Morgunblaðið - 28.12.2020, Page 27

Morgunblaðið - 28.12.2020, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. DESEMBER 2020 ENGLAND Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Gylfi Þór Sigurðsson reyndist hetja Everton þegar liðið heimsótti Sheffield United á Bramall Lane í Sheffield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Íslenski miðjumaðurinn skoraði sigurmark Everton á 80. mínútu en Gylfi var í byrjunarliði enska liðs- ins og lék allan leikinn á miðsvæð- inu. Þetta var annað mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hann hefur verið frábær fyrir Everton í undanförnum leikjum og átt hvern stórleikinn á fætur öðr- um. „Gylfi var ekki nægilega bein- skeyttur né skapandi í leiknum og Carlo Ancelotti vildi eflaust sjá miklu meira frá tíunni sinni á Bra- mall Lane,“ sagði meðal annars í umsögn Liverpool Echo, staðar- blaðsins í Liverpool, um frammi- stöðu Gylfa í leiknum. „Miðjumaðurinn steig hins vegar upp á réttu augnabliki og réði úr- slitum með sigurmarki sínu,“ segir enn fremur í umfjöllun Liverpool Echo en miðillinn gaf Gylfa átta í einkunn fyrir frammistöðuna, næsthæst allra leikmanna Ever- ton. Á síðustu leiktíð kom landsliðs- maðurinn að sex mörkum í 38 leikjum í öllum keppnum en á þessari leiktíð hefur hann komið að sjö mörkum í átján leikjum. Þá var þetta 63. mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni og er Shef- field United 26. félagið sem hann skorar hjá í efstu deild Englands. Gylfi á því einungis eftir að skora hjá þremur af þeim tuttugu liðum sem leika í úrvalsdeildinni á tímabilinu, en það eru Brighton, Leeds og Wolves. Alls hefur Gylfi skorað 21 mark fyrir Everton í ensku úrvalsdeild- inni, 34 mörk fyrir Swansea og 8 fyrir Tottenham. Everton er á miklu skriði í úr- valsdeildinni þessa dagana en liðið hefur unnið síðustu fjóra leiki sína í röð og hefur Gylfi byrjað þá alla. Þá er liðið taplaust í síðustu fimm deildarleikjum sínum. Svekkjandi jafntefli á Anfield Englandsmeistarar Liverpool misstigu sig á heimavelli þegar WBA kom í heimsókn á Anfield í gær en með sigri hefði Liverpool getað náð 5 stiga forskoti í efsta sæti deildarinnar. Sadio Mané kom Liverpool yfir strax á 12. mínútu en Semi Ajayi jafnaði metin fyrir WBA á 82. mín- útu og lokatölur því 1:1 á Anfield. Þetta er í fyrsta sinn á keppn- istímabilinu sem Liverpool tapar stigum á heimavelli en fram að leik gærdagsins höfðu Englandsmeist- arnir leikið átta leiki á Anfield og unnið þá alla. „Þetta var kaflaskiptur leikur og við byrjuðum hann af krafti,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, í samtali við BBC í leikslok. „Það er ekki auðvelt að spila gegn liði eins og WBA sem verst svona aftarlega með alla menn fyr- ir aftan bolta. Venjulega finnum við lausnir á svona varnarmúr en ekki í þetta skiptið. Við fengum færi sem við nýttum ekki og hleyptum þeim þannig inn í leikinn. Það er enginn heimsendir að hafa tapað stigum þótt við höf- um ætlað okkur sigur. Við áttum að vinna en heilt yfir fannst mér WBA líka eiga stigið skilið,“ bætti þýski stjórinn við. Joel Matip, miðvörður Liverpool, fór meiddur af velli á 60. mínútu en táningurinn Rhys Williams leysti hann af hólmi í vörn Liverpool. Kamerúnski varnarmaðurinn hélt um nárann þegar hann haltr- aði af velli en hann gekk til liðs við Liverpool frá Schalke á frjálsri sölu sumarið 2016. Tímabilið 2016-17 missti Matip af tíu leikjum vegna meiðsla og tímabilið 2017-18 missti hann af 23 leikjum vegna meiðsla. Tímabilið 2018-19 hélt hann nokkuð heill og missti einungis af sjö leikjum en árið eftir, 2019-20 þegar Liverpool varð meistari, missti hann af 20 leikjum vegna meiðsla. Þá hefur hann nú þegar misst af tíu leikjum vegna meiðsla á þessari leiktíð og eru margir stuðnings- menn Liverpool að missa þolin- mæðina gagnvart miðverðinum sem stendur sig iðulega vel þegar hann spilar. Gylfi hetja Everton í Sheffield  Meistarar Liverpool misstigu sig á heimavelli í fyrsta sinn á tímabilinu AFP Mark Gylfi Þór Sigurðsson horfir á eftir knettinum í netið á Bramall Lane. Fjöldi æsispennandi leikja fór fram í fyrrinótt og í gær í NBA-deildinni í körfuknattleik. Alls enduðu fimm viðureignir með sigrum þar sem fimm eða færri stig skildu liðin að. Þar ber hæst að nefna viðureign Portland og Hou- ston, sem endaði með 128:126 sigri Portland eftir framlengdan leik. Í liði Portland fór CJ McCollum á kostum og skoraði 44 stig, en James Harden gerði slíkt hið sama fyrir Houston, auk þess sem Harden gaf 17 stoðsendingar. Þá skoraði Dami- an Lillard 32 stig fyrir Portland. Mikil spenna í NBA-deildinni AFP Öflugur CJ McCollum fór á kostum með Portland og skoraði 44 stig. Henry Winter, ritstjóri knatt- spyrnudeildar Times Sport, telur að Rúnar Alex Rúnarsson gæti ver- ið seldur frá enska úrvalsdeildar- félaginu Arsenal þegar félaga- skiptaglugginn verður opnaður í janúar. Rúnar hefur byrjað fimm leiki fyrir Arsenal á tímabilinu, síð- ast gegn Manchester City í undan- úrslitum deildabikarsins, þar sem hann gerði sig sekan um skelfileg mistök. Winter telur að Rúnar Alex sé ekki nægilega góður fyrir Arsen- al, né til að berjast við Bernd Leno um markvarðastöðuna. Rúnar Alex seldur í janúar? Morgunblaðið/Eggert 7 Rúnar Alex á að baki sjö lands- leiki fyrir íslenska karlalandsliðið. Spánn Zaragoza – Baskonia .......................... 89:92  Tryggvi Snær Hlinason skoraði tvö stig, tók sex fráköst og gaf eina stoðsendingu fyrir Zaragoza. Valencia – Gipuzkoa ......................... 101:75  Martin Hermannsson var stigahæstur með 17 stig, tók eitt frákast og gaf fimm stoðsendingar fyrir Valencia. Tenerife – Andorra............................. 93:81  Haukur Helgi Pálsson skoraði 15 stig, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar fyrir Andorra. Þýskaland Fraport – Braunschweig.................. 103:98  Jón Axel Guðmundsson skoraði 13 stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsending- ar fyrir Fraport. NBA-deildin Memphis – Atlanta ........................... 112:122 Charlotte – Oklahoma City.............. 107:109 Detroit – Cleveland .......................... 119:128 Washington – Orlando ..................... 120:130 New York – Philadelphia................... 89:109 Chicago – Indiana............................. 106:125 San Antonio – Toronto ..................... 119:114 Utah – Minnesota ............................. 111:116 Portland – Houston .......................... 128:126 Sacramento – Phoenix ..................... 106:103 LA Clippers – Dallas.......................... 73:124   Þýskaland RN Löwen – Coburg ........................... 39:26  Alexander Petersson skoraði fjögur mörk fyrir Löwen og Ýmir Örn Gíslason tvö. Magdeburg – Hannover-Burgdorf.... 33:25  Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist- jánsson tvö. Lemgo – Füchse Berlín....................... 23:29  Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk fyrir Lemgo. Stuttgart – Bergischer ....................... 26:30  Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Stuttgart og Elvar Ásgeirsson tvö.  Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer og Ragnar Jóhanns- son komst ekki á blað. Staða efstu liða: Flensburg 25, Rhein-Neckar Löwen 23, Kiel 22, Füchse Berlín 21, Magdeburg 19, Leipzig 17, Wetzlar 17 Bergischer 16, Göppingen 15, Stuttgart 15, Lemgo 15. B-deild: Dessauer – Bietigheim ....................... 39:26  Aron Rafn Eðvarðsson varði eitt skot í marki Bietigheim. Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið. Gummersbach – N-Lübbecke ............ 27:24  Elliði Snær Viðarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs- son þjálfar liðið. Staða efstu liða: Hamburg 24, Gummersbach 22, N-Lüb- becke 18, Dormagen 16, Elbflorenz 15, Dessauer 15, Lübeck-Schwartau 14, Eise- nach 12, Rimpar 11, Grosswallstadt 11. Svíþjóð Sävehof – Kristianstad ....................... 27:25  Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad en Ólafur Andrés Guðmundsson komst ekki á blað. Varberg – Guif..................................... 27:21  Daníel Freyr Ágústsson varði fjögur skot í marki Guif. Alingsås – Lugi .................................... 23:24  Aron Dagur Pálsson skoraði þrjú mörk fyrir Alingsås. Skövde – Aranäs.................................. 24:17  Bjarni Ófeigur Valdimarsson var ekki í leikmannahóp Skövde. Staða efstu liða: Malmö 27, Ystad IF 27, Sävehof 24, Skövde 23, Lugi 23, Alingsås 23, Kristianstad 20, IFK Ystad 17, Hallby 16.   Albert Guðmundsson sat allan tím- ann á varamannabekk AZ Alkma- ar þegar liðið gerði 2:2-jafntefli gegn Utrecht á útivelli í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Albert hefur ekkert leikið með liðinu síðan 10. desember í 1:2-tapi á útivelli gegn Rijeka í Evrópudeildinni. Pascal Jansen tók við stjórnartaumunum hjá AZ Alkmaar 5. desember þegar Arne Slot var rekinn en hollenskir fjöl- miðlar greindu frá því viku fyrir jól að Jansen hefði sett Albert í agabann fyrir neikvætt hugarfar. Íslenski landsliðsmaðurinn fékk að snúa aftur til æfinga 21. desember en hann hefur þrátt fyrir það ekk- ert komið við sögu í síðustu tveim- ur leikjum liðsins. Í frystikistunni í Hollandi „Ég frétti fyrst af áhuga Glasgow City í haust en Þór /KA var ekki í góðum málum á þeim tíma og það kom þess vegna ekki til greina að yfirgefa liðið þegar það var í harðri fallbaráttu,“ sagði knattspyrnukon- an Arna Sif Ásgrímsdóttir í samtali við Morgunblaðið í gær. Arna Sif, sem er 28 ára gömul og samningsbundin Þór/KA á Akur- eyri, er á leið á láni til Skotlands- meistara Glasgow City og mun leika með liðinu út keppn- istímabilið, en liðið hefur orðið Skotlandsmeistari undanfarin þrettán tímabil. „Ég reiknaði með því að þetta væri bara búið en heyrði svo aftur frá þeim fyrir skömmu og þá vildu þeir ganga frá þessu þegar janúar- glugginn verður opnaður. Þar sem ég er samningsbundin Þór/KA var ákveðið að fara þá leið að ég myndi ganga til liðs við skoska félagið á láni þangað til tímabilið hér heima fer af stað. Ég fer út á morgun [í dag] og ég á flug aftur heim til Íslands 10. maí. Síðasti leikur í deildinni hjá þeim er 2. maí og eins og staðan er núna er ég á leiðinni heim eftir hann. Ef allt er eðlilegt þá er þetta kannski einn leikur sem ég mun missa af með Þór/KA en ef það verður enginn leikur milli 2. maí og 10. maí þá reyni ég líklegast að drífa mig heim eitthvað fyrr,“ sagði Arna Sif sem á að baki 212 leiki í efstu deild með Val og Þór/KA. Þetta er í þriðja sinn sem Arna Sif heldur út í atvinnumennsku en árið 2017 lék hún með Verona á Ítalíu þar sem ekki var staðið við gefin loforð og líkti Arna dvölinni á Ítalíu við martröð í samtali við Morgunblaðið í febrúar 2018. Gott að breyta til „Ítalíudvölin sat alveg í manni og ég fékk alveg í magann af tilhugs- uninni um að ég væri að fara aftur út að spila þar sem maður var eftir sig eftir dvölina hjá Verona. Glas- gow City virðist hins vegar vera með allt upp á tíu og þau hafa verið mjög þægileg í öllum samskiptum, bæði stjórnarmenn og þjálfari liðs- ins. Mér finnst það lofa mjög góðu að vera búin að sjá og heyra í fólkinu sem stendur á bakvið félagið. Ég veit upp á hár hvert hlutverk mitt með liðinu verður og ég hef miklu betri tilfinningu fyrir þessu núna en þegar þetta kom fyrst upp í haust.“ Arna, sem á að baki 12 A-lands- leiki, lék einnig með Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni árið 2015, en hún hefur verið fyrirliði Þórs/ KA undanfarin tvö tímabil. „Ég var ekki búin að útiloka það að fara aftur út í atvinnumennsku en það var ekki neitt markmið hjá mér sérstaklega. Ég hef fyrst og fremst hugsað um að standa mig vel hérna heima. Það hefur eitthvað komið upp af og til í gegnum tíðina en ekkert sem mér fannst nægilega spennandi til að stökkva á. Á sama tíma var þetta sumar hérna heima bæði erfitt og skrítið og ég held satt best að segja að þetta sé mjög fínn tímapunktur til þess að breyta um umhverfi, vaxa aðeins þar, og koma svo heim í fullu fjöri fyrir Pepsi Max-deildina,“ bætti Arna Sif við í samtali við Morgunblaðið. bjarnih@mbl.is Ljósmynd/Þórir Tryggvason Fyrirliði Arna Sif Ásgrímsdóttir Félag sem virðist vera með allt upp á tíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.