Morgunblaðið - 28.12.2020, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 28.12.2020, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020 í hópi Leiklistarkvenna 50+, nú síð- ast í sýningunni Dansandi ljóð þar sem ljóð Gerðar Kristnýjar voru flutt. Núna er hún að leika í sjón- varpsþáttaröð hjá Glass River sem ber heitið Vitjanir. Höfundar hand- rits eru Vala Þórsdóttir og Kolbrún Anna Björnsdóttir. Leikstjóri er Eva Sigurðardóttir. Á þessum tímamótum segir Helga þakklæti sér efst í huga. „Börnin okkar eru öll stórkostleg og reyndar afkomendurnir allir, sem eru hvorki meira né minna en nítján talsins. Ég er líka þakklát fyrir að vera heilsuhraust og nýflutt í ynd- islega íbúð með frábæru útsýni yfir hafið með Akrafjall, Skarðsheiði og Esju blasandi við mér hvar sem ég lít út um glugga.“ Fjölskylda Eiginmaður Helgu er Örnólfur Árnason rithöfundur. Foreldrar hans eru Árni Þorsteinn Egilsson, f. 22.3. 1918, d. 3.12. 1998, loft- skeytamaður og fulltrúi hjá Pósti og Síma og Finnborg Örnólfsdóttir, f. 22.11.1928, d. 13.6. 1993, útvarps- þulur og leikkona. Börn Helgu og Örnólfs eru Mar- grét, f. 21.11. 1967, tónlistarmaður og rithöfundur; Jón Ragnar, f. 22.9. 1970, sellóleikari og lögfræðingur í Tókýó. Álfrún Helga, f. 23.3. 1981, leikkona, leikskáld og leikstjóri, og Árni Egill, f. 24.7. 1983, læknir í Sví- þjóð. Barnabörn Helgu og Örnólfs eru orðin 13 og barnabarnabörnin tvö. Bróðir Helgu er Arnar Jónsson, f. 21.1. 1943, leikari í Reykjavík, kvæntur Þórhildi Þorleifsdóttur, f. 25.3. 1945, leikstjóra og fyrrv. alþm. og leikhússtjóra og eiga þau fimm börn. Fóstursystir Helgu er Arnþrúður Jónsdóttir, f. 6.12. 1955, táknmáls- túlkur. Foreldrar Helgu voru Jón Krist- insson, f. 2.7. 1916, d. 16.8. 2009, for- stöðumaður á Akureyri, og Arn- þrúður Ingimarsdóttir, f. 12.7. 1918, d. 22.4. 1993, húsfreyja. Helga E. Jónsdóttir Þórdís Benediktsdóttir húsfreyja á Felli í Vopnafirði Árni Sigfús Páll Sigbjörnsson bóndi á Felli í Vopnafirði, síðar járnsmiður í Reykjavík Oddný Friðrikka Árnadóttir húsfreyja á Þórshöfn Ingimar Baldvinsson útgerðarmaður á Þórshöfn Arnþrúður Ingimarsdóttir húsfreyja áAkureyri Hólmfríður Stefánsdóttir húsfreyja á Fagranesi í Sauðaneshreppi Baldvin Þ. Metúsalemsson bóndi í Fagranesi í Sauðaneshreppi Lísibet Friðriksdóttir húsfreyja á Kálfsá í Ólafsfirði Jón Magnússon útvegsbóndi og skipstjóri á Kálfsá í Ólafsfirði Elínborg Jónsdóttir húsfreyja á Kambfelli Kristinn Randver Stefánsson bóndi á Kambfelli í Djúpadal í Eyjaf. Jóhanna Magnúsdóttir húsfreyja á Kambfelli Stefán S. Sigurðsson bóndi á Kambfelli Úr frændgarði Helgu E. Jónsdóttur Jón Kristinsson forstöðumaður áAkureyri Harðplast • Viðhaldsfrítt, slitsterkt og hitaþolið yfirborðsefni • Háglans, matt og yrjótt áferð • Auðvelt að þrífa og upplitast ekki Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is „ÞÚ VARST STERKARI Í FYRSTU BRÚÐKAUPSFERÐINNI OKKAR.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að líta á þig með glit í auga. KÖTTUR GEGN HUNDI! BARÁTTAN MIKLA! ÞEIR SOFA BÁÐIR! VIÐ ERUM MEÐ ÞETTA! GETTU HVER ELTI MIG HEIM ÚR RÁNSFERÐINNI! FLÆKINGS- HUNDUR? NEI, KALLI FRÆNDI! BARA NOKKRAR SPESÍUR FRAM AÐ ÚTBORGUNARDEGI? „ÉG MISSKILDI MÁLIÐ. ÞEGAR ÞÚ SAGÐIST HAFA SKRIFAÐ EINA ELDHEITA GERÐI ÉG RÁÐ FYRIR ÁSTARSÖGU.” Heiman ég fór“ kom út 1946 ogmá vel kalla úrvalsrit íslenskra bókmennta enda hugsað til þess að hafa með sér á ferðalögum. Efnið völdu Gísli Gestsson, Páll Jónsson og Snorri Hjartarson. Ég greip bókina úr bókaskápnum þegar ég fór að velta þessu Vísnahorni fyrir mér. Og hér er afraksturinn. Þetta varð fyrst fyrir mér, – brot af þvottaversi: Þvæ ég mér í döggu og í daglaug og í brunabirtu þinni, drottinn minn. „Einu sinni var bóndadóttir á bæ. Hún vakti um nótt í rúmi sínu, en aðrir sváfu. Þá heyrði hún, að komið var upp á gluggann yfir rúminu og sagt: „Margt býr í þokunni, þokaðu úr lokunni, lindin mín ljúf og trú.“ Bóndadóttir svarar þegar: „Fólkið mín saknar, og faðir minn vaknar; hann vakir svo vel sem þú.“ Við það hvarf huldumaðurinn burtu og vitjaði hennar aldrei aft- ur.“ Úr Pontusrímum Magnúsar prúða: Þegar að sólin harmi hratt hryggð af öllum skepnum datt, lifandi dýrin léku glatt, laufið út á blómi spratt. Mittisnett og meyjarleg mér oft gerði vöku, herðaslétt og lystileg með lítið skarð í höku. Stefán frá Hvítadal: Langt til veggja – heiði hátt. Hugann eggja bröttu sporin. Hefði eg tveggja manna mátt mundi ég leggjast út á vorin. Hér er gömul þjóðvísa: Svo er hún fögur sem sól í heiði renni; augun voru sem baldinbrá, bar þar ekki skuggann á, og er sá sæll sem sofa náir hjá henni. Þá eru tvær stökur eftir Sigurð Breiðfjörð: Vinda andi í vöggum sefur, vogar þegja og hlýða á, haf um landið hendur vefur hvítt og spegilslétt að sjá. Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum. Á sér hár hún er að greiða upp úr bárulaugunum. Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar: Þessar klappir þekkti ég fyr, þegar ég var ungur, átti ég víða á þeim dyr, eru þar skápar fallegir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur úr „Heiman ég fór“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.