Morgunblaðið - 29.12.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020
✝ Guðlaug Gísla-dóttir fæddist á
Ólafsfirði 28. októ-
ber 1937. Hún lést
á Heilbrigð-
isstofnun Norður-
lands á Sauð-
árkróki 15.
desember 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Gísli Ingi-
mundarson, f. 2.
desember 1909, d.
23. september 1993, og Sigríður
Guðrún Sæmundsdóttir, f. 2.
desember 1902, d. 12. febrúar
1948. Eftirlifandi systir Guð-
laugar er Guðrún Stefanía, f. 2.
febrúar 1935, búsett á Akureyri.
Hinn 12. ágúst 1963 giftist
Guðlaug Sigmundi Birgi Páls-
syni, f. 28. nóvember 1932, d. 29.
janúar 2003. Foreldrar hans
voru Marvin Páll Þorgrímsson,
f. 25. mars 1893, d. 5. maí 1965,
og Pálína Bergsdóttir, f. 17.
apríl 1902, d. 3. júlí 1985. Dætur
Guðlaugar og Sigmundar eru:
1) Sigríður Guðrún, f. 1. sept-
ember 1959, búsett í Mývatns-
sveit, sambýlismaður hennar er
Baldvin Þór Jóhannesson, f. 15.
apríl
1960. Börn þeirra eru Daníel
Örn, f. 7. janúar 1992, sambýlis-
kona hans er Brynja Rúnars-
dóttir, f. 7. september 1994,
dóttir þeirra er Sigrún Sól, f.
f. 28. nóvember 2017; Jón Krist-
inn, f. 14. október 1986, kona
hans er Mandy Ueberberg, f. 13.
júlí 1990, synir þeirra eru Dom-
inic Þór, f. 21. júlí 2012, og Ca-
leb Ingi, f. 27. september 2016;
Guðlaugur, f. 25. ágúst 1989,
sambýliskona hans er Sigrún
Ólafsdóttir, f. 12. febrúar 1990,
börn þeirra eru Darri, f. 13.
október 2017, og Dagný, f. 7.
ágúst 2020.
4) Inga Jóna f. 3. nóvember
1970, búsett á Sauðárkróki,
börn hennar eru Sævar, f. 8.
apríl 1997, Ásrún, f. 18. sept-
ember 1998, Eyþór, f. 18. ágúst
2005, faðir þeirra er Jónatan
Sævarsson, f. 24. janúar 1968;
einnig á Inga Jóna dótturina
Evu Zilan, f. 2. apríl 2013, faðir
hennar er Mehmet Can Sik, f.
13. mars 1985.
Guðlaug ólst upp á Ólafsfirði
og lauk unglingaskóla Ólafs-
fjarðar árið 1952. Hún flutti 16
ára til Reykjavíkur, bjó þar
nokkur ár og vann við ýmis
störf. Árið 1958 hófu Guðlaug
og Sigmundur búskap á Sauð-
árkróki. Guðlaug var heima-
vinnandi fyrstu búskaparárin en
seinna var hún dagmamma
nokkur ár, rak Blómabúð Sauð-
árkróks í 10 ár og síðustu
starfsárin vann hún á Dval-
arheimili aldraðra á Sauð-
árkróki.
Útför fer fram frá Sauðár-
krókskirkju í dag, 29. desember
2020, kl. 14
Streymt er frá útförinni:
https://youtu.be/yyYbjOqAjEA/.
Virkan hlekk á slóð má finna:
https://www.mbl.is/andlat/.
12. ágúst 2020;
Marta Sif, f. 15.
júní 1998, unnusti
hennar er Kasper
Stryander Jensen,
f. 22. febrúar 1996.
Fyrir á Baldvin
soninn Elías Ás-
geir, f. 14. júlí
1982.
2) Pálína f. 24.
september 1961,
búsett á Akranesi,
maður hennar er Alfreð Þór Al-
freðsson, f. 23. október 1962.
Börn þeirra eru Gísli Páll, f. 31.
desember 1982, sambýliskona
hans er Unnur Magnúsdóttir, f.
21. maí 1985, dóttir þeirra er
Eygló, f. 17. apríl 2016, fyrir á
Gísli Páll dótturina Freyju Rós,
f. 23. júní 2006, móðir hennar er
Valdís Kristinsdóttir; Sandra
Ósk, f. 14. maí 1999, og Linda
Ósk, f. 14. maí 1999, unnusti
hennar er Ólafur Tryggvi Elías-
son, f. 11. júní 1999.
3) Margrét, f. 19. apríl 1963,
búsett á Sauðárkróki, maður
hennar er Skúli Vilhjálmur
Jónsson, f. 10. desember 1960.
Synir þeirra eru Sigmundur
Birgir, f. 19. maí 1982, sambýlis-
kona hans er Aðalheiður Ágústa
Jónsdóttir, f. 4. október 1987,
börn þeirra eru Heiðar Ingi, f.
18. apríl 2012, Fannar Atli, f. 21.
janúar 2014, og Margrét Guðný,
Elsku mamma, nú ertu komin
til pabba og ég veit að þér líður vel
núna því þú hefur saknað hans í
mörg ár. Við, dætur þínar, eigum
góðar minningar um umhyggju-
sama og ástríka móður, sem var
alltaf til staðar fyrir okkur. Eins
og pabba leið þér best ef við, fjöl-
skyldan, vorum hjá ykkur á
Smáragrundinni. Þó vildir þú að
við sköpuðum okkur okkar eigið líf
og yrðum hamingjusöm með okk-
ar eigin fjölskyldu. Þér fannst
yndislegt að hafa barnabörnin og
seinna langömmubörnin hjá þér
og þú undir þér vel með þau í
kringum þig. Það gladdi þig alltaf
jafn mikið þegar við komum norð-
ur í heimsókn með börnin okkar.
Þú barst ekki tilfinningar þínar
utan á þér en við vissum öll að við
áttum alltaf öruggt skjól í faðmi
þínum.
Hér eru tvö erindi úr ljóðinu
Móðurást sem lýsa þér vel.
Hið göfugasta’ í lífi okkar er,
ást, er móðir ber til sinna barna.
Hún fórnar, gefur helft af sjálfri sér
og sækir styrk til lífsins dýpsta
kjarna.
Hún veitir ljós, sem ljómi bjartra
stjarna.
Já, móðurást er yndi sérhvers manns
og allra besta stoð á vegi hálum,
hinn dýrmætasti kjarni kærleikans,
sem kallar fram hið besta’ í vorum
sálum.
Hún ætti’ að ráða’ í öllum okkur
málum.
(Ágúst Böðvarsson)
Ég kveð þig, elsku mamma,
með ást í hjarta og hugga mig við
allar góðu minningarnar sem ég á
um þig.
Hvíl í friði og hafðu kæra þökk
fyrir allt.
Þín dóttir,
Sigríður (Sigga).
Elsku mamma. Nú hefur þú
kvatt okkur og komin í faðm
pabba í sumarlandið.
Það var yndislegt að geta verið
hjá þér þegar þú kvaddir, umvafin
dætrum þínum alveg eins og þú
vildir hafa það.
Við systurnar áttum alltaf
öruggt skjól hjá ykkur pabba á
Smáragrundinni og síðar þegar þú
varst orðin ein áttum við skjól hjá
þér á Smáragrundinni og Laug-
artúni.
Elsku mamma, þú misstir mik-
ið þegar pabbi dó fyrir 18 árum.
Þið voruð mjög samrýnd hjón,
sannast það best að þú varst alltaf
kölluð Lauga Simma og alltaf var
talað um Simma og Laugu.
Ég veit að þér leiddist oft síð-
ustu ár, en glaðnaði alltaf yfir þér
þegar barnabörnin komu í heim-
sókn, þú varst jú mikil barnakona.
Það lék allt í höndunum á þér,
þú föndraðir, saumaðir og prjón-
aðir á okkur systurnar og síðar á
barnabörnin, bakaðir bestu kök-
urnar og mömmumatur var alltaf
bestur.
Ég held mikið upp á gömlu
góðu uppskriftirnar þínar.
Ég á margar góðar minningar
frá Smáragrundinni sem koma
upp í hugann nú þegar þið pabbi
hafið kvatt, geymi ég þær í hjarta
mínu.
Nú er ylrík indæl sól
engin til að skína.
Í stað þess góð og guðleg jól
gleðji sálu þína.
Takk fyrir allt elsku mamma.
Þín dóttir,
Pálína.
Elsku mamma, nú líður þér
vonandi betur. Við vissum að það
kæmi að kveðjustundinni en aldrei
er maður undirbúinn, höggið er
alltaf mikið. Þegar ég sit og skrifa
síðustu kveðjuna til þín koma
margar minningar upp. Þegar ég
var lítil og kom heim úr skólanum
varst þú alltaf heima. Nokkur ár
varstu dagmamma með 10 börn
og þig munaði ekki um það.
Þér féll aldrei verk úr hendi og
allt lék í höndunum á þér hvort
sem það var að sauma föt eða
myndir, prjóna, hekla nú eða baka
og elda mat. Þú varst yfirleitt með
prjónana og prjónaðir lopapeysur
og varst ekki nema einn dag með
peysu. Þegar við fórum í ferðalag
voru prjónarnir alltaf með, þú
prjónaðir, horfðir á útsýnið og
slakaðir á allt á sama tíma, við hin
skildum þetta ekki.
Þegar ég var lítil fórum við mik-
ið um helgar út í sveit með smurt
nesti og fótboltinn var alltaf með í
ferð. Þegar ég átti mitt fyrsta
barn, hann Sævar, var ég óörugg
en um leið og þú komst til mín ró-
uðumst bæði ég og Sævar. Þegar
ég átti hin börnin varst þú alltaf til
staðar fyrir mig og þau. Ég fékk
mjög mikla hjálp frá þér hvort
sem það var með ráðum eða pöss-
un. Börnin mín voru svo heppin að
fá að alast upp nálægt þér og njóta
góðmennsku þinnar og þolin-
mæði. Þú kenndir þeim öllum að
spila og alltaf leyfðir þú þeim að
baka með þér. Þér leið best ef all-
ur hópurinn þinn var hjá þér og
sérstaklega börnin. Þú varst ein-
staklega barngóð og börn áttu
alltaf sérstakan stað hjá þér.
Elsku mamma og pabbi, nú er-
uð þið sameinuð á ný og fylgist
stolt með dætrum ykkar, barna-
börnum og barnabarnabörnum.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Takk fyrir allt elsku mamma
mín.
Þín
Inga Jóna.
Elsku amma Lauga, þegar ég
hugsa um þig finn ég aðallega fyr-
ir hlýju og þakklæti. Ég var alltaf
mikil ömmustelpa og er svo þakk-
lát fyrir að hafa átt þig að. Ég var
svo heppin að fá að fara heim til
þín eftir skóla og geta brallað ým-
islegt með þér. Þær eru óteljandi
stundirnar sem við sátum við eld-
húsborðið, spjölluðum og spiluð-
um á spil, en þá kipptum við okkur
hvorug upp við smá svindl frá
hinni því allt var leyfilegt hjá
ömmu.
Þú kenndir mér að prjóna, við
bökuðum mikið saman og fengum
okkur ís nánast daglega. Þegar ég
fékk bílpróf gátum við svo loksins
tekið ísrúnta um bæinn.
Þú tókst alltaf vel á móti vinum
mínum þegar ég kom með þau í
heimsókn til þín og ég man hversu
heppin mér fannst ég vera að eiga
svona góða og skemmtilega
ömmu, en fannst samt notalegast
og best þegar við vorum bara tvær
saman. Við höfðum alltaf eitthvað
til þess að tala um og ég finn að
það er svo margt núna sem ég
hefði viljað geta sagt þér frá.
Elsku amma Lauga nú ertu
komin til afa Simma, ég veit að
saman fylgist þið með okkur og
passið upp okkur.
Ég sakna þín.
Þín ömmustelpa,
Ásrún.
Elsku amma Lauga, þegar ég
kveð þig er mér efst í huga inni-
legt þakklæti. Ég þakka þér fyrir
þær stundir sem við áttum saman
og þann stuðning og kærleika sem
þú sýndir mér þegar ég byrjaði í
framhaldsskólanum á Sauðár-
króki. Ég gat rætt við þig um allt
og mér leið alltaf betur eftir heim-
sókn til þín. Mér þótti líka mjög
vænt um göngutúrana okkar um
dvalarheimilið og sögurnar sem
þú deildir með mér um líf þitt.
Þangað til við hittumst aftur bið
ég að heilsa afa.
Þín
Marta Sif.
Elsku amma Lauga. Nú ert þú
komin til afa og á betri stað.
Þegar við hugsum til þín koma
upp margar minningar. Ein af
okkar uppáhaldsminningum er
þegar þú kenndir okkur að prjóna
á Laugartúni. Þótt okkur gengi
ekki alltaf vel varst þú alltaf mjög
þolinmóð.
Við höldum fast í allar góðu
minningarnar og stundirnar okk-
ar saman, þær eru okkur mjög
dýrmætar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Þínar ömmudætur,
Linda Ósk og Sandra Ósk.
Elsku amma. Það er skrýtið að
þú sért dáin. Þú varst besta amma
í heimi, mjög fyndin og áttir fal-
legt dót. Það var gaman að heim-
sækja þig og spila og spjalla, þú
áttir alltaf suðusúkkulaði og okkur
fannst gott að borða það, þú varst
mikill nammigrís. Það var gaman
þegar einhver bauð okkur saman
á rúntinn og við fengum ís.
Nú ert þú komin til afa.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
(Páll Jónsson)
Þín ömmustelpa,
Eva Zilan.
Í dag kveð ég elsku mömmu
mína með söknuði enn veit að
henni líður vel og pabbi tekur á
móti henni með opinn faðminn.
Margar minningar koma upp í
hugann þegar ég skrifa þetta. Þú
varst alltaf til staðar þegar ég
þurfti aðstoð, hvort sem það var
við lærdóm þegar ég var í skóla
eða þegar ég byrjaði að búa, þá
gat ég alltaf leitað til þín elsku
mamma.
Ég man þegar ég átti strákana
mína og var eitthvað óörugg, þá
gat ég alltaf hringt í þig og þú
komst til mín hvort sem þú varst
að vinna eða ekki og svo varstu
alltaf til í að passa fyrir mig. Þeg-
ar miðstrákurinn minn hann Jón
Kristinn mátti ekki fá mjólkur-
vörur og elsti strákurinn minn
hann Simmi Biggi átti afmæli
komuð þið pabbi og buðuð Jóni
Kristni á rúntinn eða eitthvað svo
Simmi Biggi gæti haldið upp á af-
mælið sín og boðið vinum sínum.
Svo varðstu mjög hrifin þegar við
skírðum yngsta soninn okkar
Guðlaug í höfuðið á þér en samt
var ekki verið að gera upp á milli
drengjanna þriggja, það var ekki
í boði hjá þér.
Svo liðu árin og þú fannst að þú
varst ekki orðin örugg ein heima,
værir farin að gleyma þannig að
þú valdir að fara á dvalarheimilið
hér á Sauðárkróki þar sem þú
varst nú reyndar búin að vinna í
nokkur ár. Þú varst komin með
göngugrind til að labba með og
ekki var það leiðinlegt fyrir
barnabörnin mín að koma í heim-
sókn til þín, þau fengu alltaf að
fara á rúntinn með þér á grind-
inni. Dominic Þór kom mikið til
þín með mér og alltaf þegar hann
vissi að ég væri að fara til ömmu
Laugu spurði hann mig hvort
hann mætti koma með. Hann átti
erfitt að geta ekki komið með mér
í heimsókn þegar þú varst orðin
veik vegna takmörkunar á heim-
sóknartímunum og sagði mér oft
hvað hann saknaði ömmu Laugu.
Einu sinni vildi hann velja sjálfur
afmælisgjöf og gefa þér sjálfur;
hann valdi þyrlu og þú geymdir
hana í kassanum og hafðir hann í
glugganum sem skraut. Svo
baðstu mig að kaupa aðra fyrir þig
svo að krakkarnir gætu leikið sér
með hana.
Elsku mamma mín, nú eruð þið
pabbi saman á ný og þér líður
miklu betur. Ég tel að það hafi
orðið fagnaðarfundir þegar þið
hittust, ég trúi því.
Það eru margar minningar sem
ég geymi í hjartanu og ylja mér
við, elsku mamma mín. Ég kveð
þig sátt í hjartanu vegna þess að
ég veit að þér líður vel hjá pabba.
Hvíl í friði og hafðu þökk fyrir allt.
Þín dóttir,
Margrét (Magga).
Elsku amma, nú þegar kallið er
komið er gott að hugsa til baka um
allar minningarnar sem við sköp-
uðum saman. Að koma í kaffi til
ömmu var alltaf svo notalegt,
spjalla um daginn og veginn yfir
kaffibolla og ilmandi bakkelsi. Allt
sem við dunduðum saman er
ómetanlegt að eiga, jólaskreyting-
ar, garðurinn, smíða eða bakstur,
þetta var ekkert mál fyrir okkur.
Ömmufaðmlag var eitthvað sem
gat gert hvaða dag betri og mun
ég sakna þeirra hvað mest. Það
var alltaf notalegt að sjá þig í
dyragættinni eftir heimsókn þar
sem það var veifað þangað til
keyrt var í burtu. Amma, núna
veit ég að þú stendur við hlið afa
og þið veifið okkur saman aftur.
Hvíldu í friði elsku amma, takk
fyrir allar okkar stundir saman og
njóttu þess að vera komin til afa
aftur.
Þinn,
Guðlaugur.
Elsku amma Lauga. Margar
minningar koma upp í huga okkar
núna. Þú hafðir endalausa þolin-
mæði til að spila við okkur og allt
var leyfilegt í ömmuspilum. Þú
bakaðir bestu perutertuna en eng-
inn hefur náð að baka ömmuperu-
tertu eins vel og þú. Þegar Eyþór
kom heim úr skólanum til þín
geymdir þú alltaf matinn sem þú
fékkst frá sjúkrahúsinu fyrir
hann. Okkur leið alltaf vel heima
hjá þér, það var svo rólegt og gott
andrúmsloft.
Takk fyrir að hafa alltaf verið
til staðar fyrir okkur
Nú ertu komin til afa.
Þínir ömmustrákar,
Sævar og Eyþór.
Guðlaug
Gísladóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN EINARSSON
frá Hjarðarhaga í Aðaldal,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk
22. desember. Útförin fer fram frá
Árbæjarkirkju miðvikudaginn 30. desember klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir
athöfnina. Streymt verður beint frá athöfninni á slóðinni
https://youtu.be/HRH-ebjnEx0
Bryndís Hlíf Maríasdóttir
Arndís Kristjánsdóttir
Ármann Kristjánsson Raeanna Skinner
Rut Kristjánsdóttir
Kristján Baldursson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRGUNNUR INGA
SIGURGEIRSDÓTTIR,
Melgötu 2, Grenivík,
lést 21. desember.
Útför hennar fer fram frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 2. janúar
klukkan 13:30. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis
nánustu aðstandendur viðstaddir en athöfninni verður streymt á
Facebook-síðunni jarðarfarir í Grenivíkurkirkju - beinar
útsendingar.
Þorsteinn Ágúst Harðarson Sóley Ísaksdóttir
Sigurgeir Harðarson Helga Sigríður Helgadóttir
Kristín Helga Harðardóttir Björn Ingason
Hafdís Harðardóttir Guðmundur Guðmundsson
ömmu- og langömmubörn