Margar gönguferðir fóru þau saman og þá voru sagðar sögur. Hún gat endursagt sögurnar af svo mikilli snilld að gömlu víking- arnir urðu ljóslifandi í hugskot- um okkar. Hún byrjaði mjög ung að lesa fræðibækur. Var oft mjög frumleg í skrifum og tali svo að unun var að lesa og hlusta. Vann lestrarkeppni í grunnskóla og lék í skólaleikritum. Þegar við vorum að selja húseign okkar þá fannst okkur þvottahúsið vera bágborið. Prinsa mín, eins og ég kallaði hana alltaf, tók til hendinni svo það lá við að við hættum við að selja. Ljót herbergi urðu að svít- um þegar hún var búin að fara höndum um þau. Hún var líka módel enda gullfalleg stúlka. Mikil var hamingjan hjá henni þegar litli drengurinn hennar kom í heiminn. Því miður naut hún ekki langs tíma með honum því nokkrum árum eftir að hann fæddist þá veiktist hún af þeim sjúkdómi sem dró hana yfir móð- una miklu. Við jarðarför hennar, þegar presturinn minntist á Guð, þá hljómaði falleg barnsrödd: „Er Guð til?“ Sjö ára sonur henn- ar að reyna að fá svar. Kristín Lilja var fallegt blóm sem fékk allt of stuttan tíma. Fal- legar minningar munu alltaf lifa í hjörtum okkar. Amma Erla. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ERLENDSDÓTTIR lífeindafræðingur, varð bráðkvödd á heimili sínu 16. desember. Útför verður gerð frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 30. desember klukkan 13.30. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður streymt frá athöfninni á Facebook: Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Hilmir Hrafn Jóhannsson börn, tengdabörn og barnabörn Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, EINAR SIGURGEIRSSON, Álfkonuhvarfi 59, Kópavogi, lést á Landspítalanum 18. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 30. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Útförinni verður streymt á slóðinni https://promynd.is/einar Sigríður Einarsdóttir Sindri Sveinsson Geirmundur Einarsson Arna Jóhannsdóttir Elísabet Einarsdóttir Ólafur Haraldsson Steinunn Ingibjörg Bjartmarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Frænka okkar, GUÐLEIF HELGADÓTTIR ljósmóðir, Fossi á Síðu, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn hinn 21. desember 2020. Jarðsett verður í kyrrþey. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Halla Eiríksdóttir og Helgi Grétar Kjartansson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR íþróttafræðingur, Hraunbæ 14, Hveragerði, lést miðvikudaginn 16. desember. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 4. janúar klukkan 13 í viðurvist nánustu ættingja og vina. Útförinni verður streymt. Jóhanna Klara Stefánsdóttir Stefán Bjarnason Matthías Stefánsson Heiða Anita Hallsdóttir Tómas Helgi Stefánsson Elísabet Snjólaug Reinhardsd. barnabörn og systkini Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR EIRÍKSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 21. desember. Útför hennar mun fara fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 4. janúar klukkan 13:30. Vegna aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir en streymt verður frá athöfninni á Facebook-síðunni jarðarfarir í akureyrarkirkju - beinar útsendingar. Sérstakt þakklæti til starfsfólks Sjúkrahússins á Akureyri fyrir umhyggju og alúð. Valdemar Thorarensen Lára Thorarensen Þórarinn Hafdal Guðni Thorarensen Guðrún Thorarensen Ástþór Stefánsson Sveinn Thorarensen Hrönn Björgvinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.