Morgunblaðið - 29.12.2020, Side 4

Morgunblaðið - 29.12.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Líkt og áður hækka hin ýmsu gjöld nú um áramót hjá hinu opinbera. Ýmis krónutölugjöld taka breyting- um í upphafi árs 2021. Gjöld á elds- neyti, áfengi og tóbak hækka til að mynda almennt um 2,5%. Ýmis þjónusta hjá sveitarfélögum hækkar í verði um áramótin. Hjá Reykjavíkurborg verða umtalsverð- ar hækkanir á sorphirðugjöldum og aðgangseyrir í sundlaugar, að skíða- svæðum, söfnum og fleiru hækkar sömuleiðis. Þá hækka leikskólagjöld og mataráskriftir í takt við vísitölu. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum hækkar gjaldskrá Sorpu hressilega um áramótin og við- skiptavinir Póstsins munu sömuleið- is finna fyrir hækkunum á verði fyrir bréfasendingar. Samkvæmt upplýsingum frá FÍB skilar hækkun á bensíngjaldi, vöru- gjaldi og kolefnisgjaldi verðhækkun með vsk. upp á 2,70 krónur á hvern bensínlítra. Dísilolía hækkar um 2,40 krónur á lítrann. Kílómetragjald og sérstakt kíló- metragjald sem leggst á stærri vöru- og vöruflutningabíla hækkar um 2,5% árið 2021. Bifreiðagjald sem rukkað er með tveim greiðslum á ári hækkar um 2,5% árið 2021. Breytingar á skattkerfinu Um áramótin verða sömuleiðis gerðar breytingar á skattheimtu hins opinbera. Þá tekur síðari áfangi breytinga á tekjuskatti einstaklinga gildi. Hann felur í sér lækkun á grunnþrepi tekjuskatts um 3,60 pró- sentustig og hækkun á miðþrepi tekjuskatts um 0,75 prósentustig. Á nýju ári verða því skattprósentur 17% í grunnþrepi og 23,5% í mið- þrepi. Við prósenturnar bætist síðan útsvarsprósenta sveitarfélaga venju samkvæmt. Meðalútsvar sveitarfélaga, en launagreiðendum ber að miða við það, verður 14,45% sem er hækkun um 0,01 prósentustig frá fyrra ári. Á næsta ári leggja 53 sveitarfélög af 69 á hámarksútsvar, 14,52%, en fjögur leggja á lágmarksútsvar, 12,44%. Skattleysismörk hækka um 3,6% sem er í samræmi við hækkun vísi- tölu neysluverðs að því er fram kem- ur á vef Stjórnarráðsins. Þau verða 168.230 kr. á mánuði að teknu tilliti til 4% lögbundinnar iðgjaldagreiðslu launþega í lífeyrissjóð. Í ársbyrjun 2021 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds lækka um 0,25 prósentustig, úr 4,9% í 4,65%. Er sú aðgerð tímabundin í eitt ár og hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna efnahagsáhrifa kórónuveir- unnar. Tryggingagjald í heild lækk- ar úr 6,35% í 6,10%. Atvinnuleysisbætur hækka Atvinnuleysisbætur verða hækk- aðar um áramót. Nemur hækkunin 3,6%. Jafnframt hefur ríkisstjórnin ákveðið að greiða tímabundið álag á grunnbætur á næsta ári sem nemur 2,5% og mun því hækkun óskertra bóta næsta ár vera alls 6,1%. Óskertar atvinnuleysisbætur verða því 307.403 krónur á mánuði á næsta ári. Dæmi um fyrirhugaðar verðbreytingar á komandi ári Umtalsverðar hækkanir verða á sorphirðugjöld- um í Reykjavík Dagpassi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn hækkar úr 2.370 krónum í 2.430 eða um 2,5% Árgjald á blandaðri 240 lítra tunnu hækkar um 21,8% í 29.100 krónur Hækkun á árgjaldi fyrir 120 lítra tunnu nemur 36,3% Hækkun á móttökugjaldi endurvinnslustöðva fyrirtækisins nemur þó í sumum tilvikum hátt í 300% til að mynda á steinefnum frá byggingariðnaði 24% mun gjaldskrá Sorpu hækka að jafnaði228,40 krónur í stað 225,70 verður algengt verð á lítra af bensíni miðað við núverandi útsöluverð og álagningu eftir hækk- anir á bensíngjöldum, dísilolía mun hækka úr 215,80 krónu m lítrinn í 218,20 krónur 2.049 krónur mun algeng hvítvínsfl aska kosta sem áður kostaði 1.999 krónur 1,7% hækkun verður á kartoni af sígarettum sem hækkar úr 11.087 krónum í 11.276 krónur 399 krónur mun hálfur lítri af vinsælum bjór kosta í stað 389 króna áður 2% mun verð aksturs-þjónustu eldri borgara hækka og kostar hver ferð þá 1.270 krónur 18.350 krónur verður útvarpsgjald sem hækkar um 2,5% 490 krónur mun kosta í Strætó á nýju ári í stað 480 áður en gjaldskrá Strætó hækkar að meðaltali um 2,6% Ókeypis verður á nýju ári fyrir börn 11 ára og yngri í Strætó á höfuð- borgarsvæðinu en í dag kostar árskort fyrir 6-11 ára 9.100 krónur 1.060 krónur mun kosta í sundlaugar Reykjavíkurborgar í stað 1.030 áður Hækkun á stöku gjaldi fyrir börn nemur 3,1%, verður 165 krónur en var 160 áður Árskort fullorðinna munu kosta 35.800 og hækka um 2,7% 15% hækkun verður á póstburðargjöld- um hjá Póstinum á bréfum upp að 2 kílóum 828 krónur mun kosta að senda bréf sem vegur 1-2 kíló í stað 720 krónur áður 12.000 krónur verður gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra 2,4% hækkun verður á leikskóla-gjöldum í Reykjavík og fæðisgjald hækkar sömuleiðis um 2,4% 1.880 krónur mun kosta inn á Lista- safn Reykjavíkur Hækkun aðgangseyris nemur 2,2% Áfengi, tóbak og eldsneyti hækka  Útvarpsgjaldið komið upp í 18.350 kr.  Búast má við því að bensínlítrinn hækki um 2,7 kr.  Hækkanir hjá Sorpu og Póstinum  Dýrara að fara í sund á nýju ári  Borgin hækkar sorphirðugjöld Þing verður ekki kallað saman á milli jóla og nýárs. Formenn allra þingflokka funduðu í gær með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Al- þingis, um kröfu stjórnarand- stöðuflokkanna um að þing verði kallað saman fyrir áramót. Fyrir jól fór þingflokkur Miðflokksins fram á að fundað yrði á Alþingi milli jóla og nýárs til að ræða bóluefnamál. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafa síðan farið fram á þinghald vegna brots Bjarna Benediktssonar, fjár- mála- og efnahagsráðherra og for- manns Sjálfstæðirflokksins, á sótt- varnareglum þegar hann var viðstaddur samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld. „Það gáfu all- ir þingflokksformenn yfirlýsingu um afstöðuna í sínum hópum og það er ekki meirihlutastuðningur fyrir því að boða þingið saman,“ sagði Steingrímur í samtali við mbl.is. „Það voru mismunandi áherslur af hálfu einstakra þingflokka hvort ætti að vera tilefni enda tvær beiðnir í sjálfu sér fyrirliggjandi; annars vegar um bólusetningarmál og hins vegar þennan atburð á Þor- láksmessu sem Bjarni tengdist,“ sagði Steingrímur. Að öllu óbreyttu hefst því nefnd- arstarf fastanefnda Alþingis 12. janúar sem er styttra þinghlé en gengur og gerist og þing mun koma saman 18. janúar. Vænta má um- ræðna um málið þá. karitas@mbl.is Þing kemur ekki saman í desember

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.