Morgunblaðið - 29.12.2020, Page 20

Morgunblaðið - 29.12.2020, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020 ✝ Ólöf Hrafnhild-ur Baldvins- dóttir var fædd á Akureyri 25. janúar 1930. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 14. desember 2020. Foreldrar henn- ar voru Baldvin Árnason, f. á Bjargi í Glæsibæjarhreppi 16. júní 1902, d. 11. sept. 1960 og Sigurlína Guð- mundsdóttir, f. í Arnarnesi í Arnarneshreppi 13. sept. 1899, d. 8. okt. 1976. Systkini Hrafn- hildar eru Hermann, f. 9. júlí 1928, d. 1. júlí 2009, Ragna, f. 29. des. 1931, d. 11. maí 1985, Heim- ir Sigurpáll Baldvinsson, f. 31. maí 1935, d. 31. okt. 1965 og El- ín, f. 1. júní 1944. Eiginmaður Hrafnhildar var Þorsteinn Leifs- son, f. 2. ágúst 1925, d. 30. júní 2018. Börn Hrafnhildar og Þor- ur. 3) Jón Rúnar, f. 26. maí 1960, eiginkona hans Ásrún Elín Guð- mundsdóttir, f. 12. feb. 1960, börn þeirra eru Guðsteinn, sam- býliskona hans er María R. Björgvinsd., börn þeirra eru 3; Hrafnhildur, eiginmaður hennar er Gunnar Harðarson, börn þeirra eru 3; Berglind, sambýlis- maður hennar er Ágúst S. Að- alsteinsson, dóttir þeirra Selma Rún, f. 22. júlí 2014, d. 24. ágúst 2017. 4) Sigrún, f. 18. maí 1962, eiginmaður hennar er Ragnar Sverrisson, f. 21. nóv. 1961. Dæt- ur þeirra eru Ólöf Ýr, eigin- maður hennar er Axel Sigurðs- son og börn þeirra eru 3; Rakel Rún, sambýlismaður hennar er Rögnvaldur T. Gunnarsson. Linda Rós, sambýlismaður henn- ar er Þórarinn J. Sigþórsson. 5) Sólveig Auður, f. 26 okt. 1963, eiginmaður hennar er Tryggvi Gunnarsson, f. 13. maí 1965, syn- ir þeirra eru Þorsteinn Þór, sam- býliskona hans er Díana Lind, börn þeirra eru 3; Björn Torfi. Dætur Tryggva af fyrra hjóna- bandi eru Tinna Dögg, sambýlis- maður hennar er Óskar Hró- bjartsson og eiga þau einn son; Hildur Ýr, sambýlismaður henn- ar er Sigurður Halldórsson. 6) Sigurlína Arna, f. 26. okt. 1963, eiginmaður hennar er Bjarni Hallgrímsson, f. 5. júní 1961, börn þeirra eru Sólrún Björg, sambýlismaður hennar er Stefán Jakobsson; Bjarney, sambýlis- maður hennar er Bjarni H. Kristinsson; Birgir og Kara Mar- ín, sambýlismaður hennar er Viktor Andrésson. 7) Sigríður Þorbjörg, f. 26. feb. 1966, eig- inmaður hennar er Bjarni Bjarnason, 14. okt. 1965, börn þeirra eru Þórir, sambýliskona hans er Erla Þórðardóttir, börn þeirra eru 2; Ingunn, sambýlis- maður hennar er Magnús F. Sævarsson og eiga þau 2 börn. Sigríður ólst upp hjá kjörfor- eldrum sínum Þorsteini Sigurðs- syni og Kristjönu Leifsdóttur. Hrafnhildur ólst upp á Akureyri, hún vann í fataverksmiðjunni Heklu og var íþróttakennari í Glerárskóla. Hrafnhildur verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, 29. desember, kl. 13.30. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/yybfk6f4 Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat steins eru: 1) Leifur Kristján, f. 22. sept. 1957, eiginkona hans er María Þórð- ardóttir, f. 4. nóv. 1959, börn þeirra Helgi Þór, eig- inkona hans er Kristína B. Arn- órsd. og eiga þau 3 börn; Heiðar Freyr, sambýliskona hans er Lovísa, Eydís Helena, sambýlismaður hennar er Elvar Reykjalín. 2) Sig- urbjörg, f. 4. júní 1959, eig- inmaður hennar er Haraldur Guðmundsson, f. 7. jan. 1959, börn þeirra eru Guðmundur Helgi, sambýliskona hans er Vala L. Kristinsd. og eiga þau 1 son; Róbert Smári, sambýliskona hans er Karen Eva, börn þeirra eru 3; Sólveig Diljá, sambýlis- maður hennar er Matthías E. Tómasson og eiga þau eina dótt- Elsku hjartans, dásamlega og ljúfa mamma okkar. Eftir öll þessi ár með þér er enn óskaplega erfitt að hugsa sér lífið án þín. Söknuðurinn er sár og undarleg- ur. Við börnin þín öll komin á efri ár með börn og barnabörn en samt alltaf börnin þín. Það sem fer í gegnum huga okkar er þakk- læti, gleði og ljúfsárar minningar um þinn hlýja faðm, falleg orð og gott veganesti. Þú ólst okkur upp við guðsorð og bænir, þá var gott að alast upp í góðri trú að einhver vaki yfir okkur og hugsi um vel- ferð okkar. Við vitum a.m.k. að þú gerir það einhvers staðar frá. Minningar um heimasaumuð föt, heimabakað brauð, hjálp við heimalærdóm, aðstoð við að klæða þegar við fórum öll saman út að leika. Jólastússið allt, þú vaktir margar nætur við smá- kökugerð, „þá losnaðir þú við krakkastúss á meðan og fékkst frið og ró“; ferðir í fjósið að hugsa um kýr, kálfa og hænur, fyrir og eftir vinnu. Þið byggðuð Álfa- byggðina og Birkilundinn, mörg, mörg kvöld, um helgar og virka daga og gerðuð þar með tvö heim- ili fyrir stóru fjölskylduna ykkar. Vinna á Heklu á kvöldin, svo seinna leikfimiskennari í Glerár- skóla til fjölda ára. Þú kenndir líka sund og dans. Ótrúlegt að þú skyldir hafa haft orku í þetta allt en samt huga vel að öllum börn- unum þínum. Alltaf var gott að koma til þín, börnin, barnabörnin, barnabarnabörnin, vinir og ætt- ingjar. Alltaf var nóg bakkelsi á borðum og uppábúin rúm fyrir alla sem þurftu og vildu, „Hótel Hröbbu og Steina“. Þú varst góð eiginkona, móðir, amma, þolin- móð og atorkusöm. Þú hafðir gaman af að lesa, leysa krossgát- ur og spila, og spilaðir oft rommý við okkur stelpurnar og barna- börn. Við höldum því áfram okkar á milli og minnumst hláturs þíns og góða skapsins. Þið pabbi höfð- uð gaman af að ferðast og tjalda á allskonar skemmtilegum stöðum. Minningin lifir, ljúf og blíð. Leiftursnöggt í byggð og hlíð. Þú áfram lifir í ættmögum þínum. Þekkt, og með þökk í þessum línum. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku mamma. Hvíldu í friði og sjáumst seinna. Þín börn, Arna, Leifur, Sigurbjörg, Rúnar, Sigrún, Auður, barna- og barnabarnabörn. Elsku amma. Nú er kveðju- stund og erfitt til þess að hugsa að jólakortið mun ekki komast á leið- arenda en þó líka gleðilegt því ég held að þú sért frelsinu fegin. Loksins fékkstu að fylgja á eftir afa, yfir í ævintýraheim þar sem þið eruð aftur orðin ung, ferðist saman, hafið gaman og horfið yfir allt sem þið hafið afrekað í lífinu. Þið hafið skapað mikið ríkidæmi og afkomendurnir telja fleiri tugi. Allir hafa það sameiginlegt að eiga yndislegar minningar um ykkur. Það er margs að minnast og alltaf svo notalegt að koma í Bir- kilundinn í heimsókn. Í hvert skipti var eitthvert góðgæti dreg- ið fram úr búrinu. Allt var gott hjá ömmu, hvort sem það var soð- inn fiskur og kartöflur eða jóla- borðið sem þú töfraðir fram ár eftir ár fyrir stórfjölskylduna. Upp úr stendur samt alltaf brauð með osti sem var dýft ofan í ömmukakó. Ég geri svoleiðis enn í dag þó ég sé kominn ansi nærri því að vera fullorðinn. Það var margt sem gerðist í eldhúsinu þar sem við sátum og lituðum, rædd- um málin og ekki skemmdi fyrir þegar þú skelltir í pönnukökur eða súkkulaðiköku, þá var veisla. Í Birkilundinum sá ég í fyrsta skipti sódastreamtæki og það var mjög framandi á þeim tíma. Spennandi að fá að blanda gos- vatnið með djús og úr varð dýr- indis drykkur en skemmtilegast var þó þegar maður fékk sjálfur að prumpa í vatnið! Þú varst alltaf svo dugleg að sauma og kenndir mér ýmislegt. Að prófa gömlu saumavélina sem þurfti að stíga áfram með fótun- um og sauma í blöð til að æfa sig var spennandi. Hvað sem mér datt í hug að búa til þá hvattir þú mig alltaf til dáða. Hægt var að leggja inn pöntun fyrir hverju sem er, hvort sem það var nýr öskudagsbúningur, föt á uppá- haldsbangsann eða skurðlækna- galli fyrir átta ára pjakk. Ekkert var til sparað og útkoman var glæsileg! Ferð í berjamó, tína fjallagrös, allar sundferðirnar í Glerársundlaug með þér, afa og Ólöf Hrafnhildur Baldvinsdóttir ✝ Kristín Jóns-dóttir (Ína) fæddist á Hvammeyri við Tálknafjörð 14. maí 1935. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 13. desember 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Bjarni Ólafsson, f. 1888, d. 1974, bóndi og smiður, og Jóhanna Gíslína Aðalheiður Jónsdóttir Steinhólm, f. 1893, d. 1941, farkennari og hús- móðir. Ína var næstyngst fjögurra systkina: Halldóra, f. 1931, d. 2017, Ólafur Bárður, f. 1933, d. 2013 og Ragnar Jón, f. 1937, d. 2004. Þann 31. desember 1960 giftist Ína eftirlifandi eig- inmanni sínum, Gunnari Smára Þorsteinssyni, f. 1933, húsasmíðameistara. Smári er sonur Þorsteins Gíslasonar bif- reiðarstjóra og Hrefnu Gunn- arsdóttur, húsmóður og bif- reiðarrekstrarstjóra. Reykjavík yfir vetrarmán- uðina. Á sumrin voru systkinin sameinuð heima hjá föður sín- um á Hvammeyri og héldust alla tíð sterk tengsl og kær- leiksríkt samband milli systk- inanna. Ragnar, yngsti bróðir Ínu, bjó alla sína ævi í Tálkna- firði og Hvammeyri hefur alla tíð verið ævintýrastaður af- komenda systranna frá Hvammeyri. Ína fór ung að vinna. Hún var í vist hjá barnmargri fjöl- skyldu í Reykjavík, vann á heimavistinni í Laugarnes- skóla, á tveimur saumastofum og við afgreiðslu og sauma- skap í versluninni Storkinum. Eftir að börnin fæddust helg- aði Ína sig heimilinu, en starf- aði síðar sem bréfberi í Kópa- vogi. Ína og Smári bjuggu í 53 ár í Bræðratungu 1, en fluttu á Kópavogstún 4 í árslok 2013. Útför Ínu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 29. des- ember 2020, kl. 15. Vegna sóttvarnareglna verður jarðarförin aðeins fyrir nánustu aðstandendur en nálg- ast má streymi frá athöfinni á www.utfor-kristinar-jonsdottur.is/. Einnig má nálgast streymið á: https://www.mbl.is/andlat/. Ína og Smári eignuðust tvö börn: 1) Jón Bjarni, f. 1962, kvæntur El- ínu Björt Gríms- dóttur og eiga þau fjórar dætur: a) Ella Björg, f. 1984, börn hennar eru Dögun og Elvar Ágúst, unnusta hennar er Arndís Pétursdóttir, b) Kristín, f. 1988, gift Sverri Má Bjarnasyni. Þeirra börn eru Sunna Dís og Kári, c) Hrefna Björk, f. 1993, maki hennar er Barði Freyr Þorsteinsson, d) Bryndís Helga, f. 1995, gift Bjarka Steini Aðalsteinssyni. Þeirra dóttir er Sóley Ósk. 2) Hrefna, f. 1964, gift Krist- jáni Björgvinssyni. Þeirra börn eru: a) Björgvin Smári, f. 1987, maki hans er Iðunn Elva Ingi- bergsdóttir. Þeirra dóttir er Harpa Sif, b) Gunnhildur, f. 1996. Ína fæddist á Hvammeyri við Tálknafjörð og ólst þar upp fyrstu æviárin. Eftir lát móður sinnar bjuggu þrjú elstu systkinin hjá ættingjum í Eitt það dýrmætasta sem hægt er að fá að gjöf eru góðir foreldrar sem elska barn sitt skilyrðislaust. Ég var svo lánsöm að eiga slíka foreldra, sem studdu okkur systk- inin í því sem við tókum okkur fyrir hendur, voru okkur góðar fyrirmyndir en veittu okkur jafn- framt frelsi til að fara okkar eigin leiðir. Fyrir það verð ég ætíð þakklát. Nú hefur móðir mín fengið hvíld eftir nokkurra ára glímu við alzheimersjúkdóminn. Í þeirri glímu hafði hún alla tíð haldið þeim eiginleikum sem einkenndu hana mest; blíðu, manngæsku og kærleika. Hún hafði mikið gaman af garðrækt og bar garðurinn þeirra við Bræðratungu og lóðin við fyrrverandi sumarhús þeirra í Hraunborgum merki um það. Hún hafði gott auga fyrir falleg- um hlutum og var handlagin. Við saumaskap var hún á heimavelli, þar sem hún hafði ung unnið á saumastofum, og átti auðvelt með að töfra fram það sem óskað var eftir. Handbragðið var fallegt og alltaf vandað til verka, enda vísaði hún oft til þess sem faðir hennar hafði sagt: „Eftir á verður spurt hver vann verkið, en ekki hvað hann var lengi að því.“ Við hjónin giftum okkur ung og það eina sem við vorum búin að ákveða var að við vildum gifta okkur. Þá var gott að eiga mömmu að sem tók meira og minna að sér að undirbúa brúð- kaupið. Hún kom með tillögu varðandi prest og kirkju, annaðist blómakaup og undirbúningur vegna veitinga var í hennar öruggu höndum. Ofan á allt annað tók mamma að sér að sauma brúðarkjólinn. Brúðkaupsdagur- inn var frábær og minningarnar frá honum yndislegar. Þar á með- al minningin um brúðkaupstert- una sem hafði verið víxlað við út- keyrslu og fengum við tertu með árituninni „Brúðhjónin Sólveig og Páll“. Mamma, úrræðagóð eins og alltaf, var ekki lengi að redda þessum mistökum, skóf áritunina af og lét sem ekkert væri. Þegar sonur okkar fæddist tveimur árum síðar var gott að geta leitað til mömmu eftir aðstoð og sú aðstoð var heldur betur stórtæk því hún hætti störfum sem bréfberi tímabundið til að passa drenginn. Á þessum tíma unnum við hjónin störf þar sem fyrri hluti ársins einkenndist af mikilli vinnu langt fram á kvöld auk helgarvinnu. Þá var gott að vita af syninum á öruggum stað í faðmi ömmu og afa. Mikill áhugi á bílum vaknaði fljótt hjá syninum og átti hann auðvelt með að þekkja tegundir bíla með því að sjá eingöngu fram- eða afturljós bílsins. Ína amma tók virkan þátt í þessu áhugamáli ömmustráksins og átti það til að skafa snjó af bíl- um bara til að fá staðfest að hann væri af þeirri tegund sem dreng- urinn hafði nefnt. Þá naut dóttir okkar einnig mikillar samveru með ömmu og afa. Í huganum var hún að hluta til farin frá okkur þar sem hún var horfin aftur til Hvammaeyrar við Tálknafjörð. Þegar hún horfði á fallega ljósmynd sem tekin var af bænum þar sem hann speglaðist í spegilsléttum sjónum ljómaði hún af ánægju. Hvammeyri var Sum- arlandið hennar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Hrefna Gunnarsdóttir. Ína amma var einstök mann- eskja. Hún var góðhjörtuð, alltaf hress, vel tilhöfð og alltaf til í að rétta hjálparhönd. Faðmurinn hennar var hlýr og tók hún alltaf vel á móti barnabörnunum sínum. Margar skemmtilegar minningar koma upp í hugann þegar hugsað er til baka. Björgvin Smári og Gunnhildur nutu þess að vera í pössun hjá Ínu ömmu þegar þau voru yngri. Þeim var alltaf tekið fagnandi og amma passaði upp á að þau nærð- ust vel með góðum mat og góðum félagsskap. Framan af var oftast boðið upp á soðna ýsu og kart- öflur í hádeginu en í tíð Gunnhild- ar var Ína amma stundum búin að sækja uppáhaldsbrauðbátinn á Subway í Hamraborg áður en hún kom til hennar úr skólanum. Ína amma hafði safnað saman heljarinnar lager af stórum skyr- dósum fyrir ömmustrákinn sem hann gat staflað upp að vild og byggt úr þeim stærðarinnar virki. Þessi virki fengu síðan að standa óhreyfð dögum saman, þrátt fyrir að mikið færi fyrir þeim úti á miðju gólfi í Bræðratungunni. Gunnhildur hélt síðan uppteknum hætti fyrir hönd þeirra systkina seinna meir og byggði einnig úr þessum sömu dósum, en fjöldinn var slíkur að byggingarnar töldu þó nokkra fermetra þegar þær voru komnar upp. Það var aldrei dauð stund þegar krakkarnir voru í pössun hjá Ínu ömmu. Ína amma lagði mikið upp úr því að hafa vel snyrtar neglur og naut Gunnhildur þess að pússa neglur og mála með Ínu ömmu. Þess á milli unnu þær saman í garðinum sem fór ekki beint vel með neglurnar en það var ekkert mál því næsta dag voru þær bún- ar að pússa og naglalakka sig með öðrum lit. Þá eigum við margar góðar minningar frá öllum sumarbú- staðarferðunum sem krakkarnir fóru í með Ínu og Smára, en Björgvin Smári var lengi vel svo spenntur fyrir ferðunum að hann beið límdur við gluggann í Furu- grund eftir því að þau kæmu að sækja hann til að fara í bústað. Enn í dag hugsum við hlýtt til þessara skemmtilegu ferða þar sem var mikið hlegið, stígar lagðir og grillað í lautargryfjunni. Þegar Iðunn Elva, unnusta Björgvins Smára, bættist við fjöl- skylduna tók Ína amma henni fagnandi og leit á hana sem sitt eigið barnabarn. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum Ínu ömmu, en við vitum að hún er komin á betri stað. Við munum ávallt minnast hennar með hlýju, væntumþykju og þakklæti fyrir þann tíma sem við fengum að njóta með henni og Smára afa. Björgvin Smári, Gunnhildur og Iðunn Elva. Ó hve létt er þitt skóhljóð ó hve leingi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er alt sem ég hef. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. (Halldór K. Laxness) Elsku amma hefur fengið vængina sína eftir erfið veikindi. Við systur minnumst hennar með hlýhug. Þegar við vorum yngri og komum í heimsókn í Bræðratunguna vildi amma bjóða upp á hollustu. Oft á tíðum cheer- ios og rúsínur í einum af skemmti- legu myndskreyttu skálunum hennar, soðinn stappaður fiskur með kartöflum og tómatsósu, grænt extra-tyggjó og Korni- hrökkbrauð þar sem skemmtileg- ast var að búa til sem þykkustu samlokuna með smjöri á milli. Það var gott að vera með ömmu í eldhúsinu að spila á spil, pinna, perla eða púsla. Stundum sat maður einn með ömmu og spjall- aði, þá hélt hún með mjúku hönd- unum sínum í okkar. Niðri í kjallara heima hjá ömmu og afa var sauna. Þar var skemmtilegt að setjast inn og spjalla, þótt sjaldan væri kveikt á henni. Í leiðinni var hægt að skoða rokkinn og dótið í geymsl- unni. En þar var margt að finna. Amma og afi geymdu allar skyr- dósir (og afi gerir það enn) og þá var hægt að byggja úr þeim hús. Oft var sest í sjónvarpsstofuna og horft á VHS og þá bauð amma upp á Toppís. Í bústaðinn hjá ömmu og afa í Hraunborgum komum við stund- um. Þá sérstaklega til þess að fara í kvennahlaupið með ömmu. Garðurinn þar var eins og ævin- týraland. Góða ferð í eilífðar ævintýra- landið þitt elsku amma. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaður Jesús mæti. (Höf. ókunnur) Ella Björg, Kristín, Hrefna Björk og Bryndís Helga. Nú er hún Ína, fallega frænka mín fallin frá. Fyrstu minningar mínar um Kristínu Jónsdóttur móðursystur mína eru af henni sem ungri og einstaklega glæsi- legri Reykjavíkurmær. Hún af- greiddi í búð og ég sé hana fyrir mér ganga eftir Austurstræti „á ótrúlega rauðum skóm“. Ég var afar stolt af þessari flottu frænku minni, með fallega hárið og geisl- andi brosið. En hún Ína var ekki alltaf Reykjavíkurmær. Hún fæddist í litlu koti við fallegan fjörð, Hvammeyri við Tálkna- fjörð, á öndverðri síðustu öld. Hún var ein af fjórum systkinum. Halldóra var elst, þá Ólafur Bárð- ur, Kristín og loks Ragnar Jón. Kristín Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.