Morgunblaðið - 29.12.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020
Þær eru sláandi tölurnar semÞórarinn Hjaltason umferð-
arverkfræðingur birtir í grein
sinni hér í blaðinu í gær. Hann
fjallar um fjölda ferða á höf-
uðborgarsvæðinu með stræt-
isvagni og í sam-
anburði við aðra
ferðamáta. Hann
vísar í nýtt sam-
göngulíkan fyrir
höfuðborgarsvæðið
og spár sem gerðar
hafa verið vegna
þess. Þetta eru þess
vegna opinberar
tölur og þær tölur sem stuðst er
við þegar tekin er ákvörðun um
þróun samgangna og samgöngu-
mannvirkja á höfuðborgarsvæðinu.
Þórarinn nefnir að í spá líkansins
vegna 2024 sé gert „ráð fyrir
1.204.875 ferðum með fólksbílum
og 41.492 ferðum með strætó á sól-
arhring“. Hlutdeild strætó í ferð-
um vélknúinna ökutækja sé því
3,3%.
Sé gert ráð fyrir óbreyttri hlut-deild gangandi og hjólandi og
strætóferðirnar reiknaðar sem
hlutdeild allra ferða lækki hlut-
deild strætó í 2,66%. Fari hlutdeild
gangandi og hjólandi vaxandi eins
og svæðisskipulag geri ráð fyrir
lækkar hlutdeild strætó niður und-
ir 2,5%. Fátt bendir til að hlutdeild
strætó í ferðum á höfuðborg-
arsvæðinu hafi aukist nokkuð frá
árinu 2012 þrátt fyrir mikla
áherslu á þennan samgöngumáta,
meðal annars með háum fjár-
framlögum.
Með borgarlínu er þrátt fyrirþessa döpru reynslu gert ráð
fyrir þreföldun hlutdeildar strætó.
En jafnvel með þreföldun yrði
hlutdeildin lítil. Þessar tölur sýna
svo ekki verður um villst að þótt
gagnlegt sé að hafa strætisvagna
sem valkost þá er fjarstæðukennt
að nýting þeirra verði slík að um
hana muni í heildarsamgöngum á
höfuðborgarsvæðinu.
Þórarinn
Hjaltason
Sláandi tölur
STAKSTEINAR
ANASTASIA
Satín náttsett
Satín sloppur
Stærðir S-XXL
Náttsett 11.950,-
Sloppur 12.950,-
Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Samherji hefur selt uppsjávarskipið
Margréti EA 710 til Færeyja og
verður skipið afhent strax upp úr
áramótum.
Það er hlutafélagið Christian í
Grótinum sem kaupir Margréti og
kemur hún í staðinn fyrir samnefnt
skip sem selt hefur verið til Græn-
lands.
Nýr Christian í Grótinum er í
smíðum hjá Karstensens-skipa-
smíðastöðinni í Skagen í Danmörku
og er væntanlegur til Færeyja í byrj-
un árs 2022. Fram kemur í færeyska
Kringvarpinu að Margréti sé ætlað
að brúa bilið þangað til nýja skipið
kemur. Margrét EA var smíðuð í
Flekkefjord í Noregi 1996 fyrir út-
gerð í Hvalsey á Hjaltlandseyjum og
bar þá nafnið Antares.
Nýr Vilhelm Þorsteinsson er einn-
ig í smíðum hjá Karstensens og er
væntanlegur til landsins eftir um tvo
mánuði. Eldra skip með sama nafni
var selt til Rússlands í janúar 2018
og er nú m.a. gert út til síldveiða við
Austur-Rússland.
aij@mbl.is
Margrét EA 710 seld til Færeyja
Ljósmynd/Smári Geirsson
Uppsjávarafli Margrét EA landar síld hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað.
Vegagerðin fékk óvæntan jólaglaðn-
ing á aðfangadag þegar henni barst
tilkynning um að öldumælingadufl
frá Surtsey hefði fundist við Frakk-
landsstrendur, nánar tiltekið við La
Turballe á suðurströnd Bretaníu-
skagans. Duflið týndist í ágúst 2019
og var það nokkurt tjón enda veita
slík dufl sjófarendum nauðsynlegar
upplýsingar. Þetta kemur fram í
frétt á vef Vegagerðarinnar.
Eitt af hlutverkum Vegagerð-
arinnar er að sjá sjófarendum fyrir
nauðsynlegum upplýsingum svo þeir
geti með öruggum hætti siglt við Ís-
landsstrendur. Á vefnum Veður og
sjólag er að finna gögn frá veður-
stöðvum og öðrum sjálfvirkum
mælabúnaði við strendur landsins.
Þar er einnig að finna mikilvæg
gögn frá öldumælingaduflum sem
veita upplýsingar um stærð á öldum
umhverfis landið í rauntíma allan
sólarhringinn.
Slík öldumælingadufl eru víða við
strendur landsins. Þau eru fest við
legufæri með gúmmíkapli, svipuðum
þeim sem eru notaðir í teygjustökki,
en þannig getur duflið fylgt yfirborði
öldunnar. Eitt slíkt dufl er að finna
við Surtsey en í ágúst 2019 hefur
gúmmíkapallinn að öllum líkindum
slitnað og duflið rekið á haf út.
Ekki er algengt að öldumælinga-
dufl týnist, öðru hvoru gerist það þó
að dufl slitnar upp en oftast finnst
það aftur á reki eða uppi í fjöru í
kringum landið. Surtseyjarduflið
lagðist þó í heldur lengra ferðalag.
Ekki er þó ljóst hvort það muni aftur
þjónusta sjófarendur við Íslands-
strendur en eftir er að meta hvort
borgi sig að fá duflið sent heim til Ís-
lands. sisi@mbl.is
Öldumælingadufl
rak til Frakklands
Týndist við Surts-
ey í ágúst 2019 og
fannst fyrir jólin
Ljósmynd/Vegagerðin
Duflið fundið Eftir mikið rek bar
duflið að strönd Bretaníuskagans.