Morgunblaðið - 29.12.2020, Síða 24
„Þetta er afskaplega mikil bar-
átta í óperuheiminum. Mörg þúsund
söngvarar eru að reyna að fá at-
vinnu og mikil samkeppni um þessi
tiltölulega fáu störf. Ég byrja að
starfa í Evrópu þegar járntjaldið
féll 1989-90 og þá koma þar margir
frábærir söngvarar frá Austur-
Evrópu og samkeppnin verður enn
harðari.“
Viðar rifjar upp þegar hann
heimsótti Kristin Sigmundsson í
Þýskalandi en einnig kom hann
reglulega heim til Íslands til að
syngja hjá Þjóðleikhúsinu, Íslensku
óperunni, Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og á ýmsum tónleikum. Á
ferli sínum hefur Viðar komið fram
í óperuhúsum eins og í Ríkisóper-
unni í Berlín, Bonn, Frankfurt,
Stuttgart, Wiesbaden, Dortmund,
Þjóðaróperunni í Vínarborg, Prag,
Tel Aviv og Seoul í Suður-Kóreu
svo einhver séu nefnd.
V
iðar Gunnarsson fæddist
í Óðinsvéum í Dan-
mörku 29. desember
1950. „Faðir minn var
þar við nám en þegar
ég var fimm ára flutti fjölskyldan til
Reykjavíkur og tveimur árum síðar
til Ólafsvíkur.“
Það var afskaplega gott að alast
upp í Ólafsvík og mikið frelsi.“ Við-
ar gekk í skóla í Ólafsvík en fór síð-
an í Gaggó Vest í Reykjavík og það-
an í MR þar sem hann útskrifaðist
1972. „Það var gaman í MR og
skemmtilegt að núna er bekkurinn
farinn að hittast reglulega í kaffi og
rifja upp gamla tíma.“ Viðar hóf
nám í HÍ, en fór svo að vinna ýmis
störf, kenndi í Árbæjarskóla og
vann sem lögreglumaður í Reykja-
vík og síðan í fjögur ár hjá Rík-
isútgáfu námsbóka, síðar Náms-
gagnastofnun.
Viðar söng með Pólýfónkórnum
frá 1972 og síðar Kór Langholts-
kirkju um margra ára skeið. Þá var
hann kominn með fjölskyldu og tvö
börn. „Þegar maður er í svona
áhugamennsku er maður mikið frá
fjölskyldunni því mest er unnið á
kvöldin og um helgar.“
Árið 1977 hóf Viðar nám í Söng-
skólanum í Reykjavík og lauk
áfangaprófi frá skólanum 1981 og
þá hélt fjölskyldan til Stokkhólms,
en þar hafði Viðar komist í sam-
band við prófessor við tónlist-
arháskólann. Fjölskyldan var þar í
þrjú ár og kom heim 1984. „Ég sótti
prívat tíma hjá þessum prófessor,
en var þarna sem stúdent, áhyggju-
laus, og síðan komum við heim.“
Viðar var ráðinn til starfa hjá bóka-
útgáfunni Vöku og strax eftir að
heim kom byrjaði hann að syngja
hjá Íslensku óperunni og einnig hjá
Þjóðleikhúsinu. Viðar söng mörg
hlutverk þar eða þar til hann ákvað
að reyna fyrir sér erlendis. Hann
fór í prufusöng til Vínar í Aust-
urríki til þess að syngja hjá Kamm-
eróperunni og var ráðinn til að
syngja hlutverk æðstaprestsins Sa-
rastró í Töfraflautunni. Þetta var
árið 1990.
Eftir það hefur Viðar starfað sem
óperusöngvari í Evrópu, aðallega í
Wiesbaden í Þýskalandi, á leið sinni
til Bremerhaven þar sem hann átti
að syngja prufusöng bæði í
Bremerhaven og Osló, en þá var
samningi hans í Vínarborg að ljúka.
„Fyrir hálfgerða tilviljun fer ég og
syng fyrir þá í óperunni í Wiesba-
den og þeim leist ansi vel á mig.
Síðan fer ég til Bremerhaven og
syng þar og fer þaðan til Osló þar
sem ég söng í Norsku óperunni.
Þegar ég er á flugvellinum að fara
heim til Íslands fæ ég skilaboð frá
Kristni um að snúa við. Taskan var
rifin úr íslensku vélinni og ég fór til
Þýskalands og strax daginn eftir er
ég kominn á æfingu og syng í sýn-
ingunni um kvöldið. Þetta var Don
Giovanni eftir Mozart og þetta gekk
svo vel að ég var ráðinn á staðnum
og var í Wiesbaden næstu fimm ár-
in.“
Viðar hefur á sínum ferli sungið
flestöll helstu bassahlutverk óperu-
bókmenntanna en þau munu vera í
kringum 90 talsins. Eftir að Viðar
flutti heim frá Þýskalandi árið 2011
hefur hann verið mjög virkur í
sönglífi landans og hefur m.a. tekið
reglulega þátt í uppfærslum Ís-
lensku óperunnar í Hörpu, en nú
nýverið tók hann þátt í frumflutn-
ingi á óperunni Ragnheiði eftir
Gunnar Þórðarson en þar fór hann
Viðar Gunnarsson óperusöngvari - 70 ára
Barnabörnin Hér eru Guðbjörg og Viðar með öll barnabörnin.
Sungið flest bassahlutverk óperunnar
Listahátíð Leah Frey-Rabine og Viðar í óperunni Niflungahringnum eftir
Richard Wagner sem sýnd var á Listahátíð árið 1994 í Þjóðleikhúsinu. Wolf-
gang Wagner, sonarsonur tónskáldsins, var viðstaddur á frumsýningunni.
Afinn Hér er Viðar með barnabarni
sínu, Bjarna Þór, á góðri stund.
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020
Óskum viðskiptavinum okkar
gleðilegs árs og friðar með þökk
fyrir viðskiptin á árinu.
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
40 ára Svanlaug ólst
upp í Skipholtinu, sem
henni fannst vera
sveitin sín. Hún hefur
búið nokkrum sinnum
erlendis en býr núna í
Reykjavík. Hún er
framkvæmdastjóri og
eigandi OsteoStrong á Íslandi. Helstu
áhugamál hennar eru söngur, leikhús og
tangó sem hún stundar af miklum krafti.
Maki: Örn Helgason, f. 1976, eigandi
OsteoStrong á Íslandi.
Börn: Ísgerður, f. 2010 og Starkaður, f.
2013.
Foreldrar: Elfa Eyþórsdóttir, f. 1952,
sérfræðingur í forsætisráðuneytinu, og
Jóhann B. Loftsson, f. 1950, sálfræð-
ingur.
Svanlaug
Jóhannsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gefðu þér tíma til að huga að því
hvernig þú getur bætt samskipti þín við
aðra í fjölskyldunni. Veltu málunum fyrir þér
áður en þú lætur til skarar skríða.
20. apríl - 20. maí
Naut Smáheimur ákvarðana þinna endur-
speglar raunverulegan heim framtíðar þinn-
ar. Láttu öfund annarra sem vind um eyru
þjóta því þinn tími er kominn.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Fljótlega kynnist þú persónu sem
getur lagt þér lið með ýmsum hætti. Mundu
að hlutirnir gerast ekki sjálfkrafa og þú
þarft að hafa fyrir þeim.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þetta verður góður dagur í faðmi
fjölskyldunnar, ef þú gefur þér tíma til þess.
Netið geymir alls konar fróðleik og bókin er
við höndina.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fyrir mánuði sástu þig þar sem þú ert
í dag. Mundu að markmiðasetning er stór
hluti af velgengni þinni. Ekki fara í kringum
hlutina.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert í góðu skapi í dag. Nú fer
ástandið batnandi. Skapandi störf henta
þér best, en það veistu líklega innst inni.
Einhver kemur þér á óvart.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert bæði skrýtnari og skemmtilegri
en flestir álíta þig vera við fyrstu kynni.
Taktu þér tak, annars áttu á hættu að verða
umsvifalaust dæmd/ur sem tækifærissinni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Í dag ættir þú að reyna að
verja tíma með góðum vinum. Skyggnstu
lengra og reyndu að sjá hvernig hlutirnir
verða eftir nokkra mánuði.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ættir að líta yfir farinn veg í
dag og velta því fyrir þér hvar þú viljir vera
eftir 5 ár. Hin gamalkunna aðferð að for-
gangsraða gerir vandamálin meðfærilegri.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það skiptir engu máli hvernig
viðrar hið ytra ef þið gætið þess að hafa sól
í sinni. Láttu áhyggjurnar ekki leika lausum
hala.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Með örlítilli þolinmæði og smá
hugkvæmni átt þú að geta fellt alla hluta
saman þannig að úr verði heil mynd.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er sjálfsagt að hlaupa undir
bagga með öðrum, þegar það er hægt.
Njóttu þess að vera með góðu fólki.
30 ára Snædís ólst
upp í Arizona, Ísafirði
og á Akureyri en býr
núna í Reykjavík.
Snædís er grafískur
hönnuður hjá Smart-
media. Helstu áhuga-
mál hennar eru allt
sem viðkemur myndlist og hönnun og
síðan útivist. „Amma mín málaði mikið
og þaðan kemur áhuginn og myndmennt
var alltaf uppáhaldsfagið.“ Snædís lærði
hönnun í London og lauk BA-prófi í
myndlist frá Listaháskólanum.
Maki: Sven Karlson, f. 1992, er að ljúka
lögfræðinámi.
Foreldrar: Anna María Malmquist, f.
1966, iðjuþjálfi á Akureyri og Einar Ólafs-
son, f. 1964, arkitekt í Reykjavík.
Snædís Malmquist
Einarsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is