Morgunblaðið - 28.12.2020, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Toyota Landcruiser 1/2018
33” breyttur með snorkel.
Loftdæla - krómgrind ofl.
Sjálfskiptur. Ek. 76 þ. Km.
Ný yfirfarinn og þjónustaður.
Lækkað verð nú: 8.390 þús.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Raðauglýsingar
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum
Álit Skipulagsstofnunar
Áframhaldandi efnistaka úr Þórustaðanámu í
Ingólfsfjalli í landi Kjarrs, 2. áfangi,
Sveitarfélaginu Ölfusi
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam-
kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun,
Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu Fossvéla ehf. er einnig
að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝ Lilja Hjart-ardóttir How-
ser fæddist 27. des-
ember 1930 á
Bræðraborgarstíg
22 í Reykjavík, í
húsi afa síns og
ömmu, en fyrra hús
þeirra hjóna, með
sama götunúmer,
var nefnt Reyni-
melur og tekur ætt-
in nafn sitt af því.
Lilja lést á líknardeild Landspít-
alans í Kópavogi 13. mars 2020.
Foreldrar Lilju voru Hjörtur
Kristjánsson, f. 1. júní 1905, d.
4. mars 1979, vélstjóri og Sig-
ríður G. Hjartardóttur, f. 26.
ágúst 1908, d. 3. júlí 1980, vann
hjá O. Johnson og Kaaber. Syst-
ur Lilju eru: Anna, f. 1. apríl
1933, maður hennar var Hans
Júlíusson; Valgerður, f. 17. apríl
1936, maður hennar er Kristján
Sveinsson og Margrét, f. 26.
desember 1942, maður hennar
var Finnur Steinþórsson.
dóttur. 2) George Hjörtur, f. 30.
júní 1961, hljómlistamaður og
leiðsögumaður. Synir hans eru
Oddur Ólafur, f. 21. nóvember
1996, kvæntur Sóleyju Hálf-
dánsdóttur, móðir Vala Odds-
dóttir, og Óskar Jarl, f. 15. maí
2003, móðir Auður Húnfjörð.
3) Delia Kristín, f. 18. ágúst
1965, bankastarfsmaður. Dóttir
hennar og Róberts Bjarnasonar
er Lilja Guðrún, f. 13. janúar
1985. Sambýlismaður Hafþór
Örn Þórisson, börn þeirra eru
Róbert Ingi, f. 27. ágúst 2017 og
Hafdís Delia, f. 3.apríl 2020.
Börn Deliu og Harðar Magn-
ússonar eru Vigdís Ósk, f. 18.
nóvember 1993, og Tómas Geir,
f. 7. september 1995. Fyrir átti
George dóttur, Renee Howser
Polhemus, f. 21. október 1950,
gift Ronald Polhemus. Sonur
þeirra var Preston, f. 1. apríl
1971, en hann lést af slysförum
aðeins 15 ára gamall. Lilja flutti
tveggja ára gömul með for-
eldrum sínum til Patreksfjarðar
og ólst þar upp. Hún kom aftur
til Reykjavíkur á unglingsárum,
til náms, og lauk landsprófi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík
1948, fyrst kvenna. Lilja nam
leiklist í Leiklistarskóla Lárusar
Pálssonar 1952-54 og var í Leik-
listarskóla Þjóðleikhússins
1954-55. Einnig stundaði hún
nám í Íslenska heilunarskól-
anum 1988-89. Lilja starfaði
sem talsímakona á Patreksfirði
á sumrin 1944-49 og var af-
greiðslukona í Þvottahúsinu
Drífu 1949-55. Lilja var tal-
símakona á Langlínumiðstöð-
inni í Reykjavík 1955-58 og
starfaði í Bæjarútgerð Hafn-
arfjarðar 1972-78. Hún var
skrifstofumaður hjá bandaríska
hernum á Keflavíkurflugvelli
1978-85 og vann hjá Holl-
ustuvernd ríkisins frá 1985, þar
til hún lét af störfum vegna ald-
urs 30. júní 2001. Lilja bjó í
Hafnarfirði frá árinu 1960,
lengst af í Stekkjarkinn 3. Síð-
ustu árin bjó hún við Hraun-
vang. Lilja hafði gaman af dul-
rænum málefnum, spáði í
tarot-spil og iðkaði jóga á árum
áður. Hún var alla tíð mikill
dýravinur og hélt hunda og
ketti. Hún ferðaðist víða og
hafði unun af ættfræði og
mannkynssögu, sérstaklega ætt-
um kóngafólks og keisara í Evr-
ópu.
Lilja var jarðsungin frá Hafn-
arfjarðarkirkju 1. apríl 2020 og
voru eingöngu nánustu aðstand-
endur viðstaddir útförina.
Lilja giftist 3.
ágúst 1958 George
Earl Howser,
starfsmanni hjá
birgðadeild banda-
ríska hersins á
Keflavíkurflugvelli,
f. 25. júní 1924, d.
25. júlí 1979. Hann
var fæddur í Kings-
port í Tennessee í
Bandaríkjunum.
Foreldrar hans
voru John James Howser, f. 15.
september 1895, d. 1. mars
1954, og Delia Howser, f. 1894,
d. 3. júlí 1924. Börn Lilju og
George eru: 1) Laura Ann, f. 1.
janúar 1959, kennari á
Hvammstanga. Maður hennar
er Gunnar Leifsson. Þeirra syn-
ir eru Leifur George, f. 30.
ágúst 1990, í sambúð með Fjólu
Guðnadóttur, Kristófer Smári,
f. 1. maí 1996, í sambúð með
Ingunni Guðmundsdóttur og
Markús Már, f. 10. júní 1998, í
sambúð með Lilju Jóhanns-
Elsku mamma mín.
Þessir mánuðir sem hafa liðið
frá því þú kvaddir okkur hafa
verið erfiðir. Aðstæður hafa ekki
leyft okkur að halda þér minning-
arathöfn – og þú sem varst svo
mikil útfararkona. Fallega at-
höfnin okkar í kirkjunni þar sem
tónar Mozart, þíns uppáhalds,
fengu að hljóma, hún verður
kveðjustundin þín.
Þú varst svo undurgóð elsku
mamma mín. Studdir mig í gegn-
um lífið og varst börnunum mín-
um besta amman. Þú elskaðir
litla langömmudrenginn þinn –
og þú áttir þér þá ósk heitasta að
fá að lifa fram í apríl svo þú gætir
hitt litlu langömmustelpuna þína.
Við höfum öll þurft að læra að
fara í gegnum dagana án þín. Ég
gríp mig oft á dag í því að þurfa
að spyrja þig um eitt og annað.
Nú síðast í vikunni sem leið þegar
ég sneri öllu á hvolf við að leita að
ísuppskriftinni þinni. Við leitina
fann ég handskrifaðan miða frá
þér, geymdan í einni uppskrift-
arbókinni: „Þegar þú ert sorg-
mæddur, skoðaðu þá aftur huga
þinn og þú munt sjá að þú grætur
vegna þess sem var gleði þín“
(Kahlil Gibran). Þú varst svo
sannarlega gleði mín elsku
mamma.
Ég á hafsjó af minningum um
þig: Þegar þú komst inn á fæð-
ingardeildina þegar nafna þín
kom í heiminn – hafðir hlustað á
píanókonsert númer 21 eftir
Mozart á leiðinni, ferðin okkar til
St.Pétursborgar, leikhús, sinfóní-
an, allt minningar sem sannfæra
mig um að ég vann í mömmulott-
óinu. Fyrir það er ég svo ósköp
þakklát. Og það kemur sá tími að
sorgin og söknuðurinn dvínar og
eftir sitja allar þessar fallegu
minningar um góða konu sem
vildi öllum vel. Fyrir þig er sér-
stakt pláss hjá almættinu.
Takk fyrir allt elsku mamma
mín.
Þín
Delia Kristín
Howser (Dinna).
Lilja Hjartardóttir
Howser
Í dag kveðjum við
elsku Höddu ömmu.
Það er skrýtið að
kveðja einhvern sem maður
þekkir lífið ekki án. Þótt síðasti
áratugur hafi verið ömmu erfiður
og hún oft ólík sjálfri sér standa
góðu minningarnar upp úr eftir
andlátið.
Líf ömmu var þyrnum stráð.
Hún kynnist sorginni á grimmi-
legan hátt þegar hún missti eins
árs gamlan son sinn, Stefán, úr
hvítblæði. Síðan fór Svanur afi á
sviplegan hátt aðeins 45 ára gam-
all.
Eftir að við systkinin komumst
á fullorðinsár skiljum við hreint
ekki hvernig hægt er að halda
áfram eftir slík áföll. Alltaf stóð
hún keik og áfram gakk.
Minningar úr Fornhaga,
Skaftahlíð og síðar Blindrafélag-
inu ylja okkur systkinunum. Tón-
list, vindlareykur, vísur, þulur,
kaffibrúsakallarnir og spjall er
það sem kemur fyrst upp í hug-
ann. Einnig sagði hún okkur
ferðasögur en amma elskaði að
ferðast og fór oft með afa í sigl-
ingar.
Síðar ferðaðist hún bæði er-
lendis og innanlands með Ferða-
félagi Íslands og Blindrafélaginu.
Amma var alltaf svo glaðleg og
Hjördís Guðbjörg
Stefánsdóttir
✝ Hjördís Guð-björg Stef-
ánsdóttir fæddist 2.
nóvember 1928.
Hún lést 5. desem-
ber 2020.
Útför hennar fór
fram 22. desember
2020.
glæsileg, vel tilhöfð,
varalituð, nagla-
lökkuð og nóg af
ilmvatni. Hún fór
reglulega í lagningu
og lagði áherslu á að
bera á sig gott and-
litskrem. Einnig var
hún með sterkan
líkama, borðaði mik-
inn fisk, ost og spír-
urnar hafa eflaust
skilað sínu.
Væntumþykjan leyndi sér ekki
þegar hún hitti okkur krakkana.
Við fengum svo ótal oft að gista,
stundum yfir heilu helgarnar.
Alltaf eitthvert líf og fjör; fóta-
hristingskeppnin og bak-klórið
áður en sofnað var. Þótt amma
hafi ekki legið á skoðunum sínum
var allt svo afslappað og notalegt.
Elsku amma okkar, loksins
fékkstu hvíldina. Það er huggun í
sárum harmi að sjá afa fyrir okk-
ur koma að sækja þig á nýbón-
uðum Cadillac, sennilega hefur
hann beðið síðan 1975. Nú færðu
sjónina aftur og hittir fólkið þitt.
Við ímyndum okkur Stefán litla,
systkini þín, foreldra og vini taka
þér fagnandi.
Þú áttir marga vini og fólki
þótti virkilega vænt um þig, enda
var fallegt að upplifa kærleikann
sem nánasta fólkið þitt um-
kringdi þig með síðustu dagana
fyrir andlátið.
Við eigum eftir að sakna þín,
takk fyrir allt elsku hjartans
amma okkar.
Guð gefi þér góða nótt.
Svanur, Heiður, Tinna
og Blædís Baldurs-
og Nönnubörn.
Nú hef ég kvatt
mágkonu mína,
Steinunni Bjarna-
dóttur, eftir lang-
varandi veikindi og
mun hennar verða sárt saknað.
Ég var svo lánsöm að kynnast
henni og hennar fjölskyldu og
hef átt ómetanlegar stundir
með þeim og þeirra vinum.
Steinunni er best lýst sem ynd-
islegri, bjartri og hlýrri konu.
Hún var stórglæsileg í klæða-
burði og framkomu, vildi öllum
vel, gerði aldrei mannamun,
alltaf tilbúin að hlúa að sínu
fólki og þeim sem leituðu til
hennar.
Hrós frá Steinunni var alltaf
vel þegið enda með eindæmum
einlæg og var hún óspör á þau.
Barnabörnin fengu vel að njóta
þeirra orða og vel að þeim
komin.
Börnin mín kölluðu Stein-
unni ömmu Steinu þó svo að
hún hafi verið föðursystir
þeirra, þannig var
Steinunn, hún laðaði alla að
sér með hlýrri framkomu.
Steina átti góðar starfsstundir
síðustu starfsárin sín á Hrafn-
istu í Hafnarfirði, þar hitti hún
eldri borgara sem voru henni
mjög kærir.
Umhyggjan og ástin sem
hún sýndi móður sinni á meðan
hún lifði var einstök og var eig-
inmaður hennar, Gunnlaugur,
alltaf samstiga henni með sín
góðu verk.
Gestrisni Steinu og Gulla var
alltaf með eindæmum, það að
koma í Hreiðrið á sumardegi og
njóta veitinga hjá þeim eru
Steinunn
Bjarnadóttir
✝ SteinunnBjarnadóttir
fæddist 27. ágúst
1944. Hún lést 21.
nóvember 2020.
Útförin fór fram
4. desember 2020.
ógleymanlegar
stundir. Steina
hafði unun af því
að bjóða í stór-
veislu og þá var
hún ætíð með
þema í huga. Í
veislunum var allt
lagt undir til að
hafa þær sem
glæsilegastar,
veislugestir mættu
í búningum frá
ýmsum löndum, t.d. kúrekaföt-
um, sari-kjólum, breskum
prinsessukjólum og Japans-
klæðum. Að auki var alltaf
leynigestur frá þessum þjóðum
sem kynnti fyrir okkur heima-
land sitt og matur eftir þeirri
menningu, jafnvel vín. Börn
þeirra hjóna, tengdabörn og
systur Steinu voru öll boðin og
búin að leggja hönd á plóg til
að aðstoða þau hjónin við að
gera veislurnar sem glæsileg-
astar.
Utanlandsferðir með þeim
hjónum geymi ég í huga mínum
og hjarta, þar á ég ljúfar, ómet-
anlegar minningar sem munu
fylgja mér alla tíð. Steina var
mikill myndasmiður og tók
myndir af öllum tilefnum og
var oft tekið þannig til orða að
„Steina er með myndavél - hún
reddar þessu“. Steina og Gulli
voru vinmörg og ég veit að
Steinu verður sárt saknað af
öllum. Steinunn var dyggur
Lionsfélagi og þar átti ég með
henni margar góðar stundir.
Oddfellow átti hug hennar líka
og átti hún þar margar systur
og bræður sem fengu að njóta
návistar hennar.
Blessuð sé minning Stein-
unnar.
Elsku Gulli, börn, barnabörn
og fjölskylda, Guð verndi ykkur
og styrki í þessari miklu sorg.
Sonja Eyfjörð
Skjaldardóttir.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar