Morgunblaðið - 29.12.2020, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2020
Chelsea og Aston Villa skildu jöfn,
1:1, í ensku úrvalsdeildinni í fót-
bolta í gær. Chelsea hefur aðeins
unnið einn af síðustu sex leikjum
sínum í öllum keppnum, þrátt fyrir
að hafa eytt yfir 200 milljónum
punda í leikmenn í sumar.
Sömu lokatölur urðu á Selhurts
Park þar sem Leicester heimsótti
Crystal Palace. Stigið nægði Lei-
cester til að fara upp í annað sæti, í
bili hið minnsta. Leik Everton og
Manchester City var frestað vegna
hópsmits í leikmannahópi Man-
chester-liðsins.
Chelsea varð
aftur af stigum
AFP
Jafnt Chelsea og Aston Villa skildu
jöfn á Stamford Bridge í London.
Dallas Mavericks setti met þegar
liðið gjörsigraði LA Clippers í
NBA-deildinni í körfuknattleik,
124:73. Staðan í hálfleik var 77:27,
sem er mesti munur í hálfleik síðan
byrjað var að notast við skotklukku
í deildinni á miðjum 6. áratug síð-
ustu aldar. Þá var 51 stigs tapið í
gær það stærsta í sögu Clippers.
Sigurinn var sá fyrsti hjá Dallas
eftir töp í tveimur fyrstu leikjum
tímabilsins og tapið var það fyrsta
hjá Clippers eftir sigra í fyrstu
tveimur umferðunum, þar á meðal
á móti meisturum LA Lakers.
AFP
Stórsigur Luka Doncic er stærsta
stjarnan hjá Dallas Mavericks.
Met féllu í óvænt-
um stórsigri
þegar hún var á láni hjá Breiðabliki,
sem varð Íslandsmeistari. Nýliðið
haust spilaði hún svo sína fyrstu
landsleiki og skoraði sín fyrstu
landsliðsmörk. Fór hún þá að fá til-
boð í miklum mæli.
„Á Englandi var ég svolítið að
pæla í Everton og svo voru nokkur
lið í Svíþjóð líka. Ég hugsaði alveg
um að fara til Kristianstad þannig að
mér finnst bara geggjað að geta far-
ið þangað á láni því ég hafði áhuga á
því liði fyrir. Svo höfðu Rosengård
og Gautaborg líka áhuga.“
Tilboð Wolfsburg kom síðast upp,
í lok nóvember skömmu fyrir síðustu
tvo leiki landsliðsins á árinu. „Wolfs-
burg-tilboðið er nýjast af öllu þannig
að maður gat eiginlega ekki litið
framhjá því. Ég var alveg byrjuð að
pæla í öðru áður en þetta kom. En
svo þegar þetta kom til mín gat ég
ekki litið frá því. Þetta hefur verið
ansi fljótt að gerast en samt líka ver-
ið alveg frekar langt ferli.“
Wolfsburg hugsar Sveindísi sem
bæði framherja og kantmann. Hún
kveðst mjög sátt við það. „Ég get
ekki valið hver uppáhaldsstaðan mín
er þannig að ég er sátt með að vera
frammi eða á kantinum. Þau hjá
Wolfsburg eru sammála því.“
Um leið og Sveindísi stóð til boða
að fara til Wolfsburg var henni sagt
að hún yrði strax lánuð í eitt ár. „Ég
fékk að vita það strax. Þau vildu
tryggja mig og láta mig líka vita í
leiðinni að ég færi á lán. Ég fékk að
vita það um leið að ef ég hefði áhuga
á að semja við Wolfsburg þá myndu
þeir lána mig í eitt ár til Kristian-
stad.“
Sveindís fer beint til Kristianstad
í byrjun janúar, án viðkomu hjá
Wolfsburg. Hún segir það ekki hafa
verið mögulegt að fara fyrst að æfa
með Wolfsburg einfaldlega vegna
ástandsins í heiminum og bendir í
því samhengi á að nú sé útgöngu-
bann í Þýskalandi.
Sveindís vonast eftir því að fá að
spila mikið hjá Kristianstad og
stefnir að því að bæta sig mikið í
leiðinni svo hún komi sem best und-
irbúin til liðs við Wolfsburg eftir
rúmt ár, en lánsdvölin hjá Kristian-
stad mun vara í eitt ár. Þar sem
Kristianstad er í Meistaradeild Evr-
ópu fær Sveindís að klára tímabilið í
Svíþjóð og spila svo alla mögulega
leiki liðsins í keppninni fram að ára-
mótum, fari svo að Kristianstad
komist það langt í henni.
Hún hefur skýr markmið fyrir
knattspyrnuferil sinn. „Markmið
mín eru að bætast í hóp með Söru
[Björk Gunnarsdóttur] og vinna
Meistaradeildina, að verða önnur ís-
lenskra kvenna til að vinna hana.
Það er langtímamarkmið myndi ég
segja. Svo stefni ég að því að spila
með þeim bestu í Wolfsburg og spila
á móti bestu leikmönnunum. Einnig
að gera vel með landsliðinu, halda
byrjunarliðssætinu þar eins lengi og
hægt er,“ sagði Sveindís að lokum í
samtali við Morgunblaðið.
Markmiðið að
vinna Meistara-
deild Evrópu
Morgunblaðið/Eggert
Efnileg Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk í sínum fyrsta landsleik.
Sveindís samdi við Wolfsburg
Lánuð í eitt ár til Kristianstad
FÓTBOLTI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Landsliðskonan Sveindís Jane Jóns-
dóttir hefur samið við stórlið Wolfs-
burg í þýsku 1. deildinni í knatt-
spyrnu. Sveindís, sem er 19 ára
gömul, var keypt frá uppeldisfélagi
sínu Keflavík og samdi við Þýska-
landsmeistarana til sumarsins 2024.
Hún verður strax lánuð til Kristian-
stad í sænsku úrvalsdeildinni, sem
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar.
Sveindís var að vonum ánægð með
félagsskiptin þegar Morgunblaðið
ræddi við hana. „Mér líður bara
mjög vel með þetta og er frekar
spennt, og smá stressuð í bland
líka!“
Wolfsburg er eitt sterkasta lið
Evrópu og hefur unnið Meistara-
deild Evrópu tvisvar og þýsku 1.
deildina sex sinnum. Því er ljóst að
um afar stórt skref er að ræða.
Sveindís telur einmitt skrefið bæði
stórt en á sama tíma mátulegt þar
sem hún fer beint á lán. „Ég fer
náttúrulega á láni til Kristianstad
þannig að þetta er mjög stórt en líka
mjög passlegt skref.“
Sveindís hafði úr fjölda tilboða að
velja, enda frægðarsól hennar risið
hratt á árinu með frábærri frammi-
stöðu í Pepsi Max-deildinni, þar sem
hún var markahæst og valin best
England
Everton – Manchester City............ Frestað
Crystal Palace – Leicester ...................... 1:1
Chelsea – Aston Villa ............................... 1:1
Staðan:
Liverpool 15 9 5 1 37:20 32
Leicester 16 9 2 5 29:20 29
Everton 15 9 2 4 26:19 29
Manch. Utd 14 8 3 3 30:23 27
Aston Villa 14 8 2 4 28:14 26
Chelsea 16 7 5 4 31:18 26
Tottenham 15 7 5 3 26:15 26
Manch. City 14 7 5 2 21:12 26
Southampton 15 7 4 4 25:19 25
West Ham 15 6 4 5 23:21 22
Wolves 15 6 3 6 15:20 21
Leeds 15 6 2 7 25:30 20
Crystal Palace 16 5 4 7 20:29 19
Newcastle 14 5 3 6 17:24 18
Arsenal 15 5 2 8 15:19 17
Brighton 15 2 7 6 18:24 13
Burnley 14 3 4 7 8:20 13
Fulham 15 2 5 8 13:23 11
WBA 15 1 5 9 11:30 8
Sheffield Utd 15 0 2 13 8:26 2
Meistaradeild karla
Undanúrslit, leikið í Köln:
Barcelona – París SG .......................... 37:32
Aron Pálmarsson skoraði 6 mörk fyrir
Barcelona.
Kiel – Veszprém ..............................frl. 36:35
Barcelona og Kiel leika til úrslita í
keppninni 2019-2020. Veszprém og París
SG leika um bronsverðlaun.
Vináttuleikur
Pólland – Alsír ...................................... 24:21
NBA-deildin
Charlotte – Brooklyn ....................... 106:104
Washington – Orlando ......................113:120
New Orleans – San Antonio .................98:95
Cleveland – Philadelphia ....................118:94
New York – Milwaukee ....................130:110
Indiana – Boston .............................. 108:107
Chicago – Golden State.................... 128:129
Sacramento – Phoenix ..................... 100:116
LA Lakers – Minnesota..................... 127:91
Argentínumað-
urinn Lionel
Messi segist
hafa áhuga á
að búa í
Bandaríkj-
unum en segist
ekki hafa tekið
ákvörðun um
hvað tekur við
hjá honum
næsta sumar
þegar samningur hans við
Barcelona rennur út að
óbreyttu.
Messi veitti La Sexta viðtal og
þar fer hann ekki leynt með
væntumþykju sína í garð félags-
ins FC Barcelona en gefur enga
sérstaka vísbendingu um að
hann verði áfram hjá félaginu.
Segir þó að hann vilji starfa hjá
félaginu eftir að leikmannsferl-
inum lýkur og miðla þar af
þekkingu sinni. Með öðrum orð-
um er hann tilbúinn að snúa aft-
ur til félagsins síðar fari svo að
hann komi til með að spila með
öðru félagi.
Messi daðrar við Bandaríkja-
menn í viðtalinu. „Ég hef alltaf
sagt að ég myndi vilja upplifa að
búa í Bandaríkjunum. En ég veit
ekki hvort það verður að veru-
leika eða ekki,“ segir hann með-
al annars.
Um stöðuna eins og hún er
núna hjá Barcelona-liðinu segir
Messi að Ronald Koeman standi
sig afar vel sem knattspyrnu-
stjóri og hafi náð miklum ár-
angri þótt ekki sé auðvelt að
vera með marga nýja og yngri
leikmenn í hópnum.
Barcelona hefur rétt aðeins úr
kútnum í deildinni undanfarið
en liðið byrjaði illa og er fyrir
vikið átta stigum á eftir Madr-
ídarliðunum Atlético og Real.
Fer Messi til
Ameríku?
Lionel Messi
Aron Pálmarsson og samherjar hans
hjá Barcelona tryggðu sér í gær sæti í
úrslitum Meistaradeildar Evrópu í
handbolta með öruggum 37:32-sigri á
París SG, en um er að ræða keppnina
frá því á síðustu leiktíð þar sem ekki
tókst að ljúka henni á réttum tíma
vegna kórónuveirunnar. Leikið er í
Köln.
Aron, sem hefur verið að glíma við
meiðsli, var frískur í leiknum og skor-
aði sex mörk og lagði upp þrjú til við-
bótar. Aðeins Dika Mem skoraði
meira fyrir Barcelona eða átta mörk.
Dylan Nahi skoraði níu fyrir PSG og
Mikkel Hansen sjö.
Úrslitaleikurinn verður sá tólfti sem
Barcelona tekur þátt í og freistar Aron
þess að fagna sigri í keppninni í þriðja
sinn en hann varð í tvígang Evr-
ópumeistari með Kiel; árin 2010 og
2012. Aron hefur leikið í úrslitahelgi
Meistaradeildarinnar níu sinnum, oft-
ar en nokkur annar leikmaður.
Í úrslitum mæta Aron og félagar
einmitt Kiel, en þýska liðið vann 36:35-
sigur í framlengdum spennuleik gegn
Veszprém, öðru fyrrverandi liði Arons.
Leikurinn var gríðarlega kaflaskipt-
ur og náði Veszprém einum 7:0 kafla
en Kiel svaraði með 5:0-kafla á móti.
Að lokum var það Svíinn Niclas Ek-
berg sem var hetja Kiel en hann skor-
aði tvö síðustu mörk liðsins. Hann
skoraði sjö mörk í leiknum, einu minna
en Hendrik Pekeler sem var marka-
hæstur. Vuko Borozan og Gasper
Marguc skoruðu sjö mörk hvor fyrir
Vezprém.
Úrslitaleikurinn fer fram í kvöld
klukkan 19:30, eftir að París SG og
Veszprém bítast um bronsið en leik-
urinn um þriðja sætið hefst klukkan
17.
Freistar þess að vinna í þriðja sinn
Aron í úrslit Meistaradeildarinnar Varð síðast Evrópumeistari fyrir átta árum
AFP
Öflugur Aron Pálmarsson skýtur að marki París SG í Köln gærkvöldi.