Morgunblaðið - 29.12.2020, Side 14

Morgunblaðið - 29.12.2020, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrstasendinginaf bólu- efnum við kór- ónuveirunni barst til landsins í gær og í dag verður hafist handa við að bólusetja. Það er mikill léttir að og óhætt að segja að þessarar stund- ar hafi verið beðið með óþreyju, þótt um leið sé ljóst að nokkurn tíma muni taka að bólusetja það marga að hægt verði að af- létta höftum og opna sam- félagið að nýju. Bólusetningar eru nú hafnar víða um heim, en fara þó hægar af stað en margir hefðu viljað. Víða í Evrópu var hafist handa um helgina. Farið er að bólusetja í Kanada, Kína, Sádi-Arabíu og Singapúr. Í Bandaríkjunum hafa tvær milljónir manna verið bólu- settar. Bandaríkjaforseti hafði lofað að 20 milljónir yrðu bólusettar fyrir ára- mót. Bólusetningar ganga ekki aðeins hægar fyrir sig í Bandaríkjunum en menn höfðu vonað. Komið hafa fram tafir í dreifingu. Hér á landi kom fram að bólu- setja mætti tugþúsundir manna á dag. Getan til að bólusetja er hins vegar mun meiri en framboðið á bóluefninu. Tíu þúsund skammtar af bóluefninu frá fyrirtækjunum Pfizer og BioNTech bárust til Ís- lands í gær og dugar það til að bólusetja fimm þúsund manns því að tvo skammta þarf til að bólusetningin virki. Von er á meiru á næst- unni en ekki hefur komið fram áætlun um hvenær marki hjarðónæmis verður náð. Ekki er bara þrýst á stjórnvöld á Íslandi um að láta hendur standa fram úr ermum. Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hefur verið gagnrýnd fyrir að draga lappirnar. Fyrir vikið muni ganga mun hæg- ar að bólusetja en ella. Kapphlaupið um bóluefni snýst um tvennt, annars vegar að vera fyrstur til að ná í bóluefni og hins vegar að ná í nóg af því. Það er mikið í húfi og súrefnis- skorturinn víða farinn að standa efnahagslífi fyrir þrifum. Vita- skuld er það for- gangsmál hverr- ar ríkisstjórnar að tryggja ör- yggi borgaranna í sínu landi. Vanræksla á því hlutverki getur hæg- lega orðið pólitískt dýr- keypt. Um leið má ekki gleyma að til þess að efna- hagslíf heimsins taki við sér er ekki nóg að hlutar þess lifni við, blása þarf lífi í heildina. Nærtækt dæmi er að það væri til lítils fyrir ferðaþjónustu hér á landi þótt tækist að bólusetja allt Ísland, ef veiran léki áfram lausum hala allt í kringum okkur og héldi áfram að stöðva öll ferðalög. Það er ljóst að til þess að ráða niðurlögum faraldurs- ins þarf að dreifa bóluefni við kórónuveirunni um all- an heim. Kanadamenn hafa verið duglegastir að semja við framleiðendur. Hægt væri að bólusetja íbúa landsins sex sinnum með því bóluefni sem samið hef- ur verið um í allt. Íbúa Bandaríkjanna mætti bólu- setja fjórum sinnum og Evrópusambandsins rúm- lega tvisvar. Hins vegar væri aðeins hægt að bólu- setja 20% íbúa í fátækari löndum heims á þessu ári miðað við stöðuna nú. Vitaskuld er ótækt að ríku löndin hamstri bólu- efni á meðan þau fátækari sitja hjá. Miðað við óbreytta stöðu yrði komið fram á miðjan áratuginn áður en næðist að bólusetja með viðunandi hætti í fátækustu ríkjum heims. Mætti færa rök að því að fyrr myndi nást þar hjarðónæmi með útbreiðslu kórónuveirunnar með til- heyrandi kostnaði í manns- lífum. Óskastaðan væri sú að bóluefnum væri dreift jafnt um allan heim og áhersla lögð á að bólusetja fyrst þá sem eru veikastir fyrir. Þá hugsun mætti yfirfæra á marga aðra sjúkdóma, allt frá mislingum til malaríu. Með samhentu átaki mætti draga úr miklum hörm- ungum og kórónuveiru- faraldurinn gæti orðið lexía um það hvernig bregðast eigi við plágum, hvort sem þær eru staðbundnar eða geisa um allan heim. Ekki sitja allir við sama borð í kapphlaupinu um bóluefni} Byrjað að bólusetja T oppmaður“ var athugasemd á sam- félagsmiðlum undir frétt af sótt- varnabroti fjármálaráðherra. Þetta er mjög merkileg fullyrðing í samhengi þeirra atburða sem við erum að ganga í gegnum. Í samhengi þeirrar hegðunar sem birtist okkur á aðfangadags- morgun. Í kjölfar fyrstu frétta af málinu, þar sem óljóst var hvaða ráðherra hafði sótt fjölmennt teiti í miðbænum, hefur komið fram afsök- unarbeiðni um að húsið hafi fyllst á þeim 15 mínútum sem ráðherra var í samkvæminu. Af- sökunarbeiðni sem lætur sóttvarnabrotið líta út fyrir að vera yfirsjón og óheppilegt hliðarspor í annars vel heppnuðum kúlujólum. Dagbók lögreglu og vitni lýsa atburðum Þor- láksmessu hins vegar á annan hátt. Húsið hafi verið troðfullt þegar ráðherra bar að garði og hann hafi verið þar nær klukkutíma en 15 mínútum. Ekki er nóg með að ráðherra hafi þannig brotið sóttvarnalög heldur er afsökunarbeiðnin full af rangfærslum um atvik máls. Toppmaður Ég efast ekki um að sá sem gegnir stöðu fjármálaráð- herra sé ágætis faðir, afi og eiginmaður. Að hann reynist vinum og fjölskyldu vel og sé í allan stað toppmaður á þeim vettvangi. Slíkt ágæti yfirfærist hins vegar ekki sjálfkrafa yfir í pólitíkina. Að vera góður í fótbolta gerir þig ekki að góðum stjórnmálamanni. Að vera góður að baka gerir þig ekki að góðum stjórnmálamanni. Að vera hávaxinn gerir þig ekki að góðum stjórnmálamanni. Að þú klæðir þig vel gerir þig ekki að góðum stjórn- málamanni. Kannski er líklegra að toppmaður sé góður stjórnmálamaður en einhver auli en það er ekki sjálfsagt og af verkunum skuluð þið þekkja þá. Það er mjög skiljanlegt að við reyn- um að velja toppfólk í ábyrgðarstöður. Það ætti því að vera jafn skiljanlegt að við hættum að velja fólk sem stendur ekki undir þeirri ábyrgð. Formaður VG kallar þetta sóttvarnahlið- arspor og formaður Framsóknarflokks kallar þetta óheppilegt og minnir á stóru myndina; að þegar menn hafa beðist afsökunar og útskýrt mál sitt eigi að vera svigrúm til þess að virða það og fyrirgefa. En er þetta hliðarspor eða hluti af einbeittum brotavilja? Það muna allir eftir vinkonuhittingi annars ráðherra úr sama flokki frá því rétt fyrir vetrarbylgjuna. Það ættu allir að kannast við andmæli þingmanna sama flokks um sótt- varnaaðgerðirnar. Að auki lítur út fyrir að ekki sé allt satt og rétt í afsökunarbeiðninni. Hvernig á að bera virðingu fyrir því? Hvernig á fyrirgefning að geta byggst á slíkri af- sökunarbeiðni? Já. Fjármálaráðherra er kannski toppmaður. En það verður seint hægt að sýna fram á þá eiginleika á stjórn- málaferli hans, allt frá sögunni um sjóð 9 til skattaskjóls- skýrslna og til sóttvarnabrota. Niðurstaðan hlýtur að segja okkur að þar sé á ferð floppstjórnmálamaður. bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Toppmaður Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Sjávarútvegsráðherrar sjósæk-inna Evrópusambandsríkjahafa ekki átt sjö dagana sælasíðan Brexit- samningum var endanlega landað í jólabyrjun. Á þeim hafa dunið reiðiraddir sjómanna og samtaka þeirra. Allir sem að fisk- veiðum koma biðu lægri hlut að þeirra sögn. Átti það bæði við um Breta sem og fiskveiðiþjóðir ESB. Færeyska útvarpið segir að danski sjávarútvegsráðherrann Rasmus Prehn sé kominn á skrið í leit að fjár- stuðningi frá ESB til handa dönskum sjómönnum vegna kvótaskerðingar af völdum viðskiptasamningsins við Breta. Sambandið hefur lagt fimm milljarða evra til hliðar til að bæta þeim sem sannanlega verða fyrir afla- skerðingu í bresku efnahagslögsög- unni. Prehn segir danska sjómenn falla þar undir. Fjörutíu prósent afla danskra fiski- skipa hefur fengist í lögsögu Breta og þaðan fékkst 30% alls fiskjar sem lagður hefur verið upp í dönskum höfnum. „Það er fagnaðarefni að skerðingin er ekki meiri en 25% því Bretar ætl- uðu upphaflega að lækka kvótana um 80%,“ sagði Prehn við færeyska út- varpið. Danskir sjómenn eiga bandamenn í kröfum um bætur vegna skerðingar á kvótum í lögsögu Breta. Þannig hefur franska stjórnin sagst munu bæta þarlendum sjómönnum það tekjutap sem við þeim blasi af völdum samn- ingsins. Breskir sjómenn eru upp til hópa vonsviknir því þeir treystu á að fá ennþá meiri aflaheimildir í sinn hlut við útgönguna úr ESB en samið var um. Þeir verða sýna biðlund og þolin- mæði um nokkurra ára skeið eða til 2027, en þá fá þeir öll yfirráð yfir lög- sögu sinni og ráðstafa kvótunum sjálf- ir, að undangengnum samningum um gagnkvæmar veiðar. Breskir sjómenn saka forsætisráð- herra sinn, Boris Johnson, um að hafa fórnað hagsmunum þeirra til að geta klárað samninga við ESB fyrir jól. Barrie Deas, framkvæmdastjóri bresku sjómannasamtakanna, sagði það svekkelsi að aðskilnaðurinn skyldi ekki verða mun meiri og greinilegri. Kvótabreytingin væri fremur lítil frá því sem verið hefði. „Þetta er óttalegt þvaður,“ sagði hann. Johnson hafði látið svo um mælt, að Bretar hefðu fallist á „skynsamlegan hálfs sjötta árs aðlögunartíma“ fyrir fiskiskip ESB til að laga sig að brott- för úr lögsögunni fyrir fullt og allt. Í samningaviðræðunum buðu Bretar aðeins upp á þriggja ára aðlögun en ESB krafðist 14 ára aðlögun í fyrstu. Deas sagði mestu áhyggjur grein- arinnar líklega þá ákvörðun að leyfa skipum ESB að veiða áfram upp að sex mílum frá landi en samtök hans hefðu krafist þess að erlendum skip- um yrði ekki hleypt nær landi en 12 sjómílur. „Ég held þetta eigi eftir að skaprauna mörgum.“ Stuðningsmenn útgöngu Breta úr ESB (Brexit) segja fiskveiðar tákn um sjálfsforræði fiskimiðin eigi fyrst og fremst að vera fyrir breska sjó- menn. ESB hefði lagt allt í sölurnar til að tryggja aðildarríkjum sem Hol- landi og Frakklandi aðgang að bresku lögsögunni. Breska stjórnin vísar því á bug að stjórn Johnson hafi svikið sjómenn í samningunum sem færa þeim 25% aukinn árlegan kvóta á aðlögunartím- anum. Að honum loknum munu breskir sjómenn veiða tvo þriðju heildaraflans í lögsögu sinni. Í ákvæðum fiskveiðisamningsins segir að þetta fyrirkomulag muni leiða til aukins félagslegs og efnahagslegs stöðugleika. Segjast sviknir og krefjast bóta AFP Brexit Hollensk fiskiskip bundin við landfestar í höfninni IJmuiden í Hollandi. Aflaheimildir þeirra skreppa strax saman um 25% vegna Brexit-samningsins. Danskir sjómenn telja sig bera skarðan hlut frá borði með fisk- veiðisamningi Breta og ESB. Kenn Skau Fischer, fram- kvæmdastjóri Danmarks Fiskerifor- ening, segir samkomulag muni taka sinn toll, ekki síst hjá þeim sem sótt hafa í matfisk á borð við þorsk, ufsa og rauðsprettu. Kjaftshögg fyrir danskar matfiskveiðar, sagði hann við danska útvarpið, DR. Skipstjórinn Brian Bloch Larsen fra Hanstholm sækir um 30% afla síns, aðallega þorsk, í bresku lög- söguna og kvaðst skúffaður. „Skerðingin sem við þurfum að kyngja er allt of mikil. Þetta á eftir að leið til atvinnumissis.“ Dönsku sjómannasamtökin álíta að kvóti að verðmæti 1,5 milljarða danskra króna, jafnvirði ríflega 30 milljarða íslenskra, glatist. Danskir sjómenn sárir SPÁ ÞVÍ AÐ ÚTGERÐIR LÍÐI UNDIR LOK Í DANMÖRKU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.