Morgunblaðið - 28.12.2020, Side 24

Morgunblaðið - 28.12.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020 GLEÐILEGT NÝTT ÁR Jakob Veigar Fjölbreytt úrval glæsilegra listaverka eftir listamenn Gallerís Foldar Opið á milli jóla og nýárs frá 10 - 18 og gamlársdag frá 10-12 Gallerí Fold sendir sínar bestu óskir um 30 ára Anton Birkir ólst upp í Árbænum í Reykjavík en býr núna í Garðabæ. Anton Birkir er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Klöppum-Grænum lausnum. Helstu áhugamál eru knatt- spyrna, kvikmyndir og sjónvarpsþættir og nýjasta áhugamálið er skák. Maki: Eygló Sif Sigfúsdóttir, f. 1989, lög- fræðingur hjá Deloitte. Barn: Andreas Atli, f. 2019. Foreldrar: María Kristín Jóhannsdóttir, f. 1953, og Sigfús Smári Viggósson, f. 1948. Þau búa í Grafarholtinu en eru að byggja í Urriðaholtinu fjölskylduhús. Anton Birkir Sigfússon Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hvers þarfnast þú nú? Kannski fullnægir þú þörfum þínum með því að elda, leika þér eða skrifa. Prófaðu bara. 20. apríl - 20. maí  Naut Að leggja ofuráherslu á vinnuna, færir þér engin vinsældaverðlaun. Sinntu þínum eigin málum og láttu aðra um sitt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er engin ástæða til þess að velta sér um of upp úr öllum sköpuðum hlutum. Vertu þolinmóð/ur því allt gengur upp um síðir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það kemst enginn hjá því að mæta örlögum sínum þegar þau berja að dyrum. Kannski ættir þú að skipta um stefnu í líf- inu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ættir að fara eftir eðlisávísun þinni í máli sem hátt rís á vinnustað þín- um. Skapaðu rólegt og afslappað and- rúmsloft heima við og hvíldu þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Óvænt tækifæri berst þér upp í hendurnar og þér er fyrir bestu að nýta þér það til hins ýtrasta. Allt sem gerist fer í reynslubankann, líka mistökin. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur vald yfir einhverju sem þú telur þig ekki hafa neina stjórn á. Allir vilja vera vinir þínir vegna þess að þú sérð það jákvæða í öllu og öllum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er gott að þekkja sín eig- in takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á reynir. Eitt góðverk á dag getur breytt miklu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt þú hafir margt á þinni könnu er engin ástæða til þess að láta að- varanir annarra sem vind um eyru þjóta. Allir samningar byggjast á málamiðlunum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér kann að þykja framkoma einhverra vinnufélaga skrýtin í dag. Best er að hugsa vel og vandlega út í næstu skref ef þú ert í íbúðaleit. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það á sér stað eldgos af hug- myndum í kollinum og ekkert fær þig stöðvað. Enginn þekkir þig betur en þú, þú veist hvað þú vilt. 19. feb. - 20. mars FiskarMismunandi áhrif, menning, um- hverfi og fólk ýtir undir sköpunargleði þína. Breyttu um stíl og hlustaðu á þinn innri mann. á þessu tímabili, en einna vænst þykir henni um Ínúk, sem fjallaði um lífið í næsta nágrannalandi okk- ar, Grænlandi. „Brynju Benediktsdóttur leik- stjóra var falið að setja saman verk ólfur hafði samið leikgerð upp úr skáldsögu Gunnars Gunnarssonar. Þegar Sveinn Einarsson var ráðinn Þjóðleikhússtjóri var Helga fastráð- in við leikhúsið og starfaði þar til ársins 1992. Hún lék í fjölda sýninga H elga Elínborg Jóns- dóttir fæddist 28. desember 1945 á Ak- ureyri og lauk stúd- entsprófi frá MA 1965. Þá fer hún suður í Háskólann og byrjaði í heimspekilegum for- spjallsvísindum en endaði í Leiklist- arskóla LR. „Ég ætlaði að fara í sál- fræði, en það var kannski ekkert umflúið að fara í leiklistina. Pabbi var í Leikfélagi Akureyrar, bæði sem leikari og formaður og ég ólst upp í leikhúsinu. Það voru seldir miðar heima og leikstjórar sem komu að sunnan gistu gjarnan heima og mamma fóðraði þessa snillinga alla.“ Í náminu kynntist Helga eigin- manni sínum, Örnólfi Árnasyni, sem var þá ungur blaðamaður á Morg- unblaðinu og skrifaði leiklistar- gagnrýni auk þess að skrifa leikverk fyrir leikhús og sjónvarp. Á síðasta árinu í skólanum voru Helga og Örnólfur komin með elstu dóttur sína, Margréti. Helga útskrifaðist frá Leiklistarskóla LR árið 1968 og lék með Leikfélagi Reykjavíkur á árunum 1968-1970. Sumarið 1970 tók Örnólfur að sér fararstjórn fyrir Ingólf Guðbrands- son á Costa del Sol, í árdaga sólar- landaferða Íslendinga. „Ég var þarna með tvö eldri börnin öll sum- ur á Spáni og síðan ákváðum við að dvelja einn vetur í Barcelona. Ég fór í framhaldsnám þarna í Instituto del Teatro þennan vetur og þar kynntumst við stofnendum leik- flokksins Els Comediants, sem Örn- ólfur bauð síðar á Listahátíð í Reykjavík 1980. Þetta var mjög góður tími en líka mjög sérstakur vegna andrúmsloftsins sem þar ríkti undir ógnarstjórn Francos. Allt rit- skoðað og menn þurftu að passa hvað þeir sögðu á opinberum vett- vangi. Það var illa séð að fólk talaði móðurmál sitt katalónsku í Barce- lona, sem er höfuðborg Katalóníu!“ Helga segir að Spánn skipi alltaf sérstakan sess hjá þeim hjónunum og þau hafa mikið farið þangað allar götur síðan. Árið 1970 fékk Helga hlutverk í Svartfugli hjá Þjóðleikhúsinu. Örn- til sýningar í skólum landsins. Hún valdi að fjalla um Grænland og fékk Harald Ólafsson mannfræðing í liðs við sig og leikhópinn, sem í voru, auk Brynju, ég, Kristbjörg Kjeld, Þórhallur Sigurðsson og Ketill Lar- sen. Við fórum til Grænlands, ferð- uðumst um, heimsóttum afskekkt þorp, töfralækna og elliheimili þar sem við lærðum m.a. gamla dansa og söngva. Verkið fjallaði um frum- byggja Grænlands sem lifðu í nán- um tengslum við náttúruöflin og síð- an ágang vestrænnar menningar sem hefur haft margt neikvætt í för með sér. Ínúk var frumsýnt árið 1974. Verkefnið tók óvænta stefnu þegar Þjóðleikhúsinu var boðið með sýn- inguna á Leiklistarhátíðina í Nancy í Frakklandi og sló vægast sagt í gegn. Tilboðum um að sýna Ínúk víðs vegar um heim rigndi yfir okk- ur. Engan hafði órað fyrir velgengni sýningarinnar, en hún var sýnd 231 sinnum næstu fjögur árin í rúmlega tuttugu löndum. Sýningin var ein- föld og höfðaði sterkt til mismun- andi hópa því fólk gat tengt svo vel við þetta stef, sem fólk um víða ver- öld þótti eiga við um sinn eigin veru- leika ekki síður en á Grænlandi. Við hefðum geta haldið áfram með Ínúk talsvert lengur, því ekki vantaði eftirspurnina.“ Helga hefur leikið í fjölmörgum leikritum og bæði leikstýrt og verið aðstoðarleikstjóri í gegnum tíðina. Eftir að dvöl hennar hjá Þjóðleik- húsinu lauk hefur hún unnið sjálf- stætt, og stöðugt verið að bæta við sig nýrri reynslu. Hún fór aftur í Háskólann, fékk kennararéttindi í Kripalu jóga og lauk prófi í hagnýtri fjölmiðlun frá HÍ. „Ástríðan er samt alltaf mest í leikhúsinu,“ og hún hef- ur komið að fjölda sýninga á löngum ferli, þar á meðal í leikriti Stein- unnar B. Jóhannesdóttur „Heimur Guðríðar sem fjallar um Tyrkjarán- ið og líf Guðríðar Símonardóttur og Hallgríms Péturssonar sem sýnt var í flestum kirkjum landsins, Kaupmannahöfn og London. Þá hef- ur Helga leikið í talsvert kvikmynd- um og sjónvarpi. Síðustu ár hefur Helga tekið þátt Helga Elínborg Jónsdóttir leikkona og leikstjóri - 75 ára Ínúk Hér eru Brynja Benediktsdóttir og Helga í Ínúk sem var frumsýnt 1974. Leikverkið varð feykilega vinsælt og sýnt 231 sinnum á Íslandi og var boðið á leiklistarhátíðir og sýnt í Evrópu og Suður-Ameríku 109 sinnum. Leiklistin í blóð borin Þjóðleikhúsið Hér er Helga með Guðmundi Magnússyni í hlutverkum Portsíu og Bassaníó í Kaupmanninum í Feneyjum sem sýnt var árið 1974. 30 ára Berglind ólst upp í Breiðholtinu og flutti í Fossvoginn níu ára. Á sumrin er Fossvogurinn svona „míní Tenerife“ segir hún enda býr hún þar enn. Berglind er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum og vinnur þar á skurðdeild. Aðaláhuga- mál hennar eru tónlist og ljósmyndun. Hún spilar á þverflautu og gítar og hefur mjög gaman af því að taka myndir, bæði af fólki og landslagi. Foreldrar: Laufey Eiríka Gunnarsdóttir, f. 1960, sjúkraliði en vinnur núna á leikskóla og Óðinn Einisson, f. 1961, vann í blómaheildsölu. Þau búa í Reykjavík. Berglind Óðinsdóttir Til hamingju með daginn Fimmtíu ára brúð- kaupsafmæli áttu hjónin Gyða Ingunn Kristófersdóttir og Grétar Páll Ólafsson á annan í jólum. Þau voru gefin saman 26. desember 1970 í Hraunakirkju af séra Sveinbirni Svein- björnssyni. Þau eiga fjögur börn og tengdabörn, ellefu barnabörn og tvö barnabarnabörn. Gullbrúðkaup

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.