Morgunblaðið - 29.12.2020, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020
Áður en núverandi
fyrirkomulag var tekið
upp við stjórn á sjáv-
arauðlindum Íslands
voru veiðar óhag-
kvæmar, óarðbærar, of-
veiði ríkjandi og margir
stofnanna voru við það
að hrynja. Því miður
voru slys og mann-
skaðar algengir. Af-
skipti ríkisins voru tíð
og umdeildar ráðstafanir algengar til
að forða fyrirtækjum frá gjaldþroti.
Í dag er myndin allt önnur. Sjáv-
arútvegsfyrirtæki eru arðbær og
greiða meiri skatta en önnur fyrir-
tæki í formi auðlindagjalda. Opinber
afskipti eru nú aðeins í formi al-
mennra reglna og engir styrkir eru
veittir til veiða. Sjávarútvegur nú-
tímans er hátækniiðnaður og hefur
gengið vel að flytja út tækni sína.
Sjávarútvegur Íslands hefur átt stór-
an þátt í að umbreyta hagkerfinu
sem hefur gert Ísland að nútímalegu,
samkeppnishæfu og útflutnings-
drifnu velferðarsamfélagi. Ísland er
leiðandi í heiminum í sjávarútveg-
stækni, menntun, þjálfun og rann-
sóknum, sjálfbærum fiskveiðum,
búnaði, siglingatækni og fiskgrein-
ingartækjum, auk þess að viðhalda
háþróuðum sjávarútvegi og flytja út
heimsklassaframleiðslu. Enn fremur
hefur sjávarútvegurinn skapað fjölda
sprota í snyrtivörum, tísku, heilsu og
næringu, hugbúnaðargerð og lyfjum
svo eitthvað sé nefnt.
Sjálfbærar og ábyrgar veiðar á
villtum fiskistofnum á Íslandsmiðum
og góð meðferð á lífríki hafsins hefur
grundvallarþýðingu fyrir íslenskt
samfélag. Sjávarútvegurinn á Íslandi
er að mæta kröfum kaupenda sjáv-
arafurða um sjálfbæra nýtingu auð-
linda hafsins sem þróaðar eru á
grundvelli skuldbindinga sem gerðar
eru að landslögum og með alþjóða-
samningum.
Bláa hagkerfið ehf. er nýstofnuð ís-
lensk þekkingarveita
sem, eins og nafnið gef-
ur til kynna, mun beina
kröftum sínum að því
að upplýsa samfélög
um sjálfbæran sjávar-
útveg. Sérstaklega
verður hugað að sjálf-
bærri stjórnun auð-
linda hafsins, vistkerf-
isrannsóknum og
hvernig hægt er að yf-
irfæra það í efnahags-
bata til hagsbóta fyrir
samfélög á strand-
svæðum jarðar.
Bláa hagkerfið ehf. er að þróa
verkfæri sem hefur fengið nafnið
„Sustainable Fisheries“. Markmiðið
er að setja saman hóp færustu ein-
staklinga og sérfræðinga sem starfað
hafa innan sjávarútvegs, opinberrar
þjónustu og innan fræðasamfélags-
ins. Markmiðið er að nýta sér þá
miklu reynslu sem hefur safnast upp
við þróun okkar farsæla fiskveiði-
stjórnarkerfis á Íslandi. Það er sann-
færing okkar sem stöndum að verk-
efninu að nota megi íslensku
fyrirmyndina, þegar kemur að sjálf-
bærri fiskveiðistjórnun, sem grund-
völl arðsemi í sjávarútvegi og það sé
hægt að innleiða hjá þjóðum sem eru
í svipaðri stöðu og við vorum þegar
við töldumst til vanþróaðra þjóða.
Útflutning þekkingar okkar á fisk-
veiðistjórnun verður að nálgast á
heildstæðan hátt. Það verður að nýta
reynslu okkar og sérþekkingu varð-
andi stjórnun veiða, vinnslu og mark-
aðssetningu takmarkaðra auðlinda
með eftirlitsstofnunum og opinberri
stjórnun. Við þurfum að þróa sveigj-
anlega forskrift fyrir alhliða fisk-
veiðistjórnunarkerfi sem hægt væri
að laga að mismunandi aðstæðum og
raungera í hentugum samstarfs-
ríkjum. Það sem við höfum í huga
eru lönd sem eru í svipaðri stöðu og
Ísland var fyrir nokkrum áratugum.
Þetta gæti verið öflugt tæki sem að-
stoðar samfélög við að nýta þá tækni
sem þau hafa yfir að ráða og bæta
þannig fiskveiðistjórnun þeirra og
sjávarútveg almennt. Mikilvægt er
að þetta sé gert á þann hátt að við-
komandi lönd geti þróað og innleitt
tækni og menntun í samvinnu við
fyrirtæki sín og geti þannig fengið
nýja tækni, þó á þann hátt sem sam-
svari ástandi hvers lands.
Nauðsynlegt er að tryggja að sam-
starf um miðlun þekkingar hjá Bláa
hagkerfinu fari fram með þátttöku
opinberra aðila, atvinnulífsins og
fræðasamfélagsins sem og annarra
sem koma að verkefninu.
Staða fiskistofna í heiminum er
mikið áhyggjuefni svo og ástand
hafsins. Arðrán stóru samfélaganna
eins og Kína og Evrópusambandsins
á fiskistofnum og stuðning við óarð-
bærar veiðar, þrátt fyrir hættu-
ástand fiskistofna, þarf að stöðva.
Víða þrífast óheilbrigðir við-
skiptahættir í kringum viðskipti með
veiðiheimildir. Oft leiðir það til of-
veiði fiskistofna á kostnað staðbund-
inna veiða innlendra sjómanna og
minnkandi veiði hjá þeim. Innviðir
brotna niður en ríkisstjórnir fá fá-
tækrastyrki fá alþjóðastofnunum í
býtti fyrir veiðiheimildir og greiðslur
fyrir þær. Þessu þarf að breyta um
leið og fátækari samfélög fá leiðbein-
ingar um aðrar hagkvæmari leiðir.
Þannig þarf að byggja samfélög upp
innan frá.
Rétt er að árétta að þetta verkefni
verði í takt við sjálfbær þróun-
armarkmið Sameinuðu þjóðanna
(SDG) # 8 og # 14. Enn fremur
tengist það öðrum SDG-markmiðum
#2, # 5, # 6, # 9, #10, #12 og # 17.
Tökum forystu
um vernd hafsins
Eftir Svan Guð-
mundsson »Upplýsum samfélög
um sjálfbæra
stjórnun auðlinda
hafsins, til hagsbóta
fyrir samfélög á
strandsvæðum jarðar.
Svanur Guðmundsson
Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa
hagkerfisins ehf.
svanur@arcticeconomy.com
Sjálfsagt finnst ein-
hverjum skjóta skökku
við að eitthvað eigi að
vera frjálst á Íslandi.
Ég er því ósammála.
Í áratugi hef ég ver-
ið þeirrar bjargföstu
sannfæringar að hand-
færaveiðar og króka-
veiðar smábáta við Ís-
landsstrendur eigi að
vera „frjálsar“ – svo
langt sem það nær. Þ.e. hverjum Ís-
lendingi heimill aðgangur að hinni
sameiginlegu auðlind að uppfylltum
sjálfsögðum skilyrðum um skip-
stjórnarmenntun, haffæri báts,
kunnáttu varðandi öryggisbúnað og
ekki síst meðhöndlun afla.
Ég set orðið frjálsar innan gæsa-
lappa af drjúgri ástæðu. Það sem
hamlar sjósókn lítilla fiskibáta við
Íslandsstrendur hefur ekkert
breyst í aldanna rás: lega landsins
og náttúrufar norðurhvelsins. Smá-
bátar eru ofurseldir ytri aðstæðum:
veðri, fiskgengd á heimamið,
straumum og birtu, svo fátt eitt sé
nefnd. Þá segir sig sjálft að ein-
menningssjósókn er viðkvæmari en
önnur útgerð fyrir veikindum og
bilunum. Til þeirrar staðreyndar er
ekkert tillit tekið í lögum um stjórn
fiskveiða.
Tískuorð dagsins er umhverfis-
mál. Landssamband smábátaeig-
enda hóf þá umræðu strax við
stofnun félagsins 1985 – fyrir 35 ár-
um. Það féll vægast sagt í grýttan
jarðveg stórútgerðarinnar, sú um-
ræða var enda talsvert á undan tíð-
arandanum. Stórútgerðin lét jafnvel
eftir sér að hæðast að því sem smá-
bátaeigendur sögðu og spurðu opin-
berlega hvort ekki væri rétt að
hverfa aftur til ára og segla.
Nokkrum árum síðar birtust á
heimasíðu LÍÚ myndir af segl-
knúnum togurum/fraktskipum.
Batnandi mönnum er best að lifa
Alla tíð síðan 1985 hefur Lands-
samband smábátaeigenda bent á að
umhverfisáhrif veiðarfæra eigi að
vega þungt þegar kemur að ákvörð-
unum um hvernig eigi að verja
fiskimiðin. Eiga það að
vera þeir sem nota
þung botndregin veið-
arfæri eða þeir sem
leggja streng á bólum
eða renna sökkum á
slóða? Stjórnvöld hafa
hingað til þagað
óþægilega þunnu
hljóði.
Sjálfur hélt ég,
greinilega í barnslegri
trú, að stjórnvöld vildu
láta gjörðir fylgja orð-
um í umhverfisumræðunni. T.d. að
togveiðisvæði á landgrunninu yrðu
smám saman minnkuð, ekki í ein-
hverjum æðibunugangi – en alla-
vega dregin saman. Staðreynd
dagsins er öðru nær. Á sama tíma
og allt snýst um loftslagið þá virðist
engu skipta að verið er að stækka
togsvæði stórra togara innan 12
mílna landhelginnar – landhelgi
smábátanna. Ef hlutunum yrði snú-
ið við, þ.e. litið á fiskimiðin sem
loftslagið, mætti þá búast við því að
þungar vinnuvélar með tröllstórar
díselvélar yrðu ekki bara heimilaðar
á helstu umferðaræðum landsins,
heldur hvatt til aukningar?
Orð og gjörðir verða að fara sam-
an svo mark sé á takandi. Það er
ekki raunin á Íslandi. Á sama tíma
og stórum togveiðiskipum er hleypt
inn á veiðisvæði nálægt landi leitast
stjórnvöld við að draga úr veiði-
heimildum smábátanna, þeirra sem
nota þau veiðarfæri sem minnstri
röskun valda í umhverfi hafsins.
Það er kominn tími til að stjórn-
völd rökstyðji þessar ákvarðanir.
Eftir Arthur
Bogason
» Á sama tíma og
stórum togveiðiskip-
um er hleypt inn á veiði-
svæði nálægt landi leit-
ast stjórnvöld við að
draga úr veiðiheim-
ildum smábátanna.
Arthur Bogason
Höfundur er formaður
Landssambands smábátaeigenda.
arthur@smabatar.is
Orð og gjörðir
verða að fara saman
19.12. 2020 birtist
grein í Morgunblaðinu
undir heitinu „Íslam –
raunverulegu Med-
ínuárin“. Greinin er eft-
ir imaminn Mansoor
Ahmad Malik.
Í raun er nokkuð
ótryggt að fjalla um
„raunverulegu med-
ínuárin“, þar sem sú
hefð múslíma, sem að
þeim hnígur, byggist á munnlegum frá-
sögnum sem gengu mann fram af
manni og var ekki raðað endanlega
saman í hvort heldur Kóraninn eða Ha-
dith fyrr en löngu eftir þær opinber-
anir, atburði, orð, boðun og gerðir sem
um er fjallað.
Þolinmæði og umburðarlyndi
Eitt það sem höfundur greinarinnar
tekur til er „þolinmæði og umburð-
arlyndi“ spámanns íslams og nefnir til
vers 2:257 (í þýðingu Helga Hálfdan-
arsonar – HH): „Engum skal þröngvað
til trúar. Hin rétta leið hefur verið
greind frá villu. Sá sem afneitar hjátrú
og setur traust sitt á Allah, hefur fund-
ið þá handfestu sem aldrei mun bresta.
Allah heyrir allt og veit allt.“ Og einnig
vers 4:138 (þýð. HH): „Eitt er víst um
þá, sem ekki trúa, og ganga af trú sinni,
taka trú að nýju, en afneita henni öðru
sinni og eflast í vantrú. Þeim mun Allah
hvorki fyrirgefa né beina á rétta
braut.“ Reyndar sleppir ímaminn hluta
beggja versanna.
Í versi 4:89 (þýð. HH)
segir: „Þeir óska þess, að
þér gerist vantrúa, sem
þeir sjálfir, til þess að þar
verði jafnt á komið. Vingist
því ekki við neinn þeirra
fyrr en þeir hafa flúið að
heiman fyrir málstað Allah.
Hverfi þeir frá yður, þá
grípið þá og drepið, hvar
sem þér finnið þá.“
Um vantrúaða almennt
segir í versi 8:12 (þýð. HH):
„Ég mun varpa skelfingu í
hjörtu vantrúaðra. Háls-
höggvið þá og fingurhöggvið.“
Einnig má nefna Hadith-inn Buk-
hari 52:260 (þýð. höf.): „Spámaðurinn
sagði, ef einhver (múslími) kastar trú
sinni, drepið hann.‘“
Gyðingar
Höfundur greinarinnar segir að það
sé „algjör fjarstæða að íslam og músl-
ímar hati gyðinga“.
Spámaðurinn gerði það ekki framan
af, enda taldi hann sig síðasta spá-
manninn og arftaka þeirra spámanna
sem fram höfðu komið á meðal Gyðinga
– og þar á meðal Jesú Krists, sem
múslímar telja næstan á undan hinum
endanlega spámanni sínum. Því leit
spámaðurinn svo á, að Allah væri einn-
ig Guð Gyðinga og að þeir mundu taka
honum sem slíkum. Þetta kemur fram í
ýmsum versum og þar á meðal í 2:40
(þýð. HH): „Ó, þér börn Ísraels, minn-
ist náðar minnar (Allahs), sem ég hef
auðsýnt yður og haldið sáttmálann við
Mig; þá mun ég halda sáttmálann við
yður. Tignið Mig einan.“
Í ljós kom svo sem í Medínu að Gyð-
ingarnir tregðuðust við að ganga spá-
manninum á hönd. Spámaðurinn tók
að líta svo á, að „fólk bókarinnar“
(Gyðingar og kristnir) væri vert reiði
Allahs, eins og fram kemur í versum
5:60-61 (þýð. HH): „Þú skalt segja: Ó,
þér menn bókarinnar, leggið þér hatur
á oss fyrir það eitt, að vér trúum á Al-
lah og það, sem hann hefur opinberað
oss og öðrum á undan oss, eða vegna
þess, að flestir eruð þér illvirkjar.‘ / Þú
skalt segja: Get ég boðað yður nokkuð
verra en refsingu Allah?‘ Þeir sem Al-
lah hefur formælt í reiði sinni og um-
breytt í apa og svín, þeir sem dýrka
Hinn Vonda, þeir eru illa komnir, því
þeir hafa villst langt af réttri braut.“
Fleira mætti til tína um apa og svín,
þegar ræðir um „fólk bókarinnar“,
ekki síst úr orðum ímama samtímans
bæði í ræðu og riti.
Að lokum: Í Hadith-num Sahih
Muslim 2922 segir (þýð. höf.): „Abu
Huraira sagði sendiboða Allahs hafa
sagt: Hinir hinstu tímar renna ekki
upp nema múslímar berjist gegn Gyð-
ingum og múslímarnir drepi þá þar til
Gyðingarnir fela sig bak við stein eða
tré og steinninn eða tréð segði: músl-
ími, eða þjónn Allahs, það er Gyðingur
á bak við mig; komdu og dreptu hann;
en tréð Gharqad segir ekki frá, því það
er tré Gyðinga.“
Íslam – nokkur vers
Eftir Hauk
Ágústsson »Nokkur vers úr Kór-
aninum og Hadith.
Haukur Ágústsson
Höfundur er fv. kennari.