Morgunblaðið - 29.12.2020, Page 15

Morgunblaðið - 29.12.2020, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020 Vestmannaeyjar Glæsilegt litský setti svip sinn á vesturhimininn við sólsetur á Heimaey á sunnudagskvöldið var. Margir sáu litfögur glitský við sólarupprás á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun. Óskar Pétur Friðriksson Í vor sem leið voru 20 ár liðin frá því að VR innleiddi markaðslaunakerfi á ís- lenskum vinnumarkaði. Þessi merku tímamót fóru ekki hátt. Sem er miður því markaðslaunakerfið er einhver sterkasti leikur sem nokkurt stéttarfélag hefur leikið í baráttunni hér á landi fyrir bætt- um kjörum launafólki til handa. Það er gömul staðreynd og ný að launataxar taka yfirleitt hægum breyt- ingum. Hvert prósentustig, jafnvel pró- sentubrot, kallar á verulegar og yfirleitt óyfirstíganlegar fjárhæðir. Fyrir launa- fólk þýðir þetta í reynd að allir fá jafn lítið jafnvel þótt hið félagslega réttlæti geti virst mikið á pappírnum. Það kom enda í ljós að á fyrstu 18 mánuðum hins nýja launakerfis hækkuðu grunnlaun félagsmanna um 19% og heildarlaun um 21%. Á sama tíma hækkaði launa- vísitalan um 9%. Aflvaki hins nýja markaðslaunakerfis kom því strax berlega í ljós. Láglaunasnaran Markaðslaunakerfi VR skar hinn almenna fé- lagsmann úr láglaunasnöru taxtalaunanna. Fram að því höfðu „sterkustu“ hópar launamanna setið svo til einir að kjötkötlunum. Þeir hópar sem voru í aðstöðu til að semja um kaup sitt og kjör gerðu það hvað sem öllum kjarasamningum leið. Allir aðrir voru á samn- ingsbundnum töxtum og segja má að þessir betur stæðu hafi líkt og „flotið“ ofan á þeim meginþorra launafólks sem sat fast á klafa samningsbundinna launataxta. Málið snerist því í reynd um það hvernig valdefla mætti þennan meginþorra launafólks svo að allir fengju sanngjarnt tækifæri til að hámarka eigin tekjur. Allir fái sanngjarnt tækifæri Sú valdefling sem markaðslaunakerfi VR byggist á – þetta sanngjarna tækifæri – er sem kunnugt er ekki flókið. Með kjarasamningunum sem undirritaðir voru vorið 2000 fengu félagsmenn í VR rétt á árlegu launa- viðtali. Samhliða hefur VR látið gera reglubundna launakönnun sem er tæki til að kortleggja laun og launabreytingar innan VR og setur launaviðtalinu ákveðin viðmið sem launþegi og vinnuveitandi ræða út frá. Segja má að sú samningatækni sem þessi sam- anburðarfræði byggist á hafi reynst býsna öflug í bein- um launaviðræðum. Það er því líklega engin tilviljun að meðallaun innan VR eru með því besta sem gerist hér á landi. Launaskrið náttúrulega Markaðslaunakerfið hefur ekki aðeins komið fé- lagsmönnum í VR til góða. Flest bendir til að launa- skrið á almenna vinnumarkaðnum eigi upptök sín þar og yfirleitt er það þetta „náttúrulega“ launaskrið sem ber uppi almennar launahækkanir. Án þess er hætt við að róðurinn þyngist, ekki síst í þeim hluta kjara- viðræðna sem snýr að launatöxtunum. Þar skiptir miklu geta millitekjuhópa til að semja sig upp að hærri tekjulögunum. Eftir því sem þessir hópar standa sterkar að vígi þeim mun minna verður tekjubilið. Vinnumarkaðurinn fetar sig skrefi nær raunverulegu félagslegu réttlæti. Það er sitthvað Markaðslaunakerfi sambærileg því íslenska hafa lengi verið við lýði annars staðar á Norðurlöndunum, mun lengur en hér á landi. Reyndar er það íslenska upphaflega gert að danskri fyrirmynd, en sem dæmi um það hversu samþætt markaðslaunakerfið er vinnumark- aðnum þar í landi þá sér danska hag- stofan um framkvæmd launakannana. Sú tryggð sem stór hluti verkalýðshreyfingarinnar hér á landi virðist sýna gömlu launataxtapólitíkinni sætir því að mörgu leyti furðu. Og þó. Innan þessara raða hefur gætt talsverðrar tortryggni í garð nor- ræna vinnumarkaðsmódelsins – sem gengur einmitt út á sanngjarna skiptingu launakökunnar og aukið fé- lagslegt réttlæti. Má vera að þetta réttlæti eigi ein- hverra hluta vegna ekki upp á pallborðið hjá þessum afmarkaða hluta verkalýðsforystunnar? Er kannski til annað og betra félagslegt réttlæti að mati þessa fólks? Það leyndi sér aldrei að markaðslaunakerfið vakti misjafna lukku þegar það var kynnt til leiks fyr- ir tveimur áratugum. Andstaða atvinnurekenda var e.t.v. skiljanleg enda reikningsdæmið í sjálfu sér ekki flókið. Öðru máli hlýtur hins vegar að gegna um fast- heldnina við hina hefðbundnu láglaunataxtastefnu innan launþegahreyfingarinnar. Stöndum í fæturna Það mikla atvinnuleysi sem liggur nú eins og á mara á vinnumarkaðnum gerir að verkum að launaþróun er undir miklum þrýstingi. Enda þótt markaðskerfið sé kannski ekki flókið þarf engu að síð- ur að reka það. Gera þarf vandaðar launakannanir á reglubundnum grunni, halda úti kynningar- og fræðslustarfi og bjóða upp á námskeið fyrir þá sem það vilja svo að eitthvað sé nefnt. Þá myndar fyrir- tæki ársins þriðju stoð markaðslaunakerfisins, en sú stoð snýr að aðstöðu á vinnustað, samskiptum og vinnustaðarmenningu. Aðalatriðið er þó að umræða sé opin og lifandi; allir á sömu blaðsíðu. Annars er hætt við að kerfið trénist upp og skili ekki lengur sínu. Það hefur því sjaldan verið mikilvægara en nú að VR axli það forystuhlutverk á vinnumarkaðnum sem fé- lagið skipaði sér í fyrir liðlega 20 árum og tryggi stöðu markaðslaunakerfisins. Eftir Helgu Guðrúnu Jónasdóttur Helga Guðrún Jónasdóttir Markaðslaunakerfið 20 ára » Andstaða atvinnurekenda var e.t.v. skiljanleg. Öðru máli gegnir um fastheldnina við hina hefðbundu láglaunataxtastefnu innan launþegahreyfingarinnar. Höfundur er stjórnmálafræðingur. hgjonasdottir@gmail.com Aðlögunartímabilið vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu er senn á enda því um ára- mótin hættir EES- samningurinn að gilda um Bretland. Frá því að niðurstaða þjóð- aratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi sumarið 2016 varð ljós höfum við átt í miklum, nánum og um- fram allt góðum sam- skiptum við bresk stjórnvöld um sam- band ríkjanna á nýjum tímum. Árangurinn af því talar sínu máli. Nýundirritaður bráðabirgðafríversl- unarsamningur öðlast gildi um áramótin og tryggir hann óbreytt tollkjör vegna vöruviðskipta við Bretland. Það er afar mikilvægt að kjarnahagsmunir íslenskra fyrirtækja í viðskiptum við Bretland hafa verið tryggðir með þessum samn- ingi enda er Bretland einn mikilvægasti útflutningsmarkaður íslenskra fyr- irtækja. Jafnframt hafa flugsamgöngur á milli Íslands og Bretlands verið tryggðar með undirritun loftferðasamnings nú skömmu fyrir jól. Samningurinn veitir sömu tvíhliða flugréttindi og löndin hafa í dag. Fluggeirinn skiptir íslenskt efna- hagslíf höfuðmáli og þar gegna flug- samgöngur við Bretland lykilhlutverki. Samningar sem við höfum þegar gert við Bretland tryggja að Íslendingar sem eru búsettir þar fyrir lok árs 2020 halda réttindum til dvalar og búsetu og áfram verður hægt að heimsækja Bretland án vegabréfsáritunar. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að styrkja enn frekar og byggja upp sambandið við Bretland eftir útgöngu. Markmið okkar hefur verið að klára víð- tækan fríverslunarsamning í samvinnu við Noreg og Liechtenstein og standa viðræður um hann nú yfir og mun ljúka fljótlega á komandi ári. Á aðfangadag bárust svo þau ánægju- legu tíðindi að Bretar og ESB hefðu samið um sitt framtíðarsamband. Þær lyktir eiga eftir að gagnast okkur á margan hátt og verða um leið gott vega- nesti í endasprettinum framundan. Fyr- irkomulag þjónustuviðskipta ESB og Bretlands verður endurspeglað í frí- verslunarsamningi okkar, góð nið- urstaða í loftferðamálum kemur íslensk- um flugrekendum líka vel og rannsóknarsamstarf Breta við ESB heldur áfram, sem skiptir okkur Íslendinga máli. Við í utanríkisráðuneytinu höfum í samvinnu við við- komandi ráðuneyti og stofn- anir unnið að því hörðum höndum að koma í veg fyrir að hnökrar komi upp í við- skiptum okkar um áramótin og að upplýsa fyrirtæki og almenning um hvað mun breytast og hvað ekki. Að ýmsu er að hyggja í því sambandi. Sem dæmi má nefna að þeir sem flytja til Bretlands frá og með áramótum þurfa að sækja um dvalarleyfi og uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt nýju inn- flytjendakerfi Bretlands. Samninga- viðræður standa yfir um sérstök tveggja ára dvalarleyfi fyrir ungmenni sem vilja flytjast á milli Íslands og Bretlands og lýkur þeim vonandi fljótlega á nýju ári. Ég hvet þá sem stunda viðskipti eða hafa tengsl við Bretland til að kynna sér upplýsingar á sérstöku Brexit-vefsvæði á Stjórnarráðsvefnum (www.stjorn- arradid.is/verkefni/utanrikismal/brexit). Þar eru einnig tenglar inn á aðrar gagnlegar síður t.d. hjá MAST og Skattinum. Eins má alltaf hafa samband við okkur í síma eða með tölvupósti. Svarað er allan sól- arhringinn í neyðarsíma ráðuneytisins 545 0112 og sérstakur viðbragðshópur verður á vakt vegna áríðandi fyr- irspurna sem tengjast útgöngunni. Þetta er í samræmi við áherslu okkar á aukinn stuðning við atvinnulífið eins og nýstofnuð viðskiptavakt er til marks um. Áramótin sem eru á næsta leiti marka tímamót að svo mörgu leyti. Þótt að ýmsu sé að hyggja varðandi útgöngu Breta úr ESB hafa lykilhagsmunir Ís- lands verið tryggðir. Ég er sannfærður um að spennandi tímar séu fram undan í sambandi okkar við þessa góðu granna okkar. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson Guðlaugur Þór Þórðarson » Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að styrkja enn frekar og byggja upp sambandið við Bretland eftir útgöngu. Höfundur er utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Útganga Bretlands og íslenskir hagsmunir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.