Morgunblaðið - 29.12.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.12.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020 Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur JÓLASÖFNUN Söfnum í neyðarmatarsjóð til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn Guð blessi ykkur öll Samtök iðnaðarins úthlutuðu í gær 26,3 milljónum króna úr svokölluðum framfarasjóði sem stofnað var til árið 2016 í þeim tilgangi að skapa farveg til stuðning þróunar framfaramála tengdum iðnaði. Er með styrkveiting- um úr sjóðnum litið til þess að þær megi efla menntun í iðn-, verk- og tækninámi, að þau tengist nýsköpun og styrki framþróun í iðnaði og að þau leiði til framleiðniaukningar í sam- félaginu. Í aðdraganda styrkveitinganna í ár bárust sjóðnum 13 umsóknir. Að þessu sinni hlutu fjögur verkefni styrk. Málmur, samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði og Iðnú hlutu 14 milljónir til að gefa út námsefni í málmtengdum iðngreinum í fram- haldsskólum. Mannvirki, félag verk- taka, Félag ráðgjafarverkfræðinga og Samtök arkitektastofa fengu 5 milljónir til að þróa samræmda að- ferðafræði vegna kostnaðaráætlana í mannvirkjagerð. Ásgarður ráðgjöf hlaut 6,5 milljónir til að þróa leiðbein- ingar og viðmið vegna nýsköpunar- kennslu grunnskólanemenda með áherslu á að tengja list- og verkgrein- ar markmiðum grunnskóla undir yf- irskriftinni Nýsköpunarskólinn. Þá hlaut Félag íslenskra gullsmiða 800 þúsund króna styrk til að skrásetja verkferla á gullsmíðaverkstæði. SI Hluti styrkþega ásamt fulltrúum SI. Jón Ólafur Ólafsson, formaður sam- taka arkitektastofa, Árni Sigurjónsson, formaður SI, Jóhanna K. Stef- ánsdóttir hjá SI, Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI og Reynir Sæv- arsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga, með tvo metra á milli sín. 26,3 milljónir í framþróunarstyrki Spurður hvort von væri á spenn- andi nýjum auglýsingum um áramót- in, segir Guðmundur að óhætt sé að búast við því. Hins vegar sé alla jafna mest um frumsýningar á nýjum aug- lýsingum í kringum Evrópusöngva- keppnina. „Við misstum af því þetta árið, en það rætist vonandi úr því á næsta ári.“ Flýttu sér í stafræna umhverfið Davíð Lúther Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri augýsingastofunnar Sahara, segir að stofan hafi fengið á sig mikið högg í upphafi faraldursins. „Við þurftum að draga saman seglin í takt við verkefnin sem við misstum. Svo fórum við að finna fyrir meiri stöðugleika seinnipart sumars, og fengum þá sérstaklega mikið af fyrir- spurnum frá fyrirtækjum sem ekki voru komin á fullt í stafræna um- hverfið. Ég tel að Íslendingar hafi stokkið fjögur ár fram í tímann hvað það varðar á þessu eina ári,“ segir Davíð Lúther. Spurður að því hvort faraldurinn hafi valdið breytingum á notkun miðla til auglýsingabirtinga, segir Davíð Lúther að þegar fyrirtækin hafi þurft að skala sig niður hafi þau mörg verið til í að breyta um takt, og færa sig úr hefðbundnum miðlum eins og blöðum og sjónvarpi, og yfir á netið. „Mörg hafa fundið fyrir mikilli sölu- aukningu og jafnvel slegið sölumet, enda virðist fólk hafa verið óhrædd- ara við að versla á netinu en áður.“ Spurður um árið í heild fjárhags- lega fyrir Sahara segist Davíð vera sáttur. Þá séu jákvæðir tímar fram- undan eftir að fyrstu bólefnisskammt- arnir komu til landsins. 25% tekjusamdráttur Ragnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburgar, segir að árið hafi ver- ið sérstakt. Samdráttur í tekjum hafi orðið um 20-25% miðað við síðasta ár. „Við fundum fyrir miklu óöryggi í vor, sem er alltaf vont í okkar bransa. En síðan kom ágætissumar, og við unn- um samkeppni um herferð til að hvetja til ferðalaga innanlands og aðra samkeppni sem hét Íslenskt láttu það ganga. Þar var öll áhersla á að auka eftirspurn innanlands, bæði í ferðamennsku og í sölu á vöru og þjónustu. Mælingar sýna að Íslend- ingar tóku vel við sér í þeim efnum og áttuðu sig á að það skiptir máli að styðja íslensk fyrirtæki. Fólk sér að við erum öll hluti af þessari hag- keðju.“ Ragnar segir að það hafi tekið tíma fyrir fyrirtækin í landinu að fóta sig í nýjum aðstæðum og í seinni bylgjunni hafi mátt sjá fyrirtæki snúa vörn í sókn. „Gott dæmi um slíkt fyrirtæki er símafyrirtækið Nova sem er okkar viðskiptavinur. Þau voru valin mark- aðsfyrirtæki ársins af ÍMARK á dög- unum. Þau náðu að laga sig að að- stæðum og þjónusta viðskiptavini með eftirtektarverðum hætti við breyttar aðstæður.“ Ragnar segir að Nova hafi líka tekist að vera sýnilegt í ástandinu. „Þau fóru í mjög sterka ímyndaraug- lýsingu í kringum Apple úr, sem vakti mikla athygli,“ segir Ragnar, en auglýsingin sýndi kviknakið fólk að spóka sig, eftir að hafa farið „úr“ öllu. „Það er hugmynd sem auðveld- lega hefði verið hægt að afskrifa og setja á ís. En Nova leit á það akkúrat öfugt, og sá tækifæri í að nýta þessa óvenjulegu tíma til að koma ein- hverju skemmtilegu og óvæntu í gang.“ Spurður hvort Brandenburg muni frumsýna einhverjar skemmtilegar auglýsingar um áramótin, segir Ragnar að það verði örugglega eitt- hvað slíkt í boði. „Svo verður nátt- úrulega gaman að sjá hvort að ein- hverjar auglýsingar okkar rati í áramótaskaupið sjálft. Það er alltaf ákveðin viðurkenning þegar það ger- ist.“ Heilt yfir segir Ragnar að ræst hafi ótrúlega vel úr árinu þrátt fyrir allt. „Til dæmis höfum við sjaldan gert jafn margar leiknar auglýsing- ar.“ Veltan tvöfaldaðist Hjá systurfélagi Brandenburg, Datera, hefur veltan rúmlega tvö- faldast á árinu og farið yfir 100 millj- ónir króna. Fyrirtækið sérhæfir sig í stafrænum birtingum. „Okkar vel- gengni kemur mikið til af því að vef- verslun hefur aukist á árinu og fólk þarf að finna nýjar leiðir til að nýta markaðsfé sitt og ná til viðskipta- vina. Við gerum birtingaráætlanir og aðstoðum fólk í að skapa sjálfvirkni í birtingum á samfélagsmiðlum. Það er hægt að gera t.d. bara með því að taka eina ljósmynd af vefsíðu fyrir- tækisins og birta inni í birtingakerfi Facebook eða Instagram og beina á rétta markhópinn,“ segir Hreiðar Þór Jónsson framkvæmdastjóri. Ferðaþjónustan aftur í sambandi  Datera tvöfaldaði veltuna á árinu  Framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg segist sjaldan hafa gert fleiri leiknar auglýsingar  Ísland stökk fjögur ár fram í tímann stafrænt séð Nekt Auglýsing Nova vakti mikla athygli á árinu, en fyrirtækið fékk mark- aðsverðlaun ÍMARK á dögunum. Nova er viðskiptavinur Brandenburg. Skjáskot Ragnar Gunnarsson. Guðmundur Hrafn Pálsson. Hreiðar Þór Jónsson. Davíð Lúther Sigurðarson. BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Árið sem nú er að renna sitt skeið hef- ur verið sérstakt fyrir auglýsingastof- ur eins og önnur fyrirtæki hér á landi. Guðmundur Hrafn Pálsson, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, SÍA, og framkvæmdastjóri auglýs- ingastofunnar Pipar\TBWA, tekur undir það. Óvissa hefur valdið vand- ræðum, og áætlanagerð farið úr skorðum. Þó hafi geirinn lært heil- mikið á öllu saman. „Við fórum inn í fyrstu bylgju faraldursins í þeirri trú að þetta gengi yfir á 1-2 mánuðum. Það rættist ekki. Við fengum svo sumar þar sem Íslendingar fylltust bjartsýni, en svo kom seinni bylgjan í sumarlok. Þá áttuðu menn sig á að það var ekki hægt að stoppa allt, og margir sáu að það var mikilvægt að sinna áfram sínum markaðsmálum,“ segir Guðmundur Hrafn. Hann segir hagnýtingu netsins hafa verið flýtt um nokkur ár í far- aldrinum. „Notkun á miðlum almennt hefur verið góð, og það hefur hjálpað okkur að koma skilaboðum til fólks. Fólk hefur verið mikið heima hjá sér og verið þyrst í upplýsingar. Það eru tækifæri í því fyrir okkur sem störf- um á auglýsingamarkaði.“ Guðmundur segist finna fyrir já- kvæðni nú þegar bóluefnið er komið til landsins. „Ferðaþjónustufyrirtæk- in eru byrjuð að hafa samband aftur og kanna hvort við getum undirbúið markaðssetningu á nýja árinu. Ferðamenn eru farnir að hugsa sér til hreyfings, og þá þarf að ná athygli þeirra.“ Aðspurður segir Guðmundur að ár- ið líti ágætlega út fjárhagslega hjá Pipar. „Okkur hefur tekist að vinna úr þessu ástandi og erum sátt með hvernig til hefur tekist.“ ● Nokkuð létt var yfir fjárfestum á fyrsta degi viðskipta í Kauphöll eftir að jól gengu í garð. Hækkuðu allflest félög nokkuð í verði. Þannig hækkaði fast- eignafélagið Eik um 4,6% í viðskiptum sem námu 41 milljón króna, og Ice- landair um 3,9% í 273 milljóna króna viðskiptum. Bréf TM hækkuðu um 3,65% í 176 milljóna króna viðskiptum og bréf Iceland Seafood (230 milljónir), Skeljungs (15 milljónir) og Kviku (212 milljónir) um 3%. Þá hækkuðu bréf Ar- ion banka (423 milljónir) og Regins (65 milljónir) um 2,1% og Reita (408 millj- ónir) um 2,94%. Það sem af er ári hefur úrvals- vísitalan hækkað um 17,14% það sem af er ári og á síðustu 12 mánuðum nem- ur hækkunin 16,52%. Birtir yfir í Kauphöll í kjölfar hátíðarhalda 29. desember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.17 Sterlingspund 171.94 Kanadadalur 99.47 Dönsk króna 20.96 Norsk króna 14.667 Sænsk króna 15.406 Svissn. franki 143.87 Japanskt jen 1.2377 SDR 184.4 Evra 155.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 185.27 Hrávöruverð Gull 1872.55 ($/únsa) Ál 2022.0 ($/tonn) LME Hráolía 51.11 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.